Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996
25
Halli Reynis trúbador passar börnin sín á daginn,
spilar um helgar og er aö stofna hljómsveit sem fer
í æfingabúöir í sumar. Þessi tæplega þrítugi
tónlistarmaöur hóf feril sinn meö hljómsveitinni „Fótbrot"
þegar hann var tíu ára, en þegar hann fótbrotnaöi fyrir
alvöru nítján ára markaöi þaö upphafið á trúbadorferlinum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttirtók hús á Halla einn morguninn
þegar hann var einn heima ásamt sonum sínum.
Syngjandi
húsmóðir í
best að koma bara til dyranna
eins og maður er klæddur.
Stundum set ég upp smá-
brynju. Það er nauðsynlegt. Ég
gef mig ekki alltaf allan. Að
vera trúbador er að vera ber-
skjaldaður og til þess þarf
sterkar taugar.“
Hefurðu þœr eða notarðu
vín til að hleypa í þig kjarki?
„Freistingar eru margar þeg-
ar maður er inni á þessum
stöðum allar helgar. Það versta
sem tónlistarmaður getur hins
vegar gert er að nota vín til að
koma fram. Að lokum hættir
hann að geta spilað nema
drekka áður. Allt of margir
lenda í ógöngum."
En þú sjálfur?
„Ég er hættur að drekka. Ég
var orðinn þannig að ég gat
ekki troðið upp nema fá mér í
glas. Ég hætti í desember síð-
astliðnum.“
Drykkja ekki feimnismál
Mörg eru andlitin sem að þér
hœðast / Óvarinn fínnur þú
skjálftann fœðast / í hjartanu
litlasem lemur hraðar, hraðar/
Hrœðslan er alltaf til staðar
Er þessi texti um reynslu
þína afáfengi?
„Já, þarna er ég svona að
velta fyrir mér áhorfandanum í
salnum og hvað hann er að
hugsa um. Það er alveg ljóst að
þetta starf er of krefjandi til að
sinna því ef maður ætlar að
vera á kafi í brennivíni. Það er
eins með önnur störf. Það er
hvergi vel liðið, að menn dúkki
upp lyktandi af bjór og með
aðra fimm í nesti til að geta
sinnt vinnunni sinni. Ég datt
ofan í þá gryfju, að mér fannst
ég ekki hafa neitt að bjóða
fóiki. Blekkingin var sú að þeg-
ar ég var kominn í glas létti
mér og sjálftraustið batnaði.
En það er ekkert feimnismál
lengur að lenda í vandræðum
með áfengi. Færustu íþrótta-
menn þjóðarinnar hafa sjálfir
þurft að hætta að drekka.“
Svolitið kántrí
Þú hefur tarnið þér nokkuð
sveitalegan stíl. Hlustarðu
mihið af kántrýtónlist?
„A þessum tveimur plötum
mínum er svona blanda af
þjóðlaga- og kántrýtónlist. Jú,
ég er svolítið kántrý, en það er
furðulegt hversu neikvætt orð
slík tónlist hefur á sér á ís-
landi.“
Eru kántrýstjörnur ekki
óttalegir hrakfallabálkar —
alltaf í drykkju og ástar-
klúðri; skuldum vafnar?
„Ég er allavega ekki í skuld-
um og ástakiúðri, en það er
gott að hafa reynt eitthvað í líf-
inu og geta sótt í það þegar
maður er að yrkja lög og texta.
Ég hef ort um þá reynslu að
missa stjórn á drykkjunni, vera
eyðilagður á taugum og í stöð-
ugri vanlíðan."
Er til eitthvað sem heitir
„íslenskt kántrý"?
„Það veit ég ekki. Alveg eins
og það er til „íslenskur blús“. í
Bandaríkjunum er mesta plötu-
salan í kántrýinu og á íslandi
eru miklu fleiri kántrýaðdáend-
ur en þeir sem vilja kannast við
það. Ókrýndur konungur
kántrýtónlistarinnar á íslandi
er vitaskuld Hallbjöm Hjartar-
son. Maðurinn ætti að fá orðu.
Hann hefur helgað líf sitt þess-
ari tónlist. Rekur meira að
segja ekki bara skemmtistað
heldur líka útvarpsstöð á út-
nára eins og Skagaströnd. Það
má reyndar greina áhrif kántrý-
tónlistar hjá velflestum trúba-
dorunum — Iíkt og Bubba,
Megasi og KK en sá síðast-
nefndi er númer eitt hjá mér í
dag. Mér finnst hann frábær
með þessa blöndu af blús og
kántrý. En það er hægt að
verða mjög þreyttur á kántrý-
tónlist og ég ætla ekki að hafa
nein áhrif þaðan á næstu plötu
minni.“
Vill verða bóndi
En ertu kannski sveita-
kall?
