Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 2
Útgefandi Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanncy Kristjánsdóttir
Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson
Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, simi:
28800. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10:
simi 28060 og 14906.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900,
Blaðaprent hf.
Sjómaðurinn
jalþýðuj
ilRTllfl
íslendingar eru þjóð sjómanna, fiskimanna
og farmanna. Landnám íslands var eitt mesta
afrek i siglingasögu miðalda. Þegar höfð er i
huga stærð og búnaður þeirra skipa, sem land-
námsmenn sigldu hingað norður i höf, hlýtur
það i augum nútimamanna nánast að teljast
kraftaverk, að þeir skyldu kljúfa Atlantsála á
slikum fleytum. En allar götur siðan hefur sjó-
mennska verið íslendingum i blóð borin.
Islendingar voru ekki og eru ekki aðeins
farmenn. Þeir urðu fiskimenn. Á þessari öld
hafa þeir orðið fengsælustu fiskimenn ver-
aldar.
Ef bornir eru saman hagir þjóðarinnar um
siðustu aldamót og hagir hennar i dag, er
munurinn svo mikill, að ótrúlegt er. Um alda-
mótin var Reykjavik hálfdanskt þorp, engin
höfn var til i landinu, enginn akfær vegur,
ekkert vélskip, engin verksmiðja, varla hús úr
steini. Islendingar voru þá liklega fátækust
þjóð i Evrópu.
I dag búa Islendingar i nútima iðnriki, i
frjálsu landi, við mikla velmegun, i velferðar-
þjóðfélagi. Liklega er okkur sjálfum ekki nógu
ljóst, að þetta eigum við fyrst og fremst að
þakka framförum i sjávarútvegi. Og þess
verðum við að minnast, að framfarirnar hafa
ekki einungis og meira að segja ekki fyrst og
fremst verið fólgnar i nýjum veiðitækjum og
vinnslutækjum, nýrri tækni og nýjum vinnuað-
ferðum, þótt auðvitað hafi allt þetta haft stór-
kostlega þýðingu. Framfarirnar hafa ekki
siður og jafnvel enn fremur verið fólgnar i þvi,
að Islendingar hafa á þessari öld eignast
menntuðustu og afkastamestu sjómannastétt i
viðri veröld. Það er henni og hagnýtingu
hennar á nútima tækni við veiðar og vinnslu,
sem við eigum fyrst og fremst að þakka vel-
gengni okkar og framfarir á þessari öld.
Sjómenn voru brautryðjendur i stofnun
verkalýðsfélaga á Islandi. Þeir skildu mátt
samtaka og samheldni. Alþýðuflokkurinn
studdi þessa baráttu i bernsku hennar. Hann
hefur ávallt stutt hana og mun ávallt gera.
Milli baráttu sjómannastéttarinnar fyrir
bættum hag og auknum réttindum, milli bar-
áttu þeirra, sem á sjónum vinna, fyrir þvi að fá
að njóta allra gæða lifsins i sem rikustum
mæli, og baráttu Alþýðuflokksins fyrir betra
og réttlátara þjóðfélagi á íslandi hafa ætið
verið náin tengsl og verða alltaf. Málstaður
islenskra sjómanna verður ávallt málstaður
Alþýðuflokksins.
GÞG
Það var liðið nær miðnætti á
sunnudagskvöldi, þegar ég ók
suður Reykjanesbrautina, og
hann var farinn að rigna. Það
var langt siðan ég hafði komið
til Grindav., og þegar ég kom
á Stapann fór ég að draga úr
ferðinni og leita að vegamótun-
um. Ekki þurfti ég þó lengi að
rýna úti myrkrið, þvi flestir,
sem þarna voru á ferð, hvort
sem þeir komu sunnanað eða
norðan, beygðu i áttina til
Grindavikur, og mér fannst um-
ferðin um þennan veg, sem var
oliumalarborinn i fyrrasumar
vegna fiskjarins, vera furðulega
mikil á þessum tima sólar-
hrings.
En ég hafði ekki ekið lengi,
þegar mér varð ljóst hvernig
stóð á allri þessari umferð um
þennan veg þetta sunnudags-
kvöld,- menn voru á leið úr helg-
arfriinu sinu, um borð i bátana,
sem liggja i Grindavikurhöfn, —
þeir voru að fara til vinnu sinn-
ar og fá ekki fri næst fyrr en þeir
koma að landi aðfaranótt næsta
sunnudags, nema veðurguðirnir
taki til sinna ráða.
