Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 10
10
FIMIVmJDAGllR 7. NOVEMBER1996
HELCARPÓSTURINN
Útgefandi: Lesmál ehf.
Framkvæmdastjórí: Árni Björn Ómarsson
Ritsyóri: Páll Vilhjálmsson
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Vertíðarlok
Jóns Baldvins
Hannibalssonar
Um helgina lætur Jón Baldvin Hannibalsson af hendi stjórntauma
Alþýðuflokksins eftir tólf ára formennsku. Jón Baldvin leiddi
flokkinn í þremur ríkisstjórnum á tveimur kjörtímabilum. Fyrst var
hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, síðan utan-
ríkisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og aftur í stjórn
Davíðs Oddssonar. A flokksmælikvarða er þetta góður árangur og
þótt Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokks-
ins, hafi klofið flokkinn fyrir síðustu kosningar er Jón Baldvin svo gott
sem búinn að tryggja heimkomu hennar með sameiningu þingflokka
Alþýðuflokks og Þjóðvaka.
Sé flokkskvarðinn lagður til hliðar og almennt pólitískt mat lagt á
formannstíð Jóns Baldvins Hannibalssonar blasa við ævintýralegir
loftfimleikar. Jón Baldvin hóf tímabilið með yfirlýsingum um að Fram-
sóknarflokknum ætti að gefa frí frá stjórnarráðinu. í ríkisstjórn fór Al-
þýðuflokkurinn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Stjórn
Þorsteins Pálssonar sprakk í beinni sjónvarpsútsendingu og Alþýðu-
flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag tóku höndum saman
undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Merkilegasta afrek þeirrar
ríkisstjórnar var að hafa frumkvæði að þjóðarsátt um að kveða verð-
bólguna í kútinn. Formaður Alþýðuflokksins auglýsti eftir Jafnaðar-
mannaflokki íslands þegar leið á kjörtímabil ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar og um tíma leit út fyrir að A-flokkarnir gætu runnið
saman. Reyndin varð önnur. Eftir kosningarnar 1991 batt Jón Baldvin
Hannibalsson trúss sitt við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Davíðs
Oddssonar.
Ákvörðun Jóns Baldvins um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var
torskilin á sínum tíma, en sé atburðarásin síðustu ár gaumgæfð er
heildarmyndin ekki flókin. í upphafi áratugarins gerði Jón Baldvin ráð
fyrir að utanríkismál yfirgnæfðu flesta aðra málaflokka næstu árin.
Árið 1991 var Davíð Oddsson blautur á bak við eyrun í landsmálum
og hafði enga reynslu af alþjóðastjórnmálum. Formaður Alþýðu-
flokksins gat búist við að hafa frumkvæðið í utanríkismálum, sérstak-
lega hvað varðar Evrópusambandið, sem Jón Baldvin kynntist vel
vegna EES-samningsins. Yrði Davíð ekki leiðitamur eygði Jón Baldvin
möguleika á að höfða til Evrópusambandssinna í Sjálfstæðisflokkn-
um. Á þessum tíma talaði formaður Alþýðuflokksins um að hugtökin
vinstri og hægri skiptu ekki lengur máli í póiitík og þar með væri til-
gangslaust að ræða sameiningu vinstrimanna.
Taktík Jóns Baldvins gekk ekki upp. Davíð Oddsson náði fljótlega
frumkvæðinu í stjórnarsamstarfinu og gerði sér far um að setja sig
vel inn í Evrópusambandsumræðuna. Aðstæðurnar voru Davíð að
mörgu leyti hliðhollar. Evrópusambandið hægði á sér eftir að Maastr-
ict-samkomulagið var fellt í Danmörku og rétt slapp fyrir horn í Frakk-
landi. Tónninn frá Brussel var sá að frekari stækkun ESB skyldi bíða
fram yfir ríkjaráðstefnuna. Þegar Norðmenn felldu í þjóðaratkvæða-
greiðslu aðild að ESB var ekki í mörg hús að venda fyrir Aljiýðuflokk-
inn. Engu að síður tók Jón Baldvin þá ákvörðun að gera aðildarum-
sókn að kosningamáli fyrir síðustu þingkosningar og vonast eftir fylgi
frá Sjálfstæðisflokknum. Örvænting réð ákvörðuninni fremur en köld
skynsemi. Alþýðuflokkurinn var lamaður vegna spillingarumræðunn-
ar í kringum Guðmund Árna Stefánsson og Jóhanna Sigurðardóttir
bauð fram Þjóðvaka. Kosningaúrslitin voru flokkslegur varnarsigur
en allt í kringum Alþýðuflokkinn var eyðimörk. Engin sóknarfæri voru
í sjónmáli, hvorki til hægri né vinstri, ekki til Evrópu og svo sannar-
lega ekki inn á landsbyggðina þar sem flokkurinn fær annað slagið
stöku þingmann meira fyrir hendingu en skipulegt stjórnmálastarf.
