Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 30

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 30
SENDUM SJÓMANNASTÉTTINNI HEILLAOSKIR í TILEFNI SJOMANNADAGSINS UAFSKIP H.F. HAFNARHUSINU REYKJAVIK SIMNEFNI: HAFSKIP SIMI 21160 ELEKTRA NETASPIL FÆRAVINDUR M Hefi hafið framleiðslu á vökvadrifnum netaspilum og færavindum. Hringið. ELLIÐI NORÐDAHL GUÐJÓNSSON Pósthólf 124, Garðahreppi. Simar 4 27 96og4 28 33 Sendum islenskum sjómönnum bestu kveðjur i tilefni af sjómannadeginum. RAFN H.F. Sandgeröi Sendum sjómannastéttinni heillaóskir i tilefni sjómannadagsins. MATVÆLAIÐJAN H.F. Bíldudal BÍLAR OG UMFERÐ UMSJÓN: Seint ætla þeir að læra Þaö ætlar að ganga seint að lemja inn i höfuð reykviskra ökumanna og annarra, sem mikið aka um götur Reykja- víkur, hvernig notkun akreina er hugsuð. Hugmyndin er i stuttu máli sú, að menn skulu halda sig sem mest á hægri akrein, en ef beygja á til vinstri á að færa bilinn yfir á vinstri akrein i tæka tið. Út af þessu má bregða, þegar um- ferð er það mikil, að hægri ak- reinin annar ekki umferðinni, en þá er sérstaklega mikil- vægt, að hægfara ökutæki haidi sig I lengstu lög á hægri akrein. Skilningsleysi á þessari ein- földu reglu um akstur á göt- um, sem skipt er I tvær eða fleiri akreinar, er einn af mestu bölvöldum i umferðinni i Reykjavik. Það þarf ekki annað en fara á breiðgötu eins og Kringlumýrarbraut til að sjá furðulegan sofandahátt þar sem hægfara ökutækjum er ekið hlið við hlið á 30—40 km hraða. Þetta veldur þvi, aðþeirsem vilja fara hraðar yfir reyna sifellt að skjótast á milli þessara hægfara farar- tækja, en af þvi skapast að sjálfsögðu mikil hætta. Með hægfara ökutækjum á ég ekki einungis við stóra vörubila, heldur einnig fólks- bila. Það eru til furðumargir „sunnudagabilstjórar”, sem virðast ekki láta umferðina koma sér við en sigla sinn sjó á þeim hraða og þeim stað á götunni sem þeim hentar, eins og þeim hafi aldrei verið kenndar umferðarreglur. Sumum ökumönnum hefur reyndar aldrei verið kennt að aka eftir akreinaskiptum göt- um, en það er engin afsökun, — með hæfilegum skammti af heilbrigðri skynsemi ætti hver maður að geta fundið út, hvernig á að fara að þvi. Eða er það fyrirgefanlegt fyrir sakir vankunnáttu, þegar menn koma akandi eftir hægri akrein og beygja svo skyndi- lega þvert yfir þá vinstri inn á hliðargötu? Að sjálfsögðu er það hverj- um manni i sjálfsvald sett, hvort hann ekur hægt eða hratt. Hámarkshraði er á- kveðinn með lögreglusam- þykkt, og engan er hægt að neyða til að brjóta reglur um hámarkshraða þótt sumsstað- ar takmarki þær umferöar- hraðann um of að minu áliti. Hinsvegar eru engar reglur til um lágmarkshraða, sem þó eiga fullan rétt á sér. Eins og ég drap á hér aö framan geta þeir valdið stór hættu, sem aka mjög hægt, þótt draga megi úr þeirri hættu með þvi, að allir slikir hægfara öku- menn haldi sig skilyrðislaust á hægri akrein, nema þeir ætli að beygja til vinstri á næstu gatnamótum. Það nýjasta í öryggismálunum: Oryggisbólstrun frá Ford í stað loftpoka A alþjóðlegu öryggismálaráð- stefnunni (ESV-ráðstefnunni), sem hófst i London fyrir stuttu, kom berlega i ljós, að þungu, eyðslufreku öryggisbilarnir, sem voru alls ráðandi á öllum bilasýningum til skamms tima, hafa vikið fyrir léttari og hag- kvæmari útfærslum á öllum ör- yggisbúnaði. 1 kjölfar oliukreppunnar hafa komið auknar kröfur um hag- kvæmni, bæði i rekstri bila og framleiðslu, og afleiðingin er sú, að nú leggja bilaframleiðendur aðaláherslu á öryggisbúnað, sem hefur hámarks notagildi, án þess að þörf sé á gjörbreyt- ingum á núverandi grund- vallarútliti bifreiða. Sýningarbás Ford á bilasýn- ingunni, sem sett var upp i tengslum við ráðstefnuna, sýndi þetta einna ljósast. Hann auð- kennist af raunsæi og tilfinningu fyrir þeim möguleikum, sem nútimaframleiðsluhættir veita, og sérstaka athygli vakti nú gerð af bólstrun, svonefnd ör- yggisbólstrun, sem er upprunn- in hjá öryggisdeild Ford i Evrópu. öryggisbólstrun er svonefnt „óvirkt öryggistæki” og er ætl- að að vera til viðbótar þvi ör- yggi, sem öryggisbeltin veita. Fjöldi tilrauna með ýmiss konar „óvirk öryggistæki” hafa verið gerðar á undanförnum árum og meðal þeirra er loftpokinn, sem hefur vakið mikla athygli. Loft- pokanum er komið fyrir framan við ökumann og farþega, og við árekstur fyllist hann sjálfkrafa af lofti og þenst út á sekúndu- broti þannig að fólkið lendir mjúklega á honum i stað þess að skella á stýri, mælaborði, fram- rúðu eða sætisbaki. Tæknilega séð er þetta góð lausn, en þó hef- ur loftpokinn marga galla. I fyrsta lagi reyndist pokinn sprengja bæði rúður bilsins og hljóðhimnur fólksins, þegar hann þenst út, og ennfremur er hann aðeins nothæfur einu sinni, — sé um margfaldan árekstur að ræða veitir hann aðeins vörn við fyrsta höggið. Og enn einn mikill ókostur: Allt þetta fyrir- komulag er mjög flókið, og mjög erfitt er að koma i veg fyr- ir, að pokarnir geti þanist út fyrirvaralaust, án þess að um á- rekstur sé að ræða. Auk þess er þetta loftpokafyrirkomulag mjög dýrt. Af þessum ástæðum hefur verið unnið lengi að þvi hjá Ford að fullkomna svo bólstrun á sæt- um og mælaborðum, að það geti komið i stað loftpokanna. Nú er Er þetta brandari eða hvað? Fljóttá litið virðist framparturinn snúa aft- ur og afturparturinn fram, en það er þó ekki svo. Hins vegar er þessi bíll, sem ber nafnið Fascination, gerólíkur öllum þeim bílum, sem nú sjást á götunum. En þetta er vist síður en svo brandari, — heldur fúlasta alvara, svo full- yrða allavega forráða- menn verksmiðjunnar H i g h wa y Corporation í Sidney F Nebraska. Hann hefur lagt inn einkaleyfisum- sókn á hugmyndinni, og ætluninerað hef ja fram- leiðslu á þessum bíl innan skamms. Fascination hefur hina f ullkomnu straumlínu, að sögn uppf inningamann- anna, og þess vegna verð- ur loftmótstaðan svo lítil, að þrátt fyrir áætlaðan 0 Sunnudagur 9. júní 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.