Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997
15
fhí.
Kormákur
Bragason
skrifar
Fiðlarinn á þakinu
í Þjóðleikhúsinu föstudaginn
18. apríl
Höfundan J. Stein, J. Bock og S. Hamick.
Þýðing: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Kol-
brún Halldórsdóttir. Hljóðstjóm: Sveinn
Kjartansson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Dans-
höfundur: Auður Bjamadóttir. Leikmynd og
búningan Sigurjón Jóhannsson. Útsetning
tónlistar og hljómsveitarstjóm: Jóhann G. Jó-
hannsson. Leikarar: Jóhann Sigurðarson,
Edda Heiðrún Backman, Sigrún Edda Bjöms-
dóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís
Gunnarsdóttir, Álfrún Helga Ömólfsdóttir,
Aníta Bríem, Bergur Þór Ingólfsson, Valur
Freyr Einarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Am-
ar Jónsson, Magnús Ragnarsson, Sigurður
Sigurjónsson, Stefán Jónsson, Þröstur Leó
Gunnarsson, Sveinn Þór Geirsson, Hany Ha-
daya, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Krístín
Amgrímsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Ólaf-
ía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Öm Ámason,
Hjálmar Sverrisson og Gylfi Þ. Gíslason
Söngleikir virðast ganga vel
í landsmenn, enda hefur
hver söngleikurinn — hvert
kassastykkið — rekið annan
undanfarin ár fyrir fullu húsi.
Nú er uppselt á „Fiðlarann“
langt fram í tímann og verður
vafalaust út leikárið. Þjóðleik-
húsið þarf tæplega að óttast
„flopp“-stimpilinn á þessa sýn-
ingu. Hún er bæði heilsteypt,
litrík og skemmtileg auk þess
að vera afar vel mönnuð önd-
vegis söngvurum og hljóðfæra-
ieikurum. í uppfærslu Kol-
brúnar Halldórsdóttur eru
léttleikinn og Iífsgleðin í fyrir-
rúmi og skuggar hörmulegra
örlaga þúsunda gyðinga fá
aldrei að teygja sig of langt inn
á sviðið. Hjúskaparmál Tevje-
dætra eru okkur og Tevje sjálf-
um alltént meira áhyggjuefni
en lítt ógnvekjandi rússneskir
valdníðingar í lögreglubúning-
um. Engu að síður eru það um-
brotatímar í rússnesku þjóðfé-
lagi og gyðingaofsóknir sem
eru undiraldan í verkinu og
birtist ekki síst í því hvernig
viðteknar siðvenjur og hefðir
verða stöðugt að víkja í áður-
nefndum hjúskaparmálum. Þar
hefur ástin ávallt sigur að
hætti Ameríkumanna, enda er
söngleikurinn skrifaður með
ameríska áhorfendur í huga.
Sá svarti húmor sem gjarnan
þróast meðal undirokaðra
þjóðfélagshópa og einkennir
þær jiddísku bókmenntir sem
söngleikurinn byggist á er þó
til staðar og ofinn í textann, en
beinist þó fremur að gyðingun-
um sjálfum en valdhöfunum
þó svo að keisarinn fái nokkrar
léttar glósur.
Kolbrún hefur, í samvinnu
við Siguijón Jóhannsson leik-
mynda- og búningahönnuð,
valið að ganga í smiðju meist-
ara Chagalls hvað varðar ytri
umgerð sýningarinnar og er
það vel við hæfi. Chagall teikn-
aði sjálfur búninga fyrir leik-
verk Sholems Aleichem, þess
er skrifaði sögurnar um mjólk-
urpóstinn Tevje. En þótt leik-
myndin sé bæði falleg og litrík
er hún kannski veikasti hlekk-
ur sýningarinnar. Bæði er hún
fremur þröng og flöt og virkaði
heftandi á hreyfanleika leikar-
anna (þeir voru allt of oft upp-
teknir við flutning á leikmun-
um), samtímis sem hún var
óvirk í sýningunni. Betur tekst
til með lýsingu Páls Ragnars-
sonar, sem er afar vel unnin,
og búningar Sigurjóns eru
skemmtilegir og gefa ieikurun-
um ýmsa tjáningarmöguleika
samtímis sem þeir undirstrika
vel einkenni hverrar
persónu fyrir sig. Per-
sónurnar eru hins veg-
ar flestar frá hendi höf-
undar dregnar léttum
strikum. Allar eru
skýrt tengdar atvinnu
sinni og fremur fulltrú-
ar atvinnu- eða iðn-
greina en sjálfra sín.
