Helgarpósturinn - 18.04.1996, Síða 26

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR1B. APRIL1996 Vilhjálmur Hallgrímsson köfunarkennari í fullum skrúða: „Þingvellir eru fallegir, en það eru fáir sem hafa séð og upplifað hina ólýsanlegu fegurð í gjánum. Útlendingar koma jafnvel sérstaklega erlendis frá til að kafa í þeim. Eitt sinn kom maður hingað sem kafað hefur um heim allan. Við köfuðum saman í Peningagjá og Silfru og það fyrsta sem hann sagði þeg- ar hann kom upp var: Vá, þetta er eitt af sjö undrum veraldar í köfun! Ég er sammála honum í því.“ köfunargræjum getur verið allt upp í 200 til 250 þúsund krón- ur ef allt er tekið með; nám- skeið og því um líkt. Margir halda að hér sé ekkert að sjá f sjónum og að hann sé of kald- ur. Það er algjör misskilningur. Um leið og maður er kominn niður fyrir yfirborðið birtist nýr heimur. Heimur sem er mjög fallegur, spennandi, áhugaverður og órannsakaður. Það er ólíklegt að nokkur hafi kafað þarna áður og aldrei að vita hvað maður sér, skipsflök og því um líkt. Svo má ekki gleyma öllu lífríkinu sem er ótrúlega fjölbreytt." „Maður upplifir frábæra náttúru undir yfirborði sjávar og þetta er hið besta sport fyr- ir þá sem kunna að njóta nátt- úrufegurðar,“ segir Hlynur. „Það er hrikaleg tilfinning að vera allt í einu staddur í stórri torfu af sandsílum. Það er ekk- ert sem jafnast á við það. Menn hafa einnig lent inn í stórum loðnutorfum. Það er ótrúleg upplifun inn í svona torfum. Milljónir af fiskum um- lykja mann og það myndast geil í kring um þig. Þú upplifir torfuna sem eina lifandi veru.“ Þingvellir eitt af sjö undrum veraldar í köfun Skemmtilegasta staðinn til að kafa á íslandi segja þeir vera í gjánum á Þingvöllum. „Landslagið og skyggnið er hreint út sagt frábært. Það er ekkert sem gruggar og skyggn- ið er margfalt betra, en við bestu aðstæður erlendis. Vatn- ið er ótrúlega tært og þú sérð ekki neinar agnir syndandi í vatninu. Ef maður gleymir sér þá er eins og maður sé svífandi í lausu lofti. Og þessi sérstaki blái og tæri litur sést hvergi annars staðar. Þingvellir eru fallegir eins og allir Islendingar vita, en það eru fáir sem hafa séð og upplifað hina ólýsan- legu fegurð í gjánum. Útlend- ingar koma jafnvel sérstaklega erlendis frá til að kafa í þeim.“ „Eitt sinn kom maður hingað sem kafað hefur um heim all- an,“ segir Vilhjálmur. „Við köf- uðum saman í Peningagjá og Silfru og það fyrsta sem hann sagði þegar hann kom upp var: Vá, þetta er eitt af sjö undrum veraldar í köfun! Ég er sam- mála honum í því.“ Sjötíu manns í Sportkafarafélaginu Eins og áður segir eru þeir Vilhjálmur og Hlynur í Sport- kafarafélagi íslands, en um sjö- tíu manns eru í þeim félags- skap. „Við erum með mjög öfl- ugt félagsstarf og höfum glæsi- legt félagsheimili út í Nauthóls- vík. Þar hittumst við á fimmtu- dagskvöldum, svokölluðum pressukvöldum. Þar pressa menn kútana sína og ræða málin, til dæmis hvert á að fara um helgina. Nú er fólk farið að hugsa um hvað það ætli að gera í sumar. Við mælum ein- dregið með köfun og fólk getur til að mynda byrjað á að heim- sækja okkur úti í Nauthólsvík. Það verður ekki fyrir vonbrigð- um með þá ákvörðun.