Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 22
ÞEGAR VERTIÐIN
hOfst Á
LOKABALLINU
Ég byrjaði humarvertiðina eig-
inlega á lokaballinu, þveröfugt
við það sem venjulegir sjómenn
gera, enda hafði ég aldrei verið á
sjó fyrr og þekkti ekkert til sjó-
mennsku nema sjóveikina. Hún
hafði nokkrum sinnum leikið mig
grátt i ferðum minum með
Vonarstjörnunni, milli Þorláks-
hafnar og Eyja, þegar ég var
smástrákur.
En hvað um það, vorið 1966
vantaði mig vinnu þegar ég kom
úr skólanum, og gekk ekki að
neinu visu. Þó lét ég atvinnuleys-
ið ekki aftra mér frá þvi að
bregða mér á sveitaball upp i
Aratungu, enda voru það ekki
nema skæðustu pestir eða
spitalalegur, sem höfðu þá
skemmtan af selfysskum jafn-
öldrum minum.
1 Aratungu var margt manna,
mikið dansað og drukkið, og Iá ég
ekki á liði minu, enginn mátti
skorast undan merkjum, utan
einn og einn, sem fenginn var til
að aka til og frá staðnum.
Eitthvað rámar mig i að hafa
tyllt mér við borð hjá nokkrum
Stokkseyringum, enda óhætt fyrir
Selfyssing að tylla sér hjá þeim
góðglöðum, þótt Eyrbekkingar
tefli sjaldan i þá tvisýnu.
Meðal annarra, þar við borðið,
var strákur á aldur við mig, Vikt-
or Tómasson. Eitthvað barst
sumarvinna i tal, og þegar Viktor
heyrði að ég væri atvinnulaus
spurði hann mig hvort ég vildi
ekki fara á sjóinn á humarbát.
Hvort ég væri nokkuð sjóveikur
og hvort ég hefði einhvern tima
stigið á skipsfjöl.
Ég minntist nú með skelfingu
sjóferöa minna með Vonarstjörn-
unni, en þær gerðu þó að verkum
að ég gat með gróðri samvisku
sagst hafa komið á sjó.
Með heldur verri samvisku
kvaðst ég ekki vera sjóveikur,
enda skákaði ég þar i skjóli sjó-
veikistaflna. Hinsvegar hraus
mér hálfvegis hugur við að ráða
mig á sjó ef aðra vinnu væri að
hafa og tók þvi heldur dræmt i all-
ar hugmyndir i þá átt. En þá kom
Bakkus til skjalanna og hefur
hann greinilega langað á sjóinn
með mér,þvi aðiokum sagði ég að
það væri allt i lagi að skipstjórinn
talaði viö inig á morgun. Það var
þá allaveganna gálgafrestur til
morguns og talsvert eftir af
kvöldinu.
Ekki man ég eftir kvöldinu og
heimferðinni i smáatriðum enda
fátt tiðinda. Það var ekki fyrr en
undir hádegi morguninn eftir að
móðir min kallaði upp til min og
sagði mér að vakna.
Ég var ekki vanur að hlaupa
eftir fyrsta kalli hennar svona á
sunnudegi, og það að undan-
gengnu laugardagskvöldi. Hún
vissi það lika, svo hún bætti við að
það væri kominn maður neðan af
Stokkseyri til að hitta mig.
Ég áttaði mig ekki strax og hélt
i fyrstu að þetta væri enn ein
brellan til að fá mig framúr. En
svo mundi ég allt saman frá
kvöldinu áður og hverju ég hafði
lofað og sumpart logið. Ég fylltist
skelfingu.
Ég reyndi að hugsa upp eitt-
hvert örþrifaráð til að bjarga mér
úr þessari klipu. Sjóveiki i heilt
sumar gengi sjálfsagt af mér
dauðum, miðað við hvernig ég fór
út úr nokkurra klukkustunda sigl-
ingum með Vonarstjörnunni forð-
um.
Loks rifjaðist upp hugmyndin
um sjóveikispillur, og smátt og
smátt sótti ég i mig kjarkinn,
klæddi mig og fór niður.
Hálft i hvoru vonaðist ég til að
skipstjóranum litist ekkert á mig
og þá væri málið úr heiminum.
Þarna sat hann þá, myndarlegur
skarpleitur maður með tinnu-
svart hár, og hógvær i framkomu.
Þetta kom mér alveg á óvart,
ég hafði imyndað mér bátaskip-
stjóra sem þybbna svarka, I
duggarapeysum, með sixpensara
og ruddalega.
Ekki var mér fuilkomlega ljóst
hvort þetta óvænta útlit skipstjór-
ans hafði betri eða verri áhrif á
mig i fyrstu.
Yfir kaffinu fórum við að rabba
saman og kunni ég strax vel við
manninn, en ekki kunni ég eins
vel við áhyggjusvipinn á andliti
móður minnar. Hún var greini-
lega áhyggjufull yfir þvi sem ég
var nú að flækjast inn i, enda
hafði hún ásamt föður minum oft-
ar en einu sinni staðið I þvf að
velta mér grænum og gulum af
sjó'veiki upp á bryggju úr Vonar-
stjörnunni.
