Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 3
. Eftir að hafa velkst um stund i björgunarbáti á sjónum var þeim bjargað um börð i annan sildarbát, og siðan var haldið i land. Þar beið útgerðarmaður- inn eftir þeim með hressingu og þurr föt. Hýrnaði heldur yfir piltunum, þegar hann dró upp tvær brennivinsflöskur til að taka úr þeim hrollinn, og þarf ekki að orðlengja það, að þeir eyddu helginni i Vaglaskógi. Seinna þetta sama sumar var Sverrir að landa úr bát sinum i Keflavik og var við lúguna. Ein- hverra hluta vegna færði hann sig frá lestarlúgunni einmitt i þann mund þegar vörubillinn bakkaði að bátnum. Skipti það engum togum, að billinn stöðv- aðist ekki á bryggjutrénu, held- ur hélt viðstöðulaust áfram og skall á dekkinu, einmitt þar sem Sverrir hafði staðið andar- taki fyrr. t þriðja háskanum lenti Sverrir skömmu seinna i r'óðri, þegar verið var að leggja lin- una. Dimmt var af nóttu, þegar hann var á leið með linubala framá, og var dálitil ylgja. Svo hagaði tilábátnum, að lunningin var fremur lág, og i veltingnum gætti Sverrir sin ekki og rann með balann útbyrðis. Hann sleppti balanum strax, en stakkurinn þandist út og hélt honum á floti, en báturinn hvarf úti myrkrið. Sverrir sá að ekk- ert dugði annað en vera rólegur og biða' þess, sem verða vildi, en samt sagðist hann ekki hafa getað varist þeirri hugsun, að svona væru þá endalokin. í um það bil stundarfjórðung flaut Sverrir þarna bjargarlaus úti á rúmsjó i náttmyrkri, en loksins sá hann grilla i hann úti i myrkrinu. 1 fyrstu varð enginn um borð i bátnum var við hvarf Sverris, en að lokum söknuðu þó skipverjar balans, og einhver mundi eftir að hafa séð hann siðast i höndum Sverris. Og þar sem Sverrir fannst ekki heldur var snúið við að leita, en það var ekki auðvelt þvi engir ljóskast- arar voru um borð. En það sem varð til þess, að þeir fundust fljótandi á sjónum, Sverrir og balinn, voru endurskinsmerki á stakknum þess fyrrnefnda. A meðan við röbbuðum þarna i lúkarnum fór Halldór skip- stjóri afturi brú, og þegar hér var komið frásögnum kokksins kallaði hann ofanaf dekki, að hann skyldi stilla vekjaraklukk- una á fimm. ,,Hann ætlar stutt”, sagði stýrimaðurinn, „liklega fer hann bara hérna suðurfyr- ir”. — Þetta reyndist vera rétt hjá stýrimanninum, enda hafði ekki gengið rétt vel á Selvogs- bankanum i vikunni áður og eðlilegt að leita nú á önnur mið. Klukkan glumdi rétt fyrir fimm og kokkurinn snaraðist framúr og fór afturá til að ræsa véla- mennina og skipstjórann. „Ertu búinn að fá þér kriu?” spurði skipstjórinn, þegar hann kom frami að fá sér morgunsopann. Ég greip ekki strax þetta orða- tiltæki, en siðar hugleiddi ég það nokkrum sinnum, þegar ég upp- götvaði, að það má nota yfir svefnvenjur sjómanna á land- róðrabátum yfirleitt. Þeir eru einlægt að fá sér kriur, — eða hænublund einsog við land- krabbarnir segjum. Þetta kvöld átti að róa uppúr miðnætti eins- og venjulega, en þar sem brott- frin dróst á langinn, flæddi und- an bátnum, þvi hún er grunn Grindavikurhöfn. Þá fékk mannskapurinn sér kriu þar til flæddi undir bátinn aftur. Loksins var kastað lausu og haldið i rennuna. Eins og allir vita er innsiglingin i Grindavik- urhöfn erfið og varla fyrir aðra en þaulkunnuga að fara þar um. Til vitnis um það eru ryðgaðir bátsskrokkar á báðar hendur, þegar útúr hafnarkjaftinum kemur; Gjafar frá Vestmanna- eyjum á aðra höndina, en Kópa- nes á hina. Báðir nýlegir og fallegir stálbátar þar til þá rak þarna upp, og þeir velktust und- an briminu og lömdu botninum i stórgrýtið. Það var klukkutima stim á miðin, og áttin austur af suðri, — tiu milur frá landi að þeim stað þar sem byrjað var að leggja, og lagt aðrar tiu milur, beint af augum. Lina, sem land- róðrabátur leggur, er nefnilega ekkert smásmiði: landkröbbum til glöggvunar á lengd hennar má geta þess, að sé byrjað að leggja hana á ytri höfninni i Reykjavik næði hún alla leið uppá Akranes. Það er furðulegt ókunnugum að horfa á linuna rekja sig við- stöðulaust uppúr bölunum og