Alþýðublaðið - 19.02.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Qupperneq 6
f/J Hinn fjölhæfi frjálsiþróttamaður úr ÍR, Friðrik Þór óskarsson, mun dveljast i æfingarbúðum i Darmstadt í V-Þýzkalandi um páskana og freista þess að ná Olympiulágmarkinu i þristökki, sem er 15.90 m. Friðrik Þór Óskarsson til V-Þýzkalands Enn einn frjálsiþróttamaður- inn hyggst leggja land undir fót, og fara i æfingabúðir, rneö það fyrir augum að freista þess að ná Olympiulágmarki. í þetta sinn er það hinn f jölhæfi iþrótta- maur úr IR, Friðrik Þór Óskarsson, sem er á faralds- fæti. Þegar Alþýðublaðið hafði fréttir af þessu hafði það sam- band við Friðrik og innti hann nánar eftir þessari utanlands- ferð. ,,Jú það er rétt að ég er á förurn til V-Þýzkalands, þar sem ég mun dvelja i æfinga- búðum og æfa undir handleiðslu v-þýzka landsliðsþjálfarans Peter Tischine, sem var hér i sumar. Ég mun fara kringum 28. marz og dveljast i borginni Darmstadt, sem er nálægt Frankfurt, i um það bil þrjár vikur. Ahuginn hefur verið mik- ill hjá mér i vetur og hef ég æft mjög vel. Mér datt það allt i einu i hug um daginn að fórna sumarleyfi minu, — að ein- hverju leyti — i þessa ferð. Ég mun væntanlega slást i förina með frjálsiþróttamönnunum Hreini Halldórssyni og Guðna Halldórssyni en eins og kunnugt er þá eru þeir að fara á sama stað.” ,,Ég mun æfa um það bil 5 tima á dag á Tartan-braut, en á slikum brautum hef ég aidrei æft áður, en aðeins keppt i örfá skipti á þeim, svona einu sinni á ári. A þessum gúmmibrautum nær maður miklu betri árangri og geri ég mér þvi vonir um að ná jafnvel Olympiulágmarkinu i þristökki, sern er 15.90 rn. Ég mun þvi aðallega æfa þristökk en einnig dálitið langstökk og spretthlaup, en það er aðallega gert til þess að ná sem beztri at- rennu i stökkunum. Mig hefur alltaf langað mikið til þess að æfa mig á Tartan-brautum, og vita þannig hvað ég raunveru- lega get i stökkgreinunum. Menn verða að æfa á slikum brautum til þess að eiga ein- hverja möguleika á að ná góð- um árangri. Það þýðir ekkert aðeins að keppa á þeim, eins og ég hef _gert, maður verður að æfa lika á þeim ef maður á að læra á þær og ná einhverjum árangri. Ég tel mig allavega nokkurn veginn öruggan með að geta stokkið 15.60m til 15.70 m og hver veit nema ég nái Olympiulágmarkinu.” Þegar islenzka frjálsiþrótta- landsliðið var i Trömsö siöast liöiö sumar, stökk ég 15.17 metra á venjulegri braut og varð sigurvegari. Þeir kepp- endur sem ég átti i höggi viö þá, æfðu flestir á Tartan-brautum. Þeir sögðu við mig að maður gæti bætt árangur sinn um allt að einum metra á slikum braut- um og þvi langar mig til að reyna við þessar undrabrautir sem kallast Tartan, sagöi Friðrik að lokum. DEILDARKEPPNIN AD VERÐA EINViGI MILLILIVERPOOL OG MAN.UNITED? - eða nær einhver að blanda sér í baráttuna? Bikarkeppnin var á dagskrá um síðustu helgi, en á laugardaginn hef st 1. deildarkeppnin aftur, og alvara atvinnuknatt- spyrnumannsins i Englandi heldur áfram. Allt bendir nú til þess að keppnin um meistaratitil Englands verði einvígi það er að segja, félaganna í rauðu búningunum AAanchester United og Liverpool Þau hafa tekið nokku gott for- skot á hin liðin og ef marka má af leikjum þeirra upp á siðkast- ið er ekki búizt við þvi að þeim verði þokað af toppnum á þessu keppnistimabili, þó auðvitað allt geti gerzt. Þó þessi tvö lið standi óneitanlega bezt að vigi, er langt frá þvi að dofnað sé yfir keppninni. Fallbaráttan hvaða þrjú liö komast i Evrópukeppn- ina —U.E.F.A. keppnina og svo auðvitað uppgjör United og Liverpool er enn ósvarað, og svo getur farið, og gerir það liklega, að ekki fæst úr þessum spurn- ingum skorið, fyrr en i siðustu leikjunum. Tuttugasti og fimmti getraunaseðillinn litur þannig út: Arsenal-Birmingham 1. Það verður hart barizt um stigin i þessum leik, þvi bæði félögin standa i fallbaráttunni. Arsenal stendur betur að vigi i tvennum skilningi. Þeir hafa hlotið einu stigi meir en Birmingham og lika að þeir leika á heimavelli á laugardag- inn. Ef þeir sigra i þessum leik má ætla að þeir séu nokkurn veginn búnir að tryggja sig fyrir þeirri skömm að falla niður i 2. deild, en þar hafa þeir ekki leik- ið siðan fyrir siðari heims- styrjöldina. Arsenal er þvi verð- ugt þess að 1 sé settur fyrir framan þennan leik. Aston Villa- Manchester United. 