Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 11

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 11
HMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996 11 IB-j Sósíalistinn Styrmir - sj áJfstæðismaðurinn Steingrímur J. Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, er síðasti „alvöru" sósíalistinn á íslandi, sagði Kristján Ragn- arsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, í setningarræðu á aðalfundi LÍÚ á fimmtudag. í fjölmiðlum voru orð Kristjáns höfð í flimt- ingum en lítið rýnt í samhengi þeirra. Raunveruleg merking yfirlýsingarinnar fór þess vegna fyrir ofan garð og neð- an. Formaður LÍÚ er ekki pólit- ískur hugmyndafræðingur. Hann er snauður að formlegri menntun en greindur og bráð- duglegur talsmaður stórút- gerðarinnar. Langskólageng- inn maður, smitaður af er- iendri hugmyndasögu, myndi ekki láta sér til hugar koma að kenna ritstjóra Morgunblaðs- ins við sósíalisma. Kristján Ragnarsson er ótruflaður af útlendum hugmyndastraum- um og sér hlutina í rammís- lensku samhengi. Rökin fyrir því að Styrmir Gunnarsson sé sósíalisti eru áminning um þverstæðu. Þjóðin er evrópsk en þó ekki meira en svo að borgaraleg stjórnmálamenn- ing er unga lýðveldinu fram- andi og nokkra áratugi vantar enn til að vega upp þá menn- ingarlegu mishröðun sem staðfest er á milli meginlands- ins og eyjunnar á úthafinu. Kristján nefndi ekki Styrmi Gunnarsson á nafn í setningar- ræðunni, samkvæmt frásögn fjölmiðla. En engum duldist þó að hann ætti við Styrmi en ekki Matthías Johannessen, hinn ritstjóra Morgunblaðs- ins, þegar hann sagði að ,,[þ]að hefði einhvern tíma þótt eftirtektarvert að síðasta alvöru sósíalistann skuli daga uppi sem ritstjóri Morgun- blaðsins". Formaður LÍÚ veit ósköp vel að þeir íslendingar eru til sem opinberlega kenna sig við sósíalisma. Til að mynda hélt Sósíalistafélagið upp á tveggja ára afmæli sitt nokkrum dög- Stjórnmál Páll Vilhjálmsson skrifar um fyrir aðalfund LÍÚ og fékk grfnumfjöllun á Stöð 2. I aug- um Kristjáns eru meðlimir Sósíalistafélagsins ekki „al- vöru sósíalistar" vegna þess að þeir eru áhrifalausir. Krist- ján gefur lítið fyrir pólitískar hugmyndir, hann lifir og hrær- ist í beinhörðum hagsmunum þar sem tekist er á um völd og áhrif. Og réttnefndir sósíalist- ar eru ekki einu sinni peð í þeirri skák, þeir eru einfald- lega ekki á taflborðinu. Styrmir Gunnarsson er hins vegar fyrirferðarmikill í valda- taflinu. Sem ritstjóri Morgun- blaðsins hefur hann haldið fram þeim sjónarmiðum að út- gerðin eigi að greiða þjóðinni fyrir afnot af sameiginlegri auðlind hennar. Rauði þráður- inn í röksemdafærslu Styrmis er réttlæti. Útgerðarmenn versla sín á milli með afla- heimildir sem þeir upphaflega fá afhentar ókeypis. Ritstjóri Morgunblaðsins vill að útgerð- in borgi veiðileyfagjald til þjóðarinnar. Kristján Ragnars- son lítur málflutning ritstjór- ans allt öðrum augum. Styrmir berst fyrir „auknum ríkisaf- skiptum, aukinni skattheimtu og meiri sósíalisma", segir for- maður LÍÚ og hljómar eins og Heimdellingur sem ekki er vaxin grön. