Helgarpósturinn - 18.04.1996, Side 8

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Side 8
8 F1MMTUDAGUR18. APRIL1996 Popparar hafa löngum legiö undir því ámæli aö vera innantómt liö sem „poppast bara út í eitt“ og um lítið annaö hugsar en eig- in rass. Eiríkur Bergmarm Einarsson trúir því hins vegar trauðla aö popparar lifi svo snauöu menningarlífi. Hann sló því á þráðinn til nokkurra einstaklinga í fremstu röö popplandsliðsins og spuröi spjörunum úr um hvernig menningarneyslu þeirra fyrir utan poppiö væri háttaö. Til aö æra ekki óstöðugan völdum við úr menningargeiranum nokkra flokka - og forvitnuöumst aö lokum um dægradvöl popparanna... Bubbi er menningarlegasti popparinn Móeiður Júníusdóttir Myndlist „Ég fer lítið á myndlistarsýn- ingar hérlendis,_ en geri meira af því erlendis. Ég hef hins veg- ar mestan áhuga á ljósmynda- sýningum." Bókmenntir „Ég er mikil maníumann- eskja og tek skorpur í lestri. Nú er ég kafsokkin í sálfræði, les um drauma — Jung og Freud. Svo les ég mikið af ævisögum pg þá sérstaklega um konur. Ég á mikið af bókum og þá að- allega fræðibækur um tónlist, myndlist og ijósmyndun." Tónlist „Ég hef kiassískan tónlistar- bakgrunn og hlusta meira á djass og klassík en popp. Ég fæ svona æði fyrir tónlistarmönn- um sem ég spila út í eitt og svo ekki aftur fyrr en eftir langan tíma.“ Kvikmyndir „Ég fer mikið í bíó og síðast sá ég Broken arrow með John Travolta. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér, enda mikill gæi. Það er frábært að sjá hvernig holdgervingur disk- ótímabilsins getur komið svona sterkur inn aftur.“ Leiklist „Ég fer lítið á leiksýningar, en ég er samt að vinna í Borg- arleikhúsinu — þannig að ég er innandyra í leikhúsi núna.“ Sjónvarpsefni „Ég horfi einkum á bíómynd- ir og fréttir — sem og frétta- tengt efni. Ég horfi nær ein- göngu á Stöð 2, enda er Ríkis- sjónvarpið ekki mönnum bjóð- andi.“ Dægradvöl „Eg er haldin óstjórnlegu sundæði og vil helst búa í sundlauginni. Einnig hjóla ég mikið og fer badminton.“ stundum í Hörður Torfason Myndlist „Ég fylgist nú ekki mikið með myndlist. Fer þó stundum á sýningar. En það er nú bara til- fallandi." Bókmenntir „Ég er alæta á bækur, en les aðeins góðar bækur. Og hef alltaf þrjár til fjórar í takinu í einu. Nú er ég til dæmis að lesa Á svörtu hœð eftir Bruce Chatt- vin, og Ljóð úr austri, sem eru kínversk ljóð í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. En Halidór meistari Laxness er í mestu uppáhaldi hjá mér.“ Tónlist „Ég hlusta ekki mikið á popp- tónlist. Ég er sérstaklega hrif- inn af evrópskri tónlist og hlusta mikið á góða sænska textahöfunda eins og Mikael Vie.“ Kvikmyndir „Ég sæki kvikmyndahús nokkuð mikið. Og nota það til að ná mér út úr þeim raun- veruleika sem ég lifi í. En það eru ekki neinir leikarar eða leiktjórar í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Síðast sá ég myndina Get shorty.“ Leiklist „Ég fer á hverja einustu leik- sýningu sem ég kemst á. Og ég elti ekki einhverja leikstjóra eða leikara heldur reyni að sjá allt. Síðast fór ég að sjá Trölla- kirkju.“ Sjónvarpsefni „Ég horfi mikið á náttúrulífs- myndir í sjónvarpi og vel gerð- ar evrópskar myndir, sem mér finnst meira spennandi en þær amerísku." Dægradvöl „Eg stunda útivist töluvert og ferðast mikið um landið — enda er ég jeppakall." Eyþór Arnalds Myndlist „Ég hef nú þónokkurn áhuga fyrir myndlist. Til dæmis er Finnbogi Pétursson gargandi snillingur. Og ég hef mjög gam- an af konseptlist.