Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 11 sm^: 11-viðtalið Politica. félag stjórnmálafræðinema, hélt á þriðjudag fund í Háskóla íslands með framkomnum forsetaframbjóðend- um. Fundarsalurinn var stútfullur og komust færri að en vildu. Eiríkur Bergmann Einarsson skrapp á fundinn og ræddi síðan við Þórleifu Ágústsdóttur, formann Politicu, sem kvaðst afar ánægð með uppákomuna. Forsetaframbjóðendur á fundinum sem háskólanemar fjölmenntu á og þótti nokkuð til um. Frambjóðendurnir voru þó kannski í hæsta máta fullkurteisir hver við annan og virtust einkum hafa það að markmiði að stuða ekki neinn. kynna þá sem þegar hafa gefið út yfirlýsingar um framboð.“ Líta stjórnmálafrœðinem- ar almennt á það sem sitt heilaga hlutverk að frœða aðra háskólanema um stjórnmál? „Já, ég myndi segja það. Okk- ur rennur blóð til skyldunnar. Þar sem þetta er okkar sér- grein þá verðum við í rauninni að kynna þau mál fyrir sam- stúdentum okkar. Rétt eins og líffræðinemar fjalla um líffræði og fræða aðra þá fjöllum við um stjórnmál. Við getum ekki ætlast til að nokkur annar inn- an Háskólans geri það og póli- tískar umræður hafa alltaf ver- ið hluti af félagsstarfi skólans. Politica er nú reyndar ekki gamalt félag, þannig að það er ekki komin mikil reynsla á þetta hjá okkur. Við höldum þó alltaf fyrsta fundinn fyrir stúdentakostningarnar á hverju ári, og svo höldum við reglulega fundi um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. En ég vil taka það fram að við, sem félag, tökum alls enga afstöðu í pólitík." Fylgist ungt fólk almennt með stjórnmálum? „Já. Ég hef alveg óbilandi trú á ungu fólki. En það fer rosa- lega í taugarnar á okkur sú ár- átta þeirra eldri að vera alltaf að tala yfir okkur, í stað þess að tala við okkur. Og fundur sem þessi, þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að taka þátt, skilar sér betur en þegar talað er yfir hausamótunum á okk- ur.“ Er stjórnmálafrœðin og þetta félag ykkar ekki bara uppeldisstöð og œfingavöll- ur fyrir þá sem eetla sér át í fullorðinspólitík? „Reyndar ekki. Mér sýnist sem stjórnmálafræðingar sæki nú í allt annað en í pólitík. Ef tölfræðin bregst mér ekki þá minnir mig að aðeins um fjög- ur prósent af öllum stjórn- málafræðingum fari út í beina stjórnmálaþátttöku. En að sjálfsögðu erum við að undir- búa okkur fyrir harða baráttu út í þjóðfélaginu og þá ekkert frekar á pólitíska sviðinu en annars staðar" segir Þórleif. Að þessum orðum mæltum kveðjumst við og blaðamaður horfir á eftir þessari glað- beittu, bjartsýnu og sjálfsör- uggu stúlku ganga út í vorið. Háskólanemar þjarma að forsetaframbj óðendum Pélag stjórnmálafræðinema við Háskóla íslands, Polit- ica, er nú að hasla sér völl sem einn helsti vettvangur pólit- ískra umræðna meðal ungs fólks. Fundur sem félagið hélt með forsetaframbjóðendum síðastliðinn þriðjudag tókst vonum framar og var ásókn stúdenta slík að færri komust að en vildu. Ólafur Ragnar Grímsson, einn framkominna frambjóðenda, sá sér þó ekki fært að mæta á fundinn og er það miður. Eins var Pétur Kr. Hafstein ekki búinn að til- kynna opinberlega um fram- boð sitt og ekkert enn spurst til framhaldshugleiðinga Guð- mundar Eiríkssonar um fram- boð. Það var Þórleif Ágústs- dóttir, formaður Politicu, sem af röggsemi stjórnaði þessum líflega fundi. Frambjóðendurn- ir voru þó kannski í hæsta máta fullkurteisir hver við ann- an og virtust einkum hafa það að markmiði að stuða ekki neinn. En snúum okkur að Þór- leifu. Hvað kom til að þið ákváð- uð að halda þennan fund nána? „Fyrst og fremst vegna þess, að við erum að reyna halda