Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 10

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 10
HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Blað allra landsmanna og lífeyrLrinn Morgunblaðið heldur lífi í kröfunni um markaðsvæðingu líf- eyrissjóðanna. Væri það ekki fyrir háværan málflutning Morg- unblaðsins um valfrelsi í Iífeyrissparnaði hefði umræðan fjar- að út,- m.a. vegna þess að flestir aðrir sem hafa sjónarmið í þessu máli eru nátengdir þeim fjármáiastofnunum sem hyggj- ast maka krókinn í kjölfar viðskiptavæðingar lífeyrissparnað- arins. Sérgæska slíkra aðila er of augljós til að málstaðurinn verði trúverðugur. Morgunblaðið er of sjálfstæður fjölmiðill til að vera með rökum sakað um að ganga erinda tilgreindra hagsmunahópa. En Morgunblaðið er, þrátt fyrir sjálfstæðisviðleitni, fangi eigin fortíðar. Framan af rúmlega áttatíu ára sögu sinni var blaðið eindreginn talsmaður hægristjórnmála og atvinnurekenda en félagsleg sjónarmið og verkalýðspólitík voru fyrir borð borin. Með Sjálfstæðisflokknum tók blaðið þátt í að þróa hugmynd- ina um „stétt með stétt“ og borgaraleg mannúðarhyggja slævði mestu hörkuna í hægripólitík blaðsins. Þó verður það aldrei sagt um Morgunblaðið að sjónarmið samtaka launa- fólks hafi verið í hávegum höfð. Saga og hefð blaðsins eiga rætur í öðrum veruleika en verkalýðshreyfingarinnar og blað- ið hefur ekkert gert til að draga úr þeirri slagsíðu. Lengi vel var þess heldur ekki þörf þar eð félagsleg sjónarmið áttu sér öfiuga málsvara í öðrum dagbiöðum meðan þau voru og hétu. Morgunblaðið nálgast umræðuna um Iífeyrismái með tak- markaðri virðingu fyrir þeirri þjóðféiagshugsun sem liggur líf- eyrissparnaðinum til grundvallar. Frelsið sem Morgunblaðinu verður tíðrætt um er ekki frelsi frá skorti, tvísýnni afkomu og öryggisieysi. Frelsi Morgunblaðsins er til að standa utan sam- tryggingarinnar og safna lífeyrissparnaði á eigin reikning. Oft er hægt að sameina þessar tvær hugmyndir um frelsi. Velferð- arríkið getur að jafnaði gefið þegnum sínum freisi frá örbirgð en jafnframt tryggt þeim frelsi til að auðgast. Um lífeyrissjóð- ina gegnir öðru máli. Lífeyrissjóðirnir eru ekki hluti af ríkisrekinni velferðarþjón- ustu. Þeir hafa orðið til í samningum milli verkalýðshreyfing- arinnar og samtaka atvinnurekendá. Þangað til Morgunblaðið hóf upp raust sína var nokkuð almenn samstaða um lífeyris- sjóðina. Forsendan fyrir þeim er gagnkvæmni milli iauna- manns og lífeyrissjóðs. Launamaður er samkvæmt kjarasamn- ingi skyldaður til að greiða iðngjald í tiltekinn lífeyrissjóð og sjóðurinn að taka á móti honum. Ef launamaðurinn fær rétt til að velja sér lífeyrissjóð verður gagnkvæmnin að gilda áfram og lífeyrissjóðurinn hlýtur að fá að velja og hafna umsækjend- um. Meginhugsunin á bakvið lífeyrissjóðina er þar með fokin út í veður og vind. Hver á að sjá um sjálfan sig og skítt og laggó með restina. Morgunblaðið veit af þessum vanda en kýs að gera lítið úr honum. „Þá spyrja menn,“ segir í Reykjavíkurbréfi blaðsins sl. sunnudag, „hvað gera eigi við þá, sem enginn lífeyrissjóður vill taka við og svarið er að þeir verða ekki svo margir að erf- itt verði að finna lausn á því.“ Þrátt fyrir að iausnin á vandan- um sé auðveld hefur Morgunblaðið ekki fyrir því að nefna hana. Það skyldi þó aldrej vera vegna þess að blaðið skamm- ast sína fyrir rökrétta niðurstöðu af málflutningi sínum: Launafólk s^m enginn lífeyrissjóður vill þarf að búa við þann skort, þá tvísýnu um afkomuna og það öryggisleysi sem lífeyr- issjóðunum var í öndverðu ætlað að frelsa það frá. Boðskapur Morgúnblaðsins er miðaður við það fólk sem býr við meðalefni og þaðan af betri. Sjálfsagt þarf að sinna þessum þjóðfélagshóp. En þarf blað allra landsmanna að láta eins og láglaunafólk sé ekki til? Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiöslukorti, en annars kr. 900. „Hálfpartinn var ég að vona það með sjálfum mér, að SST-menn væru í raun- inni orðnir þjóðskáld, en það hefði bara ekki frést í heita pottinum. Flest bendir líka til þess að svo sé. Ef svo er hins vegar ekki, þá verður Ragnar Reykás hrl. að verja þá með öllum þeim gorgeir, sem hann á til. Og það dugir áreiðanlega. En galdrabrennur má ekki líða hér árið 1997.“ Pessi pistill fjallar um guð- lastaramál Spaugstofunn- ar (skammstafað SST). Að sjálfsögðu. Staða þeirra mála er nú þessi: Heitapottsmenn hafa ákært og málinu hefur verið vísað til RLR. Meðlimir SST hafa verið settir í farbann. Réttargæslumaður SST hefur enn ekki verið skipaður, en Ragnar Reykás hrl. kemur sterklega til greina. Fyrsti laugardagsþáttur SST eftir ákæruna vakti almenna hrifningu. Strákarnir héldu sínu striki en klæddu málflutn- ing sinn í umbúðir, sem enginn gat fundið neitt að. Þeir fluttu okkur sína gerð af „Gullna hliðinu“ eftir Davfð Stefánsson. Og „Gullna hliðið" er vita- skuld klassískt leikrit. Það stendur föstum fótum við hlið- ina á „Skugga-Sveini", „Nýárs- nóttinni“ og „íslandskiukk- unni“. Enginn lætur sér einu sinni detta í hug að orða slíkt verk við guðlast. Þegar Davíð Stefánsson shndi frá sér „Gullna hliðið“ ár- ið 1941 var hann 46 ára gamall og orðinn þjóðskáld. Kátleg meðferð skáldsins á heilögum viðfangsefnum þótti bara sjálfsögð. Því hann Davíð var sko orð- inn svo mikið þjóðskáld þá (eins og ákveðinn málvinur Hemma Gunn mundi segja). Það sem SST tókst að benda okkur á var semsé þetta: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi verður ekki kærður fyrir guð- last, a.m.k. ekki fyrir verk sem hann samdi árið 1941 eða síð- ar. „Munkarnir á Möðruvöllum“ heitir annað leikrit eftir Davíð, það kom út árið 1925. ■ Töluvert hefur verið um fyr- irspurnir vegna fréttar í HP fyrir hálfum mánuði um „bláa“ mynd með sjónvarpskonu sem send var í stuttmynda- samkeppni. Vitneskja um nafn viðkomandi er ekki fyrir hendi á ritstjórn HP. •I Þorgeir I fl Þorgeirson Þá var Davtð bara þrítugur og ekki orðinn þjóðskáld (þó hann aldrei nema slægi ræki- lega í gegn með „Svörtum fjöðrum" hálfum áratug fyrr). Þá mátti bendla hann við guðlast og stofna til ritskoðun- ar á honum. Það er ég bær um, því móð- urafi minn, Kristján Kristjáns- son, var eini maðurinn á Siglu- firði, sem neitaði að afhenda sóknarprestinum, Séra Bjarna Þorsteinssyni, sitt eintak af bókum Davíðs Stefánssonar, þegar sá öndvegisklerkur visit- eraði árið 1926 og safnaði rit- verkum skáldsins saman til brennslu. Þá var semsé heitt í kolun- um út af „Munkunum á Möðru- völlum“. Gaman væri annars að kanna hvort þetta hefur verið hluti af almennri tilskipun til presta landsins eða einkafram- tak Siglufjarðarprestsins. Altént ber það vott um and- ann gagnvart hinu verðandi þjóðskáldi um miðjan þriðja áratuginn. Til er fræg saga af Kristjáni afa mínum og séra Bjarna. Þessi saga hefur gerst þann 14. október árið 1931. Fyrirmenn Siglufjarðar voru þá saman komnir í sjötugsaf- mæli prestsins síns og flestir búnir að flytja honum lofræður þegar Kristján, sem þá sinnti enn fjósverkum hjá Helga Haf- liðasyni með ragarastörfum á síldarplani, smeygir sér inn bakdyramegin og sest við lág- borðið fjærst afmælisbarninu og hlustar um stund.