Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR18. APRiL 1996 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjórnarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsia og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bessastaðasukkið Þá hafa þau undur og stórmerki gerst, að hið magnaða fjár- málasukk við framkvæmdirnar á Bessastöðum hefur verið staðfest af hálfu hins opinbera. En staðfesting sukksins ein og sér dugir engan veginn til því allar viðhlítandi skýringar skortir. Engar skýringar hafa fyrir jjað fyrsta komið fram á þeirri óhæfu, að kostnaður við framkvæmdir sem áttu að kosta um 240 milljónir króna er kominn upp í heilar 650 milljónir og er nú áætlað að heildarkostnaðurinn endi í einum milljarði. Miðað við það sem á undan hefur gengið er engin ástæða til að halda að áætlun um heildarkostnað við verklok eftir tvö ár standist. Og skýringar á óhófseyðslunni fyrirfinnast ekki. Afhverju? Einfaldlega vegna þess, að aldrei hefur nein raunhæf kostnaðaráætlun verið gerð. Það var bara ákveðið að endurreisa mannvirki á Bessastöðum og síðan hafist handa. íslenska aðferðin í sinni ömurlegustu mynd. • • 011 þau ár sem framkvæmdir hafa staðið yfir að Bessastöðum hafa umsjónarmenn þeirra haft opið tækifæri til að endur- skoða fyrri áætlanir sínar á sómasamlegan hátt og gera nýjar. Framkvæmdakostnaður hefur af og til verið gagnrýndur harkalega og fjölmiðlar lagt þar sitt af mörkum, en stjórnvöld og fram- kvæmdanefndin borið ýmsu við. Lengi vel var því til dæmis haldið fram, að fornleifarannsóknir hefðu reynst mun meiri og dýrari en gert var ráð fyrir. í svari forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Einarssyni kemur hinsvegar í Ijós að kostnaður við umræddar rannsóknir er litlu meiri en kostnaður við ráðgjöf og hönnun arki- tekta. Raunar sýnist kostnaður sem skrifaður er á hönnun, ráðgjöf og eftirlit vera með ólíkindum. Það er synd og skömm að einhver hluti þessa eftirlitskostnaðar hafi ekki verið látinn renna í eftirlit með óráðsíunni... Þegar kostnaður við að endurreisa gamlar byggingar hefur farið upp úr öllu valdi er afsökunin í flestum tilfellum sú, að ógerlegt sé að áætla með nokkurri vissu kostnað við slík verk fyrirfram. Það sé ekki fyrren á framkvæmdatímanum sem komi í Ijós hversu umfangsmiklar endurbæturnar þurfa að vera. Þetta var meðal ann- ars notað til að afsaka gífurlegan umframkostnað við endurbygg- ingu gamla frystihússins við Tjörnina er það var gert að Listasafni íslands. íslendingar sýnast semsagt gjörsamlega ófærir um að reikna út kostnað við endurbyggingu húsa. Þetta virðast þó aðrar þjóðir reikna út með góðum árangri, til dæmis Danir. En þeir eru náttúrlega bara Danir... Veltum því fyrir okkur, að einstaklingar sem ráðast í það að gera upp sín hús fara einfaldlega ekki út í meiri framkvæmdir en þeir hafa efni á. Slíkt gildir afturámóti ekki um hið opinbera sem brennir skattpeningana ánþess að blikka auga. Ánþess að blikka auga. Taki einhver mark á því að ekki sé hægt að reikna fyrirfram kostnað við endurreisn mannvirkja mætti þó ætla að flestir væru sammála um, að hægt sé að sjá fyrir með nokkurri vissu hvað nýbyggingar kosta. Þetta á þó heldur