renna eftir linurennunni, eða karlinum, eins og hún er stund- um nefnd, þar sem þunginn á béitunni slengir taumunum þráðbeint uppi loftið þangað til allt hverfur ofani sjóinn. Þannig gengur lögnin fyrir sig i stifan klukkutima, hver öngullinn hef- ur sig á loft með sildarbitann sinn, og það gengur kraftaverki næst, að það skuli vera unnt að leggja linuna þannig i balana,að önglarnir krækist ekki i hana og kippi henni með sér. Þegar búið var að leggja lin- una fengu menn sér kriu, nema kokkurinn, sem átti baujuvakt- ina, og áður en skipstjórinn lagði sig ákvað hann, áð byrjað skyldi að draga klukkan hálf ell- efu. Þangað til voru fjórir og hálfur timi. Þegar ég kom uppá dekk aftur var Sigurður stýrimaður búinn að taka inn endabaujuna og byrjaður að draga inn færið. Ég kom mér fyrir með myndavél- ina við lunninguna, tilbúinn að mynda fyrsta fiskinn. Hann lét ekki lengi biða eftir sér, eftir að byrjað var að draga sjálfa lin- una; fyrst glytti i eitthvað hvitt, sem ógjörningur var að gera sér grein fyrir hvað væri. Loks kom þetta flykki uppá yfirborðið. „Þetta er ýsubulla”, sagði Sig- urður stýrimaður um leið og hann færði gogginn i hana og slengdi henni innbyrðis. En linan var eftir sem áður óráðin gáta, hvað hún ætti eftir að draga uppúr djúpinu þennan daginn vissi raunverulega enginn, þótt þeir væru ekkert að liggja á þvi sjómennirnir, eftir að fyrstu metrarnir af linunni höfðu hringað sig ofani balann, að þeim litist ekki meira en svo á aflabrögðin. Þeir fá slikt á til- finninguna furðufljótt, piltarnir, eftir að byrjað er að draga lin- una. „Þetta er alveg dautt”, sögðu þeir, „gott ef við fáum þrjú eða fjögur tonn”. „Þetta hefur verið bölvaður reytingur undanfarið”, sagði Halldór skipstjóri, þegar ég kom uppi brú til hans þar sem hann stóð i andófinu. „En fyrir páska var smá glæta. Þá feng- um við nokkrum sinnum þetta sextán og sautján tonn i róðri. En annars hafa alltaf verið fjandans brælur eða ekkert fiskiri, alla vertiðina, og við er- um ekki komnir með nema 320 tonn, sem er helmingi minna en á aliri vertiðinni i fyrra, fram til fimmtánda maí”. Við aflaleys- inu er ósköp litið hægt að gera, nema þreifa sifellt fyrir sér og reyna að leggja linuna þar sem fiskurinn er. Það er lika stórt atriði að nota góða beitu, og beitan, sem þeir nota á Freyj- unni kostar 50 þúsund krónur tonnið. Góð sild er ekki gefin þessi árin. Til þess að fá fyrir beitunni verða þeir að fiska rúmlega tonn, en svo mikilvægt er að hafa góða beitu, að hún þýðir oft allt að tveimur tonnum meiri afli en léleg beita. „Matur”, kallaði nú kokkurinn um leið og han kom uppúr lúk- arnum, kominn i stakk og klof- stigvél. Eins og flestir aðrir um borð gegndi hann tveimur störfum, — hlutverki yfirmanns og háseta. Á meðan hinir fóru niður til skiptis og gæddu sér á kjötbollunum hans var hann á goggnum, eins og þeir kalla það. Enginn sér hann nokkru sinni borða matarbita frekar en (Ju Laxness. Dagurinn sniglaðist áfram með svipuðum hraða og linan var dregin uppúr sjónum og i takt við skröltið i dráttarkarl- inum. Fyrst um morguninn hafði verið sléttur sjór, svo bát- urinn hreyfðist varla, en uppúr hádeginu fór hann að velta, og það fór að verða erfitt fyrir land krabba að athafna sig og fara ferða sinna. En það var undra- vert að fylgjast með sjómönn- unum, — sjá hvernig þeir stigu ölduna einsog umhugsunarlaust og hölluðu sér á móti hreyfing- um bátsins likt og þeir væru að stiga framúr rúminu sinu á sól- skinsdegi i landi. Þeir skiptust á um að standa með gogginn og innbyrða fisk- inn, sem linan mjakaði uppúr sjónum. Það voru ýsur, þorsk- ar, löngur og keilur með mag- ann standandi útum kjaftinn, ein og ein lúða, fáeinir steinbit- ar og stöku tindabykkja, sem fleygt var i sjóinn jafnharðan þar til ég bað þá blessaða að hirða hana og gefa mér; tinda- bykkja, steikt á sama hátt og koli, er mesta hnossgæti. Litið var um verulega stórar ýsur og myndarlega golþorska, en þó skutu þeir upp hausnum öðru hverju, allt uppi tiu til fimmtán kilóa