Helgarpósturinn - 07.11.1996, Page 2
mm
RMIVmJDAGUR 7. NÓVEMBER1996
RÚV tekur upp Stórhöföasvítuna í staðinn fyrir Galdra-Loft
„Kannt þú eitthvert lag eftir Árna Johnsen
— spyr Jón Ásgeirsson tónskáld
Eg hafði fengið vilyrði fyrir
því hjá útvarpsstjóra að
RÚV tæki óperuna Galdra-Loft
upp fyrir útvarp, en þeirri
ákvörðun var hnekkt. Guð-
mundur Emilsson, tónlistar-
ráðunautur útvarpsins, ákvað
þess í stað að taka upp Stór-
höfðasvítuna eftir Áma John-
sen,“ sagði Jón Ásgeirsson
tónskáld, sem var undrandi á
ákvörðun tónlistarráðunautar-
ins.
Að sögn Jóns vekur þessi
ákvörðun ennfremur furðu
vegna þess að Sinfóníuhljóm-
sveitin kann Galdra-Loft til hlít-
ar, en óperan var frumflutt á
Listahátíð síðastliðið sumar.
Hljómsveitin hefur hins vegar
átt í erfiðleikum með að æfa
Stórhöfðasvítuna, einkum
vegna þess hvað^ tíminn var
knappur sem RÚV hafði til
upptökunnar.
Jón hefur verið afkastamikill
lagahöfundur í gegnum árin og
fjölmörg laga hans notið mik-
illa vinsælda meðal almenn-
ings. Nægir þar að nefna Maí-
stjörnuna, sem hvert íslenskt
mannsbarn kann.
Óperan Galdra-Loftur fékk
afbragðsviðtökur síðastliðið
sumar en Stórhöfðasvítan hef-
ur hins vegar legið á borði Sin-
fóníunnar í mörg ár, þar til hún
var tekin til æfinga nú fyrir
skemmstu. Það er því von að
Jón sé undrandi á að RÚV skuli
ekki vilja taka upp Galdra-Loft
eftir að Sinfónían hafði eytt
ómældum tíma í að æfa verkið
og hann spurði blaðamann:
„Kanntu kannski eitthvert lag
eftir Árna Johnsen?"
Nei, blaðamaður kunni ekk-
ert lag eftir Árna.
Jón Ásgeirsson furðar sig á þeirri
ákvörðun að Stórhöfðasvíta Áma
Johnsen skuli hafa verið tekin
framyfir óperuna Galdra- Loft.
Um fátt hefurverið meira rætt undanfarna daga en fréttaflutning Stöðvar 2 af meintu áfengisvandamáli þjóðgarðsvarðarins á Þingvöllum. Margir
eru þeirrar skoðunar að leggja megi þennan nýstárlega og „kven-niðrandi“ fréttaflutning að jöfnu við að farið verði að flytja fréttir af framhjáhaldi fólks.
Stöð 2 með Hönnu Maríu í sigtmu
„Flytjum fleiri fréttir af Hönnu Maríu ef tilefni gefst til“ - segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. varafréttastjóri Stöðvar 2
HP var bent á að það hefði aldrei þótt fréttnæmt þó að mun hærra settir embættismenn en Hanna María Péturs-
dóttir hefðu gerst „sekir“ um fyllerí á þingum erlendis, hvað þá á Alþingi íslendinga.
Fréttaflutningur Stöðvar 2 af
meintu áfengisvandamáli
séra Hönnu Maríu Pétursdótt-
ur, þjóðgarðsvarðar á Þingvöll-
um, sem hnýtt var aftan við
frétt um afsögn hennar úr emb-
ætti í síðustu viku, hefur orðið
mörgum umhugsunarefni. Eru
langflestir ef ekki allir sem lýst
hafa skoðun sinni á þessu máli
á opinberum vettvangi á einu
máli um það að þarna hafi verið
farið yfir hina fínu línu sem sker
á milli opinbers lífs og einkalífs.
