Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1976, Blaðsíða 5
I I Þeir voru hetjur almennings. Hvitu svörtu og rauðu riddarar himinsins. Flughetjurnar úr fyrri heimsstyrjöld- inni. En þeir áttu bágt, þegar striðinu lauk. Þeir höfðu lært að lifa með dauðann i hjartanu hverja minútu — og nú var timi hetjanna liðinn. Þeir flökkuðu bæ úr bæ og sýndu bændum og borgurum listir sinar. Nú hefur verið gerð kvikmynd um þessar gleymdu hetjur, sem sváfu undir flugvéla- vængjum með garnirnar gaulandi af sulti. Á daginn nurluðu þeir saman fáeinum dölum fyrir mat, vini og varahlutum með lifshættulegu ,,list”flugi. „Svona möluðum við Fokker- þriþekjur keisarans”. Flug- mennirnir sýna borgurum striðslistir slnar. Robert Redford varð að læra að fljúga gömlu „fuglabúrunum” og vann enn einn sigur á sjálfum sér. .. Íí,' 'í %i.-. 1 Þeir hættu lífinu fyrir fáeina dali Tveir góðir ráða ráðum sinum. Tallman og Redford ræðast við og sýnast hvergi bangnir. Fyrst eftir heimsstyrjöldina fyrri áttu herflugmennirnir erfitt uppdráttar. Þeir höfðu svifið hátt yfir venjulegu fólki. Þeir voru hetj- urnar. Hinir hvitu, rauðu og svörtu riddarar himinsins. En þeir þjáðust.... Þeir höfðu lært að lifa með dauðann i hjartanu hverja stund. Þeir drápu — og dáöu — hver annan. Þeir voru tengdir hver öðrum djöfullegum böndum. En menn eru litils viröi, þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Slátruninni var lokið og tómið tók við. Þeir höfðu lifað of hátt og gátu ekki komizt niður á jörðina aftur. Meðan friðurinn var, ferð- uðust þeir um og sýndu listir sinar og striðsbrögö fyrir gónandi bændur og bæjarbúa. Hermann Göring flaug I koll- hnisum yfir dönskum þorpum. t Randarikjunum lágu þessar fyrrverandi þjóðhetjur skjálf- andi undir flugvélarvængjum, meðan garnirnar gauluðu af hungri. Á daginn unnu þeir sér inn aura fyrir mat, vini, benslni og varahlutum með þvi að hætta lifi sinu i brjálæðislegu ,,list”flugi. Þetta allt hefur George Roy Hill sýnt i myndinni „Hinn mikii Waldo Pepper”. Þetta cr sönn mynd. Það hefur aldrei verið logið jafn mikið um flug og einmitt i kvikmyndum. En flugvélalikön, sem hrapa, sniðugar klippingar og falsaðir flugárekstrar eru ekki i tizku lengur. Fólk sér i gegnum það nú orðið. Þetta á að vera ekta. Og það er það i þessari mynd. Hill náði i Frank Tallman og hið fræga safn hans um gamlar hcrflugvélar. Þegar flugvél- arnar berjast — þúsund metra yfir jörðu — leikararnir undir stýri. Það er i fyrsta skipti i kvik- myndasögunni. Hérna eru listirnar sýndar: Skriðiö um vélarnar, stokkið af einum vængbroddi á annan, klifrað upp rcipstiga frá bil til flugvélar. Tallmann sér um lifshættu- legasta atriðið: 30 sekúndna brjálæðislegt flug eftir banda- riskum þjóðvegi, með hjólin fáeina sentimetra frá götunni. Það var hann, sem flaug i gegnum auglýsingaskilti og flugvélarskýli i „It’s a Mad, Mad, Mad YVorld,” sem svo margir hér kannast við. Hann segir: — Þctta voru 30 erfiðustu sekúndur lifs mins! Sifellt varð ég að lyfia vélinni vfir bilana og fólkið, sem stökk út á götuna. þrátt fyrir bannið'. Þetta var mikið afrek fyrir aðalstjörnuna, Robert Redford, sem m.a. hefur leikið i „Gatsby hinn mikli”, „Sundace Kid” o.fl. Hann lieldur þvi fram. aö menn verði að berjast við lifiö til að sanna vald sitt yfir þvi. „Við erum strengbrúður! ” „Það er unnt að breyta fram- gangi mála með viljakrafti. Allt annað en kcrlingaþvaður!” Redford hefur reynt margt. Hann er listmálari, fjallgöngu- maður og fyrsta flokks skiða- maður, cn hann á erfitt með að umgangast annað fólk. þvi hann heldur þvi fram, að „hver maður stendur einn og hefur skrattann i sjálfum sér að berjast við. Skrattinn hirðir hann á endanum..” Hann er lika bliðlyndur og fordómaiaus maður. Hérna — i þessum hrörlegu. gömlu flugvélum — sjáum við liann sigra i þeirri baráttu. sem hanu vill hevja við eigin ovissu. —IJ © Fimmtudagur 19. febrúar 1976 Alþýðublað.'ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.