Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 13
Ms. GRjÓTEY að störfum i Straumsvik við JHafnarfjörð. (Mai 1968). þau skilaboð að hafa strax sam- band við frænda minn, hvað ég gerði. Ég fór með honum niður á höfn, en nú gekk hann rakleiðis um borð i Grjótey. Ég hélt i fyrstu, að hann ætti eitthvert erindi þangað sjálfur, þar sem hann stundar vakt- mennsku i skipum, en þegar um borð var komið sagði hann mér að bera mig vel við skipstjórann, og þá væri aldrei að vita. Skipstjórinn, Ævar Þorleifsson, lágvaxinn svarthærður með brún stingandi augu, velti mér fyrir sér, munnurinn beint strik, orðin stutt og hörð: Það sakar ekki að prófa hann. Þarmeð var ég kominn á Grjót- ey, og óraði mig ekki fyrir hvað átti eftir að koma fyrir um sum- arið. Við vorum tiu á, með Sillu kokk, sem var gæðastúlka. Fyrsta daginn lágum við í höfn vegna viðgerðar og voru þá há- setarnir að dúlla við að splæsa vira og ditta að. Ég kunni litið eða ekkert til þeirra verka, en lést vera að vinna einhver ósköpin all- an daginn, svo ég yrði ekki settur strax i land. Ég hugsaði sem svo, að eftir að skipið væri komið úr höfn yrði vart verið að snúa við til að henda mér i land. Egill Skallagrimsson fór ekki út úr höfninni fyrr en morguninn eftir að hann átti að fara, og þá aðeins út á ytri höfnina. Siðan voru lóðsbátarnir i förum með einn og einn skipverja út i Egil fram eftir degi, en ekki gat hann siglt fyrr en undir kvöld, vegna drykkjuláta um borð. Það fór hrollur um mig. Grjótey fór út daginn eftir og ég hamaðist framá við að ganga frá endunum, hafði stöðugt auga á hinum hásetunum og drakk i mig, hvernig þeir báru sig til. Að loknum Vestmannaeyjatúr- unum var næsta verkefni að dýpka við hafnargarðinn i Sunda- höfn. Stilltum við skipið þá af með fram- og afturankerum, og siðan vann kraninn að þvi að moka leirnum úr botninum upp i skipið. Þegar skipið var orðið drekk- hlaðið var haldið út á Flóann, þar sem dýpi var mikið, varðað ankerum og kraninn byrjaði að losa. Tveir hásetar voru á vakt, og þar sem ég var nýr var ég undan- tekningarlaust látinn i öll skit- verkin á minni vakt. Hinn sat hreinn og finn i krananum. Ég mokaði af dekkinu, þvoði, skrapaði, málaði, skúraði, var einn með framankerin þegar við færðum okkur. Að hugsa um framankerið einn taldi ég mikinn trúnað, og varð heldur upplitsdjarfari eftir. Þá fór ég einnig að stelast til að taka i kranann þegar skipstjórinn svaf og kranamaðurinn skrapp i kaffi eða bacon og egg, sem við stálum mikið af úr búrinu á næturna. Silla hélt einna helst að það væri rotta um borð. Svona liðu fyrstu vikurnar, en fri voru um helgar frá laugar- dagskvöldi til mánudagsmorg- uns. Þá var skipið i Reykjavik. Ég náði fljótlega þvi valdi á krananum, að ég gat farið að leysa af þótt „karlinn” væri vak- andi, og þóttist ég þar með vera orðinn háseti með hásetum, enda minnkuðu öskur karlsins i réttu hlutfalli við það. Fyrir utan smá óhöpp og við- eigandi reddingar, kom ekkert fyrir fyrr en einn júlidaginn ,i hávaða vestanroki. Við sigldum út á flóa til að losa, og vaktin min var búin. Ég fór ofan i klefann minn, bakborðsmegin, og stein- sofnaði, þreyttur og sæll. Hinir gætu einir kastað ankerunum að framan og aftan og farið að losa. Ég var liklega búinn að sofa stutt, þegar ég vaknaði við óskap- leg öskur, likt og verið væri að lyfta hænu upp á stélinu, og kenndi ég rödd Sillu kokks. „Vaknaðu Gissur, vaknaðu, skipið er