Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Sigurður E. Guðmundsson skrifar Það er mjög að vonum, sem al- menningi hefur orðið tíðrætt um öll þau f jársvikamál, af marg- víslegasta og alvarlegasta tagi, sem nú eru til rannsóknar og hafa verið það lengi, sum hver. En raunar eru fjársvikamál ekkert nýmæli hér á landi, allt frá því að stríðsgróðinn altók hugi Islendinga í síðari heims- styrjöld hefur eitt tekið við af öðru, sjaldan hefur langur tími liðið milli. Á þessu tímabili hafa sýnilega ætíð margir verið þeirr- ar skoðunar, að glæpir borgi sig — og hafa hagað sér samkvæmt því. Ekki er mér kunnugt um hvort þjóð- félagsfræðingar hafa gert rannsóknir á þessu fyrirbæri i lifi vestrænna auðvalds- þjóða. En hvort sem svo er eða ekki hljóta jafnaðarmenn að lita svo á, sem fram- ferði af þessu tagi sé einn af mörgum ljóð- um auðvaldsskipulagsins. Það er ein meginkenning auðhyggjumanna, að hver og einn skuli „bjarga sér” sem bezt hann geti — og sýnilegt er, að margir þeirra eru harla óvandir að meðulurium. f sam- keppninni um gróðann og i hinu blinda lifsgæðakapphlaupi virðist flest talið leyfilegt og ávirðingar fljótar að gleym- ast. Af og til fatast einum og þá er stein- um kastað að honum— en hinir halda sama hrunadansinum áfram, þar til röðin kemur að þeim næsta. f þessum þætti er ekki ætlunin að veit- ast að þeim, sem um sárt eiga að binda af þessum sökum. Þeir eru aðeins fangar rikjandi hugsunar i auðvaldsþjóðféiaginu, umhverfið mótar menn gjarnan á þennan veg. fslendingar gera sér sýnilega ekki ljóst hver vá stafar hér af og hverjum stórslysum það býður sifellt heim. I þvi efni er m.a. við okkur jarðarmenn að sak- ast, sem látið höfum ógert að vekja at- hygli manna á þessum aðstæðum. En komi ekki til hugarfarsbreyting og gjör- breytt þjóðfélag samkenndar, samstöðu og samvinnu, er þvi miður ekki annað sýnilegt en hvert slysið muni reka annað, hér eftir sem hingað til. Fréttir utan úr heimi greina frá þvi, að þar séu umfangsmikil svikamál að koma fram, rétt sinni. Er þar átt við mútur bandariska risafyrirtækisins Lockheed til stjornmáiamanna og embættismanna viða um lönd. Hvað sem öðru liður sýnir það glögglega, að áhrifamiklir menn um Vesturlönd öll skirrast ekki við að þiggja mútur úr hendi erlendra auðhringa — jafnvel þótt það verði til þess, að þeir verði að bregðast þeim trúnaði, sem þeim hefur verið sýndur, og jafnvel þótt þeir Alvarleg og háskaleg um þróun áratuga skeið kosti til hagsmunum þjóðá sinna. Svo er að sjá, sem flest eða allt sé leyfilegt i gróðadansinum — bara ef það kemst ekki upp og i dagsins ljós. Fyrir skömmu flutti Bjarni Guðnason, prófessor, mjög athygiisvert erindi á fræðslufundi hjá Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur. I máli hans kom m.a. fram sú skoðun, að jafnaðarmenn eigi að berj- ast fyrir breyttu hugarfari og sterkari og betri siðgæöisvitund almennings en við höfum gert til þessa. Ég álit, að þessi orð Bjarna hafi verið mjög i tima töluð. Tals- menn jafnaðarstefnunnar hér á landi hafa alls ekki verið nógu harðir gagnrýnendur alls kyns forréttinda auðvaldsþjóðfélags- ins, hvað þá nægilega miklir boðberar sið- bóta og nýs hugarfars. Þvert á móti hafa þeir löngum og löngum látið glepjast til, sumir hverjir, að verða samdauma þvi kerfi, sem auðhyggjusinnarnir höfðu komið á laggirnar og enn rikir. En þótt okkur hafi verið stórlega áfátt i þessu efni hafa vissulega ekki aðrir tekið þetta ómak af okkur. Þó er athyglisvert, að i hvert sinn sem nýr „vinstriflokkur” — eins og t.d. Þjóðvarnarflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna — hafa skotið upp kollinum hefur stóraukið sið- gæði i opinberu lifi verið ein meginkrafa hans. Vafalaust hefur þessi barátta sliks flokks hverju sinni átt rikan þátt i að færa honum nokkurt fylgi og það sýnir lika hve þessi krafa á rikan hljómgrunn meðal al- mennings, þrátt fyrir allt og allt. Þegar við jafnaðarmenn litum nú senn yfir 60 ára baráttu okkar og alþýðusam- takanna fyrir nýju og betra þjóðfélagi gerum við okkur m.a. ljóst, að dregið hef- ur úr baráttu okkar fyrir auknu siðgæði og nýju ogNbetra hugarfari. Þvi blaði verður að snúa við. Þvi er fagnaðarefni, að ungir alþýðuflokksmenn hafa nú á nýjan leik hafið þennan kröfufána hátt á loft — það er, að minum dómi, einn þáttur þeirrar margvislegu endurnýjunar, sem fram verður að fara á starfi og stefnu Alþýðu- flokksins. I HREINSKILNI SAGT Yfirdrepsskapur