Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 7
IMMTUDAGUR18. APRÍL1996 7 Guðmundur Eiríksson. Huggulegur og söngelskur vísindamaður. En nær óþekktur. Ólafur Egilsson. Virðulegur og með réttar skoðanir, en þykir lítt spennandi. ur þessara manna ætti nokkra möguleika á að ná kjöri. Einn viðmælenda blaðsins gekk svo langt að segja að það bæri vott um dómgreindarleysi þeirra að hafa ekki afskrifað framboð fyrir löngu. Pálmi Matthíasson var mjög orðaður við framboð á sínum tíma en ljóst er að af því verður ekki. Sá eini sem eft- ir stendur og talinn er eiga möguleika í slagnum er Ólafur Ragnarsson eins og fyrr segir. Þá er einn ótalinn sem hefur gefið kost á sér til framboðs en það er Guðmundur Rafn Geir- dal. Fylgi Guðmundar í skoð- anakönnunum er lítið svo ekki sé dýpra í árinni tekið. En hann lætur ekki deigan síga og vinn- ur áfram að framboðinu af full- um krafti. Það er hins vegar ljóst að Guðmundur Rafn verð- ur ekki næsti forseti þjóðarinn- ar. Barátta tveggja Margir viðmælenda Helgar- póstsins voru þeirrar skoðun- ar að miðað við stöðuna í dag yrði baráttan um forsetaemb- ættið fyrst og fremst milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Guð- rúnar Pétursdóttur. Líkt og baráttan milli Vigdísar Finn- bogadóttur og Guðlaugs Þor- valdssonar við forsetakjörið 1980. Liðlega 60% fylgi Ólafs í skoðanakönnun DV eigi eftir að dala og 14% fylgi Guðrúnar að aukast. Það að Pétur Kr. Hafstein fékk 11,5% fylgi í Davíð Oddsson. Lék illa af sér og eyðilagði fyrir öðrum sjálfstæðis- mönnum. Pálmi Matthíasson. Var lengi vin- sælasta forsetaefnið, en fraus úti í hugleiðingum sínum. könnun DV var skýrt með því að hann hefði verið í sviðsljósi fjölmiðla sama kvöld og könn- unin var gerð. Sumir töldu raunar að stór hluti kjósenda væri þegar búinn að gera upp hug sinn og bentu á að um 70% þátttakenda í könnun DV hefðu tekið afstöðu til fram- bjóðendanna. Aðrir viðmælendur blaðsins sögðu hins vegar að enn væri eiginleg kosningabarátta vart hafin og því allt of snemmt að fullyrða um endanlega afstöðu kjósenda. Margur hefði skipt um skoðun á skemmri tíma en á þeim liðlega tveimur mánuð- um sem eru fram að kosning- um. En sem fyrr segir hölluð- ust menn að því að á enda- sprettinum myndu tveir fram- bjóðendur skara fram úr og spáðu því að það yrðu Ólafur Ragnar og Guðrún Pétursdótt- ir. Guðrún á ferðinni Enn sem komið er hefur Ól- afur Ragnar vart hafið neina sýnilega kosningabaráttu. Hins vegar er Guðrún Péturs- dóttir komin á fullt skrið. Á þriðjudaginn lagði hún upp í ferð um landið þar sem hún mun heimsækja fjöldamörg fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hún byrjaði á Blönduósi og heldur síðan áfram norður, austur á firði og suður fyrir land til Reykjavíkur aftur. Guðrún ætlar að reyna að ná Friðrik Sophusson. Unga fólkið áhugasamt um framboð hans. Úti- lokað að af verði. Guðmundur Rafn Geirdal. Reynir og reynir en fullkomlega án árang- urs. að ræða persónulega við sem flesta og kynna sig og viðhorf sín. Opinn kynningarfundur var boðaður á Akureyri í gær og ætlunin að halda opinn fund á Egilsstöðum á sunnu- daginn. Þá verður fundur á Höfn í Hornafirði á mánudag. Á sumardaginn fyrsta verður kosningamiðstöð Guðrúnar opnuð formlega að Pósthús- stræti 9. Kosningastjóri er Þórunn Sigurðardóttir leik- stjóri. Aðrir frambjóðendur hafa ekki gefið út dagsetning- ar um opinber fundahöld enn sem komið er. í úttekt HP í þarsíðustu viku um kostnað við forsetafram- boð kom fram að sérfræðingar töldu lágmarkskostnað vart undir 30 milljónum króna. Raunar gæti hann farið tug- milljónir króna upp á við. Ymsum kom þessi tala á óvart og blaðið hefur heimildir fyrir því að í herbúðum sumra frambjóðenda hafi menn hrokkið illilega við. Sumir sem voru með mun lægri áætlanir fóru að endurskoða alla liði af ótta við að hafa vanmetið kostnaðinn. Þeir sem HP ræddi við í gær voru sammála um að eiginleg kosningabar- átta í formi auglýsinga og