Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR1S. APRÍL 199t ^áttborðið Furðuheimur John Willie Þær báru eld aö kirkjum. Þær stungu lögreglumenn í aug- un meö hattprjónum... Hnignun karlmannsins sem drottnara var hafin." Já, honum John karlin- um Willie var ekkert of vel gefið um kvenfrelsiskonur; herskáar súffragetturnar hræddu hann. Þær höföu helst unniö þaö til saka í hans augum, aö hafa greitt hömlum þeim sem samfé- lagið lagöi á þær gríðarþungt högg meö athæfi sínu og masi um jafnrétti kynjanna. Sömuleiö- is bar tískuiðnaðurinn á ofan- veröri nftjándu öld aldrei sitt barr eftir aö súffragetturnar ruddust meö þessu nauðsynlega offorsi framá sjónarsviöiö. Þegar sér- lundaöi heiöursmaöurinn Willie flutti frá Englandi og mætti til leiks í Bandaríkjunum á fjóröa áratug þessarar aldar haföi hann í farteskinu korsettur í gamla pyntingastílnum, víralögö undirpils og hroöalega óþægileg- an skófatnaö. Bannvörur kven- frelsisáranna. Allt var lagt í söl- urnar til aö frelsa púritanska Kanana; Willie haföi í höföi sínu „ímyndir af gullfallegum konum, sem ávallt voru augljóslega í brýnni þörf fyrir aöstoö," líktog hann oröaöi þaö sjálfur. Á árun- um 1946 til 1956 gaf John Willie síöan sjálfur út tímarit aö hætti hinnar nett afbrigðilegu feö'i/i-endurreisnar og gaf því nafn viö hæfi: Bizarre. Siöprúö- ir Bandarikjamennimir fengu aö sjálfsögöu áfall víö aö sjá slíkt rit mæta til leiks á einlitan blaöamarkaöinn og á endanum reyndist ekki grundvöllur til út- gáfu þess nema neðanjarðar og til sérvaldra áskrifenda sem kröföust fullkominnar nafnleynd- ar. Willie sjálfur tileinkaöi sér einkum þann stíl, aö teikna myndir í biað sitt eftir Ijósmynd- um og „lifandi stúdíum"; módel- um. Og stíllinn var ákveöinn og * afmarkaöur: risavaxnir og safa- ríkir barmar sem vom að sprengja allt utanaf sér, svipur, stílettóhælar, netsokkabuxur, sokkabönd, leöur og plast. Allt markaöi þetta brautina fyrir sa- dómasó-jöfra á borö viö Irwing Klaw og kom ýmsum ágætis kvenkostum á framfæri — Pin- up drottningin Betty Page var til aö mynda tíður gestur á síðum Bizarre. Allt sýnist þetta svo sak- leysislega rómantískt í dag á hinstu dögum vestrænnar „siö- menningar". Einsog svo margir brautryöjendur lést John Willie (sktröur John Coutts) í sárri fá- tækt ánþess aö nokkur tæki eft- ir því nema óttaslegnir viöskipta- vinir sem skelfdust afleiöingar þess aö póstlistar hans kæm- ust í hendur óvandaöra manna. En þeir þurftu lítt aö óttast því á banadægri sínu kom hann hverju einasta snitti af þeim fyrir kattarnef. Og nú hefur Bizarre sem betur öölast líf á nýjan leik og athygli almennings; fordóma- fulls pakksins sem áöur hæddi útgefandann og neyddi neöan- jaröar. Lífsstarf John Willie hefur nefnilega veriö gefiö út af Ta- schen-forlaginu í tveggja binda verki þar sem samankomnir eru allir árgangar Bizarre. Enginn syndaselur meö snefil af sjálfs- virðingu getur veriö án stykkisins atama, en þó fæst þaö aö öllum líkindum hvergi hér á landi. Sem fyrr bendir HP því á bókabúðir Eymundsson og Máls & menn- ingar, en þar má finna liðlegt starfsfólk sem ávallt er reiöubú- iö aö sérpanta út og suður eftir forvitnilegum bókum... Stjórn Bókasambandsins stendur fyrir ýmsum uppá- komur á degi bókarinnar, þann 23. apríl. Til