Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 24
Sendum sjómönnum öllum og aðstand- endam þeirra beztu kveðjur i tilefni sjó- mannadagsins. Fiskanes h.f. Grindavík íslenskir sjómenn Bestu hamingjuóskir i tilefni dagsins. Fiskverkun Halldórs Snorrasonar, Gelgjutanga. Sendum öllum islenskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu heillaóskir i til- efni sjómannadagsins. Vélsmiðja Grindavíkur Netagerð Thorbergs Einarssonar h.f. Ánanausti við Holtsgötu sendir sjómannastéttinni hugheilar ham- ingjuóskir i tilefni sjómannadagsins. SJÚMENN! Til hamingju með daginn. Hraðfrystihús Hellissands h.f. Óskum islenskum sjómönnum til ham- ingju með daginn Þorgeir & Ellert h.f. Akranesi.. Sendum sjómannastéttinni bestu árnaðar- óskir i tilefni dagsins. Hólanes h.f. Skagaströnd Þegar prinsinn sá hvalskurð og ameríska meykerlingin ! lenti í vandræðum með nefið Innarlega við Hvalfjörð vest- anverðan er lokaákvörðunar- staður stærsta spendýrs jarðar- innar eftir langa ferð við skips- hlið norðan úr Ballarhafi eða vestan úr Grænlandssjó. Þar er þessi mikilfenglega skepna dregin á land, flegin og rist, lim- uð sundur og brædd i stórum pottum, kyntum með gufu, og breytt i mannamat, hundafóður, lýsi og mjöl, súpukraft og uppi- stöðu i sprengiefni. Þessi staður, sem gengur undirnafninu Hvalstöðin i Hval- firði, á engan sinn lika á tslandi og er raunar heimur út af fyrir sig, og mannlifið þar er öllu öðru óháð, nema hvalveiðinni. Þó á Hvalstöðin i Hvalfirði það sameiginlegt heiminum i næsta nágrenni, að þar námu Norð- menn fyrstir land, og þótt land- námsmennirnir séu löngu horfnir úr Hvalstöðinni við Hvalfjörð og farnir að skera hinn eilifa hval á veiðistöðum forfeðra sinna þar sem alltaf veiðist nóg en rányrkja þó aldrei stunduð, er tungumál þeirra, sem vinna þar nú, eilítiö norskuskotið. Þeir tala um að flensa hvalina, þegar aðrir tala um að rista þá, þeir tala ekki um gufuspil heldur vinsur, og þegar bið er á þvi, að hvalur berist á land, smúla þeir skurð- arplanið með vatni, — skola það ekki með slöngij. Lifið á skurðarplaninu er hvalur. Sé mikil veiði er ekki um það talað að taka sér hvild, alla daga og bjartar sumarnæt- ur erhaldið áfram að hifa, rista, skera og bræða, og gufustrókur- inn stigur án afláts upp úr skor- steini verksmiðjunnar þar sem beinum og innyflum er breytt i lýsi og mjöl. Þegar rökkva tek- ur siðsumarskvöldum er kveikt á ljóskösturum og lifið hefur áfram sinn vanagang. Og þetta lif, lifið i hvalnum, hefur að sjálfsögöu aðdráttarafl fyrir marga, enda er þangað stöðugur ferðamannastraumur, eins og til allra forvitnilegra staða. Enginn venjulegur ferða- maður fær þó að stiga fæti inn- fyrir mörk þessa heims, — þar stendur á stóru skilti: „Aðgang- ur stranglega bannaður”, og fyrir þá, sem ekki skilja það: ,,No admittance”. Til þess að komast inn i þenn- an heim verða menn að sækja um vinnu þar, og fái þeir hana er ekki um annað að ræða en vinna vel, þvi unnið er á tveim- ur vöktum, allan sólarhringinn, og allt sumarið keppa vaktirnar um það, hvorri tekst að skera fleiri hvali. Svo mikið er kappið, að standi það naumt, að unnt sé að ljúka við hval fyrir vaktar- lok, skreppa menn rétt sem snöggvast i kaffi og gleypa það i sig til að missa sem minnstan tima. Strákarnir i Hvalstöðinni hugsa ekki sem svo, að þeir á næstu vakt geti klárað fjandans hvalinn, þeir klára hann sjálfir. — Ég lét heillast af rómantik- inni, sem umvefur þennan heim i augum hæfilega fjarstaddra á- horfenda og sótti um vinnu — og fékk hana. Ég fékk að stiga fæti innfyrir skiltið og stóð þar einn daginn snemma vors með svera gadda neðan á stigvélunum og þóttist orðinn fullgildur hval- skurðarmaður. Það var þó langt frá þvi, að svo væri, að minnsta kosti fyrst i stað, en þegar nokkuð var liðið á sumarið var mér þó falið það virðingarembætti að draga hvalina frá bryggjuhausnum að slippnum og þaðan upp á