“ Bókmenntir „Þessa dagana er ég aðallega í vísindaskáldsögum, eins og Snow Crass eftir Neil Stefen- son. Hinn meinfyndni Guð- bergur Bergsson er einnig í miklu uppáhaldi." Tónlist „Ég hlusta mest á strengja- kvarteta og sinfóníur um þess- ar mundir." Kvikmyndir „Ég fer töluvert í bíó. Borg liina týndu barna var skemmti- leg og Toy Story líka. Annars er John Travolta eftirlætið í augnablinkinu. Leiklist „Ég fer ekki mikið í leikhús. Seinast sá ég Engilinn og hór- una í Kaffileikhúsinu og hafði mjög gaman af.“ Sjónvarpsefni „Ég er alltaf jafn hissa á því hvað Ríkissjónvarpinu tekst að finna furðuiegt efni til að sýna okkur þannig að ég horfi nær aldrei á þá stöð. í raun horfi ég mjög lítið á sjónvarp." Dægradvöl „Eg tók upp á því að fara að hjóla og ferðast þannig um borgarlandslagið.“ Dr.Gunni Myndlist „Af listsviðinu hef ég minnst- an áhuga fyrir myndlist, enda er hún aðeins skraut. Mér finnst naív-stefnan er í lagi.“ Bókmenntir „Yfirleitt er ég með svona tíu bækur í gangi í einu. Annað hvort gefst ég upp eftir 10 blaðsíður eða ég festist í bók- inni. Besta bókin sem ég hef lesið er Midnight Cowboy eftir James Leo Hairlihy. Og Guð- bergur Bergson var í uppá- haldi hjá mér þar til hann fór að tala — fyrir tíu árum. Ég á líka teiknimyndasafn upp á milljón krónur." Tónlist „Eftir að ég fór að vinna í plötubúð hef ég neyðst til að Íilusta á allt. Og er farinn að hlust á klassík, en það þarf ára- tuga nám til að læra inn á það — og ég er aðeins á fyrsta ári“ Kvikmyndir „Ég fer um það bil tíu sinnum á mánuði í bíó. Þannig að ég sé allt sem eitthvað er mögulega varið í. Ég á nú enga uppá- haldsleikara, enda eru þeir bara tæki. Nú er ég að ganga í gegnum Hitchcock- og Billy Wilder-tímabil.“ Leijdist „Ég fer nú nánast ekkert í leikhús, enda finnst mér ís- lenskir leikarar vera leiðinleg- ustu fyrirbæri í heimi. Maður trúir ekki þessum týpum á sviði." Sjónvarpsefni „Ég er aðeins með Ríkissjón- varpið og horfi alltaf á Simp- sons — og Jón Gnarr og Sigur- jórn Kjartansson í Dagsljósi, sem er eitt besta grínefni sem sést hefur í sjónvarpi.“ Dægradvöl „Ég er badmintonsnillingur." Helgi Björnsson Myndlist „Ég þekki nú ekki mikið til í myndlist og sæki sýningar lít- ið. En ætli maður sé ekki svona kjölfróður í þessum efnum. Kraftmikil expressjónísk mál- verk heilla mig mest“ Bókmenntir „Ég les mikið af skáldsögum. Sérstaklega rússneskum og evrópskum höfundum aldar- mótarraunsæisins. Ennfremur er Sinclair Lewis eftirlæti mitt. Guðmundur Andri, Einar Kárason og Einar Már eru síð- an mjög góðir. Og nú er ég að lesa ævisögu Jóhannesar á Borg, sem er úr safni afa míns. Ég erfði margar bækur frá hon- um.“ Tónlist „Ég er eiginlega alæta á tón- list. Og ítölsk sönglög finnst mér sérstaklega skemmtileg. Einnig hef ég gaman af svona brjáluðum píanó-ástríðuverk- „„ u um. Kvikmyndir „Ég er alger bíófíkill og reyni að sjá allt. Sér í lagi epískar myndir — og þær sem inni- halda góð plott. En ég þoli ekki hryllingsmyndir." Leiklist „Ég sæki mikið í leikhús og seinast sá ég Línu Langsokk. En eins og með bókmenntirnar líkar mér best við gömlu dram- atísku raunsæisverkin. Af ís- lensku leikhúsfóki hef ég einna mesta trú á Baltasar Kor- máki.“ Sjónvarpsefni „Ég horfi lítið á sjónvarp og er aðeins með Rtkissjónvarpið. Það er helst að ég horfi á íþróttir. Enskir frammhalds- þættir sem gerast fyrr á öld- inni höfða sterkt til mín og ég hef gaman af mannlífsþáttum af ýmsum gerðum.“ Dægradvöl „Eg fer mikið á hestbak, spila badminton og fer einstaka sinnum á skíði.