Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 4
• Vel búið hótel I söguríku héraði. • Heitur matur allan daginn frá klukkan 8 — 23:30. • Þægileg setustofa með sjónvarpi og vinbar. • Útbúum nestispakka, ef fólk óskar. • Kjörinn staður til að skoða Snæfellsnes og Borgarfjörð. HÓTEL BORGARNES BORGARNESI — SIMI 93-7219. Fatnaður — matvörur — smávörur ýmiskonar og margt fleira. Hellisbraut 18 — Hellissandi simi 93-6633. FERÐAMENN sem leggja leiö sína um hið sögufræga Dalahéraö eru minntir á að lita inn i verslun okkar um leið og þeir aka i gegnum Búðardal, þvi hjá okkur fáið þið allt i nestið, viðlegu- búnað og veiðitæki. i Söluskálanum fáið þið heitan mat og ýmsa smárétti, smurt brauð, kökur, kaffi, öl, gosdrykki, sælgæti o.m.fl. til hressingar á ferðalaginu. Kaupfélag Hvammsfjarðar, Buðardal. FOTIN SEM SKAPA ÖRYGGIOG VELLÍÐAN Laufey I Skaftafelli þvær upp eftir matinn. Skeiðará svæfir hana. Ragnar bóndi Stefánsson i Skaftafelli. Það var eiginlega það eina, sem ég vissi með vissu um öræfasveit áður en ég kom þangað. Ég stoppaði i kaupfé- laginu á Fagurhólsmýri, keypti pulsur og kók, fékk mér siga- rettu og gekk um, áður en ég hélt heim að Skaftafelli, þar sem ég ætlaði að árennilegast væri að biðja um gistingu i fyrstu atrennu. Skaftafell var mér einskonar fastur punktur, — ég hafði meira að segja séð mynd af Ragnari, einum öræfinga. Á skiltinu neðan við Skaftafell stóð: „Þjóðgarðsvörður i efri bænum”. Kolbrjálaðir hundar réðust að bilnum þegar ég kom upp á móts við þann neðri. Þeir voru svo aðsópsmiklir, að ég þorði ekki annað en að stoppa tvisvar eða þrisvar til að fara ekki yfir þá. Sist af öllu vildi ég drepa hund bóndans, sem ég ætlaði að leita gistingar hjá. Ung stúlka kom til dyra. Ég kynnti mig og spurði um hús- bóndann. Ragnar kom til dyra, virðulegur að venju og gisting var meira en sjálfsögð. Mér var borgið. „Drjúgur bringukollur” I Hæðum, efri Skaftafellsbæn- um (hinn heitir Bölti = hjalli, brekka, hóll, þúst, skv. Árna Bö.) býr Ragnar, sem er um sextugt, kona hans Laufey, sem liklega er rúmlega fertug, dóttir þeirra Anna, sem er 13 ára, og Jón 15 árum eldri bróðir Ragn- ars. Bústofninn er á annað hundrað fjár og þrjár beljur. „Það dugir okkur, svo fámennri fjölskyldu,” segir Ragnar. Þau reikna alveg eins með að hætta búskap i haust og Ragnar ætlar aðhelga sig þjóðgarðinum. „En það þarf náttúrlega eitthvað meira,” segir hann. „Þó að þjóðgarðinum fylgi töluvert amstur og stúss, sem vex vænt anlega nú i sumar, þá verður maður varla rikur á þvi.” Við Jón Stefánsson sátum i stofu og horfðum á fréttirnar i sjónvarpinu. Gamli maðurinn sagði mér eitt og annað um ör- æfasveit og sérstaklega þó Skaftafell. „Hér hefur verið búið i margar aldir. Gamli bærinn stóð niðri á sandinum fram á miðja siðustu öld. Þá var hann rifinn og stuttu siðar tók hlaup það, sem eftir var. Þessir bæir voru svo byggðir eftir það. Þeir voru byggðir úr þvi, sem hægt var að fá hér i kring, rekavið og ýmsu dóti úr fjörunni og stein- flögum hér úr fjallinu. Já, það hefur verið drjúgur bringukoll- ur að flytja allt hingað uppeftir alla tið.” Mig langaði að vita, hvaða breytingar þau teldu að yrðu helstar á þegar órofa vegasam- band væri komið á i báðar áttir. Þrátt fyrir flugsamgöngur sið- ustu 10 ára eða svo á milli Reykjavikur og Fagurhólsmýr- ar — oft stopular — hefur ör- æfasveit til skamms tima verið einangruð sveit, oft talað um hana sem einangruðustu sveit á landinu. Ég rak mig siðan oft á það, að öræfingar voru þvi mjög mótfallnir, að vera taldir einangraðir. Nánar um það sið- ar. „Ja, það verður náttúrlega stóraukinn ferðamannastraum- ur, sem lendir að miklu leyti hér i Skaftafelli vegna þjóðgarðsins. Hér verður örugglega miðstöð fyrir ferðamenn og það er kannski ágætt. Þá er það af- greitt fyrir sveitina og aðrir bæ- ir þurfa ekki að taka á móti fólki, sem óneitanlega getur oft tafið frá daglegum störfum. Nú, svo eru það allar samgöngur, sem batna til mikilla muna. Nú getur maður valið um að fara til Hafnar eða Vikur, eftir þvi sem ekki er hægt að fá hér i sjálfri sveitinni. Læknaþjónusta ætti að batna til muna og svo fram- vegis.” „Mestu breytingarnar, og kannski einu umtalsverðu breytingarnar,” sagði Laufey húsfreyja, „gerðust einn sunnu- dag i júlí ’67 þegar brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi var opnuð. Þá var það eins og flóð skylli yfir sveitina, um tima var stanslaus straumur fólks i sveitina og allt endaði hér. Áður þekkti maður hvern bil og öll ferðalög vöktu meiri athygli þegar erfiðara var að fara.” Nú eru að minnsta kosti tvær hliðar á einu máli og hversu góður, sem ferðamannastraum- urinn og vegasambandið kann að reynast, þá fylgir umferð fólk. Gott og vont fólk. Voru þau hrædd við „skrilinn úr Reykja- vik”? „Það er kannski ekki endilega „skrillinn úr Reykjavik”, sem maður gæti verið smeykur við,” sagði Laufey. „Leiðindafólk og 0 Sunnudagur 14. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.