Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 1
alþýöu n KTiTTil 36. TBL. - 1976 - 57. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR Rltstjórn Sföumúla II - Slmi 81866 Samningamálin: ÚTTEKT Á STÖÐUNNI j Þráteflið milli ríkisins og 1 Hafnarfjarðar um álgullið - sjá opnu H - sjá opnu Reynsla tollvarða á Keflavíkurflugvelli: TÍUNDI HVER ÍSLEND- INGUR REYNIR SMYGL! TOLLGÆZLAN f REYKIAVfK HEFUR LAGT HALD Á ÁFENGI OG TÚBAK FYRIR 60 MILUÚNIR Á 5 ÁRUM Eins og fram kom I grein í Al- þýöublabinu I gær tók Tollgæzl- an i Reykjavik á árabilinu frá 1970-1974 óiöglega innflutt áfengi og tobak fyrir jafnviröi 60 miiljón króna miöaö viö núgild- andi verölag. t framhaldi af þvi leituöum viö uppiýsinga um hve mikiö magn sams konar varnings haföi veriö tekiö á sama tima- bili af farþegum, sem komu tii landsins um Kefiavlkurflugvöll. Þær upplýsingar, sem okkur voru veittar þar voru þessar: Ariö 1974 fóru um Keflavikur- völl alls 118387 manns. Þar af tslendingar 53013 manns. Ariö 1975 fóru aöeins færri um völlinn eöa 118312. En tslending- um haföi þá fækkaö talsvert eöa i 49744. Tölur um afskipti ToUgæzl- unnar af feröamönnum á árinu 1975 lágu ekki fyrir. En þaö var uppiýst, aö áriö 1974 heföu toil- yfirvöld haft afskipti af um 5000 manns. Þar var um aö ræöa aöallega tUraunir til tollsvika á áfengi og tóbaki, en sitthvaö fleira kom til greina, þótt hér veröi ekki sundurgreint, þar á meöal fikniefni. Veröur þvi ekki betur séö en aö nærfellt tiundi hver Islendingur, sem til iands- ins kom þessa leiö, hafi gert til- raunir til smygls á Keflavikur- flugvelli. Þess má og geta, aö viömæl- andi blaösins lét svo ummælt, aö sér teldist svo til, aö svipaö ástand heföi veriö 1975. Þetta er aöeins þaö, sem toil- veröir höföu afskipti af, en af- skipti lögreglunnar eru þar alveg utanviö. Vcröur ekki séö hversu mikil eöa viötæk þau hafa veriö, þó leiöa megi getum aö, aö þau hafi veriö umtais- verö. Samræmdar aðgerðir þriggja varðskipa Ægir sleit og klippti Varöskipin Þór, Ægir og Týr hófu samræmdar aögeröir gegn brezku togurunum snemma I gærmorgun. Þá voru 29 togarar aö veiöum um 46 sjómilur frá Gletting. Ægir náöi aö rlfa og slita belg- inn á veiöarfærum eins togarans og klippti strax á eftir á afturvir annars. Þá var togaraköllum nóg boöiö og hiföu inn vörpur sinar hiö snarasta. Dráttarbátarnir Lloydsman og Euroman voru til varnar ásamt freigátunni Scylla, en verndar- flotinn fékk ekki aö gert. Uröu togarajaxlar hinir verstu viö þessar aögeröir en uröu aö láta þar viö sitja. Þrlr sjónvarpsmenn frá ITN sjónvarpsstööinni i Bretlandi eru um borö í einu varöskipanna og brezkur fréttamaöur frá Reuter er um borö I ööru. Þá eru all- margir brezkir fréttamenn I Reykjavik þessa dagana. Enn siglt á Þór Þaö er ljóst aö yfirmönnum brezku freigátanna hér viö land er meira en litiö i nöp viö varö- skipiö Þór. Skipið má ekki sýna sig fyrir utan 12 milna mörkin nú- oröiö án þess aö veröa fyrir áreitni herskipa. Siöast I gær- morgun lenti Þór I árekstri og uröu nokkrar skemmdir á skipinu svo og freigátunni Lowestoft. Skipherra á Þór er nú Þorvaldur Axelsson svo þaö er auöséö