að sökkva”, öskraði hún, og ég hélt að hún væri að gera að gamni sinu og þótti þetta ekkert sniðugt. Hvernig gat svo sem Grjótey, tæplega tvö þúsund tonna skip sokkið, þar sem Hólmsteinn, 30 tonna smábáturinn sem ég var á sumarið áður, sökk ekki i helm- ingi verri veðrum en nú var. En Silla var hrekklaus kona og hefði ekki fariðað vekja mig að ó- þörfu. Ég leit út i kýraugað, sem venjulega var alltaf fyrir ofan sjólinu, en nú sá ég bara i grænt þar i gegn. Og hefði ekki verið bú- ið að veiða allan fisk úr Flóanum fyrir löngu, hefði ég eins getað séð þar þorsk á sundi. Mér var brugðið og þaut fram úr kojunni, en þar sem ég áttaði mig ekki á hallanum á klefagólf- inu, hentist ég út i vegg hinum megin. Ég þaut i föt og skálmaði fram ganginn, stigandi öðrum fæti á gólfið og hinum á vegginn, þvi hallinn var svo mikill. Upp stig- ana þaut ég og alla leið upp á báta dekk, þvi ég ætlaði ekki að vera ofan i skipinu þegar það sykki. Þar voru flestir eða allir komn- ir upp og mikið um að vera við að koma út gúmmibátum. Siðan stökk hver af öðrum fyrir borð, einhver rak dagbókina úr vélinni upp i fangið á mér áður en ég stökk, og svo lét ég mig falla. Vegna bókarskammarinnar rennblotnaði ég áður en ég komst i bátinn. Ég skreið upp i bátinn og innundir seglið, þar sem ég kom mér fyrir. Ekki var ég heppnari en svo, að fyrsti stýrimaður stökk niður á bátinn einmitt þar sem ég sat undir seglinu, og þar sem hann var nálægt 100 kilóum að þyngd, brotnaði ég hreinlega saman og náði vart andanum. Hann sat hins vegar hinn róleg- asti þar sem hann hélt, að hann sæti á matarböggli bátsins. Hafi ég einhvern timann verið hætt kominn þegar Grjótey valt, þá var það við þetta tækifæri, þvi ég var svo andstuttur, að ég gat ekki öskrað, og hendurnar voru klemmdar'á milli fótanna. Það varð mér til lifs, að hann hreyfði sig brátt. Við vorum stutt úti á Flóanum þegar þetta skeði og sást úr landi. Brátt sást hvar björgunarbáturinn Gisli J. John- sen kom i átt til okkar á mikilli ferð og létti mér þar sem gúmmi- brælan i bátnum og veltingurinn i vindgárunni voru orðin leiði- gjörn. Var nú mannskapurinn ferjað- ur yfir i Gisla, en þar tók litið betra við. Báturinn lét svo illa i öldunni og það sem verra var, það var ómögulegt að reikna út næstu hreyfingu. Björgunarskipið Sæbjörgin var einnig i Reykjavikurhöfn, tilbúið að fara i leiðangur umhverfis landið. Var hún einnig send út, og vorum við flutt yfir i hana. Þang- að var gott að koma, þurr hand- klæði og heitt kaffi. Björgun á annað skip, sand- dæluskipið Sandey, og bar hana að rétt i þessu. Vorum við þá flutt úr Sæbjörgu yfir i Sandey, hvar við lögðumst i sólbað i skjóli þar um borð, hlustuðum á sjómanna- þáttinn og horfðum á Grjótey hallandi undir flatt, og gat hún sokkið á næsta augnabliki. Dráttarbáturinn Magni kom einnig á vettvang að fiska eftir hugsanlegum björgunarlaunum, og eitt smáhorn enn bættist i hóp- inn. Þetta var orðið mikið fjör, og ekki dró úr þegar flugvélar tóku að sveima yfir staðnum lika. Þar voru á ferð blaðaljósmyndarar, sem biðu þess að ná góðri seriu þegar skip sekkur. öll þessi læti snerust um Grjót- ey okkar, sek lá þarna bjargar- laus, og við gátum ekkert gert. Eftir nokkurn tima var ljóst, að hallinn var hættur að aukast, en þar sem báðar lestar skipsins voru opnar, hefði skipið sokkið á svipstundu ef hallinn hefði aukist. Var þá farið um borð og dælt til i botntönkunum auk þess