ekki við hér á landi. Flugstöð Leifs Eiríkssonar fór þannig langt framúr öllum kostnað- aráætlunum og þar voru gerð mistök á mistök ofan sem ekki nokk- ur lifandi sála bar ábyrgð á. Bygging Perlunnar fór svo langt fram úr öllum áætlunum um kostnað að engu tali tekur. Það var reynt að afsaka Perlusukkið með því að við hefðum ekki byggt svona hús áður! Sundlaugin í Árbæjarhverfi kostaði tugi milljóna umfram all- ar áætlanir. Það hefur sennilega verið vegna þess að ekki hafði áð- ur verið byggð sundlaug í Árbæ, bara í öðrum hverfum borgarinn- ar. Ófá milljónahundruðin fór síðan Ráðhúsið fram út áætlun, enda hafði aldrei áður verið byggt ráðhús í Reykjavík - hvað þá í Tjörninni. Allt ber þetta að sama brunni: Framkvæmdaglaðir stjórnmála- menn ákveða að ráðast í stórframkvæmdir fyrir almannafé — oft og tíðum til að reisa sjálfum sér skammarleg minnismerki — og bregðast gjörsamlega því hlutverki, að sjá um að kostnaður sé inn- an eðlilegra marka. Verði vart við mikla og almenna óánægju skattaborgara vegna óráðsíunnar eru þeir sem taldir eru ábyrgir fyrir framkvæmdunum sjálfir látnir gera skýrslu til að útskýra um- frameyðsluna og niðurstaðan er jafnan sú að þeir hafi í engu brugðist heldur hafi verið um ófyrirséð tilvik að ræða. Enginn ber ábyrgð því það er ekki lenska hér á landi að neinn sé látinn bera ábyrgð á mistökum ef þau eru nógu stór og nógu dýr. Sendill sem eyðileggur bíl fyrirtækisins í glannaakstri er rekinn. Alveg einsog þúsundkallaskuldarar eru keyrðir í gjaldþrot meðan miiljónatuga- skuldarar eru teknir inní bankastjórnina. Stjórnmálamenn, hönn- uðir og nefndakóngar sem eyða og sóa langt umfram það sem eðli- legt má teljast eru sæmdir í það minnsta riddarakrossi fálkaorð- unnar — en þó oftar stórriddarakrossi. Hvílík þjóð... Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavik Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotiö: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Fegurðarsamkeppni um forseta? Um heim allan njóta þjóð- höfðingjar, konungar, drottningar og kjörnir forset- ar, mikillar virðingar alls þorra manna. Þeir einstaklingar, sem bera þessa titla og njóta lífs- þæginda í skjóli þeirra, eru nánast sveipaðir einhvers kon- ar helgiljóma. Persónurnar hafa verið göfg- aðar og almenningur verður hugsunarlaust uppfullur aðdá- unar á þessu helga, „ósnertan- lega“ fólki. Þessi lýsing á við á vorum tímum, en er þó einkum byggð á gömlum arfi frá þeirri tíð, er svokallaðir þjóðhöfð- ingjar voru raunverulegir leið- togar, en ekki puntudúkkur. Hérlendis er forsetinn í þess- um helga bás. Stærstur hluti þessarar þumbaralegu þjóðar lítur með þvílíkri glýju í augun- um á frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, forseta vorn, að ekki má halla orði á hana og embættis- færslu hennar. Á einu augna- bliki breyttist Vigdís úr fyrr- verandi kennara og leikhús- stjóra og glaðlegri konu, sem naut þess að njóta menningar, í fjarlægan, dýrkaðan forseta, tákn. Þetta gerðist af sjálfu sér. En í embætti ávann hún sér verðskuldaða virðingu. Ekki sakaði, að hún er kona. HPósk- ar henni innilega til hamingju með afmælið síðastliðinn mánudag og væntanlegt frelsi. Eitt af því, sem