Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 23
HÓPFERÐABIFREIÐIR
Höfum ávallt til leigu þægilegar
hópferðabifreiðir
Kjörorð okkar er
GÓÐ ÞJÓNUSTA
Hringferðir um Þjórsárdal með farar-
stjóra á sunnudögum og miðvikudögum.
Upplýsingar gefur BSÍ simi 22300.
Símar: 20720 og 13792
Félagsheimilið HVOLL
*
Heitur matur - Kaffi - Smurt brauð - Kökur -
Öl - og fleira. Grill-réttir allan daginn.
*
Félagsheimilið HVOLL
Sími: 99-5144 Hvolsvelli.
Snæfellingar — ferðamenn!
Eins og tveggja manna herbergi.
Almenn veitingasala með mat.
Opið frá kl. 8—23,30 daglega.
Hótel Fell
Grundarfirði - simi 93-8613
SANA H.F.
NORÐURGÖTU 57 — SÍMI 96-21444 — AKUREYRI.
ÖL- OG GOSDRYKKJAFRAMLEIÐSLA.
• THULE
• MALTÖL
• APPELSÍNUSAFI
• BLÖNDUÐ SAFT
Söluumboð í Reykjavík:
Öl &Gos h.f.
AUÐBREKKU 36 — KÓPAVOGI.
SÍMAR: 41090 OG 41114.
Verslunarfélag
Austurlands
HLÖÐUM — Útibú Egilsstöðum.
Simar — skrifstofa 1308
Verslanir 1310 — 1311
Sláturhús 1312.
REKUR:
Sláturhús — Frystihús.
SELUR:
Matvörur.
Hreinlætisvörur.
Byggingavörur.
Vefnaðarvörur.
Skófatnað.
Húsgögn.
Raftæki.
Búsáhöld og alls konar smávörur.
KAUPIR:
Allar islenskar afurðir.
UMBOÐ FYRIR:
SHELL-bensin og oliur.
Höfundur ritmáls og mynda I
þe ssu aukablaði er Ómar
Valdimarsson, blaðamaður
Alþýðublaðsins. Hann dvaldist
i Öræfasveit I fjóra daga I
april sl. til að afla efnis i þetta
blað. Hér flytur hann nokkrar
ÞAKKIR
TIL
ÖRÆFINGA
öræfasveitin varð mér slik
upplifun, að þrátt fyrir að þrir
mánuðir séu liðnir siðan ég
var þar til að safna efni i þetta
blaö, þá hef ég eiginlega ekki
,,náð mér” ennþá.
Sannast sagna var ég ekki
'sérlega heill heilsu um morg-
uninn þegar átti að fljúga til
Hornafjarðar en ég var ekki
fyrr kominn þar i ,,flug-
stöðvarbygginguna”, en að öll
vanliðan var á brott og það
merkilega er — hvort sem
fólk trúir þvi eða ekki — að ég
fann ekki aftur til vanliðunar
fyrr en um það leyti sem lent
var aftur i Reykjavik fjórum
dögum siðar.
Eg vissi þvi sem næst
ekkert um þessa sveit áður en
mér þykir ég vita miklu minna
núna. Kunningjar höfðu að
visu sagt mér undan og ofan af
þvi helsta, sem mér gæti
reynst forvitnilegt að kynna
mér og vissulega varð það
mér hjálp, en það er með
öræfasveit eins og liklega alla
aðra staði, að það tekur sinn
tlma að kynnast henni. öræfa-
sveit þekki ég alls ekki og eftir
þvi sem lengra hefur liðið á
vinnuna við þetta blað, þeim
mun meira hef ég efast um
rétt minn til að gera þessa
„úttekt” eða hvað fölk vill nú
kalla þessar greinar.
Ég kann að þjást af „sveita-
rómantik” eins og svo margir,
sem allt sitt lif hafa búið i borg
og þekkja ekki lif i sveitum
nema af afspurn eða einhverju
þaðan af verra. bað getur þvi
verið þess vegna, að fyrir mér
er þessi stórbrotna sveit eins-
konar hilling. Náttúran er
magnaðri en ég hefi nokkurs
staðar áður kynnst og gest-
risnara og elskulegra fólki hef
ég hvergi mætt — nema ef
kynni að vera i 100 manna
byggð i þröngum firði í
vesturströnd Noregs, þar sem
ég var einu sinni i svipuðum
tilgangi og þeim er ferðalag
mitt um öræfasveit hafði.
bað var kannski þess vegna,
að mér þótti stórkostlega
hlægilegl að sjá i bókahillu i
kaupfélaginu á Fagurhóls-
mýri bók, sem bar heitið:
„Plastic Surgery: Beauty You
Can Buy” eftir Harriet
LaBarre. Eg fékk að fletta i
gegnum hana hjá Oddi
kaupfélagsstjóra, sem var
mér alltaf mjög vingjarn-
legur, og þar voru þá allar
„nauðsynlegar” upplýsingar
um hvað væri hægt að gera
með plastiskum skurðað-
gerðum, hversu mikið þær
kostuðu og hvar væri best að
láta lappa upp á sig. Ég ræddi
það að visu aldrei, en ég er
þess fullviss, aðhvorki Svava i
Svinafelli, Laufey i Skaftafelli
né húsfreyjurnar yndælu á
Hofi hafa nokkurn áhuga á
slikum aðgerðum. Hinsvegar
rakst ég einn daginn á ung,
bandarisk hjón, sem voru á
ferðalagi um landið og stopp-
uðu i kaupfélaginu hjá Oddi,
og þeim þótti þetta gott kaup-
félag að hafa svona
bókmenntir á boðstólum.
1 lokin langar mig að þakka
fólkinu i öræfasveit, bæði þvi
sem ég hitti og eins þvi, sem
ég hitti ekki, fyrir þessa góðu
daga. t greinunum hér að
framan hef ég ýmislegt eftir
þvi, sem ég hef gert eftir bestu
samvisku og minni og biðst
mikillega afsökunar, ef eitt-
hvaö er úr lagi fært. Ég itreka
þakkir minar til allra og óska
öræfingum til hamingju með
vegasambandið.
—ó.vald.
Sunnudagur 14. júlí 1974.