Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.01.1976, Blaðsíða 1
alþýðu I n KTiTTil 13. TBL. - 1976 - 57. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR Ritstjórn Sföumúla II - Sfmi 81866 Svör við 15 algengustu spurningum um HÖÐ og HÁRá kvennasíðum 6 og 7 .> Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins: Afstaða flokksins til samninga er t gærmorgun, áOur en haldinn var fundur i rikisstjórninni, þar sem ákveðiö var að taka boði Breta um, að Geir Hallgrimsson héldi til London til viðræöna, héldu fulltrúar rikisstjórnarinn- ar fund með landhelgisnefnd og utanrikisnefnd Alþingis. A fundinum var ieitað álits nefndanna um, hvort tslending- ar ættu að verða við beiðni Breta um viðræður. A fundinum reyndust fulltrúar allra stjórnmálaflokka nema eins — Alþýðubandalagsins — þvi fylgjandi að beiðni Breta yrði ekki hafnað. Benedikt Gröndal, formaöur Alþýðuflokksins, sat fund þennan sem fulltrúi fiokksins, og hafði Alþýðublaðið tai af hon- um i gær. — Ég vil minna á, að Alþýðu- flokkurinn tók afstöðu á móti samningunum við Vestur-Þjóð- verja, á grundvelli þeirra upplýsinga um ástand fiski- stofna við iandið, sem fyrir liggja, sagði Benedikt. — Þessi meginstefna Alþýðu- fiokksins hefur ekki breytzt. Hins vegar hefur Alþýðuflokk- urinn frá upphafi haldið þvi fram, að tslendingar verði að óbreytt ræöa landhelgismálið við aðrar þjóðir, sem þess óska. Það myndi spiila verulega fyrir málstað okkar, ef ósk um slikar viðræður væri neitað. Af þeim sökum telur Alþýðuflokkurinn rétt, að forsætisráðherra, Geir Hallgrimsson taki boði Harolds Wiison og fari til London til könnunarviðræðna við hann. SB. Gæti spillt fyrir okkur, ef við neituðum óskum um viðræður Mikil óvissa er nú rikjandi um framtið rækjuvcrksmiðjunnar á Dalvik, að þvi er segir i blaðinu isiendingi. Rækjuvinnslan sem er i eigu söltunarfélags Dalvfkur, hefur ekki verið starfrækt, siðan uin miðjan des. Astæðan er sú að hráefni hefur skort og lánafyrir- greiðsla hefur dregizt á langinn, Það eru greiðslur vegna stofn- kostnðar sem mestum vanda vaida, en fyrirtækið á óafgreidda lánsfyrirgrciðslu vegna stofn- kostnaðar hjá Fiskveiðasjóði. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins, verður að loka alveg ef þessi fyrirgreiðsla fæst ekki innan tiðar en ef hún kæmi bjargaði hún fyritækinu út úr vandanum. Ef fyrirgreiðslan dregst úr hömlu, niá gera ráð fyrir, að fyrirtækið missi þá báta, sein aflað liafa hráefnis til vinnslunnar. lim miöjan desember var fast- ráðnum starfsstúlkum hjá fyrirtækinu, sagt upp störfum en fastráðnir karlmenn hafa haft vinnu við viöhald á húsum og þess háttar. Rækjuvinnslan hóf störf i maí á siðastliðnu ári og voru starfs- stúlkur um '30 þegar flest var. — EB STÚÐVflST flTVINNUTÆKI UEGNfl AB — Oddur Sigurjónsson Rækjustyrjöldin á Húnaflóa var mikið fréttaefni fjölmiðla á liðnu ári, meðan hún stóð yfir. Hér er ekki ætlunin að rifja upp gang þessa illræmda máls, sem stundum var kallað i spaugi Flóa- bardagi hinn nýi. Eftir mikið japl og jaml og fuður, tókst sjávarútvegs- ráðherra að þrengja fram lög- gjöf um samræmda vinnslu siávarafurða. Grundvöllur þeirra laga var, að sjávarút- vegsráðherra fengi að hafa hönd i bagga með vinnslu sjávarafurða, eins og t.d. rækju. Það var sett á hans vald hvemig hann skipti afla milli vinnslu- staða. Rétt er að gera sér ljóst, að með þvi er ráðherra fengið ærið vald i hendur. Rækjuveiðin er vitaskuld eitt og vinnslan annað. Það er engum efa undir- orpið, að vinnslan skapar mikla atvinnu, einkum fyrir kvenfólk. Ef litið er á vinnslugetu rækju- verksmiðja á Húnaflóasvæðinu, er hún i aðalatriðum á þessa leið. Á Skagaströnd eru 2 verk- smiðjur, á Blönduósi 2, á Hvammstanga 1 uppsett, en önnur til á staðnum. Á Drangs- nesi er 1 verksmiðja og á HólmaviTc 2. Þessu næst kemur til álita skiptingin á milli vinnslustaða..