Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 25
annarsstaðar i heiminum, er yfirleitt i þessum ferðamanna- hópum yfirgnæfandi meirihluti ameriskir bisnissmenn og blá- hærðar meykerlingar, og það var einmitt þetta fólk, sem mest fjasaði útaf bræðslufnyknum, þótt þvi þætti hann greinilega um leið ómissandi hluti af þess- ari merkilegu upplifun, — að sjá skorinn hval á Islandi. Og vafá- laust fær fnykurinn verðugan sess i ferðasögunni, þegar hún verður sögð á amerisku haust- kvöldi að hnattreisunni lokinni með viðeigandi litskuggamynd- um af hvalskurði. Oft ræddu menn um það sin á milli, að gaman væri að sjá einhverja af þessum myndasýningum, þar sem þeir leika sjálfir aðalhlut- verkin, þótt veigamesta hlut- verkið léki að sjálfsögðu'hetja skurðarplansins, — flensarinn, sem flensar þá hlið hvalsins, sem snýr að áhorfendum. A minni vakt var það varaalþing- ismaðurinn núverandi, en fáir kunnu betur en hann á þessum árum að falla ameriskum mey- kerlingum vel i geð með karlmannlegum tilburðum með hnifinn, og nakinn niður að belt- isstað, þegar þannig viðraði. Sjálfsagt hefur hún komið auga á hetju skurðarplansins meykerlingin, sem kom að hlið- inu i hópi landa sinna, haldandi á instamatikvélinni sinni I ann- arri hendi en klút fyrir vitum með hinni. Hún lenti þarna i al- varlegum bobba, meykerlingin, þvi myndir varð hún að taka, hvað sem það kostaði, þó slikt væri ýmsum annmörkum háð i þessum kringumstæðum. Það vildi þó meykerlingu þessari til happs, að hún var ekki ein á ferð og gat látið samferða- manneskju sina standa fyrir aftan sig og halda klútnum á sinum stað á meðan hún notaði báðar hendur á instamatikvél- ina og tók myndir fyrir ferða- söguna sina. En til að skoða þennan sér- stæða og einstaka heim við Hvalfjörð innanverðan kemur ekki aðeins venjulegt ferðafólk með myndavélar. Fyrir kem- ur, að komu sina þangað boða erlendir þjóðhöfðingjar og aðrir fyrirmenn, og eru þeir tiðast fluttir að bryggjunni viö Hval- stöðina með flaggskipi islenska varðskipaflotans, en siðan ekið á svörtum limosinum frá bryggjuhausnum að herlegheit- unum, sem ætlunin er að skoða. Þegar slikir atburðir eru i uppsiglingu verður uppi fótur og fit i heimi hvalskurðarins, en hinsvegar lætur hvalurinn sér fátt um finnast, og boði þjóð- höfðinginn komu sina einhvern ákveðinn dag er ekkkert á það treystandi, að einmitt þann dag liggi i slippnum hvalur, tilbúinn að láta skera sig, — frekar en veðurguðirnir vildu brosa við Margréti Danadrottningu á sin- um tima, þegar hún ætlaði að horfa á Suðurlandið af Kamba- brún. Það atvikaðist þvi þannig, þegar prinsinn af Noregi ætlaði að heimsækja staðinn þar sem þegnar afa hans námu land, datt skyndilega niður öll hval- veiði i Ballarhafi og á Græn- landssjó. Þó kom að landi einn myndarlegur búrhvalur daginn áður en prinsinn ætlaði að heiðra Hvalstöðina með heim- sókn sinni, og kom sú skipun frá æðstu stjórnendum hvalskurð- arins, að hann skyldi geymdur yfir nóttina og framyfir hádegi til þess að prinsinn færi nú ekki hjá án þess að sjá stærstu skepnu jarðarinnar flegna og limaða og stungið ofan i pott. Það féll einmitt i minn hlut að standa við stóra spilið og draga búrann upp i slipp, að þessu sinni, en að þvi loknu voru menn settir i það að smúla og skafa, og smyrja allar vinsur svo iskr- ið skæri ekki I eyru prinsins. Siðan tók næsta vakt við og átti að vinna alla nóttina, fram að hádegi, og án þess að mér sé fyllilega kunnugt um það, grun- ar mig, að piltarnir hafi verið önnum kafnir alla nóttina við að smúla, skafa og gera hreint. Svo rann upp sá mikli dagur, að prinsinn skyldikoma, og rétt fyrir hádegi lagðist varðskipið Ægir upp að bryggjuhausnum þar sem svarti limosinbillinn beið. Mannskapurinn stóð klár, hver á sinum stað, og eftirvænt- ingin lá i loftinu. Það vissu nefnilega allir nema prinsinn og fylgdarlið hans, að norður i Ballarhafi eða vestur i Grænlandssjór, á hvorum staðnum sem búri þesi hafi veiðst, var dælt i hann rotvarn- arefni, sem myndar daunilla gastegund i kvið skepnunnar liði of langur timi frá þvi hún lætur lifið þar til hún er flensuð. Smám