aö Bretar sækjast frekar eftir skip- inu heldur ai Helga Hallvarös- syni eins og sumir voru farnir að halda. Nánari atvik voru þau, aö um klukkan 11,30 I morgun var Þór staddur 36 sjómilur frá Gletting og lét reka. Hið sama geröi frei- gátan Lowestoft og voru um 200 metrar milli skipanna. Þór setti á hæga ferö áfram og freigátan sömuleiöis, en beygöi jafnframt I veg fyrir varöskipiö frá bak- boröa. Vélar Þórs voru settar afturábak en samt sem áöur rakst stefni skipsins i hliö freigát- unnar. Skemmdir uröu nokkrar á báöum skipunum en menn sluppu ómeiddir. Ríkisstjórnin mun slita stjórnmálasam- bandi við Breta i dag. Opinber tilkynning verður gefin út um stjórnmáíaslitin eftir fund ríkisstjómarinnar sem haldinn verður fyrir hádegið. Sendiherra Breta á þó i erfiðleikum með að komast til sins heima vegna þess engar fiugsamgöngur eru milli landa og starfsfólk is- lenzka sendiráðsins i London situr þar fast af sömu orsökum. Utanrikismálanefnd kom sam- an til fundar i gærmorgun þar sem fjallaö var um stjómmála- slitin og klukkan hálf fjögur kom svo landhelgisnefndin saman á fund. Niöurstaöa fundanna mun hafa verið sú, aö slita bæri tafar- laust stjórnmálasambandi viö Breta og eftir þvi sem Alþýöu- blaöiö veit bezt var samstaöa fulltrúa allra flokka um þá niður- stööu. Er taliö fullvist aö rlkis- stjórnin muni fara eftir þvi sem nefndirnar samþykktu og til- kynning um siitin veröi gefin út um hádegi I dag. Sendiráöi Breta hérlendis veröur þá lokaö og sömuleiöis sendiráöi okkar i London. Franska sendiráöiö mun gæta hagsmuna Breta hérlendis, en sendiráö Noregs I London mun gæta hagsmuna okkar þar. Loksins þorir Geir Segja má aö stjóramálaslitin hafi legið I loftinu siöustu daga. Brezku togararnir hafa veitt dög- um saman á alfriöuöu svæöi, frei- gáturnar gert margar árásir á is- lenzk varöskip og tilraunir Luns til aö leysa deiluna fóru út um þúfur. Er þvi bersýnilegt aö ekki var lengur hjá þvi komist aö gripa tilþeirra ráöa sem nærtæk- ust eru enda oft búiö aö hóta slit- um á stjórnmálasambandi. Búast má viö, aö verzlun milii landanna leggist niöur og sam- göngur veröi engar, auk margs annars sem fylgir þessari ákvöröun. En þaö er öruggt aö slitin munu vekja mikla athygli viöa um lönd og erlendum þjóöum veröi ljósara en áöur aö ts- lendingar leggja allt kapp á aö vernda lifshagsmuni þjóöarinnar. — SG Lögreglan á náðuga daga ,,Það er allt meö kyrrum kjörum hjá okkur og hefur verið i dag. Það hefur ekkert komið til okkar kasta vegna verkfallsins, umferöin mjög litil og ákaflega rólegt yfir öllu,” sagði Gylfi Jónsson varðstjóri hjá lög- reglunni i Reykjavik i samtali við blaðið um sex leytið i gær. Sagði Gylfi að engin verkfallsbrot heföi verið kærð til lögreglunnar og lögreglan hefði ekki þurft að hafa afskipti af deilum, sem upp kæmu stundum i verkföllum, milli verkfallsvarða og meintra verkfallsbrjóta. Þá hefðu engar kærur borist vegna ólöglegrar meðferöar benzins, en stranglega væri bannað að geyma benzin i brúsum. Það er þvi róleg tið hjá lögreglumönnum núna, að minnsta kosti að deginum til. GAS — SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.