Helgarpósturinn - 07.11.1996, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER1996
5
X
Húsnæðisstofnun veitti fyrir fjórum árum einstaklingi byggingarsjóðslán upp á 13 milljónir króna sem var afborgunarlaust í tvö ár. Að fjórum árum
liðnum er lánið allt í vanskilum en eignin hefur enn ekki verið sett á uppboð. Lántakandinn hefur hins vegar verið búsettur í Noregi síðastliðin tíu ár...
Húsnæðisstofnun
keypti einbýlishús
og seldi dótturinni
á vildarkjörum
eftir að foreldrarnir misstu það á uppboði
'i,\ *•%' 'i/lU
1-'-'i.\,v.
v ftlií
s»a.uwlB0,
^5® B o X
"'VI-J.VÍI,
c o B C
I
I e,NB*LJ Ehl.j h
í Li5ði>> _ D*Öbjö^t
-•> «'”«>»
v.t,V u . X 04 •'
J l.Sfi
K! 1B>3£,
‘Kj.l
J**<>3aeo ®f**a
kv„.v °‘J0^
°9 Öríííu»-
,na* Jon*
BB2S.Ó
B1S8. o
3198,0
3198, o
A-o*i68vse
llppový L't VJf vUvH
S-23°.o£1 J?' ^B-SO
??■ °3- 9S
*• »00.000
C3> 03. gg
Ath*
UMBOU
UWBot)
VEBLEypj
ÍMBOB
APSíU.
54*iÍ-69
*«. 10.89
M-u.as
‘‘•07.90
>0.07.90
BS.03.9s
Húsnæðisstofnun veitti fyr-
ir fjórum árum þrjú bygg-
ingarsjóðslán vegna kaupa á
Ásvallagötu 60 upp á samtals
13 milljónir króna. Lánin voru
afborgunarlaus í tvö ár og hafa
verið í vanskilum í önnur tvö.
Eigi að síður hefur eignin ekki
verið sett á uppboð, en venju-
lega er send uppboðsbeiðni til
sýslumanns hálfu ári frá van-
skilum. Þykja þessar lánveit-
ingar Húsnæðisstofnunar með
ólíkindum, ekki síst í ljósi þess
að ekki eru lánaðar slíkar fjár-
hæðir til einstaklinga auk þess
sem kaupandinn hefur í um tíu
ár verið búsettur í Noregi.
LÁNIÐ ALLT
I VANSKILUM
Húseignin á Ásvallagötu 60
hefur gengið kaupum og sölum
síðustu ár en það var í nóv-
ember 1989 sem Sigfinnur Sig-
urðsson hagfræðingur og
Helga Sveinsdóttir eignuðust
hana fyrir 12 milljónir króna.
Sigfinnur og Helga fluttu inn í
húsið en borguðu lítið af bygg-
ingarsjóðslánunum sem þau
tóku samfara kaupunum og
var eignin slegin Húsnæðis-
stofnun á uppboði í febrúar
1992 fyrir rúmar tólf milljónir.
Skömmu síðar seldi Húsnæðis-
stofnun eignina til Dagbjartar
Sigfinnsdóttur, en hún er dótt-
ir Sigfinns og Helgu. Samfara
kaupunum tók Dagbjört þrjú
byggingarsjóðslán; eitt lán upp
á átta og hálfa milljón króna og
tvö lán upp á rúmar tvær millj-
ónir. Ársvextir þessara lána
voru 4,9% og lánstími tveggja
bréfa til tuttugu og fimm ára —
samtals 13 milljónir króna.
Lánstími eins bréfsins, sem er
upp á 2.250 þúsund, var hins
vegar fimm ár. Veðskuldabréf-
in voru móttekin til þinglýsing-
ar í apríl 1992 og voru afborg-
unarlaus fyrstu tvö árin. Sam-
kvæmt heimildum frá hús-
bréfadeild hafa slík byggingar-
sjóðslán aldrei viðgengist, en
til samanburðar lánaði stofn-
unin í júlí til september árið
1991 4,9 milljónir króna þeim
sem voru að kaupa sína fyrstu
íbúð.
Á þessum tíma voru bygg-
ingarsjóðslánin aflögð en hús-
bréfalán tekin við. Engu að síð-
ur gat Dagbjört fengið peninga
úr gamla kerfinu ef hún hafði
haft lánsloforð upp á vasann.
Hvort Dagbjört var með Iáns-
loforð fyrir þennan tíma skal
ósagt látið, en það skal tekið
fram að hún hefur átt lögheim-
ili í Noregi frá því 1986. Það
verður að teljast fremur ólík-
legt að hún hafi sótt um lán hjá
Húsnæðisstofnun, en ekki er
þó loku fyrir það skotið. Hjá
Húsnæðisstofnun fengust þær
upplýsingar að íslensk mann-
eskja búsett erlendis gæti feng-
ið lán hjá stofnuninni svo fram-
arlega sem viðkomandi hefði
ekki breytt um ríkisfang. Sig-
Veðbókarvottorð sem sýnir að eig-
andi Ásvallagötu 60 fékk 13 millj-
ónir króna í byggingarsjóðslán í
mars 1992. Hjá húsbréfadeild
fengust þær uppiýsingar að slík
lán væru aldrei hærri en fimm
milljónir.