Það varð úr að ég réði mig til
reynslu á Hólmstein AR-27, undir
stjórn Tómasar Karlssonar. Ekki
var sjóveður þennan daginn og
sagðist Tómas hringja i mig þeg-
ar gæfi, og þá tæki ég rútuna nið-
ureftir.
Hugur minn varð strax rórri,
enda ætlaði ég strax morguninn
eftir i apótekið og kaupa mikið af
sjóveikispilium.
Mánudagsmorgunninn kom, og
ég svaf þar til móðir min kallaði á
mig og sagði að ég yrði að flýta
mér á rútuna til að ná, þvi Tómas
hefði hringt. Ég þaut framúr, þvi
örugglega ætlaði ég að ná apótek-
inu áður en ég færi i þessa fyrstu
veiðiferð.
Gæfan blasti ekki við mér þvi
ég varð að stökkva inn i bilinn,
töflulaus, ef ég ætlaði að vera
með. Þar fór i verra, hugsaði ég.
Þegar til Stokkseyrar kom, tók
Tómas á móti mér og fórum við
þegar i Kaupfélagið til að kaupa á
mig sjógalla, og fórum svo strax
niður á bryggju.
Þarna var þá Hólmsteinn. Ljót-
ur fannst mér hann vera þótt sú
skoðun hafði siðar breyst. Hann
var 30 tonna smábátur, nokkuð
gamall, en með nýlegri vél.
ösköp venjulegur smábátur með
brúnni aftantil, hekkbyggður.
Lúkarinn frammi með átta koj-
um, þverhniptum stiga upp á
dekkið og oliukabyssa, sem mér
leist ekkert á.
Það er nú það, hugsaði ég, likt
og Bjarni Guðnason sagði, þegar
Ólafía féll. Mér fannst lyktin vond
og hún, ásamt hreyfingu bátsins
við bryggjuna, lögðust illa i mig.
Þvi siður leist mér á blikuna þeg-
ar ég frétti að venjulegur veiðitúr
tæki þrjá sólarhringa, enda væri
tekinn is um borð til að halda
fisknum og humarnum ferskum.
Mulinn Is fengum við um borð
frá frystihúsinu, og gengum frá
honum i stiur i lest. Lestin var svo
grunn að vart var hægt að standa
þar uppréttur, og þar sem ég
reyndi nú að sýnast duglegur þeg-
ar verið var að ganga frá isnum,
uggði ég ekki að mér og rak haus-
inn upp undir bolta niður úr dekk-
inu.
Fyrst sá ég stjörnur, svo kom
svolitill verkur, og þegar betur
var að gáð, var ég kominn með
myndarkúlu. Um þetta leyti kom
kokkurinn um borð með kostinn,
en ekkert var hægt að geyma
frosið um borð, aðeins kælt i lest-
inni.
Þegar Boggi kokkur, Tómas,
Hallgrimur vélstjóri, Aðalsteinn
háseti, ég, isinn og olian, voru
komin um borð, var leyst frá og
ferðin hafin. Ekki skil ég enn
þann dag I dag, hvernig Tómas
komst alltaf klakklaust og örugg-
lega I gegnum skerjagarðinn fyr-
ir utan, alltaf jafn rólegur, og það
var lfka Dollarpipan, sem hann
tottaði af mikilli tryggð.
Ferðinni var heitið á Leirinn,
en svo nefndust mið austur af
Vestmannaeyjum. Þegar lagt er
af stað frá Stokkseyri sést aðeins i
toppana á Vestmannaeyjum, en
eftir þvi sem á siglinguna leið
sást meira og meira af þeim.
Samkvæmt fyrri lögmálum átti
ég nú að vera orðinn sjóveikur, en
einhvern tima sagði mér einhver
að ef maður hugsaði aldrei um
sjóveikina og væri ekki að biða
eftir að hún kæmi, þá yrði maður
ekki sjóveikur.
Þvi hélt ég mig mikið uppi i
brú, ráfaði um bátinn og skoðaði
alla hluti i krók og kring. Einhver
fiðringur var þó i maganum.
Hús fóru að sjást i Eyjum, svo
Eiðið og loks sigldum við austur-
fyrir og vorum komnir á Leirinn.
Fleiri bátar voru þar, sem benti
til að yfir einhverju væri að
hanga.
Aldrei þýddi að kalla upp næsta
bát og spyrjast fyrir um afla „0,
þetta er bölvaður tittlingaskitur”
var jafnan svarið, hvort sem
mokveiði var eða ekki.
Hinsvegar skiptust litlir hópar
báta á upplýsingum á dulmáli,
sem enginn skildi nema einn úr
hópnum. Dulmálið var i manna-
nöfnum. Jón Pétur, gat t.d. þýtt
að ekki hefðu fengist nema þrjár
körfur af slitnum humri úr sið-
asta kasti, og þvi ekki ráðlegt fyr-
ir aðra úr hópnum að færa sig
þangað.
Albert Gunnar gat t.d. þýtt sex
Eftir
Gissur Sigurðsson
VEITINGAHUSIÐ NYIBÆR
Sendir öllum sjómönnum,
og fjölskyldum þeirra
árnaðaróskir
i tilefni Sjómannadagsins.