Vigdís hefur lært eru tökin á fjölmiðlunum án þess að hleypa þeim inn. Henni hefur tekizt að halda áhuga fjölmiðlanna allan feril sinn og umfjöllun um hana og embættið er yfirleitt jákvæð. Enginn forseti í rösklega hálfr- ar aldar sögu lýðveldisins hef- ur verið jafndælt viðfangsefni fjölmiðlanna. Nákvæmlega hef- ur verið greint frá fréttatil- kynningum skrifstofu hennar. Fréttamenn hafa elt hana á röndum, sjónvarpsmenn tekið myndir af frú Vigdísi við uppá- haldsiðju sína: brosandi, sitj- andi á hnjánum með glaðleg börn allt í kringum sig, í þann mund að stinga urt í jörðu. Vig- dís hefur útgeislun sem hefur skilað sér í fjölmiðlum um all- an heim. Ég minnist þess, að forveri hennar, doktor Kristján Eld- járn, vann embættisverk sín með öllu hljóðara hætti. Hann ávann sér virðingu íslenzku þjóðarinnar með sínum hæg- læta stíl, og vel að merkja í mun rólegra fjölmiðlaumhverfi en Vigdís. Hún er nútímakona, sem hefur nýtt sér afl fjölmiðl- anna. Hræringar í íslenzkum fjölmiðlaheimi og jafnréttis- barátta kvenna verða mikil- vægar vörður í skýrgreining- um sagnfræðinga og félagsvís- indamanna á forsetatíð frú Vig- dísar. Hvað er „við hæfi“? Sáralítið hefur borið á gagn- rýni eða umfjöllun í fjölmiðlum um efni, er varða forsetann, sem ekki hefur þótt „við hæfi“ að ræða opinberlega. Þó má nefna fjárlagaframúrkeyrslu embættisins og athugasemdir Ríkisendurskoðunar, gagnrýni á meint mannréttindaummæli í Kínaferð og fleira. Eitt lítið og skrýtið dæmi kemur þó upp í huga minn, þriggja ára gamalt, að mig minnir. I Pressunni sál- ugu var fjallað um frú Vigdísi Finnbogadóttur með öðrum hætti en venjan var. Til dæmis Fjölmiðlar Halldór Halldórsson var fjallað um mataræði forset- ans. í einu íhaldssamasta sam- félagi þessa heimshluta þótti þetta náttúrlega ótækt. Hverj- um kom það við hvað forset- inn borðaði? Þetta var kallað ósmekkleg grein í sorpblaði og slíkir fjölmiðlar ættu sko ekki neitt gott skilið. Þetta er tónninn í mörgum, sem létu í Ijós skoðun á grein Pressunnar. Ekki fer á milli mála, að einhver ýtti við Scd- ome Þorkelsdóttur, þáverandi forseta Alþingis, sem greip til þess óyndisúrræðis að mót- mæla greininni með því að segja upp áskrift Alþingis að Pressunni, fyrir hönd allra þingmanna lýðveldisins! Hér var um að tefla hefndarráð- stöfun enda þótt annað væri látið í veðri vaka. Skítt með frelsi fjölmiðlanna, voru skila- boðin. Þarna hefði forsetinn átt að skerast í leikinn. Hún gerir sér væntanlega manna bezt grein fyrir því, að hún er opinber persóna og verður að láta ýmislegt yfir sig ganga. Ef ég þekki hana rétt er hún ekki þeirrar gerðar að hún kæri sig um að tiplað sé á tám, þegar rætt er um hana og forseta- embættið. Það er reyndar svolítið kostulegt, að fastur liður í síð- degisþætti Rásar 2 er að segja fréttir af kóngafólki og öðru frægu fólki úti í heimi. Á mánu- daginn fengum við til að mynda gleðifréttir frá Kaup- mannahöfn um, að Margrét Þórhildur, Danadrottning, væri búin að ná sér eftir rúm- legu af völdum ofnæmis! Hvers vegna eru íslenzkir þáttar- stjórnendur ekki jafnforvitnir um forseta íslands? Eða má bara slúðra um útlendinga? Hvem var Davíð að gagnrýna? Að mínu mati hefur Vigdís