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags- ins og formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, er andstæð- ingur veiðileyfagjalds. Sam- kvæmt skilgreiningu Kristjáns Ragnarssonar er Steingrímur nær því að vera sjálfstæðis- maður en sósíalisti. Sjálfur myndi Steingrímur staðsetja sig til vinstri og gæti vísað til gildra raka þar um. En þegar almennri afstöðu sleppir, s.s. til jafnréttismála og jöfnunar lífskjara, gæti hann trauðla bent á álíka mikilvægt mál og Krístján Ragnarsson stóð báðum fótum í ís- Styrmir Gunnarsson rítstjórí flytur sjónarmið lenskri hefð þegar hann sagði ritstjóra Morgun- upplýstra menntamanna en talar þó fyrír dauf- blaðsins sósíalista. um eyrum. Steingrímur J. Sigfússon er með lykilinn að nýju samkomulagi um breytingar á fiskveiðistjórnun- inni. fiskveiðistjórnunina sem próf- stein á það hvort menn séu vinstri- eða hægrimenn; sósí- alistar eða einstaklingshyggju- menn. Steingrímur, líkt og aðrir stjórnmálamenn, glímir við þann vanda að stærstu pólit- ísku deilumál þjóðarinnar eru handan hefðbundinna skil- greininga, sem, vel að merkja, eru innfluttar. Vandi vinstri- manna er sýnu meiri en hægri- manna. Tveir af áhrifameiri stjórnmálamönnum af vinstri kantinum, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður Alþýðu- flokksins, og Einar Olgeirs- son, formaður Sósíalista- flokksins, fyrirrennara Alþýðu- bandalagsins, rekja í bókum sínum klofning vinstrimanna til evrópskrar meginlands- sögu. í bókinni Jafnaðarstefn- an frá árinu 1977 skrifar Gylfi að vinstrimenn hafi klofnað í jafnaðarmannaflokka annars vegar og kommúnistaflokka hins vegar vegna ólíkrar af- stöðu til heimsstyrjaldarinnar fyrri. Árið 1983 endurtekur Einar sömu skoðanir í bókinni Kraftaverk einnar kynslóðar. Hvorki Gylfi né Einar láta þess getið að afstaða evr- ópskra vinstrimanna til fyrri heimsstyrjaldar skipti ná- kvæmlega engu máli fyrir ís- lendinga yfirhöfuð, hvað þá að andstæðurnar ættu erindi inn í flokkapólitík á Fróni. Þögn tvímenninganna stafaði ekki af því að þeim fannst óþarfi að tíunda það sem ligg- ur í augum uppi. Stjórnmála- ferill beggja miðaðist við að íslenska sögulegan klofning evrópskra vinstrimanna. Á dögum kalda stríðsins tókst bærilega að finna stærri og þó oftast smærri ágreiningsefni sem réttlættu tvo A-flokka. Fall Berlínarmúrsins opinber- aði fánýti þessa stjórnmála- starfs. Formaður LÍÚ gat uppnefnt ritstjóra Morgunblaðsins sósí- alista án þess að verða að at- hlægi af þeirri ástæðu að hug- takið sósíalismi er merkingar- snautt á íslensku, það vísar ekki til neinnar pólitískrar hefðar. Kristján hefði alveg eins getað sagt að Styrmir Gunnarsson væri haldinn út- lendri villukenningu, enda er það það sem hann á við. OréÞ ræða Kristjáns á aðalfundi LÍÚ styðst við séríslenska hefð. Hún er að klístra neikvæðum útlendum merkimiðum á hug- myndir sem manni er illa við. Á þriðja áratugnum kallaði Morgunblaðið Jónas Jónsson frá Hriflu bolsévikka; Jónas notaði hugtakið úrkynjuð list úr orðabókum fasista til að fordæma abstrakt málverkið fyrir miðja öldina og eftir stríð voru kratar skírðir kvislingar af herstöðvaandstæðingum. í umræðunni um veiðileyfa- gjald heldur ritstjóri Morgun- blaðsins á loft borgaralegum réttlætissjónarmiðum sem hljóma kunnuglega í eyrum evrópskra menntamanna. For- maður LÍÚ er í hlutverki harð- drægs