á glamrið. Þangað til hann rís á fætur, ■ Kona hafði samband og spurðist fyrir um hvort blaðið ætlaði ekki að fjalla um stór- felld veisluhöld á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún sagði að margir þeirra sem boðið hefði verið til veislu hneyksluðust á íburðinum og óhófinu. slær í glasið sitt og segir: „Mig langar að greina hér frá draumi sem mig dreymdi í nótt.“ En Kristján var einmitt fræg- ur draumamaður. Hann dreymdi fyrir daglátum og sá margoft atburði sem voru að gerast annars staðar á meðan hann svaf, enda upp alinn með huldufólki. Hann fékk því gott hljóð á meðan hann sagði draum sinn: „Mér þótti ég liggja hérna á kirjutröppunum. Það var blindöskubylur, náttmyrkur og frost. Var orðinn stjarfur af kulda og fannst ég vera að verða þarna úti. Þá kviknar eins og vonarbjarmi úti í sort- anum. Og þegar bjarminn nálg- ast sé ég að þetta eru tveir menn. Presturinn okkar hérna, hann séra Bjarni, í svörtum yf- irfrakka með hatt, og honum fylgir annar maður, alskeggjað- ur og í hvítum kirtli, fjarska góðiegur að sjá. Og bjarminn eins og stafaði frá honum og lýsti upp nætursortann og hríðina. Um leið og þeir fara hjá lítur Jesús upp á kirkjutröppurnar og ég heyri að hann segir við séra Bjarna: „Það liggur maður þarna ósjálfbjarga á kirkju- tröppunum þínum? Eigum við ekki að styðja hann á fætur?“ Þá lítur séra Bjarni til mín sem snöggvast utan úr bjarm- anum frá Jesú Kristi og ég heyri að hann segir: „Nei, við skulum láta hann liggja. Þetta er bara fjósamað- urinn hans Heiga Hafliðasonar. Áreiðanlega blindfullur.“ „Jæja,“ sagði Kristur þá bara, „þetta er nú þín kirkju- sókn.“ Og þeir hurfu svo með von- arbjarmann út í nóttina. ■ Á myndbréfi barst HP hvatn- ing frá knattspyrnuáhuga- manni um að kanna hvort rétt sé að Stöð 2 kaupi sýningar- rétt á knattspyrnuleikjum en láti þá svo til Sýnar og þar með þurfi þeir sem áhuga hafa á að sjá leikina að kaupa áskrift að Sýn til viðbótar við áskrift að Stöð 2. En draumurinn var ekki lengri." Allir gamlir Siglfirðingar, sem ég hitti, segja mér söguna eins. Hún er semsé orðin að full- mótaðri þjóðsögu. Ég hef alltaf skilið þennan al- þýðlega gorgeir hans afa míns við sóknarprestinn sinn á há- tíðastund sem uppgjör við bókabrennumanninn Bjarna Þorsteinsson. Því að öðru leyti rímar per- sóna hans ekki við þennan ruddaskap. Né nafnið hans vitaskuld heldur. En þessi uppsteytur Krist- jáns afa míns gegn bókabrenn- um er ljós punktur í sögu ættar minnar. Ef einhver segði við mig (á knattspyrnumáli) „Með þessum leik hefur afi þinn út- vegað þér farseðilinn til Stras- borgar", þá mundi ég svara: „Já, og fremur tvo en einn.“ Þegar ritskoðun blossar upp getur það dugað fórnarlamb- inu til sigurs að vera þjóð- skáld, eins og dæmið um „Gullna hliðið“ sýnir. Ef menn eru ekki orðnir þjóðskáld þarf að verja sig með gorgeir, eins og dæmið um „Munkana á möðruvöllum“, afa minn og séra Bjarna sýnir. Hálfpartinn var ég að vona það með sjálfum mér, að SST- menn væru í rauninni orðnir þjóðskáld, en það hefði bara ekki frést í heita pottinum. Flest bendir líka til þess að svo sé. Ef svo er hins vegar ekki, þá verður Ragnar Reykás hrl. að verja þá með öllum þeim gor- geir, sem hann á til. Og það dugir áreiðanlega. En galdrabrennur má ekki líða hér árið 1997. ■ Svavar Sigurðsson kom á ritstjórnina til að kynna þjóð- félagsátak gegn fíkniefnum og sýndi kort sem hann hafði lát- ið gera um aðflutningsieiðir fíkniefna til landsins. Frá lesendum

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.