skurð- arplanið i hendurnar á flensur- unum. Til þessa verks notaði ég verkfæri, sem er liklega stærsta spil á landinu, og hefur varla veitt af þvi, þar sem þessi stærsta skepna jarðarinnar vegur oft meira en 70 tonn. En á meðan ég var að vinna mig upp i þetta virðingarembætti var ég um tima það sem kallað er að vera ,,á króknum”, en það er i þvi fólgið að vera á sifelldum spretti fram og aftur, hlaupa upp og niður hrygglengjurnar, yfir tungur og inn milli hauga af kjálkabeinum, spiki og innyfl- um i þvi skyni að draga vira nið- ur af aðskiljanlegum vinsumog krækja hingað og þangað i hval- ina, eftir þvi sem við átti hverju sinni, og gefa merki til vinnumannannna, þegar þeir áttu að hifa eða slaka. En i starfi umsjónarmanns stóra spilsins taldi ég mig vera á hápunkti sem hvalmaður. Mér fannst ég leika æðimikið hlut- verk við hvalmóttökurnar, og vissulega var hlutverk mitt stórt. Þegar hvalbátur lagðist að bryggju með hvali i eftir- dragi var i mörgu að snúast hjá mér. Mitt fyrsta verk var að stiga inn i konungdæmi mitt, spilhúsið, og smyrja i alla koppa með sérstakri smurdælu. Siðan þurfti að skrúfa frá krönum á öllum strokkunum til að hleypa af þeim vatni, sem þar hafði þést frá þvi spilið var notað sið- ast. Þegar strokkarnir voru tæmdir af vatni tók gufan vana- lega að streyma út, og áður en búið var að loka fyrir þá aftur var húsið orðið fullt af gufu, svo ekki sá úr augum. En að þessu undirbúningsverki loknu, tók ég mér stöðu fyrir aftan tromluna miklu, þar sem handleggssver virinn var undinn upp á, með aðra höndina á hjólinu, sem dampinum inn á spilið er stjórnað með, en hina á skipti- stönginni. 1 þessari stöðu horfði ég út um gatið þar sem virinn sveri liggur útum og niður i slippinn, þar sem hvalurinn beið þess að leggja upp i sina hinstu för. Ég fann ákaflega mikið til min á þessum stundum og i- myndaði mér oft, að ég væri skipstjóri, og skurðarplanið skipið mitt. Allt undir minni stjórn, ég þurfti ekki annað en gefa vink, og allt færi af stað. Ég ýtti prjónahúfunni aftur á hnakka og þandi út brjóstkass- ann. Þá kom vinið.. Það var ekki ég sem gaf það vink, heldur annar flensarinn, sem núorðið gefur alþjóð stundum vink úr ræðustól á Alþingi. Hann kom úr slippnum, rétti upp hægri hönd- ina og teiknaði hring i loftið. Það þýddi, að hann hefði lokið við að lása virnum i sporð hvalsins, og mér væri óhætt að hleypa dampinum rólega á. 1 þann tið varð ég að hlýða vinki þessa núverandi varaalþingis- manns, og sem ég sit og skrifa þetta, mörgum árum seinna, hrósa ég happi yfir að þurfa þess ekki lengur. Og hvalurinn lagði upp i sina hinstu för og spilið stundi undan áreynslunni, þegar stimplarnir mjökuðust af stað. Eftir fáeinar minútur kom sporðurinn i ljós, og flensararnir munduðu ný- brýnda hnifana sina, — bjúg- hnifa á löngum sköftum, sem þeir stinga i siðu hvalsins og renna aftur eftir henni, eftir þvi sem hvalurinn mjakast upp á skurðarplanið. Eftir nokkra klukkutima verður hvalurinn kominn i pappirspoka, ofan i lýsistank og upp á króka i frysti- geymslum. Þegar starfi minu við stóra spilið var lokið, settist ég vana- lega við aðra flensivinsuna, til- búinn að hifa spiklengjuna af baki hvalsins jafnóðum og flensarinn renndi hnif sinum milli kjöts og spiks. En á meðan flensarinn bjó sig undir þetta verk hafði ég nægan tima til að horfa á ferðamannahópinn, sem jafnan hélt sig við hliðið inn á skurðarplanið, þar sem stóra skiltið með „aðgangur bannað- ur” og „No admittance” gnæfir yfir, sérstaklega á sólrikum dögum um helgar, þegar spik- stækjan lá yfir og strompurinn spúði úr sér bræðslufnyknum, sem lætur ágætlega i nösum hvalskurðarmanna, en ferða- fólkið hnussar yfir, þótt það láti sig yfirleitt hafa það án sérstaks viðbúnaðar við öndunarfærin. Eins og i ferðamannahópum TEXTI: ÞORGRIMUR GESTSSON TEIKNING: GÓA . Sunnudagur 9. júní T974. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.