Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 23 Tvær erlendar vaxtarræktarkon- K j ur, þær Ericca Kern og Melissa JIK1 Coates, komu til landsins á þriöjudag, en þær þykja báöar standa mjög framarlega í íþrótt sinni. Sú fyrri er Bandaríkjameistari í þungavigt kvenna en hin er handhafi meistaratitils áhuga- manna í Kanada. „Stálkonurnar" dvelja hér ásamt Ijósmyndaranum Bill Dobbins á vegum Gym 80 og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hitti þær aö máli. Eger Éger ær Ericca Kern og Mel- issa Coates eru atvinnu- vaxtarræktarkonur í fremstu röð og mjög eftir- sóttar í auglýsingar og til að skreyta forsíður blaða og tímarita. Þær komu hingað til lands á þriðjudag ásamt ljósmyndaranum Bill Dobbins. Tilefnið er Ijós- myndasýning hans í Lista- safni Akureyrar þar sem helsta viðfangsefnið er sem fyrr: Stálkonur. Þótt ýms- um kunni að finnast Ericca og Coates allnokkuð stór- skornar þykja þær þó bein- línis nettar og kvenlegar miðað við vöðvamestu kon- urnar sem fá ekki einu sinni að taka þátt í mótum þar sem þær hafa einfaldlega sprengt staðlana. Það eru ekki nema nítján síð- an vöðvarækt kvenna hófst með skipulögðum hætti, en áð- ur hafði allt slíkt verið tabú: konur sem lögðu stund á vöðvarækt störfuðu einna helst sem sýningargripir í fjölleika- húsum. Fyrsta keppnin var haldin árið 1977 og að sögn að- gerðasinnans og vöðvabúnts- ins Laurie Flerstein myndi sig- urvegarinn þar varla komast að í venjuiegri fegurðarsamkeppni núna. Formæður vaxtarræktar- innar á þessari öld eru tvær, samkvæmt Fierstein. Annars vegar kona að nafni Ivy Russell sem hafði upphandleggi af sömu stærðargráðu og Þjóð- verjinn Max Schmeling er sigr- aði þungavigtarmeistarann Joe Luis á kreppuárunum. Hins vegar Abbey Stockton, sem vakti athygli í Kaliforníu á fimmta áratugnum fyrir vaxtar- lag sitt og skrifaði reglulega greinar um vaxtarrækt. Lisa Lyon var sú vaxtarrækt- arkona sem fyrst gerði garðinn frægan. Síðan eru liðin 15 ár og Rachel McLish fylgdi í kjölfarið. „Nokkrum árum seinna klofn- aði þessi litla hreyfing, þær sem stóðu fremstar tilkynntu að nú væru þær búnar að ná tii- ætluðum árangri," segir Fier- stein. „Þær þurftu að eigin áliti bara að fínpússa eitt og annað. Á sama tíma kom fram á sjónar- sviðið áströlsk kraftlyftinga- kona, Bev Francis, en hún var það sem mörgum fannst vera kvenkyns ófreskja, áhorfendur hrylltu sig og hún átti ekki möguleika í neinni keppni. Hún komst hinsvegar seint og um frík... gyðja. síðir í þriðja sæti í keppninni Ungfrú Ólympía. En það var ekki fyrr en Francis hafði skorið sig mikið niður, farið í meiri- háttar andlitslyftingu, sett á sig langar gervineglur og látið kýla út á sér brjóstin með sílikoni." Áhugalausar um pólitíkina Bill Dobbins segir Ericcu og Melissu algerlega áhugalausar um pólitíska umræðu kringum vaxtarrækt. „Þær eru fyrst og fremst íþróttakonur og sinna því af alhug.