Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 16
Flokksstarfió Fulltrúaráð Alþýðuflokks- félaganna i Reykjavík Stjórn fulltrúaráðsins boðar stjórn og varastjórn hverfis- ráða til hádegisverðarfundar i Iðnó, laugardaginn 21. febrúar n.k. kl. 12.00. Rætt verður um skipan hverfisráða og starfs- semi þeirra. Stjórnin. Dregið hefur verið i heirnilis- happdrætti Alþýðuflokksins. Eftirtalin núrner hlutu vinning. 1. Sófasett no: 12649 2. Sófasett no: 7047 3. -5. Húsgögn no: 2588 — 4574 — 11553 6.-15 Vöruúttekt no: 735 — 1101 — 1978 — 2364 — 4171 — 5614 — 9083 — 12874 — 13003 — 14751. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarf ulltrúi: Bjarni Sigtryg|sson Aðsetur rit- stjórnar Siðuntúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- Rltstjórn Sióumúla II - Slmi 81866 UR Qli SKAfi UifllPIR KGRNEL1US JONSSON SKÖIAVÖRB«S1IG8 BANKASTRÆ Tl 6 í*»iH5aet86C.o KÓPAV09S APÖTEK Opifi öll kvöld til 1(1.1 laugarílaga til kl. 12 SJAIST með endurskini MEGUM VIÐ KYNNA Guðrún ólafsdóttir, for- maður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur. er fædd á ísafirði 3. febrúar 1932. Foreldrar hennar eru Anna Bjarnadóttir og ólafur Jakobs- son, sem var skósmiður á Isa- firði. Eiginmaður Guðrúnar er Mgnús Jóhannesson, skipasmiður i Keflavik og eiga þau fimm syni á aldrinum 14 til 23 ára. beir eru: Ómar, Jóhannes, Rúnar, ólafur og Viðar. Guðrún hefur einungis búið á tveim stöðum, þ.e. Isafirði og Keflavik, en til Keflavikur fluttu þau hjónin 1955. Guðrún er gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Isafjarðar. Aðalstarf hennar hefur lengstaf verið húsmóðurstarfið, en auk þess hefur hún unnið utan heimilisins, aðallega i frystihúsi, eða frá 1967 til 1973. Guðrún hefur alltaf haft mikinn áhuga á verkalýðsmálum og hefur verið í stjórn Verkakvenna- félags Keflavikur og Njarðvíkur nokkurn tima og frá 1973, sem formaður þess félags, en þar áður sern varaforrnaður. Guðrún segir að störfin fyrir félagið séu rnikil og rnargþætt, en félagið starfrækir sérstaka skrif- stofu fyrir verkakonur ástarfs- svæðinu. Þegarhún var spurð urn áhuga- rnálin sagði hún aðeins: „Mér finnst ég hafa svo rnikið að gera, bæði i verkalýðsrnálunurn og svo á heirnilinu, að ég hef ekki rnátt vera að þvi að sinna neinurn öðrurn áhugarnálurn. Annars hef ég áhuga á ýrnsurn rnálurn. Einnig hef ég rnikla ánægju af ferðalögurn, og svo auðvitað hinu og öðru, sern er að gerast i kring- HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ SÉÐ: 1 norska blaðinu Fiskaren, að Matthias Bjarnason hefur sagt i viðtali við færeyska útvarpið að tslendingar eigi 20 stórum skut- togurum of mikið. Ekki komi þó til greina að selja þá þrátt fyrir taprekstur, þar eð slíkt hefði óhjákvæmilega i för með sér at- vinnuleysi á mörgum stöðum. SÉÐ: Að i viðtali i sama útvarpi hefur Geir Hallgrimsson lýst þvi yfir aþ hann vilji ekki að ísland gangi úr Nato. Hins vegar væri rétt að nota aðstöðuna sem aðildarriki til að þrýsta á að Bret- landi verði vikið úr Nato. urn rnann,” sagði Guðrún Ólafs- dóttir að lokurn. —BJ LESIÐ: Að nýlegar rannsóknir i Sviþjóð staðfesti að 4000 Sviar láti árlega lifið af völdum tóbaks- reykinga, — og að reykingafólk sé fimm sinnum oftar frá vinnu en það fólk, sem ekki reykir. Sé nú i athugun að reykingafólk verði látið sæta reglulegum tiðum læknisrannsóknum — bæði til að rannsaka betur og nákvæmar af- leiðingar reykinga á heilsufar manna, og til að fyrirbyggja al- varlegri sjúkdóma, sem fylgja i kjölfar reykinga. VITAD: Að áfengisútsölurnar taka alls ekki á rnóti greiðslurn með ávisunum, jafnvel þótt þær séu á reikning ríkissjóðs hjá Seðlabankanum. SÉÐ: I Þjóðviljanum, að ein und- antekning sé nú til á þessum viðskiptareglum verzlunarstjór- anna hjá ATVR. Þeir kaupa mill- jóna króna ávisanir frá Sigurbirni Eirikssyni. Það er semsé væn- legra að eiga viðskipti við Fram- sóknarflokkinn en rikissjóð. HEYRT: 1 viðtali við Ólaf Jóns- son framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins i út- varpinu, að ef verkalýðsforingjar gerðu sér grein fyrir þvi að ekki væri neinn grundvöllur fyrir kauphækkunum þá hefði aldrei komið til verkfalls. Með þvi að viðurkenna þessa staðreynd þegar samningar rynnu út mætti alveg koma i veg fyrir vinnu- stöðvun eins og þá sem nú stendur yfir. SÉÐ: I forystugrein Mbl. i gær, að nú standi yfir verkfall, „sem launþegar til lands og sjávar vilji ekki og hafa engan áhuga á.” Eftir þessum orðum að dæma hljóta það þvi að vera atvinnu- rekendur sem hafa áhuga á verk- falli og vilja þá sennilega eða það standi sem lengst — eða hvaö? HLERAÐ: Að óánægja sjálf- stæðismanna yfir ráðleysi rikis- stjórnarinnar i flestum stór- málum sé orðin svo megn að það liggi við að upp úr sjóði. Ungir sjálfstæðismenn eru einna fremstir i flokki hinna óánægðu og liggur við algerri upplausn i samtökum þeirra vegna reiði i garð Geirs, sern lætur nægja að lita allt „alvarlegum augum” eins og öllum er kunnugt. 