sem Sandey setti taug i þá hlið sem gnæfði upp úr og hélt þar i. Orsök hallans var að hraukarnir i báð- um lestunum runnu út i aðra sið- una samtimis. Siðan var dólað inn i Vatna- garða, beðið flóðs og Grjótey sið- an siglt á fullu upp i fjöruna og þar sem hún er flatbytna, rétti hún nokkuð við þegar féll út. Allt var aftur klárt eftir tvo sól- arhringa, og var hún þá tæmd aftur slysalaust. Eftir þetta var skipt um verk- efni. Var þá siglt upp i Hvalfjörð og sótt þangað möl, sem flutt var til Sundahafnar til uppfyllingar bak við þil. Það gekk þokkalega, nema hvað alltaf gekk jafn illa að finna bestu malarmiðin, þrátt fyrir að auðvelt væri að taka mið úr landi. Var ég þvi farinn að trúa hvern- ig mið skipstjórinn tæki. Fyrst, þegar mið fundust, bar morgun- sólina i Akrafjall, biluð rúta flútt- aði i fjárhóp i suðurhliðunum. Þetta var miðið, sem hann tók af landi. Næst þegar hann kom, var ekki morgun og þvi engin morgunsól, búið var að gera við rútuna og hún farin, og fjárhópur- inn sást hvergi. Enn kom Sandey okkur til hjálpar einn daginn, þegar okkur rak fyrir vindi upp i uppfyllingu i Sundahöfn á háflóði, og hætta var á að skipið ylti þegar frá flæddi. Hún dró okkur út. Eftir stuttan tima i þessu verk- efni kom Kiddi eitt sinn um borð og spurði okkur, hvort einhver kynni á jarðýtu. Ég sá i hendi minni að ekki sakaði að ljúga þvi, til þess að sýnast eitthvað, enda grunaði mig sist af öllu að ýta yrði sett um borð, svo ég svaraði kotroskinn játandi. „Gott”, sagði Kiddi, „þið fáið bráðum ýtu um borð til að auð- veldara verði að losa skipið vel”. Ég fékk i magann, ýtur hafði ég séð á myndun, en varla meira. Stuttu seinna vorum við kallað- ir i höfn til að taka ýtu, og þar með var komið að þvi að fletta of- an af lygum minum. Ég ákvað að taka þvi, sem að höndum bæri og biða rólegur. Kiddi kom um leið og ýtan, hún var hifð um borð ofan i lest og stóð nú þar og storkaði mér. Kiddi hefur gaman af öllum vélum, og setur ekki fyrir sig, þótt hann sé dragfinn, ef hann langar að fikta. Hann brá sér nú ofan i lestina i nýjum grænsprengdum fötum, og settist á ýtuna. Setti i gang og fór að ýta til, likt og hann væri að leika sér. Ég stóð stjarfur við lestar- barminn og drakk i mig hverja hreyfingu hans og viðbrögð ýt- unnar við þeim. Liklega hef ég ekki fyrr né siðar lagt mig eins fram og skilið á jafn skömmum tima hvað var á ferðinni, og á þessari stund. Eftir góða stund sagði Kiddi mér að prófa, og ég gerði það, ég varð. Ég kæfði strax á henni, kom henni strax i gang aftur, en það var nokkur kúnst, sem ég kenndi engum öðrum um borð og þess vegna varð ég „ómissandi” mað- ur. Ég djöflaðist á ýtunni nokkra stund, lagði henni siðan og drap á. Kiddi stóð þar hugsi, og ég út- skýrði þegar, að ég væri vanur kraftmeiri ýtum og fullkomnari og það tæki smástund að venjast þessari. Það var tekið gott og gilt, nú var ýtan óvænt orðin trygging min fyrir verunni um borð, en margir voru nú orðnir um hvert pláss á Grjótey, þar sem tekjurn- ar voru mjög góðar og alltaf stað- ið i skilum. Mér gekk vonum framar með ýtuna og var auk þess orðinn full- gildur á kranann. Þessi vinna var oft erfið, en skemmtileg og vissu- lega tilbreytingarik. „Veðrið hér við Skúlagötuna er yndislegt, mávarnir hafa ekki enn tekið á sig styggð af morgun- umferðinni, og hitinn i forsælu hér er heil niu stig og það i morgunsárið. Úti á sundunum lónar ævintýraskipið Grjótey einn