“ Bubbi Morthens Myndlist „Ég er áhugamaður um myndlist og safna myndum. Ég held mikið upp á Kiro Urdin og auðvitað Tolla bróður. Síð- asta myndlistasýning sem ég sótti hét Fallegustu málverk ís- lendinga." Bókmenntir „Ég les mikið af ljóðabókum. Sigfús Bjartmars er í miklu uppáhaldi, en einnig einnig Linda Vilhjálmsdóttir, Didda og Thor Vilhjálmsson. Skáld- saga Einars Más, Englar al- heimsins, er ein besta bók sem hefur verið skrifuð á ís- landi. Ég safna bókum og í hill- unum eru ljóðbækur og ljóða- söfn mest áberandi — auk gamalla bóka af fornbókasöl- um.“ Tónlist „Ég hlusta lítið á popp, en þeim mun meira á pönk. Einnig hlusta ég mikið á Bach og suð- ur-ameríska þjóðlagatónlist. Grænlensk tónlist eins og eftir Rassmund Liber höfðar sterkt til mín og nú er ég að hlusta á grænleska kórinn Nik og Nip, esegernup qungujunn- era.“ Leiklist „Ég hef mjög gaman af leik- ritum, en fer ekki nóg í leikhús. Ingvar Sigurðsson er frábær skapgerðar leikari og Baltasar Kormákur er góður. Ólafía Hrönn er stór- kostleg og Viðar Eggertson finnst mér bera af sem gull af eir.“ Sjónvarpsefni „í sjónvarpi horfi ég einkum á íþróttir og fréttir. Fræðslu- efnið á Discovery Channel höfðar ennfremur til mín.“ Kvikmyndir „Ég er forfallinn bíósjúkling- ur og alæta á kvikmyndir. Eg fer þó ekki mikið í kvikmynda- hús því ég fæ oft lítinn frið. Þar af leiðandi tek ég bara þeim mun meira af spólum á leigu. Einnig safna ég bíómyndum. Sérstaklega Chaplin-mynd- Dægradvöl „Eg er drápari: veiði og fer á fjöll. Einnig er ég boxari. Mest- um tíma mínum eyði ég þó fyr- ir framan tölvuna.“ æskuhetjan -• Troels Bendtsen Spila aldrei gömlu plötumar okkar Þegar íslenska Ríkissjónvarpið hóf göngu sína var söngur Savanna- tríósins meöal þess efnis sem boöið var upp á fyrsta útsendingar- kvöldiö. Þaö var kannskí engin furöa þvi tríóiö var þá þegar búiö aö syngja sig inn í hug og hjörtu lands- manna. Raunar geröi tríóið fimm þætti fyrir Sjónvarpiö. Savannatrió- iö skipuöu þeir Troels Bendtsen, Bjöm Björnsson og Þórir Bald- ursson. Þessir þrír ungu menn stóöu á palli íklæddir vel sniönum jakkafötum meö bindi og sungu og léku af hjartans lyst. Til marks um vinsældir tríósins má nefna aö fyrsta plata þeirra seldist í um 20 þúsund eintökum, sem er eflaust einsdæmi fyrr og síöar hvaö varöar plötusölu hér á landi. „Við spiluöum raunar ekki nema tvö ár í Savannatríóinu. Byrjuöum á nýársdag 1963 og hættum vorið 1965," sagöi Troels Bendtsen í spjalli við HP. „Það var ekki um auöugan garö aö gresja í skemmt- anabransanum á þessum tíma og þaö má segja aö viö höfum lagt upp laupana vegna ofnotkunar. Eft- ir tvö ár vorum við búnir aö fara um landiö þvert og endilangt í þrí- eöa fjórgang og höföum aldrei tíma til aö setjast niöur og æfa nýtt pró- gramm. Þaö má því segja að viö höfum gefist upp og hætt á toppn- um,“ sagöi Troels ennfremur. Þegar Jónas Ámason skrifaöi leikritiö Þið munið hann Jör- und haföi hann Savannatríóiö í huga. Þá voru þeir Björn og Þórir hins vegar erlendis og þaö lenti því á Troels aö koma söngvunum saman. Upp úr því varö til söngflokkurinn Þrjú á palli, sem starfaöi síðan í allmörg ár. Troels var lengi kennari og leiö- sögumaöur laxveiöimanna á sumr- in. Viö þaö starf kynntist hann ítölskum iönjöfri sem endilega vildi fá Troels sem umboösmann sinn hérlendis og þaö varö úr aö hann sló til. Undanfarin tíu ár hefur hann rekiö eigið fýrirtæki sem flytur inn byggingarvörur. „Nei, ég bregö aldrei þessum gömlu plötum okkar á fóninn. Okk- ar plötur voru teknar upp viö allt aöra tækni en er í dag. Þær voru teknar upp í Ríkisútvarpinu á tveim- ur dögum. Spilaö inn annan daginn og sungið inn hinn daginn og þar meö var platan til. Þaö var ein rás á einum hraöa og búiö," sagöi Troels Bendtsen. - SG

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.