Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 JdShninn Ómar Strange á La Primavera Aveitingastaönum La Prima- vera ræöur rtkjum Ómar Strange, þar sem hann er bæöi eigandi og yfirmatreiöslumaður. Þessi ítalski veitingastaður hef- ur verið starfræktur í þrjú ár, en flutti fyrir þremur vikum ! núver- andi húsnæöi á annarri hæö í Austurstræti 9. En hvernig veit- ingastaöur er annars La Prima- vera? „Þetta er rammítalskur og huggulegur veitingastaöur. Viö reynum framar öllu aö ná hér fram hressandi og líflegu and- rúmslofti án þess aö viðhafa einhver læti. Viö bjóöum til dæmis upp á hrátt nautakjöt carpaggio \ forrétt. Af pastarétt- um má nefna svartagle og line með skelfiski og smokkfiski. Einnig erum við meö ofnbakaö- an saltfisk meö polenta Aö lokum veiddum viö upp úr Ómari grunninn aö velflestum ítölskum pastasósum: Fínt saxaður laukur er mýkt- ur á pönnu. Nlðursoðnum tóm- ötum bætt út í og fersku basll stráð yflr. Þetta er látlð malla og parmesanostl bætt út í. Innanum enska aðalinn Eins dauði er jafnan annars brauð. í kjölfar kreppu íslensku þjóðkirkj- unnar með tilheyrandi fréttum af fjöldaúrsögnum, velti Guðrún Kristj- ánsdóttir því fyrir sér hvort Ásatrúar- söfnuðurinn hafi ekki notið góðs af. Glæsimennið og allsherjargoðinn Jörmundur Ingi Hansen varð fyrir svörum. „Það gengu fleiri í Ásatrúarfélagið fyrstu þrjá mánuði ársins en allt árið í fyrra. Þá fjölgaði meðlimum félagsins alls um tíu prósent. En þetta er raunar álíka fjölgun og varð fyrir tveimur ár- um þegar margir gengu til liðs við okk- ur í kjölfar aukinnar umræðu um félag- ið eftir lát Sveinbjöms Beinteinssonar allherjargoða. Margir, sem þá gengu til liðs við okkur, sögðu mér að þeir hefðu lengi verið velta því fyrir sér, en umræðan hefði ýtt undir þeir hafi látið verða af því. Þar af leiðandi held ég að aukningin að undanförnu hafi ekki nema óbeint með þjóðkirkjuna að gera. Fremur held ég, að þeir sem lengi hafa ætlað sér að ganga til liðs við félagið hafi látið verða að því þeg- ar umræða sem þessi sprettur upp. Hitt er svo annað mál, að ekki nema brot af þeim sem sagt hafa sig úr Þjóð- kirkjunni hafa síðan gengið til liðs við Ásatrúarfélagið, þótt við höfum tekið við fleirum en nokkur önnur trúfélög.“ Eru það þá eingöngu heiðnir menn sem ekki finna sig í kristinni trú? „Við skulum allavega vona að þeir komi til okkar. Annars er tiltölulega lít- ill munur á því hvernig heiðnir og kristnir menn hugsa á íslandi. Ég tel að íslendingar hafi aldrei tekið kristni sem slíka, heldur sína eigin kristni. Það breytir ákaflega litlu hverju fólk trúir þó að því sé skipað að skipta um trúfé- lag. Fólk heldur áfram að trúa því sem það vill. Við sjáum það meðal annars á því, að þegar fara á að segja fólki til í trúarefnum þá fyrtist það við. Við í Ásatrúarfélaginu erum svo heppin, að í lögum þess stendur að goðin skuli svara og skera úr um ágreining í trúar- legum efnum. En þau hafa hins vegar ekkert úrskurðarvald. Það liggur hjá hverjum og einum.