uppi öflugu félagslíf hér I skói- anum. Og við í féiagi sjtórn- málafræðinema leggjum al- mennt mikið uppúr því að standa fyrir pólitískum um- ræðum. Þar sem við siglum nú hraðbyri inn í próflestur með Þórleif Ágústdóttir: „Eg hef alveg óbilandi trú á ungu fólki. En það fer rosalega í taugarnar á okkur sú árátta þeirra eldri að vera alltaf að tala yfir okkur, í stað þess að tala við okkur. Og fundur sem þessi, þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að taka þátt, skilar sér betur en þegar talað er yfir hausamótunum á okkur." Myndir: Jim Smart tilheyrandi stressi og tíma- skorti fannst okkur vel til fund- ið að nota seinustu kennsluvik- una til að kynna framkomna frambjóðendur og gefa nem- endum kost á að þjarma að- eins að þeim. Og þótt ekki séu allir komnir fram í dag, þá er umræðan Iöngu hafin í þjóðfé- laginu. Því er ekkert að því að etaefnið Bryndís Schram Það virðist vera orðið nokkuð Ijóst að Bryndís Schram ætlar ekki f framboð til forseta og þykir mörgum það miður, því fá- ar konur hafa til að bera meiri reisn og glæsileika en Bryndfs. Hún hefur nú sagt upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóös, sem hún hef- ur sinnt af miklum dugnaöi und- anfarin fjögur ár. Bryndfs hefur látiö hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé orðin þreytt á skilningsleysi stjórnvalda í garð kvikmyndagerðar hér á landi sem endurspeglist í nánasarlegum fjárframlögum. Enda sé svo komið að kvikmyndagerðarmenn séu að flytja úr landi hver á fætur öðrum svo þeir geti áfram sinnt list sinni. Þaö er Ijóst að hér veröur að spyrna við fótum ef ekki á að ganga af íslenskri kvikmyndagerö dauðri. Því væri ráö að koma Bryndísi á þing þar sem hún getur barist með oddi og egg fyrir auknu fé til til þessarar listgreinar. Þar fyrir utan er Bryndís prýdd mörgum góðum hæfileikum sem mundu nýtast vel við störf á Alþingi og hún er kona sem fer ekki í launkofa með sínar skoöanir. Sumum finnst kannski nóg að húsbóndinn á Vesturgötunni sé á þingi þótt eiginkonan taki þar ekki sæti líka. En þau Bryndís og Jón Baldvin unnu vel saman sem skólameistarahjón og utanríkisráð- herrahjón og ættu því ekki síöur að taka sig vel út sem þinghjón. Það er engin spurning að Bryndís Schram á erindi inn á Alþingi og vekti þar verðskuldaöa athygli eins og jafn- an, hvar sem hún fer. Bryndísi á þing og ekkert múður... Halldór Reynisson Þaö væri auðvitað kjörið að fá í embætti forseta mann sem þekkir störf og skyldur forseta út í ystu æsar og á því ekki á hættu að gera nein byrjendamistök. Þá kemur aö sjálfsögðu upp í hugann séra Halldór Reynisson prestur. Hann var forsetaritari um fimm ára skeið og þar með nánasti sam- starfsmaður frú Vigdísar Finnbogadóttur. Áður var hann blaða- og útvarpsmaður og því vel kunnugur starfi fjölmiöla, sem ertilvonandi forseta mikilvægt. Halldór ferðaöist með Vigdísi innan lands og utan og kom hvarvetna vel fyrir og býður af sér góðan þokka. Hann hefur ekki haft nein opinber afskipti af stjórnmálum og því ætti fólk úr öllum flokkum að geta sameinast um Halldór. Hann var prestur í Hruna f ein tíu ár eöa þar til hann tók við prestsembætti í Nessókn og er virtur og vinsæll kennimaður. Hann er þaulvanur að koma fram á opinberum vettvangi og halda ræður og þekkir mikinn fjölda fólks úr öllum stéttum. Halldór er maður vel kvæntur, hófsamur og hógvær. Þótt séra Bjami Jónsson næöi ekki kjöri til forseta hér í den tíð var þaö ekki vegna þess að hann var prestur og því ættu prestsstörf Halldórs ekki aö há honum neitt í kosningabaráttunni nema síður væri. Það er ekki vafi á að Halldór Reynisson kæmi til meö að standa sig með sóma sem næsti forseti lýðveldisins og þvf fer fjarri að það sé nauðsynlegt að forseti sé kominn á sextugsaldurinn til að hann þyki þess verðugur að hljóta þetta æösta emb- ætti. Þá væri þaö kirkjunni mikill fengur að fá forseta úr röö- um presta á þessum síðustu og erfiðustu tfmum. Það er því engin spurning að Halldór á að gefa kost á sér til búsetu á Bessastööum... 