Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 32
HELGARPOSTURINN Svo virðist sem fólk í sjávarþorpum sé ekki jafnhrifið af pen- ingalykt frá bræöslunum og áður. í Sandgeröi hafa íbúar kvartað undan því aö fiskimjölsverksmiöjan Njörður hf. hefur brætt í vestanátt þegar bræöslufnykinn leggur yfir bæinn. Bæjar- stjórnin hefur sent Hafliða Þórssyni, framkvæmdastjóra Njarð- ar, bréf og kvartað yfir brælunni. í bréfinu er minnt á að Hafliði sitji á sínum kontór í Kópavogi og þurfi ekki aö þola fýluna og jafnframt er það látiö fylgja meö aö engin loforð hafi verið gefin um framlengingu á starfsleyfi verksmiðjunnar. Þegar HP haföi tal af Hafliða Þórssyni vildi hann lítiö gera úr málinu en sagði að vestanáttin hefði veriö einstaklega þrálát undanfarnar vikur en nú hefði breytt um átt og allan reyk legði á haf út... lyræstkomandi miövikudag heldur Bókís, not- JLM endafélag bókasafnskerfisins Fengis, ráð- stefnu í menningarmiðstööinni í Gerðubergi. Bókasafnsgrúskarar munu þar ræöa um ýmis fag- leg og áhugaverð vandamál eins og þróun sam- starfs og millisafnalán. Einnig verða fjörugar og upplýsandi umræður um stefnu menntamálaráðuneytisins í upp- lýsingamálum, notkun Internetsins í bókasöfnum, samstarf við Evrópusambandið og margmiölun á bókasöfnum. Rúsínan I pylsuendanum er svo fyrirlestur nethaussins Bjöms Bjarnason- ar, sem veröur án nokkurs vafa rífandi skemmtilegur og tætir upp stemmninguna eins og honum er lagið... Miðvikudagskvöldiö 24. apríl (síöasta vetrardag) og fimmtu- dagskvöldiö 25. apríl (sumardaginn fyrsta) verða haldnir tónleikar með hinni fornfrægu diskóhljómsveit Boney-M á Hótel íslandi. Hljómsveitin hóf feril sinn í Þýskalandi áriö 1975 og var fyrsta plata þeirra Do you want to bump? Skömmu síöar fylgdu á eftir plöturnar Sunny og Daddy Cool. Töfrablómi hljómsveitar- innar og frægðarferill magnaðist síöan út um allan heim meö ótrúlegum hraða og sala hljómplatna þeirra sló öll met. í tengsl- um viö tónleikana verður gerður sjónvarpsþáttur með viðtölum viö listafólkið, sem veröur myndaö í bak og fyrir í íslenskri nátt- úru. Ágætt diskódjamm atarna og vissara að tryggja sér miða sem fyrst... Miklar hræringar hafa verið á flatbökumarkaðnum að undan- förnu. Fyrir skömmu keypti Bónus-vídeó-kebjan þannig flatbökufyrirtækiö Jón Bakan, en framkvæmdastjóri fýrrnefnda fyrirtækisins er Þóroddur Stefánsson. Þá seldi eigandi Hróa hattar og Pizza ‘67 í Nethyl síöarnefnda staöinn á dögunum (sem hann hafði reyndar keypt fyrir einungis hálfu ööru ári). Kaupendur Pizza ‘67 er fjölskyldufyrirtækið Ystiklettur ehf. og er framkvæmdastjóri þess Hermann Hermannsson sem áöur stóð að útgerö í Vestmannaeyjum... * Itilefni af því aö 25 ár eru liöjn frá því aö fyrstu handritin komu til íslands frá Kauþmannahöfn flytur sagnfræöidoktorinn Már Jónsson opinberan fyrirlestur sem nefnist Fornfrœðabylting Árna Magnússonar árið 1686. Fyrirlesturinn er á vegum heim- spekideildar Háskóla íslands og fer fram næstkomandi miðviku- dag klukkan 17:15 í stofu 101 í Odda. Þess má til gamans geta, aö útsendari HP heyrði samtal tveggja stjórnmálafræöi- nema á forsetafundinum í Lögbergi síðastliðinn þriðjudag. Ofangreindur handritafyrirlestur barstí tal einhvern veginn svona: A: „Nú ætla heim- spekinemarnir að funda um handritin hans Árna í næstu viku.“ B: „Já, er það. Ekki vissi ég að Árni Þórarins væri svona kafi í kvikmyndagerð. Brýtur það ekki bága við gagnrýnandahlutverk hans — upp á hlutleysið að gera? A: „Ekki Árni Þórarins, heldur Árni Magnússon. Fáviti"... Sænska sendiráöið á íslandi stendur nú fýrir átakinu Sœnskir Dagar. Þéttriðin dagskrá menningarviöburða og vörusýninga veröur af þessu tilefni haldin um alia Reykjavíkurborg yfir heig- ina. í Kringlunni verða sýndar helstu afurðir Svíþjóðar. Meöal annars gefur þar að líta flaggskip útflutningsvöru landsins Volvo bifreiðar og Fjáll Ráven útivistarvörur. Bellman-söngvarinn Mart- in Bagge heldur svo tónleika á Kaffi Mílanó í hádeginu í dag og í Norræna húsinu í kvöld (hann er annars merkilegur þessi áhugi íslendinga á þessum Bellman...). Á laugardaginn mun síðan Lögreglan í Reykjavík og Lúlli iöggubangsi fræöa börnin um umferðareglurnar um víðan völl. Auk þess mun uppáhald barn- anna, hin rammsænska og villta Lína Langsokkur, koma í heimsókn ásamt góöum gestum. Fræðimaöurinn Laiia Spik flyt- ur ennfremur fyrirlestur um menningu Sama í Norræna húsinu á mánudagskvöld... Píanósnillingarnir Steinunn Bima Ragnarsdóttir og Þor- steinn Gauti Sigurðssson munu næstkomandi sunnudag klukkan 20:00 leika saman á tvö píanó á tónleikum í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Á efnisskránni veröa mörg þekktustu verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó, en tónleikar sem þessir hafa ekki verið haldnir á íslandi árum saman. Óhætt er að segja aö þau Steinunn og Þorsteinn séu með bestu (og svo við gleym- um ekki: huggulegustu) þíanóleikurum landsins svo tónleikarnir ættu að veröa eftirminnilegir... Talaöu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN Nýjar vörur frá CM ■ , SHP- 5 / pM< : , appit^ Kv^ifataverslun Laugavegi 97 SímiÍ51-7015 B Y P A B S T w SÉ I J HT ——————— ^ ■ — — Skrifstofur og afgreiðsla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211 Rítsljóm: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingan 552-4888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.