0RYAR HEFUR 0RÐIÐ M Að uppskera eins og til var sáð Hvers vegna er þjóðin að fremja þetta sjálf- smorð? spyr-' Morgun- þlaðið i leiöara i gær þar sem atvinnurekenda- sjónarrniðurn er safnað saman af siðum blaðsins — og komizt að þeirri niðurstöðu að nú sé ekkert annað tiltækt ráð en að ljúka þessari vinnu- deilu á örfáurn sólar hringum. Ég minnist þess fyrir örfáum árum að ég ræddi þá viö eina af okkar ágætu verkakonum sem er i forsvari fyrir sitt féiag. bá höfðu verið hér á landi erlendir atvinnu- rekendur og átt viðræður við ýmsa forystumenn launþegasamtakanna. Þessi kona sagöist hafa orðið mest hissa á þvi, að „þeirkomu fram við okk- ur eins og annað fólk, — eins og jafningja en ekki hunda. „Það væri engin furða þótt framkoma þeirra hefði komið á óvart eftir áralanga reynslu af islenzkum at- vinnurekendum. Þarna átti hún að sjálf- sögðu við það hvernig talsmenn og forystumenn atvinnurekenda hafa komið fram gagnvart launþegum þegar kjara- málin eiga i hlut — en for- svarsmenn atvinnurek- enda hafa tamið sér alveg sérstaka framkomu sem miðar að þvi að sniö- ganga og litilsvirða laun- þega. Glöggt dæmi er nú þegar starfsstúlkna- félagið Sókn leggur fram kröfur sinar fyrir einum og hálfum mánuði. Skyldi maður ætla að einhver timi ynnist þá til að ræða málin af skilningi og skynsemi og jafnvel nálgast einhverja niður- stöðu i tima. Nei þvert á móti — ekki einasta það að ekki var talað við Sóknarkonurnar allan þennan tima — heldur þegar það loks var gert, þá var það á elleftu stundu til að biðja þær að fresta verkfalli. Og úr þvi meginstarf Sóknarstúlkna er unnið að hjúkrunarstörfum og innan veggja sjúkrahúsa, þá féllust þær strax á þessa bón. Þessi aðferð—eigurn við að segja ósiður — er nú að mestu aflagður i nágrannalöndunum. Það má ef til vill segja að langlundargeð islenzkra iaunþega og forystufólks þeirra hafi alið á þessum hegðunargöllum forystu- manna atvinnurekenda, en þetta siðasta verkfall ætti þó að benda á að nú er ekki seinna vænna að taka upp ný vinnubrögð. Það er fyrir löngu auð- sætt að það á ekki að treysta á að rikisvaldið hafi vit fyrir atvinnurek- endum i þessum efnum. Nú verður verkalýðs- hreyfingin að sýna festu og sarnstöðu og treysta á eigin aðgerðir. Tilraunir atvinnurekenda til að hleypa landverkafólki gegn sjórnönnurn, eða höfða til þess að verðrnæti fari til spillis, — þær eru af eiginhagsrnunaróturn runnar. Þeir sern nú rnis- notuðu frestinn eiga sök- ina að þessu sinni — og þeir skulu uppskera sern þeir hafa sáð. fimm a förnum vegi Þolir þú langt verkfall? Ellen Einarsdóttir, þjónustustúlka: Nei, ég þoli alls ekki langt verkfall, það þolir enginn langt verkfall. bað stöðvast allt saman, og eitthvað verður fólk að borða, og ef verk- falliö verður mjög langt, þá verður skortur á ýmsum nauðsynjavörum. Reynir Björnsson, atvinnulaus: Nei, alls ekki hver þolir langt verkfall? Verkföll eru bölvuö vitleysa og eiga alls ekki að liö- ast, þau leysa alls engan vanda. Guðjón Friðleifsson, bryti: Já, já, ég þoli mjög langt verkfall, ég hugsa að ég geti haldið það út i að rninnsta kosti hálft ár eða meira. betta verkfall skiptir mig alls engu máli. GIsli Steingrimsson, aðstoðar- verkstjóri: Nei, það geri ég ekki, ég er búinn að vera öryrki i 21 ár ,og hef enga peninga til að lifa á ef verkfallið verður langt. Þó er ég samþykkur þessu verkfalli, þvi þaö á fullan rétt á sér, en ég vona þó að þaö leysist sem fyrst á þann hátt að allir mega sáttir við sitja. Asgeir V. Björnsson, sölumaður: Þó þetta verkfall eigi rétt á sér, þá fara slikar að- gerðir yfirleitt i taugarnar á mér. Verkföll eru og hafa alltaf verið neyðarúrræði sem bezt væri að losna við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.