Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 12

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Page 12
12 MtÐVlKUDAGUR 23. APRÍL1997 V Ný fyrirtækj amenrang person Ef nefna ætti eina útgáfu þar sem rjómann af amerískri intelligensíu er að finna þá væri það New York Book Review. Greinarnar í blaðinu, sem kemur út á þriggja vikna fresti, eru einatt afburðavel skrifaðar og höfundum gefið rúmt dálkapláss til að fjalla um viðfangsefni sín. í tölublaðinu frá 10. apríl skrifar Roger E. Alcaly um þróun í atvinnulífi í Bandaríkj- unum, sem fáir gefa gaum. Sið- asta áratuginn eða svo hafa orðið breytingar í samspili eig- enda, stjórnenda og starfs- manna fyrirtækja og gefa þær hugboð um það hvert efna- hagslífið stefnir. Enn sem kom- ið er segir fátt af þessu ferli í fréttum fjölmiðla. Þar hefur meira borið á harkalegum að- gerðum stórfyrirtækja til að skera niður kostnað með fjöldauppsögnum og þeim skuggalegu aflefðingum að Páll Vilhjálmsson kaup forstjóranna hækkar gíf- urlega með því að kaup þeirra er tengt hlutabréfagengi fyrir- tækjanna. AÍcaly rekur dæmi um árang- ursrík fyrirtæki að stórum hluta í eigu starfsmanna. Flug- félagið United Airlines var komið í rekstrarvandræði árið 1994 þegar starfsmenn sam- þykktu að kaupa meirihluta í Íélaginu. Flugvirkjar, flugmenn og annað starfsfólk, fyrir utan flugfreyjur sem vildu ekki eiga aðild að kaupunum, samþykkti 15 prósenta kjaraskerðingu gegn 55 prósenta hlutafjár- eign. Starfsmenn tilnefndu stjórnendur og innleiddir voru nýir stjórnunarhættir, sem fólu m.a. í sér dreifingu ábyrgðar og áherslu á endur- menntun. Afkoma United er betri á síðustu þremur árum en annarra flugfélaga og vitnar Alcaly í viðskiptarit eins og Business Week, sem segir sam- vinnu starfsfólks og yfirmanna Unit- ed hafa verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Nefnd eru dæmi um hagræðingu, t.a.m. er rafmagn núna notað í stað þotueldsneytis þegar flugvél- arnar eru í lausagangi við brottfararhlið, sem er afleiðing af nánari samstarfi starfsstétt- anna innan fyrirtækisins. Starfsfólk United eignaðist meirihluta hlutafjár sam- kvæmt lagaramma Employee Stock Ownership Plan (ESOP) er gerir starfsmönnum kleift að kaupa hluti í fyrirtæki með veði í lífeyrissparnaði. ESOP- lagaheimildin hefur verið í smíðum í þrjátíu ár og smátt og smátt tekið á sig núverandi mynd. Hún nýtur stuðnings þingmanna er telja hana jafna tekjudreifingu og draga úr stéttskiptingu. Alcaly segir það eitt og sér ekki nóg að starfsmenn eigi hlut í fyrirtæki. Starfsþjálfun, samskipti við yfirmenn og at- Flea úr Red Hot Chili Peppers hefur komið fram í nærri tuttugu kvikmyndum, sú nýjasta þeirra er mynd Coen- bræðra „The big Le- browski“, kvikmynduð fyrir skemmstu í LA. Bassistinn birtist þar í hlutverki þýsks niður- rifsseggs. Annars staðar eru Axl Rose og Slash saman í „Underground“- grínmynd. Á meðan er gamli tölvupopparinn Gary Numan að leika dópsala sem er fyrrv. „víkingasveitarmaður“. Um er að ræða fjögurra milljóna punda breska kvikmynd, „The Kinsman", sem frumsýnd verð- ur á næsta ári. Kukl hét hljómsveit sem fæddist í útvarps- þættinum Áföngum í Ríkisútvarpinu stuttu fyrir tilkomu Rásar2. Þetta var nokkrum miss- erum eftir Rokk íReykjavík. „Súperhljómsveit" varð til, samkrull úr böndum sem blómstrað höfðu á þessu tímabili íslenskrar tónlistarsögu; Þeysurum, Tappa tíkarrassi og Purrki pillnikk. Sugarcubes (Sykurmolar) tóku svo við af Kukl- inu eftir lífdaga þess og í framhaldi af því vel- gengni Bjarkar sem einherja. Tvær breiðskífur Kuklsins, „The Eye“ og „Holidays in Europe“, eru nú fáanlegar á geislaplötum. Crass Records gefa gripina út. Daft Punk verða á Glastonbury-, Phoenix- og „T in the park“-tónlistarhátíðunum. Fyrstu tónleikar Frakkanna verða annars á Tribal Gat- hering 24. maí. Önnur smáskífan af „Homew- ork“, frumburðarplötunni, er singullinn „Aro- und the world“ sem kom út 14. apríl. B-hliðin geymir remix af laginu frá öðru frönsku bandi, Motorbass, og endurhljóð- blöndun „Teachers" sem er sömuleiðis á „Homework“. Mark Lanegan, söngvari Screaming Trees, var hand- tekinn af San Francisco-lögregl- unni snemma morguns 27. mars sl. Sást til hans afhenda Robert Miles (ekkert tengdur „Dream- house“-stjörnunni) 20$ seðil og fá í staðinn litla glæra plastdós. Tvíeykið var handtekið og pakk- inn gerður upptækur ásamt sprautu og glærri glerpípu sem Miles hafði í fórum sínum. Söngvarinn var látinn laus síðar þennan sama dag, í tíma til að syngja á tónleikum í borginni, þeim síðustu í tíu daga túr Scre- aming Trees um vesturfylki Bandaríkjanna. Réttað var í mál- inu 2. apríl en fallið frá ákæru sökum þess að ekkert ólöglegt fannst í hylkinu. Útgáfa Trjánna, Epic, vill ekki tjá sig um atvikið. Upptökur á eftirfara „Dust“ eru að hefjast. Trymbill- inn, Barett Martin, er annars upptekinn af „risabandinu" Tuatara með þeim Pet- er Buck, gítarleikara úr REM, og Mike McCready, gítarista Pearl Jam. Sú hljómsveit er í startholunum með sinn fyrsta Ameríkutúr. Placebo náðu fjórða sæti breska smáskífulistans með „Nancy boy“. Var sveitin því í „Top of the pops“ með listamönn- um eins og Gabrielle og Depeche Mode. Brian Molko fannst út í hött að lag þeirra færi á topp 5. Það væri gróft, klúrt og ætti alls ekki að vera svona vinsælt. Hér heima á Fróni fór lag- ið nýtt 122. sæti list- ans. Á eftir fremur hversdagslegu rokkári sem bauð upp á Oasis, Bijálaða götupredikara og Kula Shaker kemur fram á sjónarsviðið þessi Molko. Hún er ýmist nefnd í karl- eða kvenkyni, reykir gras og hefur játað að hafa sprautað sig með krakkkókaíni. Hún fæddist í Belgíu árið 1975, bjó í Líbanon, Líberíu og Lúxemborg. Þrettán ára var hún s*end í amerískan einka- skóla. Þar hitti hún hinn helming Placebo, Stefan Olsdal, sem var í körfuboltaliði skólans og átti fullt af Depeche Mode-plötum. Fyrir tveimur árum hittust þau aftur og fóru að vinna saman að tónlist, kölluðu sig í byrjun Ashtray Heart í höfuð- ið á lagi Captain Beef- heart. Gengu síðan til samninga við Hut Rec- ords og gáfu út frum- burðinn „Placebo" í júní sl. Þriðji meðlimur- inn, Steve Hewitt, bættist við fyrir skömmu. Hann hefur starfað með Boo Rad- vinnuöryggi eru ekki síður mikilvæg atriði. Bílaframleiðandinn General Motors (GM) reyndi í sam- starfi við Toyota að hrinda í framkvæmd nýrri fyrirtækja- menningu í verksmiðju sinni í Fremont í Kaliforníu. Verk- smiðjan hafði verið ein sú versta í GM-samsteypunni m.t.t. framleiðni og afkasta (20 prósent veikindaforföll). Henni var lokað 1982 en tveimur ár- um síðar opnuð á ný undir öðr- um formerkjum. Starfsmenn voru ráðnir í samvinnu við verkalýðsfélagið sem jafnframt fékk umsagnarrétt um fjárfest- ingar verksmiðjunnar og launaflokkar urðu tveir í stað fimmtíu. Loforð voru gefin um að ef draga þyrfti úr fram- leiðslukostnaði vrðu laun yfir- manna lækkuð abur en gripið yrði til uppsagna. Verksmiðjan í Fremont er orðin einn af ásunum í GM- samsteypunni með hærri fram- leiðni og jákvæðari starfsanda en almennt þekkist. Þrátt fyrir góðan árang- ur er töluverð and- staða gegn eign- arhaldi starfs- manna á fyrir- tækjum og kemur hún ekki síst frá for- stjóraveldinu, sem telur sér ógnað. Alcaly telur að ríkis- '/1 valdið verði að beita áhrifum sínum til að þróunin haldi áfram, enda í húfi almanna- hagsmunir. Veruleikann skynjum við að stórum hlufa með því að hlusta á sögur. Maður getur öðl- ast skilning á af- N leys, Breed, Sharkboy og K- Klass. Molko sprautar sig ekki lengur, er ekki heimsk og veit fullvel hvernig stíf neysla getur farið með hljómsveit- ir. Það gleður hana að fá aðdáendabréf á borð við: „Þegar ég hlusta á plöt- una ykkar, þá minnkar löngun mín til að fremja sjálfsmorð..." Rick Witter, sc söngvari Shed Seven, stormaði af m sviði á tónleik- um í Glasgow l.apríleftir að hafa ein- K ungis sung- K ið jjrjú lög. ■ Í Ástæðan ■ f var M I skyndileg- ■ 1 ur radd- missir. Þeir félagarnir voru þarna sem forrétttur fyrir Beautiful South. 