saman þenst kviðurinn út af þessu gasi, og sé stungið á honum springur hann eins og blaðra á sautjánda júni, með til- heyrandi gusugangi, látum og fýlu, sem að góðra manna dómi hæfir ekki rétt vel prinsinum af Noregi né göfugu fylgdarliði hans. Min skipan i þessu verki var sú, að ég skyldi hifa hvalinn þar til hausinn væri kominn upp að brún plansins en stoppa þar. Þá var komið að þeim, sem flensa skyldi kviðinn, en til þess starfa var valinn elsti og reyndasti flensarinn. Hann varð aldrei al- þingismaður. Hann nálgaðist uppblásinn kviðinn með varúð þar til hann var kominn það ná- lægt, að hann náði til hans meö hnífnum. Þá tók hann um enda skaftsins og stakk hnifnum var- lega i spikið, — ekki langsum eins og venjulega, heldur þvers- um. Hefði hann notað venjulegu aðferðina hefði mátt búast við, að kviðurinn rifnaði að endi- löngu en gusa af daunillu gasi, blönduðu blóði og öðrum likamsvessum skepnunnar, gengi yfir alla nærstadda, og prinsinn og fylgdarlið hans lika. Þessi aðferð, sem flensarinn hugðist gripa til i stöðunni, var samt ekki örugg. Hvalurinn gat sprungið við fyrsta hnifsbragð. Ég var búinn að koma mér fyrirá vinsunni, tilbúinn að hifa i spikið, en mér fór eins og fleir- um, — mér var hlátur i huga frekar en nokkuð annað, þegar ég hugleiddi aðstæðurnarog virti fyrir mér áhugasamt and- lit prinsins þar sem hann stóð með sérstöku leyfi æðstu yfir- valda innan markanna og beið spenntur eftir að sjá, hvernig hvalur er flensaður á íslandi. Flensarinn hafði nú sett sig i stellingar. Hann rak hnifinn varlega i kvið hvalsins og stökk siðan umsvifalaust i burtu. Hann var þó ekki alveg nógu fljótur, þvi við hnifsbragðið upphófst mikið gos, rauðlitað gasið frussaðist i áttina til hans með viðeigandi fnyk og náði að bleyta buxnaskálmar hans. Nú störðu allir spenntir á k-við hvalsins til að sjá, hvort hann rifnaði eftir endilöngu, en að- gerðin hafði heppnast og strók- urinn stóð skáhallt upp i loftið i fáeinar minútur, þar til allt loft var sigið úr búranum og hann hafi hjaðnaö niður i eðlilegt um- mál. Hvalskurðarmenn vörpuðu öndinni léttar, en prinsinn og fylgdarlið hans fylgdust af miklum áhuga með vinnubrögð- um landans við hvalskurðinn og biðu eftir næsta versi. Þegar prinsinn hafði fylgst með þvi, er spiklengjan var flegin af búranum með hjálp vinsunnar, sem ég stjórnaði, sneri hann sér að mér, sendi mér konunglegt bros og sagði: ,,Hej og tak for i dag”, og hún leyndi sér ekki aðdáunin yfir þvi, hvað flensararnir voru fim- ir með hnifana sina og vinsu- maðurinn öruggur á dampinum, þegar allir virar voru þandir og spiklengjan stóð beint út i loftið, marga metra löng, og smá losn- aði af kjötinu við hvert hnifs- bragð. Að þessu sýningaratriði loknu hafði hinn konunglegi gestur og hirðmenn hans fengið nóg af hvalskurði I bili og hurfu á limosininum til skips aftur, sem flutti þá áleiðis til höfuðborgar- innar þar sem þeir hafa vafa- laust beöið um hvalkjöt i matinn i næstu veislu. Kjötið af búr- hvalnum fór hinsvegar allt i pottana, þar sem þvi var breytt I mjöl og lýsi, en það siðar- nefnda er notaö i glyserín, sem aftur er notað i hið þekkta sprengiefni dynamit. Kjötið af búrhval er nefnilega aldrei hirt til manneldis, — ekki einu sinni i hundafóður. 1 tilefni sjómannadagsins sendum vér sjó- mannastéttinni vorar beztu hamingjuósk- ir. Síldar og fiskimjöls- verksmiðja Akraness h.f. Heimaskagi h.f. Sendum sjómannastéttinni okkar beztu heillaóskir á hátiðisdegi hennar. Fiskverkunarstöð Karls Njálssonar Gerðum, Garöi Sendum öllum islenzkum sjómönnum og fjölskyldum þeirra beztu kveðjur og ham- ingjuóskir i tilefni dagsins. Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. Sendum islenskum sjómönnum bestu kveðjur i tilefni dagsins. Skipasmíöastööin Nökkvi h.f. Arnarvogi — Garðahreppi Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra beztu árnaðaróskir i tilefni dagsins. Þ. Skaftason h.f. Sendum sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra beztu árnaðaróskir i tilefni dagsins. Gjögur h.f. Grindavík Sunnudagur 9. júní 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.