dæmis munu bóka- útgefendur selja bækur á lægra verði þennan dag. Tugur skálda mun lesa úr verkum sínum á Sólon íslandus og Kaffi Reykja- vík klukkan 21 til 22,“ sagði Ingi Bogi Bogason formaður Bóka- sambands íslands í samtali við HP. „Þá mun Thor Vilhjálmsson rithöfundur semja og flytja sér- stakt ávarp dagsins. Síðan verða auglýsingar þessu tengd- ar til dæmis frá Samtökum iðn- aðarins og prentsmiðjum. Vaka-Helgafell afhendir barna- bókaverðlaun. í bókasöfnum landsins verða uppákomur á degi bókarinnar. Markmiðið er að vekja athygii á bókinni og um leið á höfundarréttinum. Við hjá Bókasambandinu mun- um vekja athygli á bókagerð á mörgum forsendum. Bókin hef- ur verið kjarninn í íslenskri menningu frá örófi alda og verður vonandi áfram mikils- verður hluti menningarinnar. Þá er ég bæði að tala um andleg gæði og efnisleg. Það gleymist oft að mikill fjöldi fólks hefur beina vinnu við störf sem tengj- ast bókum og bókagerð," sagði Ingi Bogi ennfremur. Hver er aðdragandinn að þessum degi bókarinnar? „Dagur bókarinnar og höf- undaréttar er nú haldinn hátíð- legur um allan heim í fyrsta skipti. Hvatningin kemur frá UNESCO, Menningar- og menntastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta er alþjóðlegur dagur og af hálfu UNESCO verð- ur haldið upp á hann á Spáni þennan dag. Islenska UNESCO- nefndin sendi út bréf um þetta og hvatti Bókasambandið til að minnast dagsins sem við og gerum.“ Aður en lengra er haldið, hvað er þetta Bókasamband sem þú ert formaður fyrir? „Þeir sem standa að Bóka- sambandinu eru Bókavarðafé- lag íslands, Félag bókagerðar- manna, Félag íslenskra bókaút- gefenda, Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana, Hagþenkir, sem er félag fræðirithöfunda, Rithöfundasamband íslands, Samtök gagnrýnenda og Sam- tök iðnaðarins. Bókasamband- ið er tíu ára á þessu ári.“ Sumir telja síaukna tcekni ógna stöðu bókarinnar. Hver er þín skoðun á því? „Bókagerðin sem slík stendur nú á ákveðnum þröskuldi. Rit- að máj er að færast miklu meira yfir í rafmiðlana. Margmiðlun býður upp á mikla möguleika bæði fyrir rithöfunda og útgef- endur og það eru miklar hrær- ingar í þessum heimi. Það má vel ímynda sér að þetta sé ógn- un bæði við hefðbundna bóka- gerð, hefðbundin störf rithöf- unda og hefðbundna prentun. Á móti kemur að upplýsinga- byltingin býður upp á ákveðin tækifæri sem bókaútgáfur, prentsmiðjur og upplýsingafyr- irtæki ættu að fagna og sum gera það reyndar. Nokkur út- gáfufyrirtæki og prentsmiðjur hafa nú þegar gefið út marg- miðlunarefni. Prentsmiðjan Oddi hefur gefið út Dómasafn- ið, Vaka-Helgafell hefur gefið út margmiðlunarefni, sem og Námsgagnastofnun og Mál og menning. Skilin á miili bókafor- leggjara og prentsmiðju geta að sumu leyti verið að þurrkast út. Menn spyrja hvaða fyrirtæki muni gefa út margmiðlunarefni í framtíðinni. Verða það hefð- bundin útgáfufyrirtæki, prent- smiðjur eða einhverjir aðrir sem eru að vaxa úr grasi núna? Það má nefna að sum hugbún- aðarfyrirtæki eru farin að Ingi Bogi Bogason: „Rithöfundar fagurbókmennta eru býsna íhalds- samir og það er allt í lagi með það. Þeir sem vilja naga blýantinn og hafa hann áfram í höndunum geta það. Samt sem áður er það mjög mikilvægt fyrir marga höf- unda að byrja að hugsa um þessa tækni sem