Helgarpósturinn - 07.11.1996, Page 24
HELGARPOSTURINN
7. NÓVEMBER 1996 44. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Fyrir skömmu sagði landsliðsnefnd kvenna í
handknattleik af sér á einu bretti. Ástæðan
mun vera sú að nefndin neitaði að standa fyrir
fjársöfnun vegna fyrirhugaðrar ferðar kvenna-
landsliðsins um jólin. Landsliðsnefndin treysti
sér ekki til að standa fyrir söfnuninni og sagði af
sér T kjölfarið. Þessa dagana er forysta HSl að
finna konur til að starfa í næstu nefnd en sjálfsagt verður það
erfitt, enda fjárhagur sambandsins knappur og lítið fjármagn
sem kvennalandsliðið hefur á milli handanna. En forysta HSÍ
hefur svörin á reiðum höndum og þau skilaPoð fengust hjá
Erni Magnússyni, framkvæmdastjóra HSl, aö sambandið
borgaði aldrei æfingaferðir A-landsliða. Gilti þar einu hvort um
ferðir karla eða kvenna væri að ræða...
Og meira af handbolta. Á dögunum lék karlalandsliöið tvo
leiki við Eistiendinga á fjölum Laugardalshallar og bauð
HSÍ áhorfendum frítt inn á síðari leikinn. Þessi ráðstöfun hand-
knattleiksforystunnar er góöra gjalda verð en undarleg í Ijósi
afsagnar landsliðsnefndar kvenna og bágrar fjárhagsstöðu
samtakanna. Hefur þetta vakið mikla gremju hjá kvennalands-
liðinu, sem lengi hefur mátt lepja dauðann úr skel. Að sögn
innanbúðarmanna hjá HSÍ mun taktík forystunnar hins vegar
hafa veriö sú að koma til móts við almenning í síðari leiknum
við Eistlendinga, sem síðar yrði endurgoldið í leiknum viö Dani,
Því vonast HSÍ-forystan til aö áhorfendur fjölmenni í Laugar-
dalshöllina og styðji við bakið á „strákunum okkar" gegn Dön-
um. Leikurinn kann nefnilega að ráða úrslitum um hvor þjóðin
kemst á HM í Japan á næsta ári...
Elín Hirst, fráfarandi fréttastjóri
Stöðvar 2, er oröuð við frétta-
stofu Stöðvar 3, sem gert er ráð
fyrir að hefji rekstur á nýju ári. Ólík-
legt er þó að Gunnar Hansson,
fyrn/erandi forstjóri Nýherja og að-
almaðurinn á bak við endurfjármögnun Stöðvar 3, muni sam-
þykkja Elínu vegna fyrri samskipta þeirra. I fréttastjóratíð sinni
á Stöð 2 geröi Elín frétt um starfslok Gunnars hjá Nýherja sem
var honum ekki að skapi og hafði hann á sínum tíma stór orð
um málið...
Amgrímur Jóhannesson, flugstjóri og aðaT
eigandi flugfélagsins Atlanta, varð fyrir því
óhappi á Akureyrarflugveili í síöustu viku að
lenda Tristar-þotu áður en hún var komin á flug-
brautina. Tjakkur í hjólabúnaði vélarinnar brotn-
aöi við lendinguna en aðrar skemmdir urðu ekki
og áhöfninni, sem var ein í þotunni, varð ekki
meint af...
Engu mun hafa munað að Islendingur hreppti titilinn „Herra
Skandinavía" þriðja árið I röð. Sá sem þátt tók I keppninni
í ár heitir Einar Birgisson og var hann
grafinn upp þar sem hann var að selja
vörur fyrir Ásbjöm Ólafsson. Hann fór
þó ekki heim alveg tómhentur heldur
lenti hann í öðru sæti keppninnar og
fékk að auki þann farareyri að taka
þátt í „Best Model of the World" sem fram fer í Tyrklandi 14.
desember. Þó að Birgir hafi hafnað í öðru sæti hefur HP heim-
ildirfyrir því að hann hafi vakið mesta athygli í Finnlandi, þar
sem keppnin var haidin, sem merkja mátti meðal annars á því
að yfir 90 prósent áhorfenda sjónvarpsstöövarinnar sem sendi
keppnina beint út veðjuðu á Einar, blaðamenn töldu hann einn-
ig álitlegastan sem og salurinn. En allt kom fyrir ekki. Dóm-
nefndin, sem réð úrslitum, valdi Danann Martin sem álitleg-
asta kostinn, T þriðja sæti varö svo hinn finnski Simo...
