Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 15
björgun úr snjóflóði — Lá fastskorðaður undir jökli í 25 tíma gangur frá Kviskerjum upp i Breiðamerkurfjall. Lenda I snjóflóði Um hádegi féll snjóflóð á þá félaga i brattri fjallshlið i Breiðamerkurfjalli og lenti Gunnar utan i snjóflóðinu og hrapaði aðeins stuttan spöl, en félagi hans hrapaði niður bratta f jallshliðina og fram af klettabelti, sem var neðan við miðja hliðina, yfir klappir og stórgrýti og alla leið niður að jökulröndinni. Gunnar fór niður til þess að skyggnast eftir félaga sinum, en sá hann hvergi, enda taldi hann vist, að hann hefði ekki komist lifs af. Flýtti hann sér þá heim að Kviskerjum til þess að fá mannhjálp, og fóru menn þegar að leita Sigurðar, en án árangurs, enda var komið myrkur, er þeir komu á slysstaðinn. Lá 28 metra inn undir jökli Nú er að segja frá Sigurði. Milli fjallshliðarinnar og jökulsins hafði myndast geil, þar sem jökullinn hefur bráðnað á siðastliðnu sumri. Sigurður barst nú með snjó- flóðinu eftir þessari geil 28 metra inn undir jökulinn og lá þar fastskorðaður i snjónum og gat aðeins litilsháttar hreyft hendurnar. Hafði hann aldrei misst meðvitund á leið- inni niður. Varð honum undir eins ljóst, hvar hann var staddur, og var hann alls ekki viss um að hann myndi finn- ast, þar sem talsverður snjór hafði komið i geilina i flóðinu. Tók hann nú að syngja, bæði til að halda á sér hita og einnig til þess að leitarmenn gætu runnið á hljóðið, ef vera kynni, að það heyrðist upp úr geil- inni. Söng hann aðallega sálma og byrjaði á sálminum ,,Á hendur fel þú honum.” Sigurður Björnsson á Kvlskerj- um: Hélt sér á lifi með sálma- söng. sinum, setti siðan band undir hendur honum, og var nú Sig- uröur dreginn upp, en 28 metr- ar voru upp á brún. Var hann siðan strax færður i þurr föt og fluttur heim á sleða. Hann fékk frostbólgu i hendur og fætur en náði sér furðu fljótt og gat gengið óstuddur eftir viku. Sigurður er aðeins 19 ára gamall. (Ur „öldin okkar”, slðara bindi, bls. 91-92, 1936.) Frásögn Sigurðar Um nóttina sofnaði hann nokkrum sinnum og um morg- uninn fann hann iskaldan and- vara leika um kinnar sér og færöi það honum von um, að ekki myndi vera mikill snjór milli hans og opsins á geilinni. Segir Sigurður sjálfur frá á þessa leið: ,,Ég var alltaf að syngja, söng mest sálma, en ýmis góð kvæði flutu þó með. Ég bjóst við að klukkan myndi vera 10- 11 og var að syngja „Lofið vorn drottinn”. — Ég var ein- mitt að hugsa um, að nú myndu leitarmennirnir vera að koma, er ég heyrði nafn mitt kallað en heyrði það þó ekki svo greinilega, að ég væri viss um það, en rétt á eftir heyrði ég að kallað var sterk- um rómi: „Siggi”. Ég þekkti að það var Palli bróðir minn, sem kallaði, og kallaði ég strax: „Já” — „Þú ert þá lif- andi,” kallar Palli. „Já, og meira að segja ómeiddur,” svaraði ég. — Ég býst við, að flestir geti skilið hugsanir minar, er ég endurtók með dá- lftiö lægri röddu: „Lofið vorn drottinn”.” Leitarmenn höfðu farið af stað eldsnemma um morgun- inn, en engum þeirra datt i hug að Sigurður væri á lifi. Páll, bróðir Sigurðar, var lát- inn síga niður i jökulgeilina. Hann heyrði óminn af söng Sigurðar og hjálpaði það hon- um til að finna hann. Hann mokaði nú snjónum frá bróður Sparisjóður Hellissands Félagsheimilinu Röst — Hellissandi — simi (93)-6661. önnumst öll venjuleg inn- og útlánsviðskipti. Opið alla virka daga vikunnar frá kl. 1-4. Ibúar Neshrepps utan Ennis, eflið og notið ykkar eigin lánastofnun. FERÐAMENN BENZÍN — OG OLÍUSALA Á BÁDUM STÖÐUM. Liggi leið yðar landleiðina frá Vestfjörð- um eða til — farið þér um hlaðið i BJARKARLUNDI og FLÓKALUNDI. A báðum stöðum bjóðum vér yður gistingu i vistlegum herbergjum ásamt máltiðum og annarri þjónustu i fögru og friðsælu umhverfi. Barðstrendingalélagið í Reykjavík Hefjid ekki ferdalagið án ferðaslysatryggingar SJÓ¥Á Æ ► > jgs FerBaslysatrygging Sjóvá greiöir bætur við dauða af slysförum. vegna varanlegrar örorku og viku- legar bætur, þegar hinn tryggöi verður óvinnufær vegna slyss ViBbótartrygging er einnig fáan- leg, þannlg aB sjúkrakostnaBur vegna velkinda og slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er inni- falinn I tryggingunnl. Sökum mjög lágra iBgjalda, þá er ferðaslysatrygging Sjóvá sjálfsögð ðryggisráðstöfun allra ferðamanna. Dæmi um iðgjöld: Timalengd 14 dagar 17 dagar 1 mánuður Dinarbaelur OrorkubKlur 1000 000,00 1000 000,00 1000 000.00 Dagpeningar i viku 5 000 00 5 000,00 5 000 00 Iðgjald m/sölutkatt og stimpilgjaldi 551,00 596,00 * 811.00 Aðrar vátryggingarupphæðir að sjálfsögðu fáanlegar. SJÓVATRYGGINGARFÉLAG ISLANDS? SUOURUNDSBRAUT 4 SIMI 82500 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Sunnudagur 14. júli 1974. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.