Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 23
skelfingar, að liklega myndi ekk- ert stöðva klær kvikindisins nema þá helst beinin i fingrinum, ef kvikindið bryddi það þá ekki lika. Mundi ég þá eftir hinni hend- inni, hverri ég hélt utan um hala humarsins, og ákvað að kippa duglega i, þótt ég ætti á hættunni að rlfa út úr fingrinum, sem klærnar voru i. Slitnaði kvikindið þá i tvennt, og henti ég halanum umsvifalaust á haf út, en hann átti einmitt að varðveita, en hausinn og bitarm- urinn héngu enn i hinni hendinni. Greip ég nú til flatningshnifs- ins, þvi ekki dugði lengur að með- höndla þessa ófreskju eins og postulinsstyttu, eins og ég hafði gert i fyrstu. Kom ég hnifnum milli klónna og spennti þær i sundur þar til þær brustu. Var þá miklu fargi af mér létt, eða þar til ég áttaði mig á að þetta átti að verða sumar- vinnan. Þetta skeði allt svo snöggt, að ég veit ekki hvort einhver hinna tók eftir þessu, enginn sagði neitt og ég vonaði að þeir hefðu ekki tekið eftir neinu. Nú var engu að tapa, ég varð að komast upp á lagið með þetta, ef þetta ætti ekki að verða að mar- tröð. Þetta lærðist fljótt, og að að- gerð lokinni, var humarinn þveg- inn vandlega, isaður vel i lest, og allt spúlað rækilega eftir að geng- ið hafði verið frá fiskinum i is. Þá var bara að biða eftir næsta hali. Gegnum gatið á vettlingn- um, vessaði vatn og slor, og varð brátt hin mesta fúkkafýla úr hon- um. Ég hafði ekki haft vit á að kaupa'mér tvenna vettlinga fyrir róðurinn, enda þótti mér þeir dýr- ir. Nú var komið að matartima, og fórum við i lúkarinn að biða mat- arins. Ferskt sjávarloftið á dekk- inu hafði haldið heilsunni tiltölu- lega góðri fram að þessu, en nú var eins og allar vondar lyktir söfnuðust saman i þessum litla lúkar á þessum litla bát, sem ekki var stærri en titiprjónshaus á öllu Atlantshafinu, sem ekki er ýkja stór flötur á hnattkringlunni, svo geta má nærri hversu mergjaður fnykurinn var. Fúkka- og slorlykt úr göllum og vettlingum, annarleg lykt úr dýn- unni i kojunni, hamplykt, matar- lykt - reykingalykt, steinoliulykt o.s.frv. Ekki kom til greina að borða þegar maturinn var til, og svo of- bauðmér að sjá hina borða, að ég stökk upp á dekk og spúði örlítið yfir borðstokkinn. Enginn sá það svo enn var ekki sannað að frá- sagnir minar um sjóhreysti væru lygar. Leið nú sólarhringurinn án þess að ég gæti komið niður nokkrum bita, ég vann og lagði mig á milii hala og var orðinn nokkuð sljór af matarleysinu og annarri vanllð- an. Sá ég brátt fram á það, að ef ég gerði ekkert i málinu, yrði ég dauður áður en þrir sólarhringar yrðu liðnir, svo ég ákvað að plna ofan I mig mat. Næst þegar máltíð var, skammtaði ég mér riflega af kar- töflum og bjúgum, setti jafning út á, og stakk fyrsta bitanum upp I mig. Þar nam hann staðar. Bitinn vildi hvorki út úr mér né ofan i mig. Hægt og rólega sótti ég I mig veðrið og kom bitanum niður og tókst að ljúka skammtinum. Að þvi búnu skreið ég upp i ko ju með mikinn plastpoka, sem kokk- urinnhafði lánaðmér, ef illa færi. Þar sofnaði ég eins og steinn og vaknaði ekki fyrr en næst átti að hifa. Steig ég þá fram úr kojunni endurnærður og hress og hef ekki orðið sjóveikur siðar. Þegar leið á annan sólarhring