Helgarpósturinn - 26.09.1996, Side 16
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996
16
ammmm
*
IIP
ID4 ★
Geimverur ráðast á jörðina
og náttúrulega reka Ameríkán-
ar þær á brott. Misheppnuð
endurgerð á Innrásinni frá
Mars eftir H.G. Wells. And-
laust brelluævintýri svo fullt af
þjóðrembu að ekki einu sinni
Oliver Stone hefði getað bjarg-
að nokkru.
Einungis fyrir tölvufíkla.
Twister ★
Veðurfræðingar að elta felli-
byli. Þunnur söguþráður og
slöpp ieikstjórn drepa spenn-
una í þessari. Álíka misheppn-
uð og ID4 en með flottari brell-
um.
Eraser ★ ★
ril be back! John Kruger fær
það verkefni að passa upp á
vitni að ólöglegri vopnasölu.
Tvö eða þrjú góð atriði. Mynd
sem maður fer á bara til þess
að sjá Amold.
Phenomenon ★ ★ ★
Travolta var flottari í Pulp
Fiction. Myndin fjallar um
stóra hluti, líf og dauða, en
sleppir öllu tæknirugli og ein-
beitir sér að sögunni sjálfri.
Kemur vel út og er þess virði
að sjá.
Chain Reaction ★ i
Keanu Reeves er álíka feitur
og Balti I Djöflaeyjunni og
Morgan Freeman leikur fram-
hald af William Somerset í Se-
ven. Algjört kjaftæði og leik-
stjóranum liggur svo á að
koma sér úr innganginum yfir í
söguna að maður getur ekki
annað en hlegið.
Happy Gilmore ★ ★ ★ i
El þú hefur heyrt um Adam
Sandler þá veistu alveg hvern-
ig mynd þetta er. Ef ekki, búðu
þig þá undir alveg brilljant vit-
lausa mynd, lélega útfærslu á
fáránlegu handriti. Þú hlærð
þig til Jótlands og markmiðinu
er náð.
Jerúsalem ★ ★ ★ ★
Vissulega er det en nordisk
film, en vá! Jerúsalem er mynd
sem hefur allt: spennu, drama
& rómantík, húmor og umfram
allt; Bille August í leikstjóra-
stólnum. Max von Sydow er
loksins í góðu hlutverki og
Maria Bonnevie alltaf sæt.
Verðlaunagetraun Helgarpóstsins,
Máls og menningar og íslensku
kvikmyndasamsteypunnar
Eftir viku verður Djöflaeyjan, íslenska stórmyndin sem öll þjóðin bíður eftir, frumsýnd í þremur bíóum. Myndin er gerð eftir vinsæl-
ustu bókum sem gefnar hafa verið út á íslandi síðari ár. Sögur Einars Kárasonar um lífið í Thulekampi, sem Mál og menning gaf út á
síðasta áratug, náðu fáheyrðum vinsældum. Yfir 45.000 eintök af bókunum hafa selst fram til dagsins í dag.
Dýrasta íslenska kvikmyndin til þessa
Upptökur Djöflaeyjunnar fóru fram síðastliðinn vetur og vor í braggahverfi sem byggt var fyrir myndina vestast á Seltjarnarnesi. Er
þetta braggahverfi stærsta og dýrasta leikmynd sem gerð hefur verið á íslandi. Framleiðsla myndarinnar hefur staðið yfir í þrjú ár og
kostað eitt hundrað og sjötíu milljónir króna.
Þú hefur tækifæri til þess að vinna þér inn glæsileg verðlaun ef þú svarar öllum spurningunum hér að neðan rétt.
->■8-
Hvers vegna bjó fólk í bröggum?
□ 1 Það þótti hlýrra í bröggum en öðrum húsa-
kynnum
□ 2 Fólk var þar í sóttkví vegna lúsafaraldursins
mikla á árunum eftir stríð.
□ 3 Vegna húsnæðiseklu í Reykjavík eftir stríð
Hver er útgefandi bóka Einars Kárasonar um fólkið í
Thulekampi?
