Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 7
JprcttiK Þaö myndisjálfsagt veröa hlegiö mikið nú á knattspyrnuleikvanginum ef menn léku i eins siöum buxum og þessir haröjaxlar frá árunum 1930 geröu. Þeir voru þó ekki siður baráttuglaöir i þann tima þó ekki fengju þeir eins mikiö af peningum og nú tiðkast. Þessi mynd er af Arsenal leikmanninum Alex James, sem um og eftir árin 1930 var einn mark- vissasti á Englandi. þá. Jafntefli ætti þvi ekki að vera fjarri lagi. Q.P.R-lpswich 1. Q.P.R virðist vera að draga sig upp úr þeim öldudal sem þeir gengu i gegnum jólin og i byrjun nýja ársins, og hafa þok- aö sér jafnt og þétt upp töflu- stigann. Þeir eru nú farnir að ógna talsvert toppliðunum Liverpool og United, þó ennþá standi þeir nokkuð verr en þau Þeir hafa einu stigi minna en hafa leikið tveimur leikjum meir, þannig að 5 stigum hafa þeir tapað meir en toppliðin. Ipswich og Q.P.R. eru með skemmtilegri liðum á Englandi i dag, og þykja bæði leika létta og lipra knattspyrnu. Það verður þvi áreiðanlega vel leik- inn og skemmtilegur leikur á Loftus Road á laugardaginn. Q.P.R. er að sjálfsgöðu sigur- stranglegra enda á heimavelli. Stoke-Tottenham. 1. Stoke City er mun liklegra til þess að vinna þennan leik, en varúð skal þó höfð, þvi Tottenham getur vel bitið frá sér. Þeir hafa náð all þokkaleg- um árangri á útivöllum, og eru alls ekki auðunnir þrátt fyrir stórtap þeirra gegn Q.P.R. á White Hart Lane á laugardag. West Ham-Derby X. Þessi leikur er svo sannarlega erfiöur viðureignar. Hann getur hæglega farið á alla þrjá vegu. Jafntefli er þvi hinn gullni meðalvegur, og þvi setjum við X við hann. Wolves-Burnley. 1. úlfarnir hafa bætt árangur sinn nokkuð á þessu ári. Útlitið er samt slæmt hjá þeim, og blasir við hrap niður i 2. deild ef þeir herða sig ekki enn betur. Sömu sögu er að segja um Burnley, þeir eru I alvarlegri fallhættu. Úlfarnir eru heppnir að þvi leyti að þessi leikur er á heimavelli þeirra, og þvi eru sigurmöguleikar þeirra meiri. Carlisle-Bolton X. Það er alltaf erfitt að sækja Carlisle heim. Félagið heitir eftir samnefndri borg á landa- mærum Skotlands og Englands, og svipar raunar meir til skozkrar borgar en enskrar. Heimavöllur þeirra, Brunton Park, hefur oft verið kallaður „grafreiturinn” vegna þess hversu oft þeir slá 1. deildar- félög út úr bikarkeppnum. Efsta liðið I 2. deild Bolton heimsækir þá, og mega vera ánægðir meö jafntefli. United og Liverpool skildu jöfn á Old Trafford Þrlr leikir voru leiknir á Englandi I gærkvöldi, einn i bikar- keppninni og tveir I deildarkeppninni. A Old Trafford leikvangnum i Manchester mættust toppliöin í deildinni Manchester United og Liverpool. Mikil eftirvænting og stemming var á leikvellinum þegar leikurinn hófst, og var hann troðfullur. Leiknum lauk meö markalausu jafntefli, þannig aö Liverpool er enn fyrir ofan Manchester United á markatölu, en bæöi liöin hafa hlotið 40 stig. Þá léku á Baseball Ground f Oerby, núverandi meistarar Oerby County og Arsenal. Er skemmst frá því aö segja aö heimaliðið sigraöi örugglega, 2:0. Þá léku Newcastle og Bolton Wanderers I bikarkeppninni á St. james Park i Newcastle. Fyrri leiknum sem háöur var i Bolton lauk meö jafntcfli 3:3. Þessum leik lauk einnig meö jafntefli, eft- ir framlengingu 0:0, og er langt siöan aö Newcastle hefur ekki gert mark i leik. Liöin veröa þvi aö reyna meö sér aö nýju til þess aö fá úr þvi skoriö hvort leikur gegn Oerby i 6. umferöinni. 1. deild Man. United — Liverpool 0:0. 1. deild Oerby — Arsenal 2:0. Bikarkeppnin. Newcastle — Bolton 0:0. Þjálfari og leik- maður reknir úr húsinu fyrir röfl Njarðvíkingar töpuðu fyrir IR og Armann tyrir KR svo erkiféndurnir mætast í úrslitaleik Coke-keppninnar Coco Cola keppnin i körfuknattleik hófst á þriðjudagskvöldið I i'þróttahúsi Hagaskólans. Fjögur efstu liðin i 1. deild taka þátt i þessari keppni, Ármann, KR, tR og UMFN. 1 fyrrakvöld léku KR og Armann og strax á eftir 1R og UMFN. Eftir þá leiki verður það hlutverk KR og tR að leika til úrslita i keppninni þar eð bæði liðin sigruðu leiki sina, KR Armann 101:91 og 1R UMFN 103:79, en Armann og UMFN munukeppa um þriðja og fjórða sætið. Þeir leikir verða væntan- lega leiknir næstkomandi þriðjudagskvöld. Mikil eftirvænting rikti fyrir