Það er að jafnaði nokkuð lær- dómsrikt að skoða viðbrögð manna við vanda, sem að höndum ber. Við erum ekki ó- vön þvi, að þurfa að hlusta á orðræður, sem eru i hrópandi ósamræmi við gerðir. Þegar svipazt er um og hlýtt á það, sem fram fer nú i þjóðfélaginu i upphafi viðtækustu vinnu- deilu, sem yfir þjóðina hefur dunið, virðist koma i ljós, að menn séu gleðilega sammála um, að hvað sem gerast kann, og hvernig sem ástandið ann- ars sé, verði að gæta fyrst og fremst hagsmuna þeirra, sem lægst hafa launin og lakastar aðstæður til lifsbjargar. Menn skyldu nú halda, að þegar búið er að finna þann sameiginlega grundvöll, væri eftirleikurinn auðveldari. Það fer naumast milli mála, að varla getur verið margbrotið að gera sérgrein fyrir, hverj- ir skipa hóp eða hópa hinna verst settu i þjóðfélaginu. Aldrað fólk, sjúkir og ör- yrkjar koma örugglega fyrstir i þeirri röð, og siðan ætti það að vera fremur ein- falt reikningsdæmi, að þá er röðin komin að þeim, sem lægst hafa launin af fólki, sem annars er vinnufært. En hvernig er svo samræmið i orðum og gerðum, þegar allt kemur til alls? Menn eru auðvitað misjafnlega ,,sjó- hraustir” en skyldi ekki ýmsum verða kligjugjarnt, þegar þeir lesa annað eins og það i ihaldsblöðum og stjórnarmál- gögnum, að kjör þeirra verst settu þurfi umfram allt að bæta, en hafa svo það til hliðsjónar, að stórlega var þrengt kosti einmitt hinna sjúku og þeirra, sem nauð- syn er á lyfjum, með auknum álögum? Og hvað á svo að segja um þá fullyrð- ingu, að auðvitað geti ekki komið til mála að lækka skatta, vegna þess, að þá verði þjónusta við hina bágstöddu að gjalda þess?! Vera má, að sumum þyki gott að hafa tungur tvær, og geta talað sitt með hvorri. Það má eins vera, að þvi sé treyst, að fólk sé svo sljótt og gleymiö, að það geri sér ekki greinfyrirannarrieinshræsni og hér birtist. Mér er þó i grun að það sé mis- skilningur stjórnvalda, eins og fleira. Við skulum viðurkenna, að ástandið i þjóðfélaginusé æði lakt um efnahagsmál, ogef til vill ekkisvigrúm tilmikilla kjara- bóta. En þegar alls er gætt. Eru kröfur vinnandi manna raunverulega þess eðlis, að farið sé fram á laun, sem hækka ættu lifsstaðal? Þvi fer auðvitað alls fjarri. Kjarasamningarnir og launakröfurnar hafa fyrst og fremst beinzt að þvi, að halda i horfi. Rökræður þeirra, sem um stýrið halda, og reyna að læða fram hug- myndum um óbilgirni verkalýðshreyf- ingarinnar i launakröfum, eru sannarlega að enguhafandi. Það er margrætt mál, að þegar að kreppir, sé eðlilegt, að hver og einn þjóðfélagsþegn beri þær byrðar, sem ástandið krefst. En þvi fylgir þá jafnframt annað. Þvi fylgir óhjákvæmilega, að byrðarnar séu hlutfallslega sem jafnastar á hverjum og einum. Dettur nú nokkrum i hug, að þann- ig séháttað hér? Það er auðvitað ekki gott að segja til um mismunandi hugmynda- flug fólks. En vist mættu þeir vera sérlega hugmyndarikirog lausir við raunsæi, sem héldufram i alvöru, að hér rikti jöfnuður i launa- og lifskjörum. Vera má, að ýmsum þyki talsvert flók- ið, að gaumgæfa til fullnustu þjóðfélags- bygginguna. Þegar allt kemur til alls, eru þó ákveðnir grunnþættir, sem ekki verður Eftir Odd A. Sigurjór.sson framhjá gengið. Ekkert þjóðfélag getur staðizt, sem býr þannig að hinum breiða grunni þegnanna, að skorturinn sé dag- legur gestur á heimilum þeirra. Og þegar fólkið sér allt önnur lifskjör hjá hinum betur settu, þó færri séu, hlýtur boginn að bresta. Nú er það svo, að þótt mikið sé talað um launajöfnuð, dettur vist engum i' hug, að hann verði ekki jafnan að vera nokkur. En sómasamleg stjórn á hlutunum hefur ótal ráð til að jafna að- stöðumuninn, ef vilji er til. Grundvöllur- inn hlýtur að vera sá, að hver og einn, jafnvel þótt hann verði að selja bolmagn sitt i pundfetum og eigi ekki annars kost, hafi sómasamlegt lifsviðurværi. Ekki þarf að vera neitt athugavert við það, að þeir, sern kosta rniklu til i sérhæfingu til á kveðinna starfa, sem hvert þjóðfélag þarfnast, fái nokkru hærri tekjur á ári, svo að æfitekjumar jafnist. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt mál hjá þjóð, sem er ekki mannfleiri en Islendingar og býr við fábrotnari atvinnuhætti en flestar aðr- ar menningarþjóðir. Vandi stjórnvalda á hverjum tima er að vilja, og haga þannig gerðum sinum, að ekki verði með sann- girn efazt um það markmið. Vandi stjörnvalda Fimmtudagur 19. febrúar 1976 Alþýöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.