Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 15
LAUSN Á OFÁTI? Það sátu tuttugu mann- eskjur í hring í kirkju í Bandaríkj unum, en hvergi sást gleðisvipur. Fréttirnar voru slæmar. Engin húrrahróp. Svo tók kona í appelsínulitum kjól til máls á mínútunni hálf átta. ,Sæl,"sagði hún rólega. ,,Ég heiti Díana og ég borða alltof mikið." Það varð enginn undr- andi á þessum orðum hennar. Þetta var mánu- dagskvöld og þá hittust þeir, sem voru í félaginu Ónefndar ofætur. Fólk, sem er jaf nháð ofáti og á- f engissjúklingar of- drykkju og hittist reglu- lega til að reyna að hafa hemil á sér. Margir þeirra, sem komu þarna í fyrsta skipti, komu vegna þess eins að þetta var síðasta hjálparvonin. Þeir höfðu reynt megrunarf æði, megrunarpillur, megrun- arklúbba, sálfræðinga, dáleiðslu. Díana er auglýsinga- höfundur og formaður þessa f lokks, sem hér um ræðir. Hún sagði öllum þeim, sem voru að byrja í klúbbnum — 17 konur, 3 karlar—um offituna, um megrunarfæðið og um það, þegar hún varð 150 kíló. ,,Ég fór til allra megr- unarlækna í New York og flestra í Philadelphiu lika, en til einskis," sagði hún. I félaginu er engin á- hersla lögð á það, að fé- lagar léttist, en Díana bendir á þá staðreynd, að hún léttist um 40 kíló á hálfu ári eftir að hún fór að koma á fundi þar. EKKI ÞRÆLL LENGUR. ,,Ég hef aldrei kynnst öðru eins og félaginu Ónefndar ofætur," segir hún hrifin. „Ég þarfnast ekki lengur matar né pillna eða einhverra deyfilyf ja." Á klúbbf undunum er enginn vigtaður og enginn spyr um það, hvernig fé- lögunum hafi tekist að halda sér við megrunina. AAenn hugsa mun meira um andlegt ástand, því að almennt er talið, aðallar geti lést, ef andleg vandamál leysast. „Hver er munurinn á venjulegri neyslu matar og ofáti?" var Páll spurður. „Neyslan sjálf," svar- ar Díana. „Við, sem þjá- umst af of áti notum mat- inneinsog eiturlyf, þegar við erum glöð, niðurbrot- in, reið, sár eða leið. Við notum matinntil aðverja okkur gegn tilfinningum, sem eru svo sterkar að við ráðum ekki við þær. AAaturinn er deyfilyf. Hann róar okkur." Ónefndar ofætur minna á samtökin, sem við þekkjum hér undir nafn- inu A.A. eða Ónefndir á- f engissj úklingar og margir félagar í fyrra fé- laginu eru einnig i hinu síðara. Aðferðin er hin sama. Þar, eins og hjá A.A. er tekið glaðlega við öllum og það er litið á ofátið sem sjúkdóm, sem hægt er að stöðva en ekki lækna, en þannig líta fé- lagar í A.A. einnig á á- fengissjúklinga. STOFNAÐ 1960. Ó.O. var stofnað í Los Angeles 1960 af þrem konum, sem voru ófor- betranlegar ofætur. Núna eru á að giska 250 klúbb- ar í Bandaríkjunum og þar af 13 í New York. Það kostar ekkert að taka þátt í starfseminni, því að hún ber sig með frjálsum framlögum fé- lagsaðila. Takmarkið er að koma í veg fyrir sjúklega mat- arneyslu. Ó.O. bendir engum á sérstakt megr- unarfæði, en segir félög- unum að snæða kolvetna- snauða fæðu þrisvará dag. Félögum er ráðlagt að ræða við lækni áður en þeir hef ja þessa megrun. Eins og hjá A.A. er fé- lögunum ráðlagt að „taka einn dag í einu". Þeir, sem eiga erfitt með að stilla ofátið eiga að hringja til annars félaga og fá stuðning þar. „Taktu símann áður en þú seilist í matinn," segir Díana. Nýju félagarnir hittu eldri félaga. Þarna var fólk á aldrinum frá tví- tugt til fimmtugs. AAeðal- aldurinn er víst um 