sólarhringinn enn, að þvi er virð- ist nákvæmlega á sama staðnum, likast sem skipverjar séu að grafa þarna eftir gulli, þvi krani sveiflast taktvisst ofan i sjóinn og upp úr”. Þetta heyrðum við Jón Múla lesa yfir okkur einn óvenjufagran sumarmorguninn i útvarpinu, og réttilega vorum við komnir i nýtt verkefni. Þvi miður ekki gullleit, en „gull” höfðum við hásetarnir upp úr þvi. t nokkra mánuði hafði sænskur borprammi haft það verkefni að bora niður i kletta- drang, sem þarna var á siglingar- leiðinni inn til Sundahafnar, og finsprengja hann. Alls staðar i kring var mikið dýpi, en sökum nálægðar við Reykjavik var ekki hætt á að setja öfluga sprengju i klettinn. Þvi var þar mikill hraukur af muldu grjóti, og var hlutverk okkar að moka honum upp i skip- ið, færa okkur siðan ca. 100 metra og losa þar. Virtumst við þvi alltaf á sama staðnum alla vikuna. Oft var erfitt að halda sér vak- andi i krananum alla nóttina þeg- ar hinir sváfu, og komst ég þá upp á að taka i nefið til að halda mér vakandi. Þótti mér neftóbakið orðið betra en vindlingar, en þó varð ég alltaf að venja mig af þvi um helgar. Maður hefði liklega ekki komist langt á þvi i Glaum- bæ að taka upp klút og dósir og snússa sig. 1 þessu vorum við fram á haust. Það væri ógerningur að telja upp öll þau atvik sem upp komu innan skipshafnarinnar þennan ævin- týratima. Ekki get ég þó stillt mig um að geta eins atviks, sem ég hélt i sakleysi minu, aðekki gæti átt sér stað nú á tlmum, — það tilheyrði skútuöldinni og jafnvel sjó- ræningjum. Við lágum i höfn I miðri viku, liklega vegna bilunar, og vorum utan á Brúarfossi. Morgunkaffi- timi var byrjaður og flestir komnir i messann. Kemur þá ekki skipstjórinn eins og hvirfilvindur inn i mess- ann og segir fyrsta stýrimanni, að eitthvað skuli gera fyrir kaffi, en stýrimaður sagði, að kaffitiminn væri byrjaður. Skipstjóri sinnti þvi engu, og stýrimaður heldur ekki. Opnaði hann hurðina inn i eldhús, og klemmdi skipstjórann um leið upp við vegg bak við hurðina. Hélt hann hurðinni með annarri hendi, enda mikill að burðum, og handlangaði bakkana úr eldhús- inu yfir á borðið i messanum. Skipstjórinn spriklaði bak við hurðina á meðan. Siðan sleppti hann hurðinni og settist. Skip- stjórinn var að vonum orðinn saltvondur og hafði i hótunum við stýrimanninn, sem rólega jós skyri á disk sinn i gagnstæðu horni messans og sagði ekkert. Ég sat i beinni linu á milli þeirra og rótaði mér ekki. Sé ég nú hvar stýrimaður lyftir rólega upp fullum skyrdiskinum og mið- ar á skipstjórann fyrir aftan mig. Ég beygi mig og diskurinn flýgur yfir höfði mér, og ég finn að hann brotnar á einhverju öðru, en hörðum veggnum. Stýrimaðurinn hefur greinilega hitt. Ég lit við. Þarna stendur svarthærður brúneygður skip- stjórinn ataður hvitu skyri i framan og rautt blóðið jók enn á litadýrðina svo hann liktist trúð. Hann þusti út með þeim orð- um, að þetta skyldi verða lög- reglumál, skellti hurðinni ofsa- lega og vatt sér yfir i Brúarfoss til að komast i land. Stýrimaðurinn stóð upp með hægð og fór til klefa sins. Eftir stutta stund kom hann til okkar inn i messann, kvaddi alla með handabandi, þakkaði fyrir sumarið og fór frá borði. Það var eftirsjá i þessum rólega, örugga manni. Sjálfur hætti ég hálfum mánuði siðar, til að fara á skólann, og þessari útgerð var hætt skömmu siðar og skipið selt. — Sunnudagur 9. júní 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.