“ Er ekki „vertíð“ félagsins annars að fara í gang? „Jú, að minnsta kosti í því sem að mér snýr. Eins og alltaf á vorin koma hingað til lands fjölmargir útlendingar til að láta gifta sig að ásatrúarsið. Það er sérstaklega ánægjulegt að æ fleiri ís lendingar vilja nú láta gefa sig sarnan með þessum hætti. Fyrir nokkrum árum voru þetta nær eingöngu útlend- ingar. Næst á dagskrá félagsins er síð- an svokallað sigurblót á sumardaginn fyrsta sem haldið verður utan dyra.“ Hvað kemur svo til, að þú hefur tileinkað þér svo sérstakan klœða- stíl — er það eitthvað í tengslum vié Ásatrúna? „Nei, hafi ég einhvern sérstakan stíl þá hef ég væntanlega fengið hann gegnum uppeldið frá föður mínum. Faðir minn var á sínum yngri árum mikið innanum enska aðalinn og kenndi mér hvernig ég ætti að klæða mig strax þegar ég var táningur." Þú hefur ekki gert uppreisn gegn því? „Ég gerði það á tímabili, en svo fór maður í þetta gamla góða aftur. Ég kann ákaflega vel mig með klút um hálsinn, vasaklút og í skyrtu. Og annað hvort í tweed- eða blazer-jakka, en í einhverjum dökkum fötum með bindi þegar ég vil hafa meira við.“ En skeggið, það er nú ansi lögu- legt, þarftu að hafa mikið fyrir því? „Skeggið er nú mest á þennan máta sökum þess, að það vex svo vel. Ég reyni ekki að fá það til þess að fara þangað sem það ekki vill — enda hefui það aldrei tekist.“ - GK Mynd: Jkn Snwrt heitt Bijóstkassaaðgcrðir karla. Nú geta þeir karlmenn sem ýmist telja sig hafa of stór „brjóst" eöa of lítil andaö léttar. Geröar hafa veriö nokkrar aö- gerðir til þess aö minnka og stækkt) brjóstkassa karlmanna erlendis meb góöum árangri. Aöferöin sem beitt er viö aö minnka stóran og stappan kassa er mörgum konum kunnug því hún byggist á fitusogi. Geröur er þriggja millimetra skuröur viö gein/ört- una og fitufrumurnar sognar sársauka- laust út meö þartilgeröri fitusugu. Meö einfaldri aögerö, afar llkri þeirri sem notuö er til aö stækka konu- brjóst, er einnig hægt að breyta aum- ustu flatkössum í Schwarzenegger- kassa. Þessi fegrunaraðgerð er fram- kvæmd meö því aö skera undir brjóst- vöövann og bæta þar inn silikonpúöa, sem þó eins og gefur aö skilja hefur allt aöra lögun en kvenmannssilikon- púöi. kalt Kjaftakcllingar (konur og karlar). Fólk sem hreint og beint nærist á aö tala illa um náungann og kann engar aöferöir betri til aö upphefja sjálft sig en aö niöra samferöafólk sitt. Þetta er aö vísu nokkuð algengur andskoti en þó meira áberandi i fari sumra en ann- arra. Þaö setur sig enginn upp á móti þvi aö talaö sé um kosti fólks og galla, slíkt er mannskepnunni eölilegt, svo ekki sé meira sagt. Þelr sem hins vegar rakka allt og alla niöur i kringum sig, bregðast trúnaöartrausti fólks og sleikja sig upp viö þá sem þeir hafa mestan hag af á hverjum tíma... Vúh, þá eins gott aö loka bæöi augum og eyrum og foröa sér. með ... bónoröum þetta er einfaldlega árstiminn. ... Saturday Night Fever-buxura þröngum meö hliöarvösum eins og John Travolta klæddist 1 samnefndri mynd. ... La Primavera sem nú er komiö I glæsllegt húsnæöi I hjarta borgarinnar: í Austurstrætl. ... CaféPari* fátt er jafnmikill vorboöi í Reykjavík og boröin