Helgarpósturinn - 18.04.1996, Síða 27

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Síða 27
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 'orsetaslagurinn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir veltir fyrir sér „klisjufaktoríunni" sem er í fotsetaframboöi. Frambjóðendur á eigin vegum og guðs Þau tíðindi gerðust á dögunum að sænskrí sjónvarpskonu varð það á að bera brigður á móður- lega og hlýja ímynd for- seta íslands og lýsa órit- skoðuðum samskiptum sínum við hana. Draga fram það sem að óathug- uðu máli mætti lýsa sem hroka eða hreinni geð- vonsku, en forsetinn er sögð hafa hafið viðtalið með þessum orðum: „- Þetta er virkilega það nei- kvæða við starfið. Til hvers er eiginlega þetta viðtal?“ Að loknu viðtal- inu segir blaðakonan að Vigdís hafi gröm haft orð á því hversu hræðilegt það sé að spyija um einka- líf forsetans, meðal annars hvemig það sé að starfa sem forseti samtímis því að vera fráskilin, einstæð móðir. Þannig er ljóst að kóngafólk á íslandi metur friðhelgi sína mikils og er reyndar vant að fara sínu fram. Öfugt við til dæmis breskt kóngafólk sem notar blöðin sem flengingaról- ar til að skera úr um minnstu deilumál sín á milli. En gerir það á svo fínlegan hátt að það lætur leyndarmálin leka út um annað munnvikið við lausmála og fégráðuga kunningja svo að nær öruggt sé að þau rati rétta boðleið. Hér er ekkert fé að hafa fyrir slíkar sögur þó svo að eftirspurnin sé mikil og kóngar á Islandi tugta fjölmiðla óspart ef að fyrir miskilning og gáleysi slæðist eitthvað inn í greinarnar sem varpar ein- hverju ljósi á hvaða manneskj- ur eru inni í skrúðanum. Það kann að virðast andstyggilegt að vera að velta sér upp úr því að Vigdís sem hefur verið far- sæll forseti hafi átt slæman dag og fundið hjá sér einhverja hvöt til að hefja sína venjulegu þulu um fjöll og firnindi á því að snupra blaðamanninn. En það sem gerir það athyglisvert eru viðbrögð blaðakonunar sem talar opinberlega um skoðun sína á forsetanum og lætur sér ekki nægja auðmjúkt starf saumakonunnar sem sníður, klippir og saumar heppilega ímynd kringum hé- gómagjarnan þjóðhöfðingja og lætur síðan nafn sitt undir. Blaktandi móðureyra Á sama tíma og forsetinn fær á sig þessa hryðju ryðst hver puntudúkkan fram fyrir aðra í fjölmiðlum og býðst til að verða lítiil kóngur á Bessastöð- um, enda standi á þeim öll spjót. Og almenningur festir vart svefn af spenningi eftir að þessi eða hinn fari fram sökum ættgöfgi, meðfæddra gáfna og menntunar. Menn umbreytast á einu augnabliki eins og Ösku- buska áður en hún fór á ballið — eða froskurinn sem breytt- ist í undurfagran prins, slíkur er máttur viðhafnarinnar og töfrar embættisins. Jafnvel strigakjafturinn Ólafur Ragnar Þannig er Ijóst að kóngafólk á íslandi metur friðhelgi sína mikils og er reyndar vant að fara sínu fram. Öfugt við til dæmis breskt kóngafólk sem notar blöðin sem flengingarólar til að skera úr um minnstu deilumál sín á milli. En gerir það á svo fínlegan hátt að það lætur leyndarmálin leka út um annað munnvikið við lausmálga og fégráðuga kunningja svo nær ör- uggt sé að þau rati rétta i iiiinm ihl UWHUM III—IW "IBilli boðleið. Hér er ekkert fé | að liafa fyrir slíkar sögur R þó svo að eftirspurnin sé i mikil og kóngar á íslandi tugta fjölmiðla óspart ef j ^ Æ9f að fyrir miskilning og gáleysi slæðist eitthvað gajj áHJFVHj inn í greinarnar sem jH| varpar einhverju Ijósi á hvaða manneskjur eru inni í skrúðanum. WsaKL* Menn umbreytast á einu augna- bliki eins og Öskubuska, áður en hún fór á ballið eða froskurinn sem breyttist í undurfagran prins, slíkur er máttur