Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 21
Sigurður Björnsson ásamt systur sinni Guðrúnu (Rúnu), sem býr til landsins bestu kjötsúpu. þingtíðindunum leið ótrulega fljótt gengum inn i bæinn og hann bauð mér til stofu. Þar var á mi&ju gólfi borðstofuborð og stólar sitt hvoru megin við það. Hann lokaði að okkur og settist gegnt mér. — Hvað var það nú, sem þig langaði helst að tala um og vita? Það er nú ekki vist, að þú fáir svo mikið upp úr mér. Jú, ég var i sveitina kominn til að kynnast fóikinu og viðhorf- um þess, aðallega gagnvart nýja hringveginum og þeim breytingum, sem þessi nýja samgönguleið gæti haft i för með sér. Átti hann von á, að mannlifið i sveitinni myndi breytast stórlega? — Ég vona bara, eins og ég sagði þér i gær, sagði hann og pirði augun, — að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af fram- tíöinni og þessari samgöngubót. En ef það er eitthvað, sem ég er hræddur við, þá er það nokkuð, sem við höfum orðið vör við hér i þessari sveit. Ég skal segja þér, að fyrir nokkrum árum fannst mikið af dauðum skúm hér fyrir austan. Það var búið að skera lappirnar af hverjum einasta fugli og hafa „veiði- mennirnir” liklegast ætlað að fá peninga fyrir. Það væru helst slikir óprúttnir ferðamenn, sem maður vildi ekki fá hingað oft. Ég vildi helst láta friða allan fugl hér nema gæs, hún er slæm þar sem verið er að rækta upp jafn mikið land og hér er verið að gera. — En vargurinn, mávurinn, þarf ekki að herja á hann? spurði ég. Nú varð Sigurður ibyggnari og brosleitari en nokkru sinni áöur. — Nei, veiðibjöllunni þarf ekki að útrýma þótt hún sé leiðinleg, svaraði hann. — Fyrir þvi eru ástæður, sem okkur þykja i rauninni frekar góðar: Eftir þvi sem landhelgin færist lengra út, þvi minna verður um æti fyrir varginn, og þannig fækkar henni sjálfkrafa. Smá- bátum fer sifækkandi sömu- leiðis. Þvi held ég að veiðibjall- an verði ekkert vandamál. Eins og sagði i upphafi þessarar greinar búa þeir Kvi- skerjabræður þar fimm saman ásamt tveimur systrum sinum. Báðar heita Guðrún — eftir sitt hvorri ömmunni — en sú yngri mun vera kölluð Rúna til að- greiningar. Um þetta leyti heyrðist umgangur frammi og glamur i diskum. — Þú ert kannski búinn að borða? spurði Siguröur mig. Nei, ekki gat ég játað þvi. Hann stóð upp og gekk út og lokaði vandlega á eftir sér. Ég skoðaði á meðan nokkra uppstoppaða fugla, sem voru þar i glerskáp i einu horninu, allir vandlega merktir; siðar sagði Sigurður mér, að þetta væri aðeins hluti þess safns, sem þeir ættu — aðallega Hálf- dán — og eins hefðu þeir sent mikið af flökkufuglum til Nátt- úrugripasafnsins i Reykjavik. Sigurður kom aftur inn og settist og Rúna á hæla honum. Hún lagði á borð og bar fyrir okkur soðið kindakjöt og kjöt- súpu. — Þér þykir þetta liklega ekkert gott, sagði hún. — Þetta er áreiðanlega ekkert gott. Eins litill kjötsúpumaður og ég er gat ég ekki annað en játað hreinskilninslega, að betri kjöt- súpu hefði ég aldrei fengið. Hún svaraði fáu og sagði eitthvað á þá leið, að svona vildi hún hafa þetta. Við Sigurður borðuðum tveir einir og spjölluðum saman á meðan. Hann snéri baki i glugg- ann og þar fyrir utan, beint fyrir framan mig, fannst mér vera eilifðin. Sagnfræðileg rök í Oræfasveit eru ýmsir, sem þekkja vel sögu sveitar og ibúa hennar, en að öllum ólöstuðum mun Sigurður vera allra fróð- astur. Hann er sjálflærður sagn- fræðingur og fer með ártöl, nöfn og heiti liðinna alda eins og að drekka vatn. Þegar við spjölluðum um hlaup og gróður- breytingar i öræfum (sjá úr- drátt úr grein hans á bls. ), sagði hann mér sögu af þvi, að fyrstu heimildir um hlaup bentu til þess, að það hefði liklega verið i kringum 1350. 1 þvi sam- bandi benti hann á skráðar sagnir um tvo sýslumenn, sem hann nafngreindi eins og ,ég ætti að þekkja þá en hef náttúrlega gleymt, og er einhversstaðar skrifað eftir öðrum þeirra, að i þvi hlaupi hefðu farið lGbæir á sandinum. Þetta sagðist honum all löngu eftir umrætt hlaup. — En nú er það svo, sagði Sigurður, — að þrátt fyrir að engar öruggar heimildir séu til um þetta hlaup, þá má telja þessa frásögn sýslumannsins sanna. 