Finnbogadóttur verið góður forseti. Henni tókst að gera embættið sjáanlegt og efldi stöðu þess út á við. Hún náði „Við skulum vona, að væntanleg kosningabarátta marki þau tímamót að fjallað verði um raunverulegar skoðanir á raunverulegum málum, og frambjóðendur þori að hafa skoðanir. íslendingar gera nefnilega þrátt fyrir allt kröfur til forsetaembættisins. Þess vegna verða fjölmiðlarnir að spyrja frambjóðendur spjörun- um úr, ekkert síður en aðra sem bjóða sig fram til starfa í þágu almennings. Að öðrum kosti verður þessi kosningabarátta einber fegurðarsamkeppni.11 allvel til Iandsmanna og hún reyndist duglegur ferðamaður. Á erlendri grundu vakti hún at- hygli sem persóna og efldi þannig vitund erlendra þjóða um litla ísland Q)ótt sumir hafi kynnt hana sem forseta Finn- lands!). Hún er myndarleg, hnarreist kona með „norrænt" yfirbragð. Hún „seldi“ ísland, vakti athygli á þessu smáríki okkar og var í þeim skilningi öflugur kynningarfulltrúi ís- lands. Það skyldi enginn van- meta. Dæmi um „elegans" ís- lenzka forsetans sást í Ríkis- sjónvarpinu á sunnudagskvöld- ið sem leið. Þá afhenti Vigdís verðlaunin í Kontrapunkti, hin- um bráðgóða norræna spurn- ingaþætti um tónlist. Þar hélt hún stutt og prýðilegt sam- kenndarávarp um norræna samvinnu og kraftaverk. Forsetaembættið hefur styrkzt í sessi þrátt fyrir tals- verðan fórnarkostnað á tímum atvinnuleysis og slakt aðhald fjölmiðlanna. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, sagði í margfrægu viðtali við Morgunblaðið síð- astliðinn sunnudag, að forseta- embættið myndi hverfa úr stjórnskipun Islands, ef farið væri að líta á forsetann sem eins konar farandsendiherra. Ég hygg, að þetta sé nákvæm- lega alrangt hjá forsætisráð- herra. í þessu tilviki var for- sætisráðherrann að gagnrýna að minnsta kosti bein og óbein ummæli tveggja frambjóðenda til forseta. En um leið hlýtur þessi gagnrýni að hafa beinzt að sitjandi forseta. Farandhlut- verk forsetans hefur aldrei ver- ið meira en í tíð Vigdísar og embættið aldrei öflugra. Sjálf hefur Vigdís lagt áherzlu á það hlutverk forseta íslands að brúa bil milli þjóða og efla kynni og samstarf. Orðið far- andsendiherra er gott orð, en ekki skammaryrði. Stjórnar- skrárbundið hlutverk forseta sem „öryggisventill" standur óhaggað. Við skulum vona, að væntan- leg kosningabarátta marki þau tímamót að fjallað verði um raunverulegar skoðanir á raunverulegum málum, og frambjóðendur þori að hafa skoðanir. íslendingar gera nefnilega þrátt fyrir allt kröfur til forsetaembættisins. Þess vegna verða fjölmiðlarnir að spyrja frambjóðendur spjörun- um úr, ekkert síður en aðra sem bjóða sig fram til starfa í þágu almennings. Að öðrum kosti verður þessi kosninga- barátta einber fegurðarsam- keppni. Frá því Vigdís Finnbogadótt- ir var kjörin forseti fyrsta sinni hefur orðið gífurleg breyting á íslenzkri fjölmiðlun. Næstu vik- ur og mánuðir verða mikil prófraun fyrir fjölmiðla á ís- landi og spennandi að fylgjast með hvernig til tekst. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum. Ummæli vikunnar aö þessu sinni eru tekin upp úr hinni stórfróö- legu bók Umhverfisréttur; vemdun náttúru íslands eftir hinn víöáttugáf- aöa lagaprófessor Gunnar G. Schram. í þessu nýja riti er aö finna heildaryfirlit um öll lög og reglur sem hér á landi gilda um náttúruvernd og verndun landsins og lífríkis þess gegn mengun og öörum umhverfis- spjöllum. Bókin hefur mikiö fræöslu- gildi fyrir alla þá sem áhuga hafa á umhverfismálum. Hún er hins vegar þeim lesti búin aö hún virkar þung, þurr og leiðinleg á venjulegt almúga- fólk. Því miöur viröist essi þurra fræöimannsafstaða tröllríöa flestum þeim ritum sem langskólagengnir prófessorar dæla úr skrifstofukitrum sínum í fílaþeinsturninum sem viö nefnum Háskóla Islands. Eitt helsta vandamáliö í umhverfis- vernd er aö umhverfiö er alþjóölegt, en valdiö er bundiö landamærum og því getur verndin reynst heldur tor- sótt. í formála bókarinnar segir Gunnar þannig: „Þaö er eitt af mikil- vægustu verkefnum nútíöar og fram- tíöar aö vernda landiö og lífríki þess gegn mengun og öörum umhverfis- spjöllum. Flestum er nú Ijósara en áöur hve mikils viröi þau lífsgæöi eru sem felast í óspilltu umhverfi, hreinu lofti, tæru vatni og óheftum samvistum við náttúruna í hennar margbreytilegu rnynd." Vatnsmengarar dregnir til ábyrgöar Gunnar fer fróöum höndum um hug- takið umhverfisrétt og markmið lag- ana er aö finna í 1. grein laga um náttúrurétt. Þar segir: „Tilgangur þessara laga er aö stuöla aö sam- skiptum manns og náttúru þannig aö ekki spillist aö óþörfu líf eöa land, né mengist sjór, vatn eöa and- rúmsloft." Erfitt er aö sjá hvernig ósköpunum eigi aö ná þessum markmiöum. En til dæmis er hægt aö sækja vatnsmengara til saka. „löjuhöldur skal aö ööru leyti bæta þaö tjón, sem hljótast kann af frá- færslu óhreinindanna frá iöjuveri hans.“ Og Gunnar segir: „f öllum sérlögum sem á þessu sviöi gilda eru áþekk refsiákvæöi. Er þar jafnan um aö ræöa sektir, en einnig varð- hald og fangelsi, ef sakir eru mikl- ar.“ í bókinni er ennfremur aö finna fróö- leg mengunarlög um álveriö í Straumsvík þar sem vernd laganna nær ekki yfir landbúnaö og garö- yrkju. „Innan svæöisins ber ÍSAL ábyrgö á öllu tjóni sem hlýst af gas- tegundum og reyk frá verksmiðjunni, gagnvart þeim er nú búa þar eöa eiga þar eignir, svo og þeim er síðar kunna aö öölast þar eignir fýrir fram- sal frá þeim, aö svo miklu leyti , sem um núverandi not er að ræöa eöa not í framtíöinni, önnur en bú- skap og garöyrkju." Alþjóöakerfiö hefur engin völd Gunnar gerir hinu alþjóölega um- hverfi góö skil, en þar er einnig vandinn mestur. „í sáttmála Sam- einuöu þjóöanna er hvergi kveöiö beinlínis á um nauösyn þess aö vernda umhverfiö, né er samtökun- um eöa einstökum stofnunum innan þeirra berum oröum faliö slíkt vald. Hins vegar mælir sáttmálinn fyrir um víötæka heimild stofnana Sam- einuöu þjóöanna til ákvaröanatöku í félgagsmálum, efnahagsmálum og mannréttindamálum. Sem geta aö einhverju leiti náð yfir umhverfis- vernd." Þaö er í raun synd aö Gunnar G. Schram, þessi annars góöi penni og eiturklári lærifaðir, skuli falla í þann fúla pytt aö skrifa einkum og sér í lagi fyrir fagmenn, því það þarf tölu- vert átak fyrir leikmenn aö þræla sér í gegnum bókina. En fróöleg er smíöin. Þaö má hún eiga. -EBE

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.