„Já, ég er Það. Konan mín er
úr sveit og ég var sjálfur alltaf í
sveit á sumrin í Miðdölum. Ég
gæti vel hugsað mér að verða
bóndi síðar á ævinni og mér
gengur aldrei jafn vel að semja
lög og texta eins þegar ég hjá
tengdaforeldrum mínum í
sveitinni.“
Hvað segirðu svona að
lokum um að fá þér gyllt
silkiföt með kögri og láta
lita á þér hárið?
„Nei, takk. Ég ætla að láta
það eiga sig. Ég ætla bara að
vera ég sjálfur, enda er ég ekki
týpan til að mála mig í framan
og hella yfir mig glimmer.“
Halli Reynis: „í dag má helst bara spila gleðipopp: ef
lífið er ekki tóm hamingja er maður ekki inn. Plötu-
snúðar á útvarpinu ala stundum á þessari stemmn-
ingu. Á mánudögum eiga allir að vera niðurdregnir því
þeir eru svo fúlir. Svo líður á vikuna og þá er byrjað
að keyra á danstónlist og allir eiga að vera í góðu
skapi á leiðinni út á lífið.“
Breiðholtinu...
Eg var staddur inni á
Gikknum með vinum
mínum og þeir hvöttu mig
til að taka tvö lög á gítar-
inn. Ég gerði það og þegar
ég hafði lokið seinna lag-
inu komu eigendumir til
mín og buðu mér fast
djobb við að spila á staðn-
um. Ég sagði já og fljótlega
eftir þetta var ég að spila
á Gikknum um helgar og
kominn á fullt í tónlist-
inni,“ segir Halli Reynis
og lætur gamla tón-
leikaupptöku á fóninn fyr-
ir blaðamann HP sem hef-
ur tekið á honum hús í
Breiðholtinu. Synir hans
em báðir heima við og
hann segist oft taka fyrir
þá lagið á daginn.
Halli er eineggja tvíburi, en
bróðir hans er kjötiðnaðar-
maður á Hvolsvelli og treður
einnig upp með gítar undir
nafninu Gulli Reynis. „Gulli
hefur alltaf hvatt mig áfram.
Hann gaf mér til dæmis fyrstu
stúdíótímana í jólagjöf og ég
tók upp nokkur gömul lög. Það
er annars svo skrýtið, að ég
sem ekki lögin — þau semja
sig meira sjálf. Árið 1992 fór ég
síðan alvarlega að pæla í því
að koma með hljómplötu og
lét verða af því og gaf hana út
sjálfur.“ Platan, sem bar nafnið
Úndir hömrunum háu, fékk
ágætar viðtökur.
Halli segir enga samkeppni
eða afbrýðisemi í gangi milli
bræðranna, en þeir séu hins-
vegar mjög nánir og fólk hvetji
þá ítrekað til að troða upp
saman þótt þeir hafi frekar
skorast undan því. „Við Gulli
vorum ekkert alltaf saman þótt
við séum tvíburar. Og við vor-
um heldur ekki eins og klipptir
eða eins klæddir líkt og oft vill
verða, heldur algjörlega tvær
aðskildar persónur. Að vera
tvíburi gerði það síðan að
verkum að við vorum aldrei
einmana.“
Halli segir ennfremur, að
hann hafi fengið ábendingar
um að láta bróður sinn hjálpa
sér við plötukynningar. „Ég
gæti þá troðið upp á tveimur
stöðum samtímis. Grínlaust þá
myndi enginn þekkja okkur í
sundur.“
Hljómsveitin Fótbrot
„Þegar ég var tíu ára hlust-
aði ég mest á hljómsveitina
Slade og dýrkaði hana. Ég man
að við vinirnir héldum að gítar-
leikarinn héti Slade. Hljóm-
sveitin okkar sem hét Fótbrot
notaðist þó aðallega við potta
og sleifar. Mér fannst æðislegt
að vera unglingur í Breiðholt-
inu og sérstaklega var gaman
að alast upp á tímum þegar
mikið var um áð vera í tónlist-
inni. Nýbylgjan var á fullu og
ég fílaði hana mjög vel.“
En varstu aldrei pönkari?
„Nei, ég var aldrei pönkari,
en ég lét samt berast með
straumnum — án þess þó að
vera með snobb."
Afhverju var svona gaman
í Breiðholtinu?
„Það var bara spes af því að
ég ólst þar upp,“ segir Halli og
hlær.
Uppreisnargjarn ?
„Ég var svona í sama bar-
áttufíiing og allir aðrir ungling-
ar á þessum tíma þegar leyfi-
legt var að taka hlutina alvar-
lega og vera á móti því sem
manni fannst rangt. Ég var til
dæmis mikill herstöðvaand-
stæðingur og á nýjustu plöt-
unni minni er að finna ádeilu-
texta á stríð og hermennsku.
Meðan ég var að taka upp lagið
kom til mín maður og sagði: Af-
hverju ertu að spila þetta —
svona lagað er ekki í tísku? í
dag má helst bara spila gleði-
popp: ef lífið er ekki tóm ham-
ingja er maður ekki inn. Plötu-
snúðar á útvarpinu ala stund-
um á þessari stemmningu. Á
mánudögum eiga allir að vera
niðurdregnir því þeir eru svo
fúlir. Svo líður á
vikuna og þá er
byrjað að keyra
á danstónlist og
allir eiga að
vera í góðu
skapi á leiðinni
út á lífið.