Sighvatur Björgvinsson er talinn fullkom-
lega öruggur um aö ná kjöri sem formaður
Alþýðuflokksins á flokksþinginu sem hefst á
morgun. Það er nú jafnvel haft við orð að Guð-
mundurÁmi kunni aö fá svo lítiö fylgi að úrslit-
in skaði hann. Alls verða sennilega upp undir
350 fulltrúar á þinginu, sem þar með verður eitt
stærsta þing í sögu Alþýðuflokksins. Eins og
gengur fer tvennum sögum af fylgi frambjóðendanna en sam-
kvæmt lægstu spárn fær Guðmundur Árni einungis um eöa
innan við 100 atkvæði...
http://this.is/n
Htndúnar á hHsttMi
Skipholti 19
Sími: 552 9800
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886
Nýr og minni
Game Boy með
skarpari mynd.
Fákafeni 11. Sími 568 8005
Super l\lintenda
Rannveig Guðmundsdóttir
lýsti því loks yfir í gær að hún
gæfi ekki kost á sér til for-
mennsku I Alþýðuflokknum. Rann-
veig harðneitaði að gefa neina yfir-
lýsingu um það hvorn frambjóð-
andann hún styddi. Sumir þeirra
sem gerst þekkja telja þó mun líklegra að sjálf
muni hún Ijá Guðmundi Áma atkvæði sitt...
Ekki er fullljóst hvað verður um
fylgi Kópavogskrata eftir að
ijóst varð að Rannveig Guð-
mundsdóttir færi ekki fram, en
vísast að það skiptist nokkuð á
milli frambjóðendanna. Hefði
Rannveig gefið kost á sér var talið
öruggt að hún hefði fylgi hvers^einasta fulltrúa
Kópavogsfélagsins — nema e.t.v. Guðmundar
Oddssonar, sem er mjög harður stuöningsmað-
ur Sighvats. Guðmundur er þungavigtarmaður í
félaginu og afstaða hans kann að hafa þau áhrif
að Guðmundur Ámi fái færri atkvæði úr Kópa-
voginum en annars hefði mátt ætla...
MT
Aflokksþingi kratanna verður ekki einungis
kosið um formann heidur að líkindum einn-
ig nýjan varaformann, enda varla líkur til aö Guð-
mundur Ámi sækist eftir stólnum
áfram eftir tap í formannsslagnum.
Tvö nöfn hafa einkum heyrst nefnd
T sæti varaformanns í flokknum.
Þetta eru Gunnar Ingi Gunnars-
son og Sigrún Benediktsdóttir.
Gunnar Ingi er formaður flokksfé-
lagsins í Reykjavík og er flestum kunnur eftir
læknadeiluna T sumar. Sigrún er minna þekkt, en
hún er lögfræðingur aö mennt og er nú til viöbót-
ar aö Ijúka viöskiptafræði í Háskólanum. Þá er
talið að ungi maöurinn með stóra nafnið, Gylfi
Þ. Gíslason, hyggist gefa kost á sér í varafor-
mannssætiö en fremur takmarkaðar líkur á að
hann fái mikið fylgi...
Bjórframleiðendur hafa verið manna hug-
myndaríkastir við að sniðganga bann við
áfengisauglýsingum. Það allra nýjasta í þessu
efni eru heilsíðuauglýsingar sem að undanförnu
hafa birst í Morgunblaðinu. Þar eru myndir af
Ijónsunga ogfullvöxnu Ijóni. Með áberandi letri
er lesandanum síðan gefin upp slóð á Internet-
inu. Þeir sem rekja netslóðina til að svala forvitn-
inni fá upp sömu mynd og í blaðaauglýsingunni
að því undanskildu að í stað Ijónsungans og full-
vaxna Ijónsins eru komnar lítil og stór dós af Lö-
wenbráu. Á Netinu fýlgja svo enn frekari upplýs-
ingar um ágæti þessarar bjórtegundar...