ann- arra dýrra kostnaðarliða yrði fyrst og fremst á allra síðustu vikum baráttunnar. Miklar bollaleggingar Kosningaspekúlantar sem rætt var við þegar þessi sam- antekt var gerð voru með ýmsar kenningar og tilgátur. Einn sem spáir sigri Ólafs Ragnars sagði að þótt Guðrún Pétursdóttir biði lægri hlut væri ekki þar með sagt að hún hyrfi úr sviðsljósinu. Ekki væri vafi á að hún fengi víð- tæka kynningu og öðlaðist dýrmæta reynslu í þessari kosningabaráttu. Því mætti ganga að því sem vísu að hún færi fram við næstu þingkosn- ingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Framboð í Reykjavík kæmi þó ekki til greina en hins vegar ætti hún verða örugg með tryggt sæti á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi. Sjálf- stæðisflokkinn skorti mjög öfl- Páll Skúlason. Pældi lengi, en hafði hvorki stuðning né fjármagn — og sagðist síðan vera í fínni vinnu fyrir. ugar þingkonur og fram- boð Guðrúnar til þings mundi mælast vel fyrir — nema þá helst á skrifstofu Davíðs. Einn af fylgis- mönnum Guðrúnar sagði þessa kenningu dæmi- gerða fyrir lymskulegan áróður Ólafsmanna. Þeir væru þegar komnir á stað með sögur um að þótt Guðrún tapaði þá mundi hún tapa með sóma og hljóta umbun erfiðis síns. Ólafur Ragnar réði engu um framboðsmál Sjálf- stæðisflokksins og seint yrði hann fenginn til að raða þar á lista. Stað- reyndin væri hins vegar sú að það væri Ólafur Ragnar sem leggði allt undir í þessari baráttu því starfi hans í pólitík væri lokið. Það er því greinilegt að skeytin eru farin að fljúga bak við tjöldin þótt aílt virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Fólkið ræður — ekki flokkslínur Gamalreyndur áhuga- maður um forsetakosning- ar fyrr og síðar sagði í sam- tali við HP að sú pólitíska taugaveiklun sem væri nú innan Sjálfstæðisflokksins vegna forskots Ólafs Ragn- ars væri aldeilis óþörf. Ef fólkið vildi Ólaf Ragnar yrði hann kosinn, burtséð frá því hvað forysta Sjálfstæð- isflokksins segði. Nú væri það fólkið sem fengi að ráða. Því þýddi ekkert fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að búa til mótframboð gegn Ólafi Ragnari. Hins vegar væri staðreyndin sú að ekki væru allir jafn hrifnir af framboði Ólafs Ragnars og ætla mætti. Valmöguleikar þess fólks væru heldur þröngir. Nú leitaði fólk frekar eftir karlmanni en konu í emb- ætti forseta. Fyrir utan Ólaf væri vart hægt að tala um annan karlframbjóðanda en Pétur Kr. Hafstein. Það væri hins vegar ekki maður sem höfðaði til fólks á sama tíma og til dæmis Kristján Eldjárn gerði á sínum tíma. Því væri Njörður P. Njarðvík. Menningarjöf- ur sem fann hvorki stuðning né fjármagn — og sagðist síðan vera í fínni vinnu fyrir. spurning hvort þeir sem ekki vildu Ólaf kysu Guðrúnu Pét- ursdóttur eða Guðrúnu Agn- arsdóttur til þess eins að draga úr þeim stórsigri sem nú virtist blasa við Ólafi Ragnari. Þessi maður var þeirrar skoð- unar að það vantaði einn karl- frambjóðanda til viðbótar en kvaðst ekki geta eða vilja benda á neinn óskaframbjóð- anda. Spá völvu Vikunnar nokkuð nærri lagi Hér skal engu spáð um úrslit forsetakosninganna. En land- inn er mikið fyrir spádóma eins og allir vita. Því er ekki úr vegi að enda þessa samantekt á því að vitna í völvu Vikunnar sem er orðin heimsfræg fyrir spádóma sína. Fyrir síðustu áramót spáði völvan því að fimm byðu sig fram til for- seta, þar af ein kona. Rétt er að fimm frambjóðendur eru komnir fram en hins vegar eru tvær konur í þeim hópi. Hins vegar kann það að hafa villt um fyrir völvunni að þær heita báðar saman nafni. Völvan spáði því að myndar- legur karlmaður sem væri þekktur fyrir sín störf færi með sigur af hólmi og yrði næsti forseti íslands. Og nú verður bara hver og einn að túlka þennan boðskap völv- unnar eins og hann hefur vit eða vilja til. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 -10. útdráttur 4. flokki 1994 - 3. útdráttur 2. flokki 1995 -1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.