38 ára. Þarna var síðhærður menntaskólanemi, fata- sýningastúlka, pels- klæddar konur og bif- vélavirki í rauðum flau- elsjakka. Undarlegt en satt — f jórðungur félaganna átti i engum erf iðleikum með offituna. Einn, sem er feitlaginn veitingahúss- eigandi ráðlagði félögun- um eftirfarandi megrun: „Ef þú horfir á einhvern borða eitthvað, sem þú veist að er bráðfitandi, skaltu bara ímynda þér, að þú sért að borða það, en ekki hann. Þú átt að finna, hvernig hnífurinn sker matinn og gaf f allinn færir fæðuna að munni þér og svo bragðið. Það lánast mér alltaf." Allir púuðu á hann, en í velvilja samt. Félagar taka yf irleitt ekki iila við ráðleggingum annarra félaga í Ó.O. Þeir segja f remur hver öðrum, hvað allt sé „fallegt" og „gott" hjá samtökunum. OG SVO ER ÞAÐ VITN- ISBURÐURINN... Aðalatvikið á þessum fundi var vitnisburður grannrar stúlku, sem heitir Kathryn og minnir mest á Jane Fonda. „Áður en ég gekk í Ó.O. var ég taugaveikluð og lokaði mig inni. AAig lang- aði mest til að fremja sjálfsmorð," sagði hún hikandi hópnum, sem nú samanstóð af 24 konum og 10 körlum. „Ég fór á fætur klukkan sex og f ékk mér sex bjóra og svo át ég allan daginn. En núna er ég bæði í A.A. og Ó.O. og ég get vaknað á morgnana án þess að vita, að nú hef ég brotið aftur af mér. Ég reiðist, ég hryggist... allt fylgir með, en ég get ráðið yfir þeim tilfinningum sjálf." Kathryn segist hafa verið fær um að vera grönn, þó að hún drykki og æti frá sér vit með því að kasta upp matnum og áfenginu, ef hún ienti „á því" aftur. Þegar fundinum lauk var Faðirvorið lesið og allir tókust í hendur, kvöddust og sögðu: „Komdu aftur!" (Þýtt og endursagt) Þeir kalla sig ónefndar Ofætur og segja, að allir, sem svari þrem eða fleiri spurningum á eftirfarandi spurningalista játandi þjáist ann- að hvort af ofáti eða séu á hraðri leið til þess. Spurningarlistinn er svona: 1. Borðar þú, þegar þú ert ekki svangur? 2. Feröu stundum og tærð þér að borða að tilefnislausu? 3. Skammastu þin eða blygðast eftir ofát? 4. Hugsarðu of mikið og of oft um mat? 5. Hlakkarðu tii þess að fá að borða einn? 6. Ákveður þú ofátiö fyrirfram? 7. Borðaröu eins og aðrir, þegar menn sjá til þin, en bætir þér það upp seinna? 8. Hefur Ilkamsþunginn áhrif á llf þitt? 9. Hefurðu reynt að vera I megrun I viku (eða lengur) og mis- tekist? 10. Er þér illa við þá, sem segja þér, ,,að nota viljakraftinn” til að hætta ofátinu? 11. Heldurðu þvi fram, þrátt fyrir allt, sem mæiir mót þvi, að þú getir enn verið I megrun, ef þig lysti? 12. Langar til til að fá þér matarbita á einhverjum ákveðnum tlma milli mála? 13. Borðarðu til að losna við áhyggjur eða erfiðleika? 14. Hefuröu leitað til læknis vegna of mikils likamsþunga? 15. Gerir ofátlö þig eða aðra óhamingjusama? ATLAS FISKILEITARTÆKI-RATSJÁ-LORAN C Þrettán nýbyggðir islenskir skuttogarar eru útbúnir Atl- as fiskileitartækjum. Auk þess eru f jölmörg önnur islensk fiskiskip útbúin hin- um fullkomnu tækjum frá: Fried, Krupp GMbh, Atlas-Electronik, Breman. I ATLAS RATSJA 4000 Atlas-tæki í öll fiskiskip smá og stór. ATLAS DÝPTARMÆLIR 470 ATLAS LORAN C ATLAS CERAMIC BOTNSTYKKI ATLAS DVPISTELJARI Aflamennirnir velja Atlas-tæki UPPLÝsfðlGA KRISTINN GUNNARSSON & CO. sím^ltsn Reykjavík. — 50319 Sunnudaaur 9. júní 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.