14. apríl kom út „Stuffed", myndband í fullri lengd sem inniheldur ýmsar svipmyndir af bandinu, bæði baksviðs og á tón- leikum. Raddleysi Witters varð sem betur fer ekki langvinnt, bandið hitar upp fyrir Aero- smith í Newcastle 8. maí, Manchester 10., Birm- ingham 31., Glasgow 2. júní og á Wembley-leik- vanginum í London 4. Cherys Matthews, söngkona hljómsveitarinn- ar Catatonia, hefur tilkynnt að næsta smá- skífa verði „Mulder and Scully“. Titillinn sé ein- ungis til bráðabrigða, lagið sé héldur ekki beint um höfuðpersónur „X-files“ eða Ráðgátna. Cherys segist vera aðdáandi einstakra þátta; sumir séu góðir en aðrir bara rusl. Singullinn kemur út hjá Blanco y negro 12. maí, nokkrum dögum eftir að bandið lýkur tíu tónleika ferða- lagi um staði eins og Hull, Liverpool, New- castle, Cardiff, Portsmouth, og Norwich frá 13. apríl-24. apríl. í fórum sínum eiga þau mörg ný og óútgefin lög sem þau vilja prufukeyra fyrir áheyrendur. Catatonia er annars nýkomin úr vel heppnaðri Ameríkuferð. Þetta var fyrsti túr- inn þangað, borgirnar New York, Texas og LA voru heimsóttar. Arnold er eitt af nýjustu nöfnunum sem gert hafa samning við Creation Records. Fyrstd afurð þessa Lundúnabands verður mini-albúm- ið „The Barn Tapes" 5. maí. Því er lýst sem átta söngvum fullum af sársauka, lísreynslu, ást og missi! Það verður bæði fáanlegt á geisla og vín- il. Upptökur á plötu í fullri lengd hófust nýlega og dagsetningar fyrir fyrstu tónleikaferð á landsvísu verða opinberaðar í nálægri framtíð. Foo Fighters hafa fundið nýjan trommara í stað Williams Goldsmith sem hætti snögg- lega fyrr á árinu. Taylor Hawkins heitir maður- inn og þreytir frumraun sína í Cambridge 19. maí, Wolverhampton 20., Nottingham 21., Le- eds 22., Glasgow 24., Manchester 25., Sout- hampton 26. og í London 28. + 29. maí. Nýja breiðskífan kemur út hjá Capitol 12. maí, „The color & the shape“. Gus Gus voru „Pick of the week“ í Melody Ma- ker 12. apríl undir fyrirsögnini „íspoppið". New Musical Express gefur albúminu „Polydi- stortion“ einkunnina 8 og mánaðartímaritin Q og Select gefa því fjóra af fimm mögulegum punktum. Breiðskífan inniheldur báðar undan- farandi smáskífur Gus Gus, „Believe" og „Poly- esterday“. Kenickie er stúlknahljómsveit og frumburð- urinn, „At the Club“, kemur út hjá EMIdisc 5. maí. Síðasta mánudag, 21. apríl, kom út sin- gullinn „Nightlife“. Lauren Laveme úr bandinu segir lagið undir sterkum áhrifum frá Brian Connolly (Sweet). Það varð til sama dag og Bri- an yfirgaf þessa jarðvist. Önnur lög plötunnar eru t.d.; „In your car“, „Spies“, „Brother John“, „Millionzive Sweeper“, „Robert song“, „Punka“, „Come out Z nite“ og „Acetone". Kenickie verða á tónleikum til að fylgja eftir útgáfu debútsins; í Birmingham 9. maí, Leeds 10., Oxford 15., Wol- verhampton 21. og Manchester 22. Síðan á Es- sential-tónlistarhátíðinni í Brighton 25. maí Skunk Anansie eru að líta í kringum sig með útgáfusamninga. Þau hafa verið hjá One little Indian og reyndar framlengt samning sinn þar tímabundið. Gríðarlegar vinsældir albúmsins „Stoosh" um víða veröld eru orsökin fyrir þess- um þreifingum. Bossinn hjá OLI, Derek Birkett, segir sérhvert útgáfufyrirtæki í heiminum vera á höttunum eftir Skunk Anansie. Mjög líklegt sé að sveitin verði á meðal aðalnafnanna í tónlist- arheiminum næstu tíu árin. Derek vill helst af öllu starfa áfram með bandinu og ætlar að gera sitt til að reyna að yfirbjóða þá sem falast eftir þeim. Hvað sem annars verður þá verða a.m.k. þrjár útgáfur hjá One little Indian á þessu ári með Skunk Anansie, t.d. kemur út fimmti sing- ullinn af „Stoosh". Verið er að skoða útgáfu á

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.