Verkefni næsta formanns er að staðsetja Alþýðuflokkinn í íslensk-
um stjórnmálum. Eftir ævintýramennskuna er ærið starf að finna
flokknum farveg inn í 21. öldina og hvort hann ætlar að halda þangað
einn eða í samstarfi við aðra. Á meðan flokkurinn býr sig undir að
velja á miili tveggja eða fleiri frambjóðenda í formannsstólinn leggur
fráfarandi formaður drög að einu litlu ævintýrinu enn, svona eins og
til að minna á að lífið er lotterí. Fimm dálka leiðari í Alþýðublaðinu
fyrir viku, ómerktur en með skýrum höfundareinkennum Jóns Bald-
vins, boðar að Framsóknarflokkurinn sé orðinn sjálfsagður sam-
starfsflokkur Alþýðuflokksins. Grasið í girðingu Framsóknar er grænt
— séð frá sviðinni jörð Aiþýðuflokksins.
Jón Baldvin Hannibalsson er stórskemmtilegur maður og geðþekk
manneskja. En hann er varasamur stjórnmálamaður og þjóðin má
prísa sig sæla að hann var ekki formaður í stærri flokki en Alþýðu-
flokknum.
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeiid: 552-4888,
dreifing: 552-4999.
Netfang: hp@this.is
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
LOGGJAFATONSKALD OG LANDKYNNINGU
J''* ,
Þorgeir Þorgeirson
skrifar
Wú verð ég að taka upp
hanskann fyrir Árna
Johnsen, þingmann og tilvon-
andi sinfóníutónskáld, sem HP
var að atyrða í seinustu viku
fyrir það að vera með puttana í
listaverkasölu til sunnlenskra
sveitarstjórna.
Og hvað með það?
Er þetta ekki hans kjör-
dæmi? Því skyldi einn þing-
maður sýna af sér annað sið-
ferði en hinir? Er ekki til full
mikils ætlast að Árni Johnsen
(af öllum mönnum) fari að
skera sig úr í þeim efnum?
Bendir ekki blaðið einmitt á
það að Árni situr í fjárveitinga-
nefnd og hefur aðstöðu til að
færa þessum sveitarstjórnum
margfaldar þær upphæðir sem
greiddar hafa verið fyrir af-
steypurnar af þokkagyðjun-
um?
Því mega ekki sunnlenskar
hreppsnefndir eignast afsteyp-
ur af grassíunum þrem og er-
osi eftir Thorvaldsen ef þær
telja sig hagnast á kaupunum?
Slyngur listaverkasali verður
þó enginn nema hann kunni að
hafa upp á þeim sem eiga pen-
ingahagsmuna að gæta með
kaupunum.
Og blaðið er að telja það eft-
ir þó Árnj hafi lagt 300% á vöru
sína. En Árni situr (eins og fyrr
var sagt) í fjárveitinganefnd og
hlýtur því að gæta hagsmuna
ríkissjóðs í hvívetna (eins og
kollegar hans á Alþingi mundu
orða það). Því hærra sem sölu-
verð þokkagyðjanna verður
þeim mun hærri verður sölu-
skatturinn. Ef hver afsteypa
selst á kr. 400.000,- (eins og HP
segir) þá hagnast ríkissjóður
um meir en hálfa milljón á
framtaki Árna, svo fremi af-
steypurnar tíu seljist allar og
virðisaukaskatturinn skili sér.
En málið hefur aðra og
merkilegri hlið en bara pening-
ana.
Nýlega var semsé greint frá
því í flestum blöðum landsins
hvernig Árni varði ágóðanum
af þokkagyðjusölunni. Hann
fór suður til Bretlands á fund
góðs tónskálds þar, blístraði
fyrir hann lögin sín og greiddi
honum („úr eigin vasa“ eins og
blöðin segja) fyrir það að
semja upp úr þeim tónverkið
„Stórhöfðasvítu'1 sem Sinfóníu-
hljómsveit íslands hefur séð
sér leik á borði að flytja og fara
með í tónleikaferð um kjör-
dæmi Árna. Æfingar eru þegar
hafnar, „að höfundinum, Árna
Johnsen viðstöddum“, eins og
Morgunblaðið tekur fram. Og
fylgir mynd af hinu upprenn-
andi sinfoníutónskáldi í hópi
vonglaðra hljóðfæraleikara.
Ef HP eða aðrir vilja rengja
það að hér sé um tímamóta-
verk að ræða má benda á þá
staðreynd að sjálfur tónlistar-
ráðunautur Ríkisútvarpsins,
doktor Guðmundur Emilsson,
hefur ákveðið að „Stórhöfðas-
vítan“ eftir Árna Johnsen verði
tekin upp á vegum RÚV og
varðveitt á segulbandi til af-
nota fyrir alda og óborna.
Því vitaskuld er þessi svíta
tímamótaverk.