Varð þessi fréttaflutningur til
að mynda landsfundarfulltrú-
um Kvennalistans um helgina
tilefni ályktunar þess efnis að:
Fjölmiðlar eiga að stuðla að
gagnrýnni lýðrœðislegri umrœðu
og veita nauðsynlegt aðhald,
jafnframt því að virða einkalíf
fólks og mannhelgi.
„Þetta er svo hræðilegt mál
að maður á vart orð yfir það. Ég
minnist þess ekki að það hafi
nokkru sinni verið fjallað svona
um nokkurn einstakling hér á
landi. Jafnvel þó að það sé stað-
reynd að margir fulltrúar þjóð-
arinnar og forstjórar — sem
síðan hafa verið sendir á Free-
port eða Vog — hafi verið velt-
andi um á fylleríum hefur það
aldrei áður þótt efni í frétta-
mál,“ segir Kristín Ástgeirs-
dóttir, þingkona Kvennalista,
sem tekur undir það sjónarmið
sem bæði Ulugi Jökulsson,
pistlahöfundur á Rás 2, og fleiri
hafa velt upp, að hér skipti sú
staðreynd sköpum að embætt-
ismaðurinn er kona sem liggur
vel við höggi.
„Urmull heimilda“
Sigmundur Ernir Rúnars-
son, varafréttastjóri Stöðvar 2,
sem var á vakt daginn sem
fréttin fór í loftið, heldur því
hins vegar fram að þeir sem
gagnrýna fréttaflutning þennan
á forsendum kynjamisréttis séu
hreint ekki í takt við jafnrétti-
sumræðuna. Aðspurður hvað
lægi að baki því að Stöð 2 sá
ástæðu til að að segja frá
meintu áfengisvandamáli
Hönnu Maríu og hvort rétt væri
að Stöð 2 væri að kanna málið
frekar svaraði Sigmundur því til
að þar kæmu að sjálfsögðu til
þeirra heimildir. „Við erum
með slíkan urmul heimilda á
bak við þessa frétt að í sjálfu
sér væri það efni í mikinn og
langvarandi fréttaflutning, en
við ætlum að láta hér við sitja
nema tilefni gefist til. Við töld-
um okkur fara jafnmjúklega í
málið og mögulegt var á þeim
tíma sem fréttin var sögð,“
svaraði Sigmundur.
Sagði hann fréttina af afsögn
Hönnu Maríu síður en svo
byggða á rýmra fréttamati
Stöðvar 2 en áður; fréttin væri
fullkomlega í takt við fréttamat-
ið hingað til. Nefndi hann máli
sínu til stuðnings fréttina af
Davíð Oddssyni og Bermúda-
skálinni.
Bæði Kristín Ástgeirsdóttir
og Ragnhildur Vigfúsdóttir,
fyrrverandi ritstýra Veru og
jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæj-
ar, sem vakti máls á þessari
frétt á kvennafundinum í Nor-
ræna húsinu sl. föstudags-
kvöld, eru á öndverðum meiði
við Sigmund og segja engan
rökstuðning að baki fréttinni
þar sem hvergi hafi verið vakið
máls á henni áður, auk þess
sem lítið hafi borið á Hönnu
Maríu í fjölmiðlum. „Ég tel að
þetta hafi með tvennt að gera,“
segir Ragnhildur. „Það er auð-
séð að búið er að gefa út veiði-
leyfi á Þjóðkirkjuna og alla
þjóna hennar og að auki er
einnig búið að gefa út veiðileyfi
á konur. Trekk í trekk er verið
að rakka niður konur og
kvennabaráttu. Nýleg dæmi um
það eru dónaskapur Elínar
Hirst á landsfundi Kvennalist-
ans og viðtal Hrafns Jökulsson-
ar við Kristínu Ástgeirsdóttur í
Dagsljósi á þriðjudagskvöld.
Kvenprestur þýðir því tvöfald-
ur blóraböggull."