Oti á gangstétt viö Austurvöllinn. Rómantík í lofti Nú ætla ég, aldrei þessu vant, að vera væmin. Vorið er enda eini tími árs- ins þar sem mögu- legt er að slá rómantisku ryki í augu hins dæmigerða harð- gera íslendings. Það er vart að ástæðulausu sem á vorin er aðalbiðilsbuxnatimi ársins. Eins og fjölmörg sumarbrúð- kaup gefa til kynna er ýmis- legt að geijast í fólki um þess- ar mundir. Það er ekki bara algengt að bónorðið sé borið upp heldur hleypur vorið stundum í fólk með þeim hætti að útgeislunin verður aldrei meirí. Af þeim ástæð- um á fólk oft meirí séns en endranær og oft á tiðum myndast mögnuð kemistría milli ólíklegasta fólks. Þar sem íslendingar eru ekki mikið gefnir fyrir að hefja leik- inn á stefnumótum er algengt að þau fari í fyrstu fram „ómeð- vitað“, helgi eftir helgi, á öldur- húsum bæjarins. Það er yfirleitt ekki fyrr en sambönd eru kom- in á góðan rekspöl að fólk fer að bjóða hvað öðru út að borða og þá — þó ekki fyrr en andrúms- loftið er orðið aðeins afslapp- aðra — fer að líða að róman- tískum kertaljósaheimboðum. Meðal ungu kynslóðarinnar er pasta víst enn í miklu uppá- haldi — sem er skiljanlegt þar sem það er í flestum tilfellum bæði ódýrt og auðvelt að búa til. í þeim geira er þó yfirleitt fátt að finna sem beinlínis kitlar óvænt bragðlaukana. Þeim sem enn eru fastir í pastanu — en vilja engu að síð- ur vera eilítið frumlegir — má benda á óvænta uppskrift hér að neðan; pasta með indversku ívafi. Þó að samsetningin kunni að hljóma svona eins og rúg- brauð með rjóma á er indverskt pasta ekki svo galið. Reynd- ar er þessi réttur feikigóður og afar auðveldur í tilbún- ingi. Sé eitthvað varið í gestinn (sem hlýtur að vera fyrst heimboð er komið á dagskrá) er ekki aðeins hægt að gefa honum bragðgott pasta, held- ur má til með að krydda tilver- una svolítið meira. Eftirréttur- inn sem ég mæli með er bæði bráðfyndinn og væminn í útliti án þess þó að vera það það að innan. Bleiki hjartalaga kampa- vínseftirrétturinn er afar bragðgóður og tilvalinn eftir bragðmikið pasta og hann má búa til daginn áður. (Ef sam- bandið er ekki enn komið á hjartastigið hafið þá eftirrétt- inn barasta hringlaga.) Frumlegt indverskt pasta 200 gr. pasta (heiðarlegt spag- ettí er best) 1 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif, fínt skorin 1 lítill laukur, fínt skorinn 2 teskeiðar karrímauk (curry- paste), fæst í Kryddkofanum 1/2 tsk. tandoori-krydd 1 kjúklingabringa án skinnsins, skorin I strimla 1 bolli kjúklingasoð 100 ml. rjómi salt og nýmalaður pipar 1 tsk. fersk steinselja ■ Mýkið Iaukinn og hvítlauk- inn í olíu á pönnu. Steikið því næst kjúklingastrimlana ör- stutt og bætið við öllu krydd- inu. Látið malla í tvær mínútur. Hellið þá kjúklingasoðinu yfir og látið gufa upp um u.