Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 1
 FOSTUDAGUR 19. MARZ 1976 Hestar i borg eru lifandi mótsögn við steinsteypukassa. Þeir gefa ómennsku umhverfi örlitinn lifsvott og eru öllum augnayndi. — Á hátiðlegum stundum er hesturinn kallaður „þarfasti þjónninn”, þegar vitna þarf til fyrri ára. En hafa menn hugleitt hvernig við höfum farið með þennan ferfætta vin okkar á liðnum árum og gerum raunar enn. Áður seldum við hann i kolanámur i Bretlandi, en nú til finna hestamanna viða um heim. Þannig höfum við verð- launað þarfasta þjóninn. — Sjá „úr ýmsum áttum” á bls: 13. 55. tbl. — 1 976 — 57. árg. dagblaðið] VIÐURKENNIR AÐÞAÐÞIGGI — sjá bls. 3 OPÍUM- OG MORFÍN- STULDIR OTRÚLEGA ALGENGIR! Fólk hefur sjálfsagt oft rekizt á klausur i dagblöðum um innbrot i báta, þar sem stolið var morfini og ópium úr lyfjakistum bátanna. Þarna er um mjög sterk lyf að ræða, sem aðeins eru notuð i neyðar- tilfellum. Eru þessir þjófar forfallnir eitur- lyfjaneitendur, eða rekur þá annað en fíkn til þessara innbrota? Alþýðublaðið kannaði þessi mál fyrir nokkru og má sjá árangurinn i opnunni i dag. TORFU- BAZAR! Þriðja árs nemendur í AAyndlista- og Handíðaskólanum halda bazar í einu húsi Bernhöftstorfunnar í dag og á morgun. Það fer eftir viðtökum manna, hvort hann verður einnig á sunnudag. Tilgangur nemenda með þessu, er f jár- öflun til utanlandsferðar til þess að kynna sér listasöfn og skóla. Er það lið- ur í náminu. Frásögn og myndir má sjá á baksíðu. iif m m Jm LA VIÐ AÐ SLEGIZT VÆRI UM ÞAU 100 LITSJÓNVARPSTÆKI SEM LEYST VORU ÚR TOLLI Það fer ekki milli mála, að fólk ætlar sér að kaupa litsjónvarpstæki, þegar komið er aö þvi að skipta um tæki, þótt verðmunurinn sé talsverður. Enda benda ýmsir á það, aö dragi þeir á þessum verö- bólgutimum um tvö ár að endurnýja. þá muni svarthvit tæki vera komin i svipað verð þá, eins og litatækin kosta i dag. En leyft var að leysa úr tolli 100 litsjónvarpstæki. sem hér hafa beðið á hafnarbakkanum — og þau n- ánast ruku út eins og heitar lummur, og fengu færri en vildu. Þaðer frétt um þessi viðskipti á blaðsiðu 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.