opnar okkur öllum nýja sýn og höfundum trúlega nýja möguleika." Mynd: Jim Smart stefna á þennan markað. Hér á landi er verið að byggja upp ákveðinn vettvang þar sem menn geta skipst á skoðunum um margmiðlunartæknina og þar á ég við Starfsmenntafélag- ið. Það var stofnað í október síðast liðnum og innan þess vé- banda eru 50 skólar og fyrirtæki sem annast starfs- menntun. Þarna starfa verk- efnahópar um ýmis markmið og einn fjallar um margmiðlun. Þar eru Morgunblaðið, DV og fleiri sem ætla sér að nýta margmiðlunina í fyrirtækja- rekstri en eru tilbúin að skipt- ast á skoðunum og móta sér stefnu í grundvallaratriðum.“ Þurfa rithöfundar ekki að aðlagast þessari nýju tcekni? „Sumir rithöfundar fagurbók- mennta eru býsna íhaldssamir og það er allt í lagi með það. Þeir sem vilja naga blýantinn og hafa hann áfram í höndun- um geta það. Samt sem áður er það mjög mikilvægt fyrir marga höfunda að byrja að hugsa um þessa tækni sem opnar okkur öllum nýja sýn og höfundum trúlega nýja möguleika. I marg- miðlunarefni má til dæmis lesa texta eftir ýmsum lykilorðum. Þá þurfa útgáfufyrirtæki vænt- anlega á miklu fleiri höfundum að halda en hingað til.“ Það voru mikil umbrot á bókamarkaði fyrir síðustu jól og slagur um verðlagn- ingu, jafnvel talað um upp- lausn. Hafa menn ekki velt vöngum yfir þessu? „Jú, það hafa þeir gert og sitt sýnist hverjum. Innan Bóka- sambandins eru vitaskuld mjög mismunandi skoðanir því þarna eru ólíkir hagsmunaaðil- ar. En flestir virðast sammála um að sá tími kemur aldrei aft- ur sem var fyrir síðast liðið haust. Núna er allt upp í loft. Rithöfundar og útgefendur eru búnir að semja upp á nýtt. Þeg- ar horft er á bóksöluna þá munu litlu bóka- og ritfanga- verslanirnar eiga bágt áfram. En þessari þróun verður ekki snúið við. Bækur munu í meira mæli verða seldar hjá stóru að- ilunum og það stefnir allt í að bókaverð verði frjálst. Á hinn bóginn dregur Bókasambandið ekkert úr því að af hálfu stórar verslunar var beinlínis vegið að bóksölunni í landinu fyrir síð- ustu jól. Þar voru bækur seldar undir framleiðsluverði. Það metum við sem gjörsamlega óþolandi athæfi og heggur skarð í frjálsa verslun. Verslun er ekki frjáls þegar búið er að greiða með einstökum vörum á viðlíkan hátt og virðist hafa ver- ið gert þarna," sagði Ingi Bogi Bogason. TLjósmyndastöð- J.inni Myndási að Laugarásvegi 1 stendur yfir Ijósmyndasýning Einars Óla Einarsson- ar þar sem hann sýnir portrett. Sýningin ber yfírskriftína Verur. Ein- ar Óli stundaöi nám í Ijósmyndun viö Bournemouth and Poole College of Art and Design í Englandi og útskrifaöist þaöan sumariö 1995 meö BTEC National Diploma. Sýn- ingin er opin alla virka daga klukkan 10-18 og laugardaga klukkan 10-16... Þessa dagana kynna verslanir Skífunnar fiöluleikarann Ann Sophie Mutter sem Ljsta- mann tnánaðarins í klassískri tónlist. Listamaöur mánaöarins kemur ávallt úr fremstu röö listmanna og tónskálda og eru flölbreyttar geislaplötur með verkum viökomandi boönar meö 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentaö kynningarefni á íslensku og aöeins er I boöi fyrsta flokks upptökur meö bestu flytjendum sem völ er á. Anne Sophie Mutt- er er aö margra áliti einn besti fiöluleikari sem uppi er í dag. Frá því 1977 er hún hóf einleikara- feril