þ.b. helming. Þá er komið að rjóm- anum. Hellið honum út í og slökkvið samstundis á plöt- unni. Rjóminn á bara rétt að sjóða niður. ■ í millitíðinni er ansi gott að hafa soðið pastað. Farið þá bara nákvæmlega eftir leið- beiningum. Kaupið helst eggj- apasta og passið að hafa það þétt undir tönn. Ferskt salat með talsverðu af lauk fer ákaf- lega vel með þessum rétti — að ekki sé talað um gott franskt brauð. Ef þið viljið vera enn frumlegri mæli ég með því að þið smyrið brauðið með rjómaosti, setjið á sólþurrkaða tómata, oregano og svartan pipar og hitið smástund. Brauð þetta er reyndar svo gott að það má eta í tíma og ótíma. Rauðvín með er svo ómissandi. Bleikur hjartalaga kampavínseftirréttur 200 ml. heitt vatn 1 plata matarlím 90 g sykur safi úr einni sítrónu rifinn sítrónubörkur af um það bil hálfri sítrónu 100 ml. bleikt kampavín 50 ml. sætt hvítvín 350 gr. frosin rifsber (ef þið gerið þetta ekki fyrr en í haust á auðvitað að hafa þau fersk) 3 msk. flórsykur, sigtaður 150 ml. rjómi ■ Afhýðið um það bil 100 grömm af rifsberjum. ■ Takið það sem þarf af hvít- víninu og kampavíninu úr kæli (það verður að notast við stofuhita). ■ Hitið vatnið á pönnu. Þegar það er orðið heitt setjið þá matarlímið út í og hrærið í tíu mínútur. ■ Hrærið sykrinum, sítrónu- safanum og -berkinum varlega út í. Passið að ekki sjóði, lát- ið eingöngu loftbólur fara að myndast á jaðri pönnunnar. Takið af hellunni og setjið lok á. ■ Eftir 20 mínútur hell- ið þið í gegnum sigti, þegar jellí-ið er farið að þykkna og næstum orðið kalt. Hrærið út í kampa- og hvítvíninu. ■ Takið tvö lítil form eða tvo breiða bolla. Setjið nokkur rifs- ber í botninn og þá smávegis af hlaupinu. Frystið í tíu mínút- ur. Setjið þá meiri rifsber og svo aftur hlaup, frystið. Endur- takið uns bollinn er fullur. ■ Setjið afganginn af rifsberj- unum í skál og hrærið saman við flórsykurinn. Pressið í gegnum sigti. ■ Þegar þið berið fram hvolfið þið hlaupinu á kalda diska. Takið hlaupið út helst tíu mín- útum áður en þið berið það fram. Dýfið bollunum ofan í heitt vatn í nokkrar sekúndur. Þá losnar það auðveldlega frá, en passið að láta ekki heitt vatn leka ofan í ílátið. Farið með hníf (eða para putta) meðfram köntunum til að losa hlaupið frá. ■ Nú reynir á listamannshæfi- leikana. Skerið nú með beittum hníf út hjörtu. Hellið rifsberja- safanum á diskinn meðfram hjörtunum og setjið rjóma- slettur, þó ekki of nálægt hver annarri, allan hringinn. Ástin lengi lifi! - Guðrún Krístjánsdóttir Frábært brúðkaups- freyðivín Þar sem dýrt er aö halda brúðkaup á íslandi er afar óalgengt aö boðið sé upp á ekta kampavín. Það er líka óþarft að fjárfesta f dýru kampavíni meðan hægt er að fá gott freyðivín á þolanlegu verði sem kemur að sama gagni. Séu menn á annað borð farnir að huga að sumarbrúðkaupsvertíðinni er ekki úr vegi að byrja að kaupa sér og smakka eins og eina og eina freyöivín og nýta sér um leið það sem vorbríminn hefur upp á að bjóöa. Great Western Rosé heitir afbragös bleikt (eöa appelsínugult) freyðivín með appelsínukeimi sem fæst I öllum verslunum ÁTVR. Það er bæði mjúkt, freyðir vel og hefur góðan eftir- keim og það sem skiptir ekki síst máli: flaskan kostar 950 krónur. Eftirskrift: Þetta freyðivín mé vel nota í og með bleika hjartalaga kampvínseftir- réttinum hér við hliðina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.