“ Köfuner ekki hættulegri en keila... Ahugaköfun er vaxandi sport hér á landi og ís- lendingar í auknum mæli að uppgötva hina mögn- uðu veröld sem leynist í djúpum hafsins. Um síð- ustu helgi var haldin kynn- ing á vegum Sportkafarafé- lags íslands á köfun og var þetta þriðja árið í röð sem svona kynning er haldin. Um 200 manns á öllum aldri komu í Sundhöllina til að prófa köfun og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Guðbjartur Finn- bjömsson skellti sér í Höll- ina, kafaði í um tuttugu mínútur á botni Iaugarinn- ar og hafði — líkt og flestir sem prófuðu köfun þennan dag — gaman af. Eftir á ræddi hann við Vilhjálm Hallgrímsson köfunar- kennara og Hlyn Halldórs- son félaga í Sportkafarafé- lagi íslands. ingu eftir fyrstu köfun að þeir hafi ekki þorað að kafa síðan. Margir væru trúlega enn að kafa ef þeir hefðu fengið góða leiðsögn í byrjun. Það finnst mér leiðinlegt því þetta er al- veg meiriháttar sport. Grund- vallarreglurnar eru fáar sem maður verður að kunna og fara eftir ef maður ætlar að kafa. Ef maður þekkir þær ekki eða fer ekki eftir þeim er voðinn vís.“ „Það er mikilvægt að byrja köfunarferil sinn í vernduðu umhverfi eins og í sundlaug,“ segir Hlynur. „Þannig byrjaði ég. Áður hafði ég farið gegnum bóklega kennslu, en þrátt fyrir að ég væri vel undirbúinn og með kennara mér við hlið var fyrsta köfun mín mjög erfið. Maður venst þessu samt fljótt." „Margir halda að þetta sport sé aðeins fyrir ofurhuga,“ segir Vilhjálmur. „En það er ekki Erfiðari aðstæður hér á landi en erlendis „Gjörbylting hefur orðið á sviði áhugaköfunar hér á landi á síðustu árum,“ segja þeir. „Við erum búnir að lyfta þessu áhugamáli á sama stig og það er í Evrópu og Bandaríkjunum og stöndum nú fyllilega jafn- fætis þeim í öryggismálum og aðferðum. Menn eru nú flestir sammála um að íslendingar séu almennt betri tækjum bún- ir hér en erlendis," segir Hlyn- ur. „Ástæðan er að einhverju leyti sú, að við köfum við erfið- ari aðstæður en gengur og ger- ist erlendis — og á ég sérstak- lega við kuldann í sjónum hér.“ „Kafarar með reynslu af ís- lenskum aðstæðum geta kafað nánast hvar sem er eftir þá reynslu. Engu að síður er mjög auðvelt að kafa hér við land ef aðferðirnar eru réttar," bætir Vilhjálmur við. „Ég veit ekki hvernig tilfinn- ing það er að fara út í geim, en ég gæti trúað að það sé svipuð tilfinning og að kafa,“ segir Vil- hjálmur sem á að baki um sex hundruð kafanir. „Þetta er gjörsamlega annar heimur; maður er algjörlega þyngdar: laus og syndir áreynsluslaust. í köfun erum við að skoða heim sem fáir hafa séð nema þá helst á Ijósmyndum eða í kvik- myndum.“ „Það er mjög erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem fylgir því að kafa,“ segir Hlynur. „Þyngd- arleysið, þessi algera þögn, hinn skringilegi hafblámi sem umlykur mann og síðast en ekki síst: allt dýralífið í sjón- um. Allt þetta hefur mjög sterk áhrif á mann og gerir köfun að einu því skemmtilegasta áhugamáli sem hægt er að hugsa sér.