Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 12
,,Hvað ert þú nu að gera i sum- ar. Gissúr minn?” spurði gömul frænka min mig sumarið 1967, enda valt á miklu að ná sér i góða vinnu á sumrin, milli skóla. ,,Ég er á sjónum”, svaraði ég, og taldi þar með vist, að gamla frænkan yrði nokkuð stolt af mér þar sem bræður hennar og forfeð- ur höfðu verið hver öðrum dug- legri sjómenn. ,,Og hvað gerir þú nú um borð”, hélt frænka min áfram, greini- lega sátt með vinnu mina. ,,Ég er aðallega á jarðýtu, talsvert á krana, svo er maður mikið i end- unum og sitthvað fleira”, svaraði ég af hreinskilni. Frænku mina rak i rogastans yfir þessari ósvifni minni, vatt upp á sig, og horfði þegjandi og háleit i aðra átt, án þess að yrða meira á mig i það skiptið. Hún hélt, blessuð gamla konan, að ég væri að gera grin að henni, þvi i hennar huga var sjómennska alit annað en það, sem ég taldi upp. Hún heföi skilið ef ég hefði sagst vera netamaður, pokamað- ur, ynni i lest við að stia og isa fiskinn, væri aðallega á dekki við aðgerð o.s.frv. Það var siður easvo ásetningur minn að móðga gömlu frænku mina með útúrsnúningum, þótt hún tæki það þannig, heldur stundaði ég einfaldlega einhverja óvenjulegustu sjómennsku, sem stunduð hefur verið hér við land fyrr og siðar. Ég hefði t.d. i fullri alvöru get- að orðið sjóveikur á jarðýtu, ef ég væri ekki einn af þeim heppnu, sem ekki finn fyrir sjóveiki leng- ur. Þetta var i suttu máli einhver ævintýralegasta útgerð, sem ég hef vitað til. Hún hófst skömmu áöur en ég losnaði úr skólanum og henni var hætt skömmu eftir að ég fór aftur i skólann að hausti. Það var ævintýrablær yfir henni hvernig sem á hana var lit- ið. Þurfti ekki að lita lengra en til mannsins, sem stjórnaði henni, en það var Kristinn Guðbrands- son i Björgun, sem lent hefur i mörgum ævintýrum við bjargan- ir skipa umhverfis allt landið. Þá var ekki siður ævintýrablær yfir skipinu, sem hét þá Grjótey og var i eigu Björgunar h.f. t dag- bókum þessa tæplega tvö þúsund tonna skips, sem var innan við tiu ára gamalt, mátti sjá, að það hafði þvælst hreint um allan heim undir nafninu Susanne Reith, og aldrei orðið fyrir skakkafalli fyrr en það kom til Islands árið 1965. Þá átti það m.a. að losa vörur á Raufarhöfn, en ekki tókst sigling- in þangað betur en svo, að skipið steytti á skeri, skammt frá pláss- inu og kolfestist þar. Gengu sögur um að Bakkus hefði átt sinn þátt i þessu strandi. Mannbjörg varð, enda stóð skipið rétt á skerinu. Erlendir trygginga- og björg- unarsérfræðingar töldu skipið af, eftir að hafa kannað aðstæður, en Kristinn, Kiddi i Biörgun, keypti þá skipið á slikk. Þar sem Kiddi átti nú orðið skip og það var strandað við Raufar- höfn, lá beint við fyrir honum, að bjarga þvi. Hvað annað? Kristinn lét hina erlendu sérfræðinga ekki hræða sig, hélt norður með vinnu- flokk og sagaði skipið í sundur i miðju, eða þar sem skérið gekk upp i það. Siðan dró hann sitthvorn helm- inginn af skerinu og nældi þeim svo aftur saman. Þegar hann ætl- aði að fara að draga afturendann af skerinu, komu upp þau vand- ræði, að hvergi var hægt að setja trossu i örugglega fast, á landi. Kristinn hugsaði málið um stund, en sá svo hvar grunnur kirkjunnar á staðnum var steypt- ur, og þar skellti hann trossunni utan um. Vegna virðingar fyrir heilögum anda, setti Kiddi mann á vakt við guðshúsið, þegar átak kæmi á trossuna, og skildi sá reka upp öskur mikið, ef kirkjan færi af stað undan átakinu. Til þess kom þó ekki, og Susanne var siglt til Reykjavikur og geymd i fjörunni i Vatnagörðum, þar til ákvarðanir höfðu verið teknar um viðgerð. Var henni siðan siglt út, þar sem hún var lengd og lagfærð i hvfvetna. Þar var lika settur á hana heljastór Priestmann krani miðskips. Að þvi loknu kom skipið aftur til Islands, eins og nýtt, og hét nú Grjótey. Var henni siglt beint inn i Hvalfjörð, þar sem kraninn var ræstur og fór að moka möl af sjávarbotni upp i lestar skipsins. Þegar skipið var komið með sildarhleðslu eða loðnuhleðslu, eins og þaðnefnist vistnú, var þvi siglt til Vestmannaeyja, þar sem mölinni var mokað beint á vöru- bilspalla sem byggingarefni. Um þetta leyti var Menntaskól- anum aðLaugarvatni að ljúka, og eftir venjulega ferð með Ólafi Ketilssyni niður til Selfoss, nokkra kossa framan i foreldr- ana, fór maður að hugsa um vinnu. Þetta sumar var erfitt að fá sumarvipnu, hvað þá vel borg- aða, en á miklu reið að hafa sem mest upp yfir sumarið. Tók ég þvi með þökkum þegar móðurbróðir minn, Ágúst, bauðst til að koma mér á togara. Fór ég til Reykjavikur og fór að búa ínig út sem togarasjómann. Ég rölti niður á höfn og sá þar ryðgaðan og ljótan nýsköpunartogara, en þrátt fyrir það tókst mér að lesa nafnið, Egill Skailagrimsson. Hann er nú sokkinn. Heldur fór þessi sjón i gegnum mig og vonaði ég hálft i hvoru, að ég fengi ekki pláss þar. Áfram rölti ég um höfnina og sá þar m.a. myndarlegt flutningaskip, Grjót- ey. Mér þótti skipið svo myndar- legtog kraninn svo tilkomumikill, að ég lét mér ekki koma til hugar, að stráklingur eins og ég, fengi þar pláss. Á svona skipi væri ekki pláss fyrir strák, sem aðeins hafði verið eitt sumar á humar- pung á Stokkseyri, eins og ég hafði verið. Daginn eftir hringdi frændi minn i mig og sagði, að ég fengi pláss á Agli Skallagrimssyni og færi hann um miðnætti. Það var þá það, hugsaði ég og bjó mig i að eyða deginum i eitthvert dundur áður en ég legði upp i fyrsta tog- aratúrinn minn. Um kvöldmatarleytið fékk ég SUSANNE REITH frá Hamborg strandabi á Raufarhöfn haustið 1965 og var tatið ónýtt. og flotsetti i tveimum hlutum, sauð þ; ■ntan af+i ir nn nafn cUininii nv+fr nafn nr ciaman 0 Sunnudagur 9. júní 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.