Grindavikurhöfn er eins og
litil borg, þegar bátarnir liggja
hver utaná öðrum, tugum ef
ekki hundruðum saman; mast-
ursskógurinn uppljómaður eins-
og litlir, vaggandi skýjakljúfar.
f þessari borg var næturlifið að
hefjast. Sums staðar var farið
að rjúka uppúr lúkarnum, kokk-
urinn farinn að snerpa á könn-
unni. Uppúr miðnættinu fara
bátarnir að tinast út, — einn af
öðrum siga þeir rólega ífá bátn-
um, sem þeir höfðu verið
bundnir við og fara i rennuna
útúr höfninni og hverfa siðan úti
myrkrið. Skyndilega heyrðist
kallað frá Viðlagasjóðsbryggj-
unni, og tveir stálbátar, sem eru
lagbir af stað úti rennuna voru
stöðvaðir. Skipstjórarnir voru i
fyrstu ekki vissir um, hvor
þeirra átti þennan seinláta skip-
verja, sem hljóð niður bryggj-
una, baðandi út höndunum og
kallandi. Loks bakkar aftari
báturinn að bryggjunni aftur og
skipverjinn stökk um borð. Sið-
an hurfu báðir bátarnir úti
myrkrið.
Innst i gömlu höfninni, við
trébryggjuna lá 63 tonna eikar-
bátur; það var stórstraums-
fjara og masturstopparnir rétt
náðu að teygja sig uppfyrir
bryggjubrúnina. Þetta var
Freyja frá Keflavik, og ég klifr-
aði niður friholtin og stökk niður
á dekkið. Þar tók Halldór Þórð-
arson skipstjóri á
móti mér og visaði mér nið-
ur i lúkar. A eldavélinni kraum-
aði vatn i stórum potfi, og
Sverrir kokkur teygði sig i
könnu á snaga yfir borðinu og
renndi i hana ilmandi kaffi.
En hvers vegna var ég þarna
kominn, —um borð i litinn linu-
bát i Þorlákshöfn seint á sunnu
dagskvöldi? Það lék þeim skip-
verjum á Freyjunni mikil for-
vitni á að vita. Reyndar vissu
þeir, að ég var blaðamaður, en
samt... ,,Nú, eitthvað verður
maður að gera i prentaraverk-
falli”, svaraði ég. „Hugmyndin
er að reyna að minnast sjó-
mannadagsins i sérstöku blaði
og i þvi blaði er tilvalið að lýsa
róðri á linubát”.
Það gekk reyndar ekki and-
skotalaust að finna bát, sem rær
með linu á þessari vertið. Mér
hafði verið sagt, að frá Suður-
nesjum reru ekki nema þrir eða
fjórir með linu, en að lokum var
mér bent á að hringja i Halldór
Þórðarson. Spurninguna um
það, hvort ég mætti fljóta með i
einn róður þurfti ekki að orð-
lengja frekar, — ég var meira
en velkominn. Og nú beið ég hér
i lúkarnum á Freyju GK eftir
þvi, að haldið yrði á miðin meb
52 bjóð að leggja og draga siðan
aftur uppúr hafinu, — annað-
hvort með fisk á hverjum öngli,
eða það sem liklegra var, fisk á
einstaka öngli.
,,En hvers vegna ert þú ekki á
netum, eins og flestir aðrir?”
spurði ég Halldór þarna niðri i
lúkarnum. „Mannskapurinn
var ráðinn á linu”, svaraði
hann, „og auk þess hafa þeir
það ekkert bera á netunum”.
Svona einfalt er það nú, og þótt
það sé kannski auðveldara að
leita ab góðum miðum á netun-
um fæst hærra verð fyrir linu-
fisk en netafisk, og ætli fisksal-
arnir kunni ekki betur að meta
hann en tveggja eða þriggja
nátta netafisk.
Það voru nú allir komnir um
borð, — auk þeirra Halldórs og
Sverris var áhöfnin Sigurður
stýrimaður og vélamennirnir
Asgeir og Árni, en sá siðar-
nefndi er ættaður úr Aðalvik
vestur, lágvaxinn og snaggara-
legur og jafn fimur i masturs-
toppnum, þegar þurfti að laga
siglingaljósin, og á dekki með
gogginn i hendi. Sverrir var
búinn að koma kostinum fyrir,
og þar til skipstjórinn tæki
ákvörðun um það, hvenær farib
yrði, og á hvaða mið, var ekkert
að gera annað en láta kaffið
streyma og andann fljúga útfyr-
ir þröngan lúkarinn, þar sem
naumlega var hægt að troðast
með kojunum til að setjast við
borðið. Þeir reyndust hafa frá
ýmsu að segja, piltarnir, en frá-
sagnarverðast og forvitnilegast
af frásögnum þeirra held ég sé
saga kokksins af þvi, þegar
hann lenti þrisvar sinnum i
sannkallaðri lifshættu á einum
mánuði.
Það var fyrir nokkrum árum,
þegar Sverrir var á sild fyrir
austan, að haldið skyldi á miðin
föstudaginn fyrir versiunar-
mannahelgi, en að sjálfsögðu
hefði áhöfnin fremur kosið að
vera i landi þá helgi en háfa sild
austur á Rauðatorgi. En á þeim
árum réð sildin ferðinni, og á
miðin var haldið. Ekki var langt
liðið á túrinn, þegar svo vildi til,
að skilrúm i lestinni brast og
báturinn fór á hliðina, en áhöfn-
in komst naumlega i bátana.
TEXTI OG MYNDIR: ÞORGRÍMUR GESTSSON
o
Sunnudagur 9. júní 1974.
-i