ferðarinnar, tók að bræla, en það hafði engin áhrif á magann og ekki fann ég heldur fyrir sjó- hræðslu. Ef það flokkast undir heimsku að þykja mest gaman á sjó, þegar eitthvað gengur á, þá er ég heimskur. Við héldum áfram i hálfan sól- arhring enn, en þá var ekki orðið verandi við, svo við tókum upp trollið og fórum til Vestmanna- eyja, til að biða af okkur veðrið, þvi ekki er lendandi á Stokkseyri ef eitthvert veður er af snðri. Ósköp var gott að sjá fast land og ákvað ég að stökkva þegar á land, jafnskjótt og báturinn yrði bundinn. Ég ætlaði þó ekki að hætta á bátnum, bara stiga á land. Það gerði ég, og það var morg- unn i Vestmannaeyjum. Ég gekk upp bryggjuna og inn i búðarholu, sem þar er. En hvað var nú þetta? Mér fannst helst að þar væri allt á ferð og flugi. Það var eins og búðin væri öll á hreyfingu. Nú hlaut ég að vera orðinn vit- laus, loksins kominn á fast land og svo var það ekki fast eftir allt saman eða hvað? Nokkrir aðrir sjóarar gerðu sig heimakomna þarna i búðinni og sátu uppi á afgreiðsluborðinu. Ég ákvað að gera slikt hið sama og tyllti mér lika. Þá tók ekki betra við, mér fannst að borðið tæki bakfall og frekar en að detta aft- urfyrir mig þar inn á gólfið, henti ég mér áfram niður á gólf, en stóð þó I báða fætur. Þetta gekk ekki og ég fékk mér göngutúrum göturnar. Þá mundi ég allt i einu eftir foreldrum min- um, sem sjálfsagt hefðu áhyggjur af liðan minni, og ég ákvað að hringja til þeirra og segja þeim að allt gengi vel. A simstöðinni var mér visað inn i klefa tvö, hvert ég fór og lokaði á eftir mér. Klefinn var mjög litill og rétt i þvi að ég hafði gripið tól- ið, fór hann bókstaflega af stað. Mér fannst hann riða og velta, svo ég sá mér ekki annarra úr- kosta völ, en að skorða mig þar hornanna á milli, halda mér með annarri hendinni og halda á sim- tólinu I hinni. Nú var ég sann- færður um að Vestmannaeyjar væru á floti, og velktust fyrir sjó- veðrum likt og humarbátur. TEIKNINGAR: GÖA Samtalið við foreldra mina var stutt, ég ruddi úr mér að allt gengi vel og forðaðist allar mála- lengingar þvi ég ætlaði að komast út úr þessum heimska klefa, áður en hann færi hreinlega á hvolf. Ég vissi nefnilega ekkert um sjóriðu áður og hvernig manni finnst allt hreyfast i fyrsta skipti þegar maður kemur i land eftir einhverja útiveru. Gleiður gekk ég niður á bryggju, til þess að velta ekki út á aðrahvora hliðina, niður i bát og var dauðfeginn að komast þangað og leið þar vel uppfrá þessu. Við þurftum að liggja það lengi I Eyjum, að þegar veðrið gekk nið- ur, urðum við að sigla strax til Stokkseyrar, til að leggja upp afl- ann áður en hann skemmdist, og gekk sú ferð vel. Þá leið stimdi annar hásetinn, en Tómas sagði mér að framvegis ætti ég að eiga útstimin, eða standa við stýrið á útleið, ef ég ætlaði að vera áfram á. Þetta var fyrsta ferðin af þeim fjölmörgu, sem ég fór með Tóm- asi og félögum, og allt sem á eftir kom gekk vel. Frá RFD Gúmmí- björgunarbátar Fyrir litla vélbáta p Eru framleiddir samkvæmt ströngustu öryggiskröfum Siglingamálastofnunar ríkisins. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: & Co. hf. Ingólfsstrœti 1A - Reykjavík - Sími 18370. Sunnudagur 9. júní 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.