fiskar, en stærsta langan áiitu þeir, að væri um tuttugu kiló, og hún var á lengd við Sig- urð stýrimann, þegar hann lyfti henni upp svo ég gæti myndað hana áður en hún hvarf ofani lestina. Það tekur vanalega um niu tima að draga linuna, miðað við, að aflinn sé sæmilegur. En þegar menn standa við borð- stokkinn og horfi á linuna silast upp, og hver taumurinn á eftir öðrum kemur án þess að litið hafi verið við beitunni, eða að- eins þarablað hefur krækst á þá, er freistandi að teygja sig i hjól- ið, sem hefur stjórn á hraða spilsins, og herða á þvi. Með þvi móti styttist sá timi, sem menn standa aðgerðarlausir i velt- ingnum úti á hafi, og vinnst i staðinn kannski klukkutima hvild. i landi. Heita mátti, að sjóndeildar- hringurinn væri þakinn bátum, litlum og stórum. Skipstjórarnir styttu sér öðru hvoru stundir við að ræða saman um radióið, en samræðurnar voru heldur ein- hæfar. „Það er steindautt, — ekki kvikindi”, sögðu þeir. Or austurátt sigldi togari inn á milli netabátanna, og þegar hann kom nær sáu menn, að hann var breskur. Hann öslaði framhjá, þungur i sjó og hvarf aftur á milli netabátanna útvið sjóndeildarhringinn i vesturátt. Klukkan var langt gengin sjö um kvöldið, þegar búið var að draga linuna og blóðga aflann. Það hafði tekið um klukkutima skemmri tima að draga nú en venjulega. „Þeta eru liklega tæp fjögur tonn”, sögðu þeir og létu það ekki koma sér á óvart. Þarna var greinilega ekkert að hafa, og næst yrði að reyna ann- ars staðar i þeirri von að vinnan beri árangur. Úr þessum túr fær mannskapurinn lágmarkslaun, eða tryggingu, eins og það er kallað, — en útgerðin tap. Stýrimaðurinn stóð vakt á heimstiminu og stillti strikið inná sjálfstýringuna. „Hvers vegna ert þú sjómaður?” spurði ég og bjóst við svari á þá leið, að sjómennskan hafi heillað hann frá barnæsku. En svarið var: ,,Ég get ekki fellt mig við að vinna i timavinnu, — vaknað á vissum timum og hætt að vinna á vissum timum. Það á ekki við mig. Svo er alltaf vonin i góðar tekjur, og ég fann það greini- lega fyrir nokkrum árum, þegar ég var rúmt ár i landi, hvað sjó- mannafrádráturinn lækkar skattana mikið”. Vist er hægt að hafa góðar tekjur á sjónum, — en oft eru þær rýrar fyrir mikla vinnu og litinn svefn. Sverrir kokkur, sem hefur lent i vélarbilun i Noregi, sagði ein- hvern timann, þegar talið barst að fiskverðinu, að sjómönnum þar þætti alls ekki svo slæmt að koma iland með fjögur tonn. Og á rækjunni róa þeir stundum ekki nema annanhvern dag, þegar vel veiðist, til þess að fylla ekki markaðinn og halda verðinu þannig uppi. Það leið ekki á löngu þar til reykurinn frá fiskimjölsverk- smiðjunni i Grindavik kom i ljós, og smám saman spratt þorpið uppúr landinu. Það voru allmargir bátar komnir að, þeg- ar við lögðumst að gömlu tré- bryggjunni aftur, og með rökkr- inu mundu ljósin taka að lýsa upp þessa litlu borg á ný. Næst var fyrir höndum að skipa upp bjóðunum og taka önnur beitt i staðinn; 52 talsins. Aflanum þyrfti lika að landa, þótt litill væri. Gengi þetta allt saman fljótt fyrir sig var hugsanl. að áhöfnin fengi þriggja tima svefn þar til farið yrði i næsta róður, einhvern timann uppúr mið- nættinu. Spáin vr reyndar ekki uppá hið besta, — hún hljóðaði uppá suðaustanátt og rigningu, svo kannski fengju þeir fridag. Ef hann yrði ekki þvi hvassari ætluðu þeir þó að reyna að fara norðurfyrir Reykjanesskaga i skjól og landa þá i Garðinum. Þaðan er styttra heim til Kefla- vikur, svo annað kvöld gætu þeir kannski skroppið heim til konunnar i kaffi á milli róðra. En þetta þurfti skipstjórinn að vega og meta. Mennirnir þurftu að fá sitt og útgerðin getur ekki tapað endalaust. Það eru lika takmörk fyrir þvi, hvað má bjóða mönnum og báti. — Sjó- mannslifið er nefnilega ekki eingöngu „ástir og ævintýr” einsog einhver snjall náungi komst að orði og var hrósað fyr- ir, —liklega er minnst af sliku. Það er meira um velting og brælu, litinn fisk og mikla vinnu. Sunnudagur 9. júní 1974, ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.