Veitingahúsið Nýibær
Siðumúla 34 Simi 30835 — 83150
körfur, en það var mjög gott, og
eftir svoleiðis skeyti fór maður
von bráðar að sjá kunningjabáta.
Stokkseyrarbátarnir áttu sitt lok-
aða kerfi.
Þá var komið að veiðiskapnum
sjálfum. Ekki hafði ég minnstu
hugmynd um, i hverskonar
veiðarfæri humar er veiddur, og
eftir að ég frétti að hann væri
veiddur i troll eða botnvörpu, var
ég heldur engu nær þar sem ég
vissi ekki hvað troli var. Reyndar
vissi ég sáralitið um humar lika.
Menn fóru að gera sig til við
einhverja netadræsu við annan
borðstokkinn, svo ég fór að gera
það lika. 1 sameiningu köstuðum
við tróllinu fyrir borð, en siðan fór
kokkurinn og vélstjórinn á spilið,
ég og hinn hásetinn á hlerana,
eins og kallað er.
Þeir voru lásaðir við gálgana
tvo, á sömu siðu, annar aftantil og
hinn framantil. Þar sem botn-
varpan er einna likust stórum
netpoka, sem tveir virar liggja i,
gefur auga leið að pokinn væri
alltaf lokaður þegar dregið er, ef
ekki kæmi eitthvað annað til.
Það voru einmitt hlerarnir,
sem við Alli vorum við. Hlutverk
okkar var að lása þá úr gálgunum
og láta þá fara með trollinu á
réttu augnabliki. Siðan þegar
strekkist á, ofan i botni, leita
hlerarnir i sitthvora áttina, og
halda þannig trollinu opnu, sem
dregst eftir botninum, en þar er
humarinn. Allt er þetta eiginlega
eins og smækkuð mynd af togara.
Trollið var komið út, og ég var
farinn að skilja gang mála. Þá
hófst fyrsta togið. Venjulega var
togað i fjóra tima þegar lftið var
að hafa. Þannig liðu sólarhring-
arnir, hift upp á fjögurra tima
fresti, trollið tæmt og þvi komið
út aftur, gert að, þvegið og gengið
frá fisk og humri i is i lestinni.
Hver tegund sér.
Þegar fyrst var komið að þvi að
hifa upp trollið beið ég með nokk-
urri eftirvæntingu, ég held að
veiðimaðurinn hafi þá strax verið
kviknaður i mér, eitthvað sem
gerir sjómennsku spennandi.
Vonin um aflann og gleðin þegar
hann fæst, eða vonin um að betur
gangi næst, þegar miður gengur.
Það var tiltölulega fljótlegt að
læra handtökin við að ná trollinu,
og ef ég man rétt, þá voru tveir
eða þrir pokar i fyrsta halinu, svo
ég var altént ekki nein sérstök
fiskifæla.
Pokarnir voru hifðir inn hver af
öðrum og losaðir i stiu á dekkinu.
Þar við hliðina var svo renna i
mittishæð. Þegar trollinu hafði
verið komið út aftur fór einn okk-
ar i stiuna, þar sem aflinn var, og
mokaði nokkrum göfflum af
humri og fiski upp i rennuna, þar
sem við hinir biðum albúnir,
vopnaðir beittum flatningshnif-
um og vantsþéttum vettlingum.
En hvaða bölvuð skrimsli voru
þetta eiginlega, og það bráðlif-
andi ofan á allt. Nú hurfu allar
áhyggjur af sjóveiki og sjóveðri
út i veður og vind, og það ekki fyr-
ir ekkert, þvi þetta var eitthvað
það versta sem ég hafði komist i.
Af mikilli varfærni tók ég utan
um halann á einum humrinum, og
lyfti honum ofur varlega upp úr
rennunni. Ég var búinn að sjá
hvernig hinir slitu humarinn i
tvennt, þar sem haus og hali
mættust, hentu hausnum og klón-
um fyrir borð, en halanum i körfu
á dekkinu, i sitthvora körfuna eft-
ir stærðum.
Mér virtist humarinn dauður og
mér létti strax og ákvað að
bregða vinstri höndinni utan um
haus og klær og snúa i sundur.
Tekur kvikindið þá ekki við-
bragð mér að óvörum, og ekki
veit ég hvort humarinn eða ég
fálmuðum meira þessi skelfilegu
augnablik.
Ég ætlaði fyrst að kippa að mér
hendinni, en rakst þá á naddinn,
sem stendur fram úr haus hum-
arsins, og stakk mig duglega.
Kippti ég þá hendinni aftur
fram, og það næsta sem ég sá, var
að klær kvikindisins lágu i lófa
minum, svo ég ákvað að taka um
þær, og snúa uppá.
Hikið var aðeins of mikið, en
humarinn hikaði ekki þegar hann
læsti öðrum bitarminum utanum
visifingur hægri handar.
Skipti engum togum að klærnar
gengu i gegnum þykkan vinyl
vettlinginn, og sá ég nú mér til
0
Sunnudagur 9. júní 1974.