fyrri leikinn, þar sem Armann og KR áttust við, urn það hvernig orrusta bandarisku svertingjanna RogersiogCarters færi, þvi þegar félögin áttust við i tslandsmótinu i desember brutust út slagsmál, sem svo mikið var skrifað um þá. Ekkert slikt mál átti sér stað i fyrra- kvöld sem betur fer. Rogers lék heldur ekki með Armenningum, þar sem hann var með inflúensu og var auk þess meiddur á ökla. KR-ingarnir tóku yfirhöndina þegar frá upphafi og var nær alltaf sýnt að þeir myndu vinna Armann og vera þar með annað liðið sem ynni þá á þessu keppnistimabili — áður hafði ÍR unnið Armann i úrslitaleik Reykjavikurmótsins. KR-ing- arnir höfðu yfir i hálfleik 45:37 og var sá munur sizt of stór. Armenningarnir hófu „pressu” vörn þegar i upphafi siðari hálfleiks. t fyrstu reyndist hún mjög vel, þeir jöfnuðu og komust yfir 56:53 eftir aðeins 5 minútna leik. En KR-ingar voru ekki á þvi að gefast upp og „Trukkurinn” og Gisli Gislason gerðu þá hverja körfuna á fætur annarri. Var það einkum þeim tveimur að þakka að KR vann þennan leik, en þeir léku báðir mjög vel. Á þessum tima höfðu KR-ingarnir fundið svar við „pressu”vörn- inni, eða að Árrnenningarnir voru ekki nógu sarntaka i þess- ari varnaraðferð. Trukkurinn gerði 33 stig, þrátt fyrir að hann hafði ekki verið inná helrninginn af fyrri hálfleik, — rneiddist litillega i baki, en Gisli Gislason sern átti sinn bezta leik i vetur gerði 20 stig. Jón Sigurðsson var langbezti rnaður Arrnenninga i þessurn leik, en sá galli var þó á leik Jóns að hann var of eigin- gjarn á köflurn. Jón gerði 39 stig, aðrir gerðu rnun rninna. Það var einkum þrennt sem vakti athygli i leik 1R og UMFN. t fyrsta lagi var það hversu IR-ingarnir léku vel lengstaf og gáfu Njarðvikingum litla mögu- leika, og að fyrst Stefáni Bjarkasyni i UMFN og siðan þjálfara hans Hilmari Haf- steinssyni, var vikið úr salnum fyrir röfl. Svo strangir dómar eiga sér ekki oft stað i körfu- knattleik, en voru þó fyllilega réttlætanlegir. Það var þvi miður mjög leiðinlegt að sjá jafn gott lið og UMFN láta dómarana fara eins mikiö i skapið á sér, og raun var á i fyrrakvöld. Þeir voru á köflum alls ekki i körfuknattleik, heldur var eins og þeir væru á pólitiskum umræðufundi á Al- þingi, en íþróttir eiga ekkert skylt við nöldur og rifrildi. Skemmst er frá þvi aö segja að tR-ingarnir voru mun betra liðið, og var 24 stiga munur þeirra sizt of stór, eftir gangi leiksins, enda fengu þeir mikið athafnasvæði þar sem vörn Njarðvikinganna var lengst af i molum. Staðan i leikhléi var 52:41 1R i vil. Flestir ef ekki allir leikmenn ÍR stóðu sig mjög vel, en þó voru þeir Kolbeinn Kristinsson og Birgir Jacobsson einna beztir. Kolbeinn i sókninni en Birgir i vörninni. Kolbeinn var stigahæstur i IR með 27 stig, en Jónas Jóhannesson var stigahæstur hjá UMFN með 19 stig. Nú getur Fram þakk- að Val fyrir titilinn 72 Þá er útséð með það að leikur Fram og FHI Lauardalshöllinni á sunnudaginn sker úr um það hvort Valur eða FH veröi lslandsmeistarar, eftir sigur Vals yfir Vikingum I gærkvöldi 24:21. Valur hefur hlotið 19 stig en hefur þegar lokið leikjum sinum, en Hafnarfjarðarliðiö hefur 18 stig, en á leik inni gegn Fram eins og fyrr segir. Nokkur eftirvænting rikti fyrir leik Vals og Vikings i gær- kvöldi, þvi svo gat fariö aö jafn- vel þrjú lið ættu möguleika á sigri I mótinu ef. t.d. félögin hefðu gert jafntefli I gærkvöldi. En leikurinn leit aldrei út fyrir aö veröa jafntefli þvi siður að Vikingar ynnu, þvi miður fyrir Fram. Vals-liðið var allan timann sterkari aðilinn og var þriggja marka sigur þeirra sizt of stór. Jón Karlsson, Bjarni Guðmundsson Guðjón Magnús- son voru þeir menn sem geröu mestan usla I vörn Vikings, og vörnin og marvarzlan var þokkaleg. Vikingar virkuöu áhugalausir, markvarzlan i molum eins og oft áöur i vetur og þvi fór sem fór. Staöan i leikhléi var 12:10 fyrir Val. Mörk Vals I leiknum geröu: Jón Karlsson 8, Guöjón Magnússon og Bjarni Guömundsson geröu 5 mörk hvor. Fyrir Viking var Stefán Halldórsson lang markahæstur meö 11 mörk. Fyrri leikurinn I gærkvöldi var á milli Armanns og Hauka. Haukarnir unnu þann leik 21:20, eftir aö staðan i leikhléi haföi veriö 11:10 Ármenningum i vil. Fimmtudagur 19. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.