viðhafnarinnar og töfrar embættisins. Jafnvel striga- kjafturinn Ólafur Ragnar Grímsson hefur gerbreytt um ham og þegir nú oftast nema þegar hann malar klökkur þakkarorð til þjóðarínnar með lafandi silkitungu Grímsson hefur gerbreytt um ham og birtist nú landsmönn- um einungis með blaktandi móðureyra og hlýjan skilnings- glampa í augum og hann skart- aði einnig rauðum snýtuklút í hárinu þar sem hann tiplaði um meðal fyrirfólks og auðkýf- inga á Indlandi á forsíðu tíma- ritsins Séð og Heyrt. Jafnvel blindir hljóta að sjá að maður- inn er sjálfkjörinn forseti fyrst hann þekkir svona margt intr- essant fólk í útlöndum, enda gleypir hann til sín fylgi í skoð- anakönnunum og þakkar ma- landi fyrir sig með lafandi silki- tungu. Að njóta veiþóknunar Annar kandídat ætlar að reka framboð sitt frá skrifstofu forsætisráðherra að skilja má, en hann vitnar einnig í annan „Guð“ sér til fulltingis: „Allt er unnið fyrir gýg ef vilji hins al- máttuga Guðs allra stétta er ekki með í förinni.“ Það kann að vera að hann hafi bara verið að vísa til Davíðs. Það væri kannski til full mikils ætlast að hann hefði rætt persónulega við þá alla þrjá, Davíð, Friðrik og Guð þegar kosningabarátt- an er svona skammt á veg komin. Pétur Kr. Hafstein ætlar að reka framboð sitt frá skrifstofu forsæt- isráðherra að skilja má, en hann vitnar einnig í annan „Guð“ sér til fulltingis: „Allt er unnið fyrír gýg ef vilji hins almáttuga Guðs allra stétta er ekki með í förínni." Það kann að vera að hann hafi bara veríð að vísa til Davíðs. Það værí kannski til full mikils ætlast að hann hefði rætt persónulega við þá alla þrjá, Davíð, Fríðrik og Guð þegar kosningabaráttan er svona skammt á veg komin. Djobb eða umbytting? Guðrún Pétursdóttir virðist líta á þetta sem hvert annað djobb sem gaman væri að sinna og virðist setja traust sitt á menningu og ættarsnobb meðan nafna hennar Agnars- dóttir talar um breytingar og umbyltingar á þvílíku rósamáli að það er ekki fyrir hvítan mann að skilja. En hver hefur líka þrjátíu milljónir á takteinunum til að kaupa sér hásæti, lætur verða að því og er samt með tærnar svo nærri jörðinni að sérsaum- uðu silkisokkarnir snerta við? Svarið er: Enginn. En hvert er hlutverk fjölmiðla í að kynna allar þessar manneskjur fyrir almenningi? Eiga þeir bara að dansa með á hirðballinu, og bugta sig og beygja, takandi niður nótur af gegndarlausum lofræðum fólks um sjálft sig, minningargreinum um maka- lausa hæfileika og ofurmann- lega greind? Eða eiga þeir að hugsa upphátt eins og sænska blaðakonan? Dýrt hásæti Nú er ljóst að framkvæmdir Guðrún Pétursdóttir virðist líta á þetta sem hvert annað djobb sem gaman værí að sinna og virðist setja traust sitt á menningu og ættarsnobb. við fílabeinsturninn á Bessa- stöðum mun kosta þjóðina tæpan milljarð króna. Kosning- arnar sjálfar kosta marga tugi milljóna og hver snillingurinn þarf einnig að punga út tug- milljónum milljónum til að nauðga ímynd sinni uppá þjóð- ina. Það er almenningur sem greiðir þessa peninga að lok- um fyrir öll herlegheitin og hann á líka heimtingu á að vita hvað þær manneskjur hafi í raun sér til ágætis sem gerir þær að verðugum fulltrúum allrar íslensku þjóðarinnar. Hvernig koma þær fyrir á bak við tjöldin? Hver var ímynd þeirra áður en þau fóru að máta sig við þjóðhöfðingja- skrúðann? Bindindisfélagið Bessastaðir Hver á næstu árin að blása í ryðgað gjallarhorn þjóðarsam- stöðu og sefa þjóðina með Guðrún Agnarsdóttir talar um breytingar og umbyltingar á því- líku rósamáli að það er ekki fyrír hvítan mann að skilja. löngum uppblásnum ræðu- höldum um íslendingasögurn- ar, náttúruna, hreina