2. Miklar likur hljóta að vera á þvi aö United fari meö sigur af hólmi i þessum leik. Nokkrar ástæður liggja á bak viö það. I fyrsta lagi hefur félagið leikið mjög vel og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Aston Villa hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar i sinum siðustu leikjum og má þvi ætla að þeir breyti ekki þar neinu um á laugardaginn gegn United. 1 öðru lagi, er United mun betra lið, og ætti þvi ekki að verða skotaskuld úr þvi að leggja Birmingham liðiðað velli þótt á útivelli sé. Leeds United- Middlesbrough 1 Margir voru þeir, sem farnir voru að halda að Leeds ætlaði enn einu sinni að sigra deildar- keppnina á nokkrum árum. En eftir tapið fyrir Crystal Palace i 4. umferð ensku bikarkeppninn- ar, hafa þeir tapað tveimur íeildarleikjum i röð, þannig að á tveimur vikum hafa þeir hrapað niður i fimmta sæti. Von þeirra er þó langt frá þvi að vera vonlaus, þvi þeir hafa aðeins tapað tveimur stigum meir en United og Liverpool. Þeir mega alls ekki tapa fyrir „Boro” á Elland Road, og ef þeir vinna, sem liklegt verður að teljast, þá eru þeir emnn mikil ógnun fyrir „rauðu” félögin, i baráttunni um meistaratitilinn. Leicester-Sheffield Utd. 1. Litill vafi hlýtur að leika á þvi hvort liðið sigri þennan leik. Leicester, stendur ekki aðeins betur að vigi af þvi þeir leika á heimavelli, heldur lika að þeir hafa staðið sig mjög vel að und- anförnu, og ekkert lið getur verið öruggt um sigur gegn þvi eins og United menn geta sagt okkur eftir leik þeirra gegn Leicester á Filbert Street siðasta laugardag. Þeir ættu þvi ekki að eiga i neinum umtals- verðum erfiöleikum með Sheffield United á heimavelli á laugardaginn. Liverpool-Newcastle. 1. Þetta verður áreiðanlega leikur sem gaman hefði verið að vera áhorfandi að. Ekkert lið hefur skorað meir af mörkum i 1. deildinni i ár heldur en Newcastle-liðið, enda er það álitið eitt það skemmtilegasta á Englandi i dag. 1 siðustu fimm leikjum hafa þeir gert hvorki meira né minna en 20 mörk, og sýnir það glöggt hversu mikið þeir leggja upp úr sóknarleik. En eins og oft vill verða með sóknarlið þá fá þeir oftast mikið af mörkum á sig. Ekki geta menn búizt við þvi að þeir leggi Liverpool að velli á Anfield Road i Liverpool, en það má nokkurn veginn bóka það að Ray Clemence i marki Liverpool verði einhvern timann i leiknum að hirða knött- inn úr netmöskvunum. Liver- pool gerir þó fleiri mörk, og hreppir þvi sigurinn. Man. City-Everton 1. Liklegt verður að þykja að City sigri i þessum leik. Þeir eru liklega örlitið betra lið en Everton auk þess sem þeir leika á heimavelli. Everton hefur ekki staðið við þær vonir sem bundnar voru við liðið i haust. Arangur þeirra hefur verið æði skrykkjóttur, og hefur það kom- ið i veg fyrir að þeir eru ekki ofar i deildinni núna en raun ber vitni. Norwich-Coventry X. Þó hér sé spáð jafntefli, verður að segjast eins og er að Norwich er sigurstranglegra. Coventry er þó alltent, þokka legt útilið, og erfitt er að sigra Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins Heima Util 7ó- 71 72 73 74 75 15/11 f .umf TVJV ■Areenal-Birmingham TVTTZ — — 2-o 1-0 1-1 1-3 WJT Aston Villa- Manch.UtdVJJJ - - - — 2-o o-2 VWT Leeds-Middlsehro - - - - — 2-2 0-0 VVW Leicester- Sheff.Utd. TJTT 2-1 o-o 0-1 0-0 1-1 3-o 2-1 WJV Liverpool-Newcastle TVJJ 0-0 1-1 5-o 3-2 2-1 4-o 2-1 VTW Manch.City-Everton VJTJ 1-1 3-o 1-0 0-1 1-1 2-1 1-1 JJW Norwich-Coverntry TVJT - - 1-1 0-0 - 0-1 JVW Q.P.R. - Ipswich VTTV - - - 0-1 1-0 1-1 VJVT Stoke - Tottenham TJW 1-1 0-1 2-o 1-1 1-0 2-2 1-1 TJVT West Ham - Derby JTVT 3-o 1-4 3-5 1-2 0-0 2-2 1-2 TTJV Wolves-Burnley TTVJ 1-1 1-0 - - o-2 4-2 5-1 WTJ Carlisle- Bolton VTJV 2-1 l-o — _ 1-0 — 0-1 LW Alþýóublaöiö Fimmtudagur 19. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.