„Eftir á (þegar
peningarnir eru farnir
að streyma í tónlistar-
lífinu) munu allir fagna
þessu og þakka Árna
fyrir frumkvæðið."
•
Hún er ekki bara merkur
áfangi í menningarstarfsemi
Sjálfstæðismanna á Suðurlandi
(eins og forseti Alþingis mundi
segja) heldur tímamót í hér-
lendri menningarsögu, og jafn-
vel að sumu leyti tímamót í
tónlistarsögu heimsins (gæti
doktor Guðmundur vel sagt, ef
á þyrfti að halda).
Fram að þessu hefur það
tíðkast að tónskáld sem gera
svítur úr lögum annarra eða
þjóðlögum eigi höfundarétt að
verki sínu, en Árni Johnsen
verður skráður höfundur
„Stórhöfðasvítunnar". Þessi
nýja tilhögun opnar ferskar
víddir, ekki bara fyrir atvinnu-
lausa breska tónsmiði heldur
fyrir alla sem kunna að blístra.
Héðan af getur hver sem hefur
peninga milli handanna gerst
sinfóníst tónskáld þó hann búi
við andlega örbirgð á því sviði.
Og doktor Guðmundur sér
stórar framtíðarsýnir í þessu
sambandi.
Varla líður á löngu þar til sú
nýjung verður orðin hér að
„dellu“ eins og aðrar nýjungar.
Orðið löggjafarþing fær alveg
nýja merkingu. Þingmenn láta
kjósa sig í fjárveitingarnefnd,
fara blístrandi suður tii Bret-
lands að gefa sig fram við at-
vinnulaus tónskáld með lögin
sín. Og Sinfóníuhljómsveit ís-
lands fær „Eystrahornssvítu"
eftir Halldór Ásgrímsson,
„Tónaljóðið Blöndu" eftir Pál
Pétursson, „Öskjuhlíðarrap-
sódíuna" eftir Bjöm Bjarna-
son, „Stórhöfðasvítu 11“ eftir
Kristínu Ástgeirsdóttur,
„Rímnalagakóral" eftir Halldór
Blöndal, „Hallormsstaðar-
blús“ eftir Hjörleif Guttorms-
son, „Ráðhúsmarsinn“ eftir
Davíð Oddsson og fleira og
fleira til flutnings.
Alþingi verður (rétt upp úr
aldamótum) orðið fyrsta lög-
gjafarþing í heimi þar sem allir
fulltrúarnir eru meðlimir Tón-
skáldafélagsins.
Það verður ekki lítil land-
kynning.
Og þar sem Tónskáldafélag-
ið „á“ þá alla fjárveitinganefnd,
sem og aðrar nefndir þingsins,
verða byggðar veglegar tón-
listarhallir í hverri krumma-
skuð á landinu.
Spádómar Pýramídans mikla
um forystuhlutverk íslendinga
rætast.
Eftir á (þegar peningarnir
eru farnir að streyma í tónlist-
arlífinu) munu allir fagna
þessu og þakka Árna fyrir
frumkvæðið.
Framtíð listastórveldisins ís-
lands hefur verið tryggð (með
varanlegum hætti, eins og for-
seti Alþingis áreiðanlega kem-
ur til með að segja).
Frá lesendum
Ungur maður hringdi og sagði frá
steggjapartíi þar sem erlend nekt-
ardansmær var fengin til að halda
sýningu fyrir væntanlegan brúö-
guma og vini hans. Stúlkan gekk
svo fram af ungu mönnunum aö
þeir héldu ekki sýninguna út og
forðuöu sér.
Miöaldra karlmaöur sló á þráöinn
til að fá uppskrift aö chili con
carne sem birtist í blaöinu fýrir
skömmu.
Sunnlendingur var í sambandi viö
blaðið vegna umfjöllunar í síðasta
tölublaöi um listaverkasölu Áma
Johnsen og taldi áhugavert að
fræöast um ýmsar aörar aukabú-
greinar þingmannsins.
Einar á Ægisíöu hringdi og efaöist
um aö þaö heföi veriö kötturinn
Jordan sem hljóp í fang Helgu
Guðrúnar Johnson í fréttaþættin-
um íslandi í dag og viö sögðum frá
í síöasta tölublaöi. Einar taldi lík-
legt aö heimilisköttur hans heföi
gert sér dælt viö Helgu, enda var
hún viö upptöku við Ægisíöuna.
Áhugamaður um umferöaröryggi lét
í sér heyra og sagði óráð hjá þing-
mönnum aö hækka leyfilegan há-
markshraða á þjóövegum. Fæstir
vegir bæru þann hraöa sem menn
eins og Vilhjálmur Egilsson og
Ámi Johnsen vildu lögleiöa.
Áhugamaöurinn velti því fyrir sér
hvort viðleitni nefndra þingmanna
til aö hækka hámarkshraða stæöi
í sambandi við veglegan bílakost
þeirra; Árni er á nýjum Citroén og
Vilhjálmur á nýlegum jeppa.