“ Þau þrjú líta held- ur ekki á Laurie Fierstein sem vaxtarræktarkonu. „Hún er ekki í Alþjóðasambandi vaxtarrækt- arfólks og hún tekur ekki þátt í keppni," segir Dobbins. „Hún er fyrst og fremst öfgamanneskja en hún hefur rétt fyrir sér í einu: líkamsgerð fólks er mis- munandi frá náttúrunnar hendi. Það breytir aftur á móti ekki þeirri staðreynd, að það er ákveðin hefð fyrir viðteknum fegurðarsmekk. Fierstein lítur ekki þannig út og þess vegna er hún á móti.“ Fierstein skilgrein- ir vöðvarækt kvenna fremur sem pólitíska aðgerð en íþrótt. Ljósmyndarinn Bill Dobbins hefur annars áður komið hing- að til lands og sýnt ljósmyndir þegar Hannes Sigurðarson list- fræðingur tók hann upp á sína arma og sýndi myndir hans á Mokka árið 1993. Myndirnar fengu talsverð viðbrögð. Dobb- ins er mikill áhugamaður um vöðvarækt og á sæti í ýmsum alþjóðlegum dómnefndum, auk þess að skrifa reglulega og birta ljósmyndir í stærstu lík- amsræktartímaritunum. Sama ár og þessi fyrri sýning Dobbins var haldin hér á landi hélt Laurie Fierstein samkomu í New York sem hún skírði Hátíð stœltustu kvenna heims þar sem fram komu utanveltu Stálkonur og vakti sýningin mikla athygli. Til gamans má geta þess, að ís- lenskur Ijósmyndari, Björg Arnarsdóttir, festi hátíðina á filmu og prýddi ein þeirra for- síðu stórblaðsins New York Times. Að hafa samþykki umhverfisins „Ég hef stutt við bakið á kon- um í vaxtarrækt en þeim er hvað eftir annað stillt upp and- spænis því hvort þær hafi sam- þykki umhverfisins eða ekki,“ segir Bill Dobbins. „Þær hafa bæði átt sér stuðningsmenn og andmælendur og þeir blaða- menn sem hafa stutt þær hafa frekar reynt að vernda þær fyr- ir þessari umræðu. Vaxtarrækt er ekki spurning um skoðanir heldur stranga líkamsþjálfun." Bill skrifaði reglurnar fyrir fyrsta vaxtarræktarmót kvenna í heiminum og því er ekki úr vegi að spyrja, að hvaða leyti þær séu frábrugðnar reglum í líkamsrækt karla. „Ef þú horfir á tennis karla og kvenna þá er ljóst að konur hafa minni líkam- lega burði og styrk. Þegar þær keppa innbyrðis kemur það ekki að sök. Það er eins með vaxtarræktina: hún verður að taka tillit til þess að líkami kon- unnar er öðruvísi um leið og hún dregur fram sameiginlega þætti. Við gerum ráð fyrir kven- íeika og mýkt og ég benti á í reglunum, að þessi munur myndi koma sjálfkrafa í ljós. Konur eru bæði smágerðari og þeirra bakgrunnur leggur þeim til ólíkan stíl. Þær pósa til dæm- is öðruvísi en karlarnir. Við þurfum með öðrum orðum ekki að tryggja í reglunum að dóm- ararnir sjái muninn heldur hitt, að þeir sjái líkindin." Ericca bætir við að það sé aldrei hægt að aðlaga sig kröf- um dómarana algerlega. „Þú verður einfaldlega að líta út eins og þú gerir og vona að þeim líki það.“ Sálfræðilega erfið íþrótt fyrir konur Hvorki Melissa né Ericca segjast hafa átt sér neinar fyrir- myndir heldur hafi þærýiurft að búa þær til jafnóðum. „Eg fór að sjá myndir af vaxtarræktarkon- um í blöðum," segir Ericca. „Ég man eftir að hafa sé mynd af Cory Everson og hugs að: Það er allt í lagi að hafa vöðva." „Ég sjokkeraðist bæði og var ögrað af því að sjá svona myndir," seg- ir Melissa. „Ég man eftir að hafa skoðað svona blað með vini mínum og hann hryllti sig. En mér fannst þetta frábært og langaði strax til að verða svona." „Sálfræðilega er þetta erfið íþrótt fyrir konur," segir Bill. „Þær þurfa að leggja mun harð- ar að sér til dæmis í mataræði og það gerir árangur þeirra ekki síst aðdáunarverðan. Þetta er sjálfsögð íþrótt fyrir karla, en konurnar reka sig á veggi.