Tevje sjálfur er þó
teiknaður með breið-
ari penna og fjölbreyti-
legri, enda burðarás
sýningarinnar ásamt
konu sinni Goldu. Þau
eru afbragðsvel leikin
og enn betur sungin af
Jóhanni Sigurðarsyni
og Eddu Heiðrúnu
Backman. Leikarahóp-
urinn í heild á heiður
skilinn fyrir hvort
tveggja leik og söng og
danshöfundurinn Auð-
ur Bjamadóttir hefur
skilað góðu verki.
Hljómsveitin, undir
stjórn Jóhanns G. Jó-
hannssonar, leikur
óaðfinnanlega og hefði
að ósekju mátt verða
virkari hluti af þorps-
búum. Hver tilgangur-
inn er með því að birta
hana að tjaldabaki
eins og álfa í álfasteini
er mér hulið, en það
truflar þó ekki sýning-
una á neinn hátt.
Hljóðið var þar að auki
virkilega vel blandað
og auðsjáanlegir hljóð-
nemarnir trufluðu aug-
að ekki svo nokkru
næmi. Stóru hópatrið-
in eru besti hluti sýn-
ingarinnar og
„draumasenan“ og
brúðkaupið sitja eftir á
nethimnunni þegar frá
líður. Þessi atriði
minna um margt á
sjónarspil Kusturicas
úr kvikmyndinni „Und-
erground", sem sýnd
var í Háskólabíói fyrir
skömmu, og falla vel
að hinni „chagallísku“
umgerð.
Verkið sjálft á sér
tæplega nokkurt upp-
haf eða endi og vísar í
sjálfu sér bæði til fyrri
tíma og framtíðar í
sögu gyðinga. Það sem
umfram allt annað ein-
kennir verkið er hið
óbilandi æðruleysi
þeirra, von og trú, á
hverju sem bjátar og
við erum skilin eftir
með þá tilfinningu að
þrátt fyrir allt sé til-
gangur hjá guði með
öllu saman þó svo að
Tevje finnist nóg um
þær skráveifur sem
hann upphugsar hon-
um til handa.
Það var augljóst á
föstudaginn að áhorf-
endur skemmtu sér af-
bragðsvel og var leik-
urunum og aðstand-
endum sýningarinnar
fagnað innilega að
leikslokum.
w • •
I FYRSTA SKIPTI I SOGUNNI:
PMrl/Adt/RJNN
v&ZX/l&S'*
Ufctur leifeur
Lottó er einfaldur leikur sem allir geta spilað. Þú ferð bara á næsta
sölustað og kaupir lottómiða. Þar færðu líka allar nánari
upplýsingar um leikinn. Hægt er að kaupa miða með mörgum
röðum og velja sjálf(ur) 5 töluríbverri röð með þvíað merkja
þær inn á seðilinn með lóðréttum strikum en einnig er bægt
að láta tölvuna velja tölur fyrir sig. Það nefnist sjálfval og
befur oft gefið góða raun. Röðin kostar 50 krónur.
ATH. Til að forðast biðraðir ó sölustöðum er
fólki ráðlagt að tryggja sér miða sem fyrst.
Sölu lýkur kl. 20.20 á laugardaginn.