Alþýðublaðið - 19.03.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Qupperneq 7
biaSid1' Föstudagur 19. marz 1976 VIÐHORF 7 SPURNINGARNAR o Er vinnulöggjöfin við- unandi? Ef ekki, hverju á þá að breyta? O Hvað finnst þér af eigin reynslu um skipulag og framkvæmd samningavið- ræðna i vinnudeilum? O Eru verkföll orðin úrelt? Ef svo er, hvað getur leyst þau af hólmi? O Hvað vilt þú segja um áhrif og afskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla af framkvæmd kjarasamninga? O Eiga rfldsstjórnir að hafa af- skipti af kjarasamningum? O Hvað annað vilt þú segja um þetta mál? \ hafa afskipti af kjarasamn- ingum, en þó virðist ljóst að þær geta ekki annað. 6. Hef sennilega verið of langorður og visa þvi til fyrri svara. _ Miðstjórn- arvald ASI ætti að vera meira Davíö Sch Thorsteins- son, formaöur Félags ísl. iðnrekenda: 1. Ég tel hana alls ekki við- unandi. Ég tel