“ „En málið er, að mér líkar þessi ögrun,“ segir Ericca. „Ef einhver segir að ég geti ekki gert eitthvað. Þá geri ég það til að sanna hið gagnstæða." Frík eða gyðja... Hefðbundin vaxtarrækt snýst um að ná fram sköpulagi innan ákveðinna staðla, sem fyrir- fram hefur verið ákveðið að séu þokkafullir. Fyrir utan þær kon- ur sem fara í ræktina til þess að halda aukakílóum í skefjum og hinar sem taka þátt í alþjóðleg- um keppnum eru fjölmargar konur sem hafa sprengt utan að sér hefðbundin mál og kjósa samt enn að þenja líkama sinn. Alvöru stálkonur. Laurie Fierstein telur þetta framar öðru spurningu um að konur hafi það sköpulag sem þær kjósa — án þess að sæta refsingu. Hún segir ennfremur: „Þrátt fyrir gríðarlega fordóma í garð annarra kvenna, sérstak- lega þeirra feitu, viðurkennir samfélagið þær upp að vissu marki. Allar nema Stálkonuna. Hún þykir viðbjóðsleg. Varla mennsk. Algjört frík.“ Það sem þykir svo fráhrind- andi við stálkonur skyldi þó aldrei vera það, að þær njóta þess — og leggja reyndar í það gífurlegan sjálfsaga og vinnu — að viðhalda útliti sem samfélag- inu finnst almennt fráhrind- andi? Það er tæpast hægt að hugsa sér meiri ögrun, en um leið setur það spurningamerki um hefðina og hvað stjórnar hefðbundnu mati á fegurð. En Fierstein er skítsama þótt hún sé kölluð frík. „Ég er það,“ segir hún einfaldlega. „Þegar áhorfandinn hefur yfirunnið sínar eigin fóbíur rankar hann kannski við sér einn góðan veð- urdag og uppgötvar nýja teg- und af fegurð." „Ég var álitin frík þar sem ég ólst upp í smá- bænum Thunder Bay í Ontario í Kanada," segir Melissa. „En þegar hún kom til Kaliforníu var hún álitin gyðja,“ bætir Bill Dobbins við. Viðhorf almennings brenglað „Við eigum í höggi við fjöl- miðla sem notast fremur bað- fatamódel heldur en vaxtar- ræktarkonur meðan vaxtar- ræktarkarlarnir fá nóg að gera,“ segir Bill. „Fólk kemur til mín með myndir úr blöðum og seg- ist gjarnan vilja líkjast mér en ekki eins og ég lít út þegar ég er skorin," segir Ericca. „Einu sinni var ég í Disneylandi ásamt fjölskyldu minni og sat þar á bekk ásamt konu sem vóg 300 pund, en offita er orðin viðvar- andi vandamál í Bandaríkjun- um. Mér fannst undarlegt að það störðu fleiri á mig í undrun og hneykslan en hina konuna og það sýnir kannski hvað þetta er brenglað viðhorf." Bæði Ericca og Melissa hafa þó fengið nóg að gera, enda þykja þær mjög nettar og fín- legar miðað við ýmsar stálkon- ur sem líkt og Fierman komast ekki að í alþjóðlegum keppn- um. Ericca var anorexíusjúklingur Sjálf var Ericca anorexíusjúk- lingur þegar hún hóf að stunda vaxtarrækt en hún hefur verið í ræktinni í samtals ellefu ár. „Ég lærði af mömmu, að fylgjast stöðugt með vigtinni og hafa áhyggjur af aukakílóunum, en mér tókst þó að dylja ástandið fyrir þeim ansi lengi eftir að það var komið á sjúklegt stig. Þegar það uppgötvaðist var þó gripið í taumana.