Það er mikii
gróska í tónlist,
en þó er eins og
það sé komin
viss uppgjöf í
plötuútgáfuna.
Það er gífurlegt
framboð af end-
urgerðu efni þar
sem er verið að
raula gömul lög
og varla svo að
útsetningunum
sé breytt. Ég er
viss um að ég
væri mun sölu-
legri ef ég syngi
bara gamla slag-
ara sem
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
gerði fræga.
Þeir sem komu
flatt út úr útgáfu árið 1995
voru fyrst og fremst þeir sem
sömdu lögin sjálfir."
Féll út um vörulúgu
Upphafið þess að Halli gerð-
ist tónlistarmaður er þó ekki
að finna í hljómsveitinni Fót-
brot að því er hann segir sjálf-
ur, heldur í öðru fótbroti síðar
á ævinni. „Ég hafði ekki snert
„Þaðereins með önnur
störf. Það er hvergi vel liðið,
að menn dúkki upp lyktandi af
bjór og með aðra fimm í nesti
til að geta sinntvinnunni
sinni. Ég datt ofan í þá gryfju,
að mér fannst ég ekki hafa
neitt að bjóða fólki. Blekking-
in var sú að þegar ég var kom-
inn í glas létti mér og sjálf-
traustið batnaði. En það er
ekkert feimnismál lengur að
lenda ívandræðum með
áfengi. Færustu íþróttamenn
þjóðarinnar hafa sjálfir þurft
að hætta að drekka.“
við gítarnum síðan ég var barn
og kunni í rauninni ekkert. Síð-
an féll ég út um vörulúgu ofan
af annarri hæð þar sem ég var
að vinna í Sól hf. Ég þríbrotn-
aði á fæti og þurfti að liggja
heillengi. Til að drepa tímann
fór ég að fletta í gömlum gítar-
kennslubókum fyrir byrjendur
og æfa gripin. Áður en varði
Halli er eineggja tvíburi, en bróðir hans er kjötiðnaðarmaður á Hvol-
svelli og treður einnig upp með gítar undir nafninu Gulli Reynis. — Á
þessari mynd sjást bræðurnir taka lagið saman.
Ertu töffari? — „Ég held að ég sé laus við allar gerviímynd-
ir. Það er langbest að koma bara til dyranna eins og maður
er klæddur. Stundum set ég upp smábrynju. Það er nauð-
synlegt. Ég gef mig ekki alltaf allan. Að vera trúbador er að
vera berskjaldaður og til þess þarf
sterkar taugar.“
var ég kominn af stað og farinn
að semja sjálfur."
Þegar Halli lenti í slysinu var
hann að sögn búinn að læra til
þjóns og átti bara eftir loka-
prófið — var reyndar á leiðinni
til að læra múrverk...
..Ætlaðirðu þá að verða
múrþjónn?
„Nei, ég ætlaði að verða
venjulegur múrari, en fór aldr-
Mynd: Jim Smart
ei meira í skóla. Þegar ég tók
síðan lokaprófið í þjóninum
var eftirspurnin í að fá mig til
að skemmta orðin svo mikil að
hún nægði mér alveg. Þjóns-
starfið get ég auk þess ekki lag-
að að tónlistinni þar sem ég
vinn á kvöldin við að
skemmta.“
Bubbi er kóngurínn
Hvers vegna fórstu út í
það að vera trúbador —
langaði þig aldrei til að vera
með hljómsveit?
„Ég veit ekki hvenær áhugi
minn vaknaði á trúbadortón-
list. Ætli það hafi ekki bara
verið þegar ég var unglingur.
Ég hélt ofboðslega mikið upp á
Bob Dylan, Megas og Dono-
van — fyrir utan auðvitað ný-
bylgjurokkara eins og Clash
sem ég fíiaði mjög vel. Svo
hlustaði ég nátt-
úrlega á Bubba
sem hefur verið
á toppnum allan
þennan tíma.
Hann er kóngur-
inn. Ég held ekki
að nokkur geti
leikið þetta eftir
Bubba á íslandi:
að verða átrún-
aðargoð margra
kynslóða.
Ég hugsa að ég
hafi fyrst og
fremst orðið
trúbador sökum
þess, að það
hentar mér vel
að vinna og troða
upp einn. Núna
hinsvegar hef ég
mikla þörf fyrir
að vinna með
öðrum og þess
vegna er ég að
stofna hljómsveit
sem fer í æfinga-
búðir í sumar og
stefnir á plötu.
En trúbador nær
persónulegri tengslum við
áheyrendur en hljómsveit sem
hefur alltaf ósýnilegan vegg
milli sín og annarra. Stundum
óttast ég að komast aldrei úr
þessu hlutverki“
Það þarf sterkar taugar
Ertu töffari?
„Ég held að ég sé laus við all-
ar gerviímyndir. Það er lang-