“ Köfun er ekki hættulegri en keila Það er í rauninni hægt að kaupa sér köfunargræjur og skella sér í sjóinn án þess að hafa nokkra þekkingu á köfun. Slíkt er nefnilega alls ekki bannað, en þeir kumpánar ráð- leggja ekkert slíkt og segja það í raun stórhættulegt. „Það er álíka gáfulegt að kaupa sér flugvél og fljúga henni án flug- prófs," segir Vilhjálmur. „Fyrir fimmtán til tuttugu árum var lítið um köfunarkennara á ís- landi. Þá var frumskógarað- ferðin notuð: það er að kafa án þess að vita hvað maður væri að gera. Þessi aðferð hefur ollið allmörgum slysum, jafn- vel dauðaslysum. Einnig hafa menn fyllst það mikilli skelf- Hlynur Halldórsson og Vilhjálmur Hallgrímsson, félagar í Sportkafarafélagi íslands: „Ég veit ekki hvernig tilfinn- ing það er að fara út í geim, en ég gæti trúað að það sé svipuð tilfinning og að kafa. Þetta er gjörsamlega annar heimur; maður er algjörlega þyngdarlaus og syndir áreynsluslaust. í köfun erum við að skoða heim sem fáir hafa séð nema þá helst á Ijósmyndum eða í kvikmyndum — þessi algera þögn, hinn skringilegi hafblámi sem umlykur mann og síðast en ekki síst: allt dýralífíð í sjónum." rétt. Köfun er fyrir hvern sem er, og ef eitthvað er: sér í lagi fyrir grandvara menn sem enga löngun hafa til að fara sér að voða. Samkvæmt banda- rískum skýrslum sem ég hef séð eru kafarar í sama áhættu- fiokki og keiluspilarar vegna dauðaslysa. Knattspyrna var til að mynda talin mun hættu- legri samkvæmt þessum skýrslum. Það hafa vissulega orðið dauðaslys í sambandi við köfun, en venjulega er það vegna reynslu- eða þekkingar- leysis: menn að kafa án þess að vita hvað þeir eru að gera og ráða ekki við aðstæður." Þeir segja annars mjög skemmtilegt að kafa við strendur íslands sökum þess að sjórinn við landið býður upp á fjölskrúðugt gróður- og dýralíf, sjávarbotninn er jafn- framt mjög sérstakur með öll- um sínum hraundröngum og skemmtilegu berglögum og skyggni oft mjög ágætt. „Eg var til að mynda að kafa í gær og skyggnið var um níu metrar sem telst bara nokkuð gott,“ segir Vilhjálmur. „Menn sem koma hingað erlendis frá til að kafa eru yfirleitt mjög hrifnir af því sem þeir sjá og upplifa.“ Lent í stórum loðnutorfum Um tvö hundruð manns stunda áhugaköfun á íslandi og fer sá hópur stækkandi með ári hverju, en allskonar sjó- íþróttir hafa verið í mikilli sókn á íslandi síðustu árin. „Fyrir tíu árum gapti maður ef sást til einhvers á sjóskíðum. Nú kipp- ir maður sér ekkert upp við að sjá einhvern á sjóskíðum, segl- brettum eða við köfun. Menn eru farnir að átta sig á að það er vel hægt að stunda allskon- ar sjóíþróttir við íslands- strendur. Þetta er aðeins spurning um réttan búnað en kostnaður við að koma sér upp BÁhugaköfun er vaxandi íþrótt hér á landi og íslendingar teknir að átta sig á þeim stórkostlega heimi sem leynist í undirdjúpunum. Um síðustu helgi var haldin kynning á vegum Sportkafarafélags íslands í Sundhöllinni og 200 manns á öllum alcfri mættu til að prófa. Einn af þeim var Guðbjartur Finnbjörnsson sem kafaði í um tuttugu mínútur á botni laugarinnar og ræddi andstuttur á eftir við Vilhjálm Hallgrímsson köfunarkennara og Hlyn Halldórsson kafara.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.