sérhagsmunagæslu- manns sem notar þau rök er hendi eru næst til að berja á andstæðingum sínum. Lykill- inn að lausninni er í höndum Steingríms J. Sigfússonar, sem er byggðapólitíkus fyrst og síðast. Steingrímur mun ekki fallast á aðra niðurstöðu en þá sem hann sáttur getur farið með heim í Norðurlandskjör- dæmi eystra og sagt við út- gerðarmenn, sjómenn og land- verkafólk: Við þurftum að gefa eftir í fiskveiðistjórnunarmál- inu en í staðinn fáum við byggðapólitík sem gerir bú- setu hérna lífvænlega. í stuttu máli skipta vinstri og hægri, sósíalismi og kapít- alismi, frjálshyggja og félags- hyggja engu máli við lausn á stærsta pólitíska deilumáli ís- lenskra stjórnmála síðari ára. Pólitíkusar plotta Bréf frá Kaupmannahöfn Audur Stefánsdóttir skrifar Pað var eins og við manninn mælt: Um leið og búið var að dásama danska haustið dró fyrir sólu og rigningin steyptist niður og í heila viku hefur varla stytt upp. Napur haustvindur fylgir með og laufin fljúga af trjánum og mynda þykkt teppi á gangstéttum og í görðum borgarinnar. Það er líka eins og allt í einu sé komið haust í lífi margra Dana, sérstaklega með- al stjórnmálamanna, þegar litið er til þess hve ævisöguritun virðist vera mikið í tísku hér um þessar mundir. Einhvern veginn finnst manni að ævisaga einstaklings eigi ekki að koma út fyrr en viðkomandi er kom- inn á efri ár og hefur frá ein- hverju að segja, en stjórnmála- menn virðast keppast við að gefa bækurnar út í þeirri von að þær auki vinsældir þeirra í starfi. Pólitískir skandalar Allt byrjaði þetta með að gef- in vcir út ævisaga Margrétar drottningar, sem reyndist síð- an fréttnæmust fyrir það að Friðrik krónprins trúði lesend- um fyrir angist sinni yfir því að verða konungur. Síðan gaf fyrr- verandi eiginkona Svends Auk- en út bók sem sagði meðal ann- ars frá plottinu á bak við það að Paul Nyrup-Rasmussen forsæt- isráðherra velti honum úr sessi sem formanni Jafnaðarmanna- flokksins. Mörgum þótti nóg um þær samsæriskenningar sem fram komu í bókinni, en umræðan var ekki alveg þögn- uð þegar utanríkisráðherrann Niels Helveg Petersen kom með sína ævisögu á markaðinn. Þá fyrst fór fjör að færast í leik- inn. Hann skýrði nefnilega frá einkasamtölum sínum við Paul Nyrup og sagði frá því hvernig þeir hefðu í sameiningu ákveð- ið að Svend Auken yrði aldrei forsætisráðherra og hvernig Paul Nyrup ætti að standa að því að ná formannsembættinu í flokknum. Forsætisráðherrann Paul Nyrup- Rasmussen sór allt af sér í sjónvarpsviðtali og sagðist sjálfur vita best hvað gerst hefði. Um leið notaði hann tækifærið og bannaði ráð- herrum í ríkisstjórn sinni að gefa út ævisögur á meðan þeir sætu á ráðherrastóli. Niels Hel- veg varð að biðjast opinberlega afsökunar til að halda embætt- inu. Hann viðurkenndi reyndar aldrei að hafa farið með rangt mál og það var ekki gengið eftir því að hann gerði það. Mörgum Dönum þótti fá- dæma barnalegt af Niels Helveg að láta sér detta í hug að opin- bera einkasamtöl við aðra stjórnmálamenn, sérstaklega þar sem hann er í nánu sam- starfi við sömu aðila í dag. Sam- kvæmt blaðaskrifum þótti víst að utanríkisráðherrann hefði ætlað að auka vinsældir sínar með skrifunum. Að minnsta kosti var hann búinn að ákveða