“ Hún segir einnig, að þrátt fyr- ir að vera þjálfari og atvinnu- manneskja í faginu láti hún fjöl- skyldu sína koma fyrst og síðan íþróttina — hún á eiginmann og sjö ára dóttur — enda sé hún engin öfgamanneskja. „Ég var áður keppnismann- eskja í tennis og fjölskyldu minni þótti mjög sárt að ég þyrfti að gefa það upp á bát- inn,“ segir Melissa en hún er einhleyp. „Það kom upp smá- vegis líkamsræktaráhugi í heimabænum og ég fór í vaxt- arræktina á fullu. Við vorum tvær stelpur í bænum sem stefndum ótrauðar á atvinnu- mennsku. í bænum mínum búa mestmegnis fávísir sveitalúðar — karlmenn sem að héldu að ég vildi vera karlmaður. Núna er ég flutt til San Diego þar sem ég ætla að halda áfram að þjálfa mig upp og stefna á keppni." „Það er auðvelt að lenda í vandamálum ef maður hefur ekki nógu venjulegt útlit,“ segir Ericca. „Ég hef oft þótt of öfga- kennd, of vöðvamikil en nú er markaðurinn að opnast.“ Fáir líkamar eru fullkomnir En eru þær ekkert hræddar um að missa stjórnina og geta ekki hætt: verða meiri um sig en þær vilja? „Að byggja upp vöðva hefur sín takmörk," segir Bill. „Líkt og þeir sem æfa spretthlaup geta ekki hlaupið stöðugt hraðar og hraðar með aukinni þjálfun segir líkami Vcixtarræktarfólks líka stopp. Vaxtarrækt snýst um að smíða listaverk úr líkamanum, en það geta ekki allir líkamar náð full- komnu samræmi með mikilli þjálfun. Aðeins fáir líkamar búa yfir þessari fullkomnun. Við getum tekið sem dæmi Lindu Murray, sem er Ungfrú Ólymp- ía. Hún er líkust skúlptúr þar sem ríkir fullkomið samræmi." Bill bætir við: „Vaxtarrækt verður aldrei alveg allra, en það sama gildir um óperuhús sem ekki er hægt að reka á miðasölunni einni. Fæstir óperuunnendur gætu hlustað stöðugt á óperur. Mikilvægi lík- amsræktar liggur heldur ekki einungis í fólkinu á sviðinu heldur möguleikunum sem það opnar. Það sýnir fram á hvernig er hægt að öðlast ákveðið útlit á róttækan hátt.“ Stöllurnar þvertaka fyrir, að hafa notað nokkur lyf til að hraða framförum og Bill segir að þeir sem noti lyf séu oftast fólk sem hefur ekki það sem til þarf, en er samt mjög áfram um að taka hröðum framförum. „Hormónalyf eru misnotuð í flestum íþróttagreinum og alls ekki jafn mikið í vaxtarrækt og af er látið. Það eru fyrst og fremst fjölmiðlar sem hafa skapað þá ímynd. Það er tækn- in sem virkar. Það er allur gald- urinn.“ Þingað um Stálkonuna í New York í apríl 1997 er fyrirhugað mál- þing um Stálkonuna í New York með ýmsum skærustu menn- ingarstjörnum Bandaríkjanna. Ennfremur eru líkur á að Sam- tímalistasafnið í New York taki Stálkonuna til umfjöllunar. En núna, ári áður en þetta gerist, verður málþing um stöðu kven- ímyndarinnar í Gerðubergi þar sem íslenskar konur fá tækifæri til að spyrja stálkonurnar spjörunum úr... Þar má búast við fjörugum umræðum um þetta fyrirbæri sem sumum finnst vera pólitískt, öðrum fag- urfræðilegt og enn öðrum hreinlega ljótt. Aðspurðar um hvers þær væntu að íslending- ar mundu helst spyrja sögðu Ericca og Melissa, að á slíkum fundum væri einkum spurt um persónulega hluti: sér í lagi að- ferðir og árangur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.