□ 1 Fámenna bókafélagið
□ 2 Mál og menning
□ 3 íslenska kvikmyndasamsteypan
Nafn____________________________________________
Heimilisfang -----------------------------------
Vinningar: 150 miöar á fslensku stórmyndina Djöflaeyjuna,
ÍO stórbækur Einars Kárasonar og ÍO áskriftir aö HP.
Klippið svarseðilinn út og skilið honum fyrir þriðjudaginn 1. október á skrifstofu Helgarpóstsins, Borgartúni 27,105 Rvk.
Nöfn vinningshafa verða birt í næsta Helgarpósti.
Hver er leikstjóri kvikmyndarinnar „Djöflaeyjan“?
□ 1 Friðrik Þór Friðriksson
□ 2 Einar Kárason
□ 3 Baltasar Kormákur
Hvað hafa bækur Einars Kárasonar um fólkið í
Thulekampi selst í mörgum eintökum?
□ 1 45.000
□ 2 25.000
□ 3 35.000
Hvað kostaði gerð kvikmyndarinnar „Djöflaeyjan“?
□ 1 17 þúsund kr.
□ 2 17 milljónir kr.
□ 3 170 milljónir kr.
BtfflKmyndir
Ari Eldjárn
Verri leikstjórí en leikarí
Aðalleikendur: Jean-Claude VanDamme, Roger Moore og Janet Gunn
Leikstjóm: Jean-Claude Van Damme
Kvikmyndin The Quest er
frumraun Van Damme
sem leikstjóra og finnst
mér myndin sýna að hann sé
verri leikstjóri en leikari (ef
slíkt er mögulegt). Hið fárán-
lega handrit myndarinnar
snýst um einhvers konar
keppni bestu slagsmálamanna
í heimi og verðlaunin í henni:
Gulldrenginn góða. Van
Damme byrjar myndina sem
einhvers konar „Hrói höttur í
stórborg“ þar sem hann er
konungur klókra krakka sem
eru leikin í alls konar þjófnaði.
Náttúrulega er hann meist-
ari í bardagalist (sem er hálf-
fyndið því að samkvæmt sögu-
manni lærir hann ekkert í þeim
efnum fyrr en seinna í mynd-
inni) og sú list á eftir að reyn-
ast honum vel seinna meir.
Nógu um það. Þá víkjum við
sögunni að gömlum vini okkar,
Roger Moore. Aumingja Roger
virðist ekki geta gert upp við
sig hvort hann eigi að vera
James Bond með skegg eða
lúmskur svikahrappur sem er
erfitt að líka illa við. Allaveg-
ana reynir hann hvort tveggja
og það er hálffyndið að sjá
tæplega sjötugan mann láta
reyna á alla gömlu Bond-takt-
ana sína: Vindillinn góði, hið
fræga augnaráð hans og verst
af öllu: „Dobbs... Lord Dobbs“.
Satt best að segja beið ég bara
eftir að heyra: „Shaken... not
stirred!" — það hefði verið
öllu frumlegra. Svo er þarna
leikkona sem ég hef aldrei áð-
ur heyrt 'getið, Janet nokkur
Gunn, og er hún álíka léleg og
hinir leikararnir, bara betur út-
lítandi. Hinn svokallaði há-
punktur myndarinnar er
hvorki meira né minna en hálf
bíómyndin og eins og við
mátti búast þá er hann jafn
óspennandi og hann er ófrum-
legur. Það fyndna við hann er
þó hvernig þeir skapa útlit fyr-
ir hverja þjóð, það er einstak-
lega fáránlegt. Japaninn er
náttúrulega súmó-kappi, Kín-
verjinn karatesnillingur, Skot-
inn er í skotapilsi!!! (manni
dettur það nú í hug að slags-
málamaður myndi ekki hafa
komist svona langt í skota-
pilsi) og Spánverjinn er sá fá-
ránlegasti af öllu. Alltaf með
einhverjar flamengó-hreyfing-
ar og fáránlegar tilfæringar,
það eina sem hann vantaði var
gítar og rós í munninn, þar
með væru sérkennin öll upp
talin... Olé!
Niðurstaða: The Quest er
vond mynd sem er of dýr mið-
að við gæði. Hún hefði kannski
betur notið sín í Jackie Chan-
stílnum: Einföld, ódýr og léleg.