ferðalög vítt og breitt um land: ið til að árita nýju bókina. í staðinn birtust skopmyndir af honum í blöðunum þar sem for- sætisráðherrann tekur hann á hné sér og flengir hann. Prinsinn betlar sígarettur Á meðan Niels Helveg mátti þola niðurlægingu fyrir sína sögu baðaði Uffe Elleman Jensen, formaður Vinstri- flokksins, sig í ljómanum af sinni ævisögu. Hann hafði nefnilega haft vit á að skrifa ekkert í bókina um afskipti sín af dönskum stjórnmálum, enda ennþá í fullu fjöri sem stjórn- málamaður, eins og hann segir sjálfur. Reyndar var talið óþarfi að gefa bókina út, þar sem hún segði ekki frá neinu merkilegu. Síðastur í röðinni var svo sjálfur Henrik prins með bók sína Skœbnen forpligter, þar sem hann greinir meðal annars frá því að þrátt fyrir strangt uppeldi og löðrunga föður síns hafi hann verið hamingjusam- ur í æsku. Ef trúa má því sem BT skrifar er áætlað að tekjur prinsins af bókinni verði um það bil 1,9 milljónir danskra króna. Þá geti hann með góðri samvisku kallað sig milljóna- mæring, enda hafi hann sjáifur þénað þessa peninga. Prinsinn var lengi óánægður með að fá ekki peninga til eigin nota frá ríkinu og lét fyrir nokkrum ár- um hafa eftir sér að hann þyrfti „Um leið notaði hann tækifærið og bannaði ráðherrum í ríkisstjórn sinni að gefa út ævisögur á meðan þeir sætu á ráðherrastóli.“ að „betla“ sígarettur. Sú at- hugasemd varð reyndar til þess að hann fær 400.000 danskar krónur í vasapeninga. G@g og Gokke En það á ekki af ríkisstjórn- inni að ganga. Nýjasta hneyksl- ið er það að Danir neituðu að taka á móti rithöfundinum Sal- man Rushdie, en hann átti að taka á móti bókmenntaverð- launum Evrópuráðsins í Dan- mörku þann 14. nóvember. Því var borið við að danska lög- reglan væri svo upptekin við mál í sambandi við rokkara- stríðið að hún gæti ekki tryggt öryggi Rushdies. Þetta mál vakti þvílíka athygli og umræð- ur að stjórnarandstöðumenn tala nú um að ríkisstjórnin verði að segja af sér vegna þess. Einna mesta athyglina hefur vakið að Rushdie fékk til- kynninguna um þetta á faxi á bréfsefni sem ekki var með haus og þar að auki var bréfið óundirritað. Einnig að Paul Nyrup hefur sagt að 10. októ- ber hafi það legið ljóst fyrir að ekki yrði hægt að taka á móti honum, en það var fyrst þrem- ur vikum seinna sem Rushdie fékk tilkynninguna. Og nú eru þeir fóstbræður forsætisráð- herrann Paul Nyrup-Rasmus- sen og utanríkisráðherrann Ni- els Helveg Petersen kallaðir Gog og Gokke í dagblöðunum. Þegar þetta er skrifað er búið að biðja Salman Rushdie opin- berlega afsökunar og ákveða að afhending verðlaunanna fari fram einhvern tímann í des- ember, en það er ekki komið á hreint hvort borin verður fram vantrauststillaga á ríkisstjórn- ina. Það fer eftir því hvort Paul Nyrup tekst að gefa viðunandi skýringar á málinu á næstu dögum. Hvort þessar ófarir tengjast því hve þingmenn og ráðherrar hafa verið uppteknir við ævisöguritun skal ósagt lát- ið, en ef svo er ættu íslenskir ráðamenn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka til við rit- un slíkra sagna. Enda lítur út fyrir að haustið á íslandi sé vik- ið fyrir vetri — í bili að minnsta kosti. Höfundur er kennari í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.