1 þjóðsögunum urðu nefnilega allar tölur á milli 10 og 20 að 18, samanber 18 hellisbúa og 18 barna föður i álfheimum og svo framvegis. Hann nafndi hins vegar töluna 16 og þvi má telja frásögn hans sannsögu- lega. t hartnær 20 ár, eða frá árinu 1955, hefur Sigurður unnið að samningu byggðasögu Oræfa- sveitar. Á stundum var mér næst að ætla, að hann kynni alla söguna utanbókar. En þetta eru greinilega hans ær og kýr eins og sést hvað best á eftirfarandi, sem hann sagði mér á einhverju stigi samtals okkar: — Ég þurfti að vera á sjúkra- húsi i Reykjavik um nokkurn tima og fékk, fyrir hjálp góðra manna, gömul þingtiðindi að láni úr Landsbókasafninu. Þá leið timinn ótrúlega fljótt. — Hvernig finnst þér — eða ykkur systkinum — aðrir ibúar sveitarinnar lita á ykkur og ykkar fræðistörf spurði ég. Hann svaraði rólega en hik- laust: — Ég hef aldrei orðið var við annað, en að fólk hér skilji okkur vel og kunni að meta okk- ar fræði- og rannsóknarstörf. Og þvi siður höfum við orðið varir við, að við séum taldir sérvitrir grúskarar. Enda grúskum við ekki svo mikið, maður les eitt og annað og heyrir sitthvað og mikið af þvi leggst á minnið. Við erum jú kannski hver á sinu sviði en þetta fléttast allt saman. Allt gerir það það. Ekki gestkvæmt Timinn leið og komið fram undir nón þegar við kvöddumst. Rúna kom og tók af borðum og við búnir að drekka mikið kaffi. — Fáið þið mikið af gestum hér á Kviskerjum? spurði ég hana. — Nei, sem betur fer er það nú ekki, svaraði hún. — Æ, nei. — Hefur þér aldrei dottið i hug að flytjast héðan? spurði ég aft- ur. Hún leit á bróður sinn. — Ég hef alltaí haft nóg að gera, svaraði hún svo. — Ég hef aldrei hugleitt það að fara héðan. Það er sjálfsagt betra að vera ein- hvers staðar annars staðar, en hér er ég nú samt. Það er lika gott að vera hér. Ég vildi fá að mynda þau systkinin saman og svo lika að fá nokkrar myndir af Guðrúnu i eldhúsinu. Hún þvertók fyrir það, sagðist vera að baka og það kæmi bara ekki til máia. Þau voru með gesti, tvær ungar frænkur úr Reykjavik, sem léku sér á snjósleða á túninu. Innúr nýbyggingunni heyrðust hamarshögg og þegar ég ók úr hlaði var Sigurður kominn aftur i múrverkið af sama kappinu og áður. A smiðjuveggnum var eitt af hundruðum —ef ekki þúsundum — selskinna, sem þeir Kvi- skerjabræður hafa spýtt um æv- ina. Hundur með sperrt eyrun horfði á eftir mér. —ó.vald. Akureyringar — Ferðafólk! Athugið að við höfum allt sem yður vantar i ferðalagið: Sóloliu — gleraugu — filmur — snyrtivörur. Avexti — ávaxtasafa — kex —. Heitar pylsur. Rjómais og isrétti. Fljót og góð afgreiðsla. Ý Jf- Krókeyrarstöðin Veganesti Glerárhverfi Tryggvabraut 14. HEIMSÆKIÐ SELFOSS Er miðstöð samgangna og ferðaþjónustu ö Suðurlandi tengd höfuðstaðnum með hraðbraut. Eftirtaldir staðir eru allir nögrenni Selfoss Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss, Strokkur, Geysir, Hvera- vellir, Kerlingafjöll, Þjórsárdalur, Virkjunarstaðir við Þjórsá og Tungnaá, Þórisvatn, Veiðivötn, Landmanna- laugar, Hekla, allir helztu sögustaðir Njálu á Suðurlandi, Keldur, Hlíðarendi, Bergþórshvoll, hellarnir á Ægissíðu, Oddi á Rangárvöllum. Skemmtimöguleikar í næsta nágrenni Selfoss: Laxveiði í: ölfusá, Soginu, Hvítá, sjóbirtingsveiði í Olfusá. Sjóstangaveiði frá: Stbkkseyri, Eyrabakka, Þorlákshöfn. Útreiðartúrar í allar áttir meðal annars upp á hábrún Ingólfsf jalls. Á Selfossi er: Sundlaug, íþróttavölIur, Byggða- og mál- verkasafn, Bókasafn og fl. LYNGÁSI 8, GARÐAHREPPI ® 53055. / BILRUOAN FRAMLEIÐUM BÍLRÚÐUR ÚR ÖRYGGISGLERI í ALLA BÍLA. Eigum fyrirliggjandi framrúður í flestar gerðir fólksbíla. Meðal annars: Framrúður í Benz 250 og 280 S, ennfremur litaðar framrúður í Bronco. Einnig höfum við slétt öryggisgler, allar þykktir, sker- um eftir máli, ísetning á staðnum. BÍLRÚÐAN, Garðahreppi, sími 53055, ísetningarsími 53054. © Sunnudagur 14. júlf 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.