Sigfinnur Sigurðsson kann-
aðist ekkert við að dóttir hans
hefði fengið 13 milljóna
króna lán og sagði að það
hefði hugsanlega verið um 10
milljónir. Hann sagðist ekkert
kannast við að neinar reglur
væru í gildi um hámark lána,
en sagði að brunabótamat
hússins hefði náð því. Þegar
blaðamaður spurði hvort
hann hefði þá fengið 10 miilj-
ónir en ekki 13 milljónir
króna í lán svaraði hann:
„Það eru þín orð en ekki
mín.“
finnur, sem er bróðir Skúla
Sigurðssonar, fyrrverandi
skrifstofustjóra Húsnæðis-
stofnunar, hefur því búið
ásamt eiginkonu sinni í húsinu
frá því að þau keyptu það árið
1989.
Lánin sem Dagbjört dóttir
þeirra fékk voru upp á 13 millj-
ónir og samkvæmt útreikning-
um blaðsins hefði hún þurft að
hafa um 70 þúsund króna
greiðslugetu eða um 400 þús-
und krónur í tekjur á mánuði.
Slík laun hafa ekki allir. Sú
spurning vaknar óhjákvæmi-
Iega hvort hún hafi einhvern
tíma undirgengist svokallað
greiðslumat, sem viðskiptavin-
ir Húsnæðisstofnunar eru
skyldugir til að gera.
I stjórnsýsluendurskoðun
Ríkisendurskoðunar á Hús-
næðisstofnun, sem nýlega kom
út, segir að umsóknir um lán
úr Byggingarsjóði ríkisins séu
á ári hverju innan við hundrað.
Þar sé um að ræða umsóknir
um lán vegna sérþarfa, fötlun-
ar umsækjenda eða meirihátt-
ar röskunar á högum, lán til
byggingar dvalarheimila og
styrki til tækninýjunga í bygg-
ingariðnaði. Þessi sérþarfalán
hafa hins vegar alltaf verið
lægri, samkvæmt fyrirspurn-
um blaðsins hjá húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar.
í stjórnsýsluendurskoðun
Ríkisendurskoðunar er fátt
sem gefur tilefni til grunsemda
um furðulega fyrirgreiðslu
húsbréfadeildar á lánum til
einstaklinga. Meðal annars er
rætt um breytingar á starfs-
háttum deildarinnar og nauð-
syn þess að gera nýja samn-
SKRAUTLEGUR
STARFSFERILL
Sigfinnur hefur komið víða
við á starfsferli sínum og gegnt
ýmsum valdamiklum og virð;
ingarverðum embættum. í
upphafi 8. áratugarins var
hann meðal annars fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitar-
félaga á Suðurlandi. Árið 1975
tók hann við starfi bæjarstjóra
í Vestmannaeyjum en staldr-
aði stutt við, því nokkur
óánægja skapaðist með störf
hans að sögn Sigurðar Jóns-
sonar, sem þá var fulltrúi í
bæjarstjórn. Meðal annars
þótti hann fara út fyrir verk-
svið sitt og þótti til dæmis
ósínkur á risnukostnað. Um
svipað leyti komst það í há-
mæli að viðskilnaður Sigfinns
hjá Samtökum sveitarfélaga
hefði ekki verið með felldu.
Þótti hann hafa farið allfrjáls-
Iega með fé sem safnað var
vegna eldgossins í Vestmanna-
eyjum árið 1973. Að sögn Sig-
urðar tók Sigfinnur nær allt
söfnunarféð og færði yfir á eig-
in bankabók. Hann eyddi öllu
söfnunarfénu, sem var tals-
verð upphæð á sínum tíma, í
eigin þágu.
REGLUR Á REIKI
Það þykir undarlegt að lán
upp á 13 milljónir króna skuli
hafa verið í vanskilum í yfir tvö
ár og eignin ekki löngu komin í
uppboðsmeðferð hjá sýslu-
manninum í Reykjavík. Það er
veðdeild Landsbankans sem
hefur umsjón með gömlu bygg-
ingarsjóðslánunum og ef slíkt
lán fer í vanskil er uppboðs-
beiðni send sýslumanni fimm
til sex mánuðum frá viðkom-
andi gjalddaga. Sýslumaður
sendir þá ítrekun til skuldara
og ef greiðandi sinnir ekki
ítrekuðum óskum er eignin
send á uppboð að nokkrum
vikum liðnum. Ef greiðandi er
búsettur erlendis geta liðið
nokkrar vikur til viðbótar áður
en eignin fer á uppboð.
Jón Péturssson, skrifstofu-
stjóri hjá veðdeild Landsbank-
ans, sagði að ekki liðu nema
fimm eða sex mánuðir frá van-
skiladegi þar til uppboðs-
beiðni væri send sýslumanni.
„Það getur verið á einhverjum
stigum málsins að einstakling-
ar vilji semja um lán og þá er
frekari innheimtuaðgerðum
frestað. Ennfremur getur málið
dregist ef viðkomandi býr er-
lendis, ekki síst ef erfitt er að
ná í hann. Hvort málið getur
dregist um nokkur ár skal ég
ekki segja til um, það hefur
ekki verið skoðað sérstaklega."
Sigurður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, vildi lítið tjá
sig um málið við blaðið. Hann
sagði að hann ræddi ekki
einkamál einstaklinga við fjöl-
miðla, enda væri það bannað
samkvæmt stjórnsýslulögum.
Aðspurður um hvort venja
hefði verið að eignir væru seld-
ar afborgunarlausar fyrstu tvö
árin sagði hann að engar regl-
ur hefðu þá verið í gildi um
slíkt.
Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, vildi
ekki ræða um 13 milljóna króna byggingarsjóðslán til einstaklings við HP.