hefur hún leikiö í öllum helstu tónleikahöllum heims, unnið til fjölda verölauna og gefiö út á þriöja tug geislaplatna. Þar á meöal hefur hún leikiö alla frægustu fiölukonserta Brahms, Mend- elsohn og Tchaikovski. í janúar kom út diskur sem inniheldur fiölukonsert Sibeliusar og var sú upptaka valin upptaka mánaöarins af tónlistar- tfmaritinu Gramophone... Bandariska listakonan Karen Kunc hefur opn- að sýningu í Sverrissal í Hafnarborg. Karen er þekkt fyrir tréristur sínar og hér á landi vakti hún fyrst athygli þegar mynd hennar vann fyrstu verölaun á sýningunni Graphica Atlantica sem haldin vará Kjarvalsstööum 1987. Síöan hefur hún haldið tengslum viö ísland og var meöal ann- ars gestakennari viö Myndlista- og handíöaskól- ann áriö 1995. Karen hefur sýnt vföa um heim og verk hennar er að finna f fjölmörgum söfnum. Hún kennir ennfremur myndlist og hefur verið þátttak- andi i ótal samsýningum. Sýningin f Hafnarborg stendur til 29. apríl... Á laugardaginn veröur opnuö fyrsta einkasýn- JLJung Arnaldar Halldórssonar. Sýningin verö- ur f Gallert Geysi aö Aðalstræti 2 og á henni eru Ijósmyndir sem Arnaldur hefur tekiö af götulífi í Paris. Arnaldur hefur áöur tekið þátt f skólasýning- um f Bournemoth College og Parsons School of Design þar sem hann nam Ijósmyndun. Arnaldur starfar nú sem iönaöar- og auglýsingaljósmynd- ari... Bíbiog blakan nefnist stuttur söngleikur eða „óperuþykkni" sem sýntverö- ur f Höfundasmiðju LR f Borgarleikhúsinu á laugar- daginn. Höfundar eru þrfr: Árnmann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Þetta þrfeyki hefur á undanförnum árum sýnt þjóö- inni grínferöislega áreitni meö verkum sinum og sprelli, meöal annars hjá LA, Ríkisútvarpinu og Kaffileikhúsinu. Óperan segir frá dularfullri ungri stúlku sem sveiflast milli tveggja enn dularfyllri karlmanna, en öll standa þau frammi fýrir óvænt- um og sérkennilegum samfélags- og tilvistarspurn- ingum. Leikendur eru Sóley Elíasdóttir, Kjartan Guðjónsson og Felix Bergsson. Undirleik annast Valgeir SkagQörð, en aðstoð við uppsetningu er í höndum Ásdísar Skúladóttur. Höfundasmiöjan hefur veriö starfrækt sfðan í haust og framvegis veröa sýningar f Höfundarsmiðjunni á hverjum Jaugardegi klukkan 16... Kór Menntaskólans að Laugarvatni held- ur tónleika í skólanum sínum í kvöld. Flutt veröa lög eftir innlenda og erlenda höfunda, hæfi- leg blanda af sígildri og léttri tónlist. Á laugardag- inn heldur kórinn svo tónleika f Vestmannaeyjum. Kórinn er fimm ára um þessar mundir og hefur Hilmar Öm Agnarsson kantor 1 Skálholti veriö stjórnandi hans frá upphafi... Leikhópurinn Perlan heldur leiksýningu f Perlunni klukkan 19 í kvöld í tilefni af 13 ára afmæli hópsins. Kynnir verður Felix Bergsson leikari. Leikatríöin sem flutt verða eru: Ég heyri svo vel, Siggi var úti, Síðasta blómið, ískóginun Mídas konungur og frumflutningur á Efþú giftist Fyrsti alþjóðlegi bókadagurinn verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl sem er bæði fæðingar- og dánardagur margra frægra rithöfunda fyrr og nú, meðal annars fæðingardagur Halldórs Laxness. - Sæmundur Guðvinsson ræddi við Inga Boga Bogason, formann Bókasambandsins, í tilefni dagsins. Hræringar í bóka- heiminum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.