* Að allra hæstum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra litur það dæmi þannig út: Höfðakaupstaður (Skaga- strönd) fær i sinn hlut 22%, Blönduósi eru úthlutuð 10%, Hvammstanga 18%, en Hólma- vik og Drangsnes saman fá 50% vinnslunnar i sinn hlut'. Bágt er að segja, hvort hér er verið að efla jafnvægi i byggð landsins, en sé það hugmyndin, má lika minna á, að tveir siðast töldu staðirnir eru i kjördæmi sjávarútvegsráðherra, hinir þrir ekki. Niðurstaðan af þessari furðulegu skiptingu er svo auðvitað sú, að t.d. á Blönduósi, sem býr við skarð- astan hlut, er aðeins unnin dag- vinna og ekki endilega samfellt, en i verksmiðjunum vestan flóans verður fólkið að stritast við að vinna eftir- og nætur- vinnu, til þess að afkasta þvi sem að bersL Hér er raunveru- lega tvennt að gerast. Annað það, að með þvi að þrengja svo kosti Blönduóss um aflamagn, er verið að tefla framtið verk- smiðjunnar i fullkomna tvisýnu. Hitt er það, sem að verkafólkinu snýr, og er ekki þörf að ræða það i löngu máli. Tilburðir ráð- herra til að koma rækjuvinnslu og veiðum Blönduóssbúa fyrir kattarnef i fyrra, eru enn i fersku minni. Ekki vegna þess, að þeir væru svo tiltakanlega fimlegir, heldur vegna þeirrar einstöku hlutdrægni, sem i þeim birtist. Vissulega munu menn hafa vonað, að þessu furðulega máli lyki á viðunandi hátt. En þvi miður virðist sú von hafa brugðizt illilega. Trúlegt er, þó hér skuli ekkert um það fullyrt, að málinu sé ekki lokið af hálfu heimamanna, þó við rikan sé að deila. Heldur eróliklegt, að látið verði við það eitt sitja, að spyrja i einhverjum undirgefnistón: ,,Er þetta hægt, Matthias?” Likara er, að einhver önnur tóntegund verði i spjallinu. En meðal annarra orða. Þess er vert að minnast, að komið hefur til orða, að skipta þurfi aflamagni milli landsmanna, ef að þvi yrði horfið.að leggja ein- hverjum hluta fiskiflotans. Nefndin, sem um það fjallaði, staðnæmdist helzt við að skipt- ingin yrði lögð á vald ráðherra. Satt að segja yrði enginn ráð- herra öfundsverður af þvi. En ef horft er á reynsluna af svipliku valdi, sem honum var fengið i hendur um Húnaflóa m.m., er hætt við að einhverjum þætti þrengjast fyrir dyrum. Eitt er að vera með lagavaldið i höndum, og annað að kunna að beita þvi svo réttlátt sé. HÆTTIIM VIH FISKSÖLU- SAMVINNIINNI? AB — Guömundur Arni Stefánsson Einhver óskiljanleg tregða, virðist vera komin upp, varðandi ákvörðun um áframhaldandi þátttöku freðfiskútflytjenda okkar íslendinga til USA, þ.e. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og Samband islenzkra sam- vinnufélaga i samtökum Norður Atlantshafsrikja (North Atlantic Seafood Association, skmst. NASA). Þessi samtök, sem i eru Norð- menn, Danir og Kanadamenn auk Islendinga, hafa verið með i gangi upplýsinga- og auglýsinga- herferð mikla i USA. fyrir aukinni neyzlu fiskmetis úr Norður Atlantsháfinu. Þessi samtök voru stofnuð til höfuðs vaxandi sölu Kyrrahafsfisksins sem bókstaf- lega flæddi yfir Bandarikja- markaðinn. Árangurinn af þess- um samtökum hefur verið góður og er Atlantshafsfiskurinn i mik- illi sókn i Bandarikjunum og þá ekki sizt vegna fyrrnefndrar her- ferðar. Nú hefur hins vegar spurzt að Islendingar hyggist draga sig út úr þessum samtök- um og er það furðulegt, þar sem sala islenzkra fiskflaka i Bandarikjunum var meiri i fyrra en mörg undanfarin ár. Hinir að- ilar NASA hyggjast halda þessu samstarfi áfram, án Islendinga eða með. Alþýðublaðið hafði samband við Sigurð Markússon fram- kvæmdastjóra sjávarafurða- deildar Sambandsins og spurðist fyrir um þessi mál. Sagði Sigurð- ur að erfitt væri fyrir Islendinga að mæla árangurinn, sem orðið hefði af samstarfinu. Hefði mark- mið NASA, verið að vekja athygli á gæðum Norður Atlantshafs- fisksins fram yfir Kyrrahafsfisk- inn og það virtist hafa tekizt. Kvað hann þátttöku tslendinga i þessum samtökum sýnast réttlætanleg, að minnsta kosti teldu menn Sambandsins i Bandarikjunum, að gagn hefði verið að samstarfinu. Þátttakan kostaði hins vegar peninga og margs væri að gæta i þessu sam- bandi. Ekki hefði enn verið ákveðið hvflrt tsland héldi áfram i NASA, en ákvörðun um það yrði væntanlega tekin von bráðar. Er þvi ljóst, að þrátt fyrir sjáanlegan árangur af þessu samstarfi þá tvistiga Islendingar og hafa ekki tekið ákvörðun um áframhaldandi þátttöku. Er það raunar furðulegt með tilliti til þess sem hér hefur komið fram. Hver hin raunverulega ástæða fyrir þessu hiki er, það er ekki ljóst, en Alþýðublaðið mun leita svara við þeirri spurningu. Landhelgismálið fyrir flokksstjórn á mánudag Boðaður hefur verið fundur i flokksstjórn Alþýðuflokksins n.k. inánudag kl. 5 e.h. Meginefni fundarins verður landhelgismáiið og munu þeir Bcnedikt Gröndal og Gylfi Þ. Gislason hafa fram- sögu unt siðustu atburði málsins. Þá verður cinnig rætt um ýmis iiinanfiokksmál. — SB. ER STEFNT AÐ SKIPTINGU AFLA MILLI LANDSHLUTA?—i SEINAGANGS FISKVEIÐISJÓÐS?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.