vatnið og samhug þjóðarinnar? Hvaða fyrirmyndarfjölskylda á að setjast að á Bessastöðum, landi og þjóð til heilla. Það er ljóst að kóngar eru í tísku á ís- landi í dag og menn gerast varla lengur svo alþýðlegir að pissa í kross við saltfiskarlana. Ekki nema það sé um að kenna jafnrétti kynjanna en Guðrún- arnar gætu varla leikið slíkar kúnstir á framboðsferðalagi. Klisjufaktorían sem nú býð- pr sig fram til embættis forseta íslands kallar einkum fram hugrenningatengsl við bind- indisfélagið Iðunni og Anker- sen sparisjóðsstjóra í bókum Heinesen, nema hvað að það var miklu litríkara og skemmti- legra en þetta kompaní. Þau mega mín vegna fara öll á Bessastaði og dúsa þar og tala tungum. En hvert er hlutverk fjölmiðla í að kynna allar þessar manneskjur fyrir almenningi? Eiga þeir bara að dansa með á hirðballinu, og bugta sig og beygja, takandi nið- ur nótur af gegndarlausum lofræðum fólks um sjálft sig, minningargreinum um makalausa hæfileika og of- urmannlega greind? Eða eiga þeir að hugsa upphátt eins og sænska blaðakonan? áfangastaðir |—-«Yucatán Á fomum slóðum Maja Hinn fornfrægi þjóðflokkur Maja kom til Yucatán-skag- ans i Mexíkó fyrir um þúsund ár- um og kom þar á þróaöri við- skiptamiðstöö i tengsium við bæinn Túlkum. Á kalksteins- kletti við Karíbahafið byggöu inn- flytjendurnir virki til varnar stormum — og síðar spænsk- um nýlenduherjum. Staðurinn, sem er um 300 kílómetra frá Cancún og alveg við landamæri Belize, er nú friöaður meö lög- um um umhverfis- og menning- arvernd. Allt frá Cancún til Yuca- tán er aö finna fjölmarga gisti- staðí í stórbrotinni og fagurri náttúru þar sem umhverfisvernd og sjálfbær þróun eru lykilhug- takiö. Svæðiö er jafnvel enn skemmtilegra aö heimsækja ut- an hins hefðbundna ferða- mannatíma, sem hefst um páskana. Þó skal þeim er hyggja á páskaferöalag til Miö-Ameríku bent á aö staöurinn er vissulega þess viröi aö heimsækja og eyöa þar nokkrum dögum í friö- sælli náttúrunni. íslenskir Canc- únfarar ættu alls ekki aö láta hjá líða aö feröast um svæöiö. Hjarta svæðisins er Playa del Carmen, þorp suöur af Cancún, og hægt er aö fara þangað meö skemmtiferöaskipi. Einnig er hægt aö ferðast í bíl, rútu eöa lest meöfram ströndinni og gott er aö gefa sér tíma til að stoppa á leiðinni og gista í einhverjum af fjölmörgum kofaþyrpingum sem standa bókstaflega á ströndinni, þannig aö sjórinn flæöir reglulega yfir og kælir feröalanga — og ekki veitir af. Meöfram ströndinni má fmna stórbrotna klettasýn; nokkuö sem maöur sér aöeins á póst- kortum. Feröinni er svo haldiö áfram inn til Túlkum þar sem hafnarborg Majanna blasir viö, —■ inni í dal. Skammt frá er þjóögaröur meö gömlum rústum sem breytt hefur veriö í eins konar fornminjasafn og skemmtigarö þar sem maöur getur fengiö sér sundsprett í einum af fjölmörgum lækjum og vötnum sem þar er aö finna. Einnig eru strendurnar þar ein- staklega vel gerðar frá náttúrun- ar hendi og mannskepnunni hef- ur ekki enn tekist aö eyöileggja þær. í öörum garöi í regnskóg- unum skammt frá fær náttúran aö njóta sln meö fjölskrúöugu dýralífi, eins og krókódílum, jagúarköttum og öörum villtum dýrum. Einnig eru á svæöinu fornir pýramídar, sá hæsti um 45 metrar. Ferðalöngum skal bent á aö best er aö greiða meö gjaldmiöli innfæddra. Einnig er þó hægt aö greiöa fyrir alla þjón- ustu með dollurum, en verðið viröist hækka um leiö og glittir I grænu seölana. Gisting sem pöntuö er fyrirfram er yfirleitt dýrari en þegar pantaö er á staönum. Ef menn eru útsjónar- samir má spara dágóöa summu. - EBE

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.