0 starfsferill Davíðí Bændasamtökin Nú þegar Davíð Oddson (forsætisráöherra og fyrrverandi verðandi forsetaframbjóðandi) hefur hætt við að gerast verð- andi forseti verður að finna honum eitthvað annað starf. Málið er nefnilega þannig í pottinn búiö, að ef Davíð er of ungur til að verða forseti þá áttar hann sig fljótlega á því augljósa: hann er Ifka of ungur til aö vera forsætisráðherra. Hann hefur að vísu fullyrt að hann vilji áfram vera forsætis- ráðherra, en sú hugsanavilla víkur skjótt og maöurinn verður aö hafa eitthvað í bakhöndinni —- svona til vara, þótt hann sé nú enginn varamaöur. Þrátt fyrir aö ekki sé vitaö til þess, aö Davíð sé bóndi með búfénað þá er hann nú samt óðals- bóndi í Valhöll. Og eins og bóndinn sér óðalsbóndinn um aö vinnufólkiö hlýði í einu og öllu og vinni almennilega. Og eins og bóndinn hefur Davíð tekist vel að girða sitt landsvæði af svo sauðirnir fari nú ékki að ráfa í villu yfir á landsvæöi ein- hvers annars. Hann hefur þannig margoft lýst yfir, að við ís- lendingar eigum ekki að stunda útlendingadekur heldur rækta garðinn okkar og hlúa vel aö því sem íslenskt er — eins og sauðkindinni. (Þótt hún sé vfst spænsk aö upp- runa.) Davíö hefur alla tíð verið tryggur bandamaður bænda og barist af alefli gegn landráöamönnum sem vilja leggja ís- lenskan landbúnað í rúst með því aö leyfa innflutning á ein- hverju útlensku, baneitruðu og hormónamenguðu ESB- drasli. Já, Davíð rústaði meira að segja GATT-inu, bændum til heilla, og gefur lítið fyrir þessar erlendu stafasúpur því hann skilur aö heima er allt best. Davíö yrði að öllu þessu samanlögöu verðugur formaður Bændasamtakana og þá kæmist hinn ofurfrjálslyndi landbúnaöarráöherra Guðmund- ur Bjamason sko ekki upp með neitt múður viö gerð næsta búvörusamnings... Ólafur Ragnar Grimsson Óumflýjanlega trónir hann á toppnum: búinn að stinga ræki- lega af í forsetaslagnum án þess aö segja eöa gera nokkurn skapaöan hlut. Hann bara er. Guðmundur Rafn Geirdal Loksins fékk nuddarinn upp- reisn æru: blöðin birta greinarn- ar, fólk býöur í veislur og á fundi og hann er því í öllum skilningi oröinn „mektarmaöur". Þorstelnn Pálsson Sagöi þvert nei viö kvótaaukn- ingu og útgeröin er hæstánægö. Sló þannig tvær fiugur í einu höggi: treysti enn fylgi sitt og hrekkti Davíö. Svavar Gestsson Eftir aö hafa losnaö við alla samkeppni fró hinum annars óvenju þögla Ólafi getur hann brillerað í friði og ró og rúllaö yfir fimbulfambann Margréti. Guðrún Pétursdóttir Þrátt fyrir að hún ætlaöi að höföa grimmt til íhaldsins er fylgiö tekiö aö hrynja af. Ólafur bóndi hefur því skerpt ímyndina og íhugar andlitslyftingu. Össur Skarphéðinsson Það hefur bókstaflega ekki nokkur lifandi sála Ijáö máls á því aö hann yröi ágætur forseti. Enda eins og Davíö: kjaftfor og á röngum aldri. Guðrún Agnarsdóttir Þaö lítur ekki vel út með forset- aslaginn: Ólafur er vinsælli, Guörún Pé duglegri, Guömundur Rafn athyglisveröari og Pétur Kr. ættstærri. Frlðrik Sophusson Leggur fram frumvarp (sem hann er andvígur) þess efnis aö birta megi tölur úr skattskrá en ekki umreikna þær. Enginn ætlar aö hlýöa svona bulli.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.