Mannorðsmorð
Sigmundur Ernir leggur mál
Hönnu Maríu að jöfnu við Ber-
múdaskál Davíðs Oddssonar
og segir að auki að sú stað-
reynd skipti miklu að Hanna
María skipar eitt virðulegasta
embætti Þjóðkirkjunnar á helg-
asta stað þjóðarinnar, sem lað-
ar til sín fleiri ferðamenn en
nokkur annar staður. En þarna
finnst mörgum ólíku saman að
jafna; Bermúdaskálin hafi ver-
ið í beinni útsendingu en frétt-
in af Hönnu Maríu komið órök-
studd þegar hún var búin að
segja af sér. Einn viðmælenda
HP benti jafnframt á að það
hefði aldrei þótt fréttnæmt þó
að mun hærra settir embættis-
menn en Hanna María hefðu
gerst „sekir“ um fyllerí á þing-
um erlendis, hvað þá á Alþingi
íslendinga.
„Það er eitt þegar opinber-
lega kjörnir fulltrúar koma
fram fyrir hönd lands síns
blindfullir, eins og fór ekki á
milli mála með Borís Jeltsín
þegar hann skandalíseraði, og
annað þegar þeir detta í það
heima hjá sér eða þar sem það
skaðar ekki starf þeirra. Þarna
sker á milli opinbers lífs og
einkalífs," segir Kristín og bæt-
ir því að fréttaflutningur þessi
jafnist siðferðislega á við að
segja hver haldi framhjá hverj-
um.
Frétt þessi kom eins og köld
vatnsgusa framan í marga, ekki
síst Hönnu Maríu sjálfa, eins
og hún lýsti í Degi-Tímanum á
dögunum, og vonast flestir til
þess að fleiri „mannorðsmorð"
af svipuðum toga verði ekki
framin.
Á áðurnefndum fundi í Nor-
ræna húsinu á föstudag spurði
einmitt Ragnhildur Vigfúsdótt-
ir Elínu Hirst, fyrrverandi
fréttastjóra Stöðvar 2, hvort
hún hefði sagt frá meintri
áfengissýki þjóðgarðsvarðar-
ins, en hún svaraði því neit-
andi. _gk
Gert ráð fyrir að Elín Hirst taki við af
Boga Ágústssyni á fréttastofu Sj ónvarps
Elín Hirst, fýrrverandi fréttastjóri Stöövar 2, er líklegur eftirmaöur Boga Agústssonar, fréttastjóra Rík-
issjónvarpsins, en Bogi mun hækka í tign og verður framkvæmdastjóri sjónvarpsins.
Uppsögn Elínar Hirst á Stöð
2 var áfall fyrir valdahóp-
inn í kringum Davíð Oddsson
forsætisráðherra og náinn sam-
starfsmaður Davíðs og vinur El-
ínar, Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, hefur ekki legið á
þeirri skoðun sinni að ótækt sé
að við svo búið standi.
Málefni Ríkissjónvarpsins
heyra undir Björn Bjarnason
menntamálaráðherra, en Björn
er sá ráðherra sem Davíð
treystir best. Til að Elín Hirst
fái framgang í stöðu Boga þarf
að hliðra til í toppembættum
hjá Ríkisútvarpinu og víðar.
Heimir Steinsson útvarps-
stjóri er meðal umsækjenda um
stöðu þjóðgarðsvarðar á Þing-
völlum, en Hanna María Pét-
ursdóttir er hætt sem þjóð-
garðsvörður. Menntamálaráð-
herra skipar í stöðu þjóðgarð-
svarðar og Björn Bjárnason
lagði sitt lóð á vogarskálarnar
til að Hanna María segði úþþ
störfum, m.a. með því að gagn-
rýna frammistöðu hennar opin-
berlega.
Heimir Steinsson hefur ekki
þótt hafa náð tökum á starfi út-
varpsstjóra og umsókn hans
um Þingvallaflutning er stað-
festing á því að hann telji full-
reynt í Efstaleiti. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur mann til að
taka við stöðu Heimis og það er
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sjónvarps. Þegar
Hrafn Gunnlaugsson, vinur og
skjólstæðingur Davíðs Odds-
sonar, þurfti að komast í topp-
embætti hjá RÚV til að jafna
sakir við þá sem flæmdu hann
burt úr stöðu innlends dag-
skrárstjóra hittist svo á að Pét-
ur hafði sótt um leyfi og þar
með var rúm fyrir Hrafn. A sín-
um tíma sótti Pétur um starf út-
varpsstjóra en þáverandi
menntamálaráðherra Sjálfstæð-
isflokksins, Ólafur G. Einars-
son, véitti Héimi stöðuna.
Verði Pétur útvarpsstjóri er
hægt að bjóða Boga stóí fram-
kvæmdastjóra sjónvarps. Sam-
starf Boga og Elínar var með
ágætum þegar hún gegndi
stöðu fréttastjóra Stöðvar 2 en
fréttastofurnar sameinuðu
krafta sína undir sérstökum
kringumstæðum, s.s. við kosn-
ingar.
— Ég hef aldrei litið á starf
fréttastjóra sjónvarps sem ævi-
starf. Þetta er lýjandi starf, seg-
ir Bogi en bætir við að hann
hafi hugsað sér að starfa áfram
sem fréttamaður þegar hann
hætti starfi fréttastjóra.
Þrátt fyrir að valdahópurinn í
kringum Davíð Oddsson hafi
alla þræði í hendi sér er ekki
sjálfsagt að fléttan gangi upp.
Bæði er að Sjálfstæðisflokkur-
inn brenndi sig á Hrafnsmálinu,
enda þótti mörgum sem þar
hefði verið stigið skrefi of langt,
og eins hitt að allnokkur hópur
fréttamanna á sjónvarpinu hef-
Bogi: Starf fréttastjóra er lýjandi
og ég hef ekki hugsað mér að gera
það að ævistarfi.
ur fulla burði til að taka við
starfi Boga, kjósi hann að
hætta. Meðal þeirra eru Helgi
Már Arthúrsson, Helgi H.
Jónsson, Kristín Þorsteinsdótt-
ir og Ólöf Rún Skúladóttir.
Þá er ekki víst að Markús
Öm Antonsson, fyrrverandi út-
varpsstjóri og núverandi fram-
kvæmdastjóri útvarps, fallist á
að framhjá sér verði gengið.
Markús tók að sér embætti
borgarstjóra fyrir beiðni Dav-
íðs þegar sá síðarnefndi varð
forsætisráðherra fyrir fimm ár-
Björn: Nánasti samstarfsmaður
Davíðs ræður toppembættunum
hjá sjónvarpinu.
um. Þegar Markús sá fram á að
tapa síðustu borgarstjórnar-
kosningum fyrir Reykjavíkur-
listanum vék hann fyrir Áma
Sigfússyni, sem talinn var lík-
legri til að geta keppt við Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur.
Bogi Ágústsson hefur tuttugu
ára starfsreynslu á sjónvarpinu
og varð fréttastjóri sumarið
1988 með stuðningi Sjálfstæðis-
flokksins. Meðal þeirra sem
sóttu um var Sigrún Stefáns-
dóttir, lektor við Háskólann og
fjölmiðlafræðingur, en hún átti
Elín: Valdahópurinn í kríngum Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra vill
gera hana að fréttastjóra sjón-
varpsins.
að baki langan feril sem sjón-
varpsfréttamaður. Sigrún lét
svo um mælt þegar niðurstað-
an lá fyrir að líklega þyrfti hún
að ganga í stjórnmálaflokk til að
eiga kost á fréttastjórastarfinu
og nefndi Kvennalistann í því
sambandi. Núna kemur
Kvennalistinn aftur við sögu, en
í öðru samhengi. Elín Hirst
hundskammaði Kvennalista-
konur á fundi í Norræna húsinu
á föstudag fyrir að reka von-
lausa pólitík og halda úti kven-
kyns stjórnmálaflokki. Sjónar-
mið Elínar eru mjög í anda sjálf-
stæðra kvenna Sjálfstæðis-
flokksins.