Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 16
alþýðu II ™ Bókhaldsadstoó mcó tékka- KOPAVOGS APÓTEK færslum Opið öll kvöld til kl. 7 (Æ\ BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 2 |\/y BANKINN Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDIBIL ASTOÐIN Hf Minkagreni í húsagaröi á Húsavík: Drap mink með skóflu og fór strax til að rukka sýslumann Síðla dags i gær kom maður nokkur inn á lög- reglustöðina á Húsavik og vildi fá greiðslu fyrir minkaskott. í poka var hann með dauðan mink, sem var illa saxaður, og sagðist maðurinn hafa drepið kvikindið með skóflu heima við húslóðina sina. Lögreglan visaði honum á bæjar- skrifstofurnar. bar með voru unnir 3 af þeim 5minkum,sem Húsvikingar sáu spóka sig i glaðasólskini og logni á stiflubrú yfir Búðará, sem rennur i gegnum plássið. Var það á milli kl. 10 og 11 i gær- morgun. Skömmu siðar fannst greni i garöi hússins númer 10 við Asgarðsveg (Framnes) og hafði þá þar verið heil fjöl- skylda, læða með fjóra hvolpa sina. Ingimundur Jónsson, sem fæddur er I húsinu, vann þar i morgun á læðunni og sagði fréttamanni blaðsins i gær, að hann teldi sig og hafa sært einn hvolpanna. Er það þriðja dýrið, sem unnið hefur verið. begar komst mikill hugur i Húsvikinga og sagöi Björn Hall- dórsson, yfirlögregluþjónn á Húsavikaðþar væri „allt komiö á annan endann” og ekki talað um annað i plássinu. Lögreglan á staðnum hefur aðeins yfir skammhleypum að ráða og þvi var fenginn maður — Ingimund- ur Jónsson — með haglabyssu. Lyktaöi aðför hans að minkun- um sem áður segir. . Ingimundur sagöist hafa grun um að grenið væri mjög nýlegt, þvi endur væru á ánni og hefðu þar enginn sjáanleg afföll oröið. bá væri og hænsnabú i nágrenn- inu og þar heföi heldur einskis orðið vart. Aftur á móti er tölu- vert um silungstitti I Búðará og taldi Ingimundur öruggt, að minkamamma og ungar hennar hefðu fyrst og fremst lifað á fiskmeti. Björn Halldórsson sagðist einnig hafa fengiö fréttir um, að upp við Botnsvatn, sem er all langt frá bænum og Búðará kemur úr, heföi sést minkar og sagðist hann halda að þar við stifluna væri greni. Hafi minkarnir komið úr þvi greni, eins og Björn sagðist halda, þá tókst kaupstaðarferð þeirra ekki betur en svo, að mennirnir tóku þeim illa, skutu einn eða tvo i sundur með hagla- byssu, hjuggu annan i tætlur með spaða og elta þá f jölsk'yldu- meölimi, sem eftir lifa, um hálfa sýsluna. — Minkabaninn hér um slóðir, sagði Ingimundur Jónsson að lokum, — kemur hér I bæinn I kvöld (gærkvöldi) og klárar þetta liklega. Við þetta hús á Húsavfk fannst minkagrenið f gærmorgun. Grenið er f bakkanum, þar sem girðingin gengur niður i Búðará og i þessu húsi er fæddur og uppaiinn Ingimundur Jónsson, sem skaut læðuna og særði einn ungann. fimm á förnum vegi Saknar þú sjónvarpsins? N Rúnar Björnsson, skrifstofu- maður: Ekki get ég sagt það, enda horfi ég fremur litið á sjón- varp, þótt ég eigi það, og ég tel mig siður en svo háðan þvi. Jennf Lind Aradóttir, húsmóðir: Já, ég sakna þess mikið, enda horfi ég mikiö á það og hlakka til þegar það byrjar aftur. Annars hef ég horft mikiö á ameriska sjónvarpið nú I friinu hjá þvi Is- lenska. Hilmar Heiðdal, bflstjóri:Nei alls ekki, enda horfi ég ekki mikið á það. bað koma kaflar, sem maður horfir mikið, og svo kafl- ar, sem maður horfir þess minna. Dóra S. Jónsdóttir, húsmóðir: Ég sakna þess alls ekki og horfi litið á það þegar þaö er I gangi, og ég hlakka hreint ekki til þess þegar það byrjar aftur. borgeir Guðmundsson, verk- fræöingur: Nei, ég sakna þess ekki, enda er ég svo litiö heima á kvöldin, þar sem ég er oftast að vinna þá, að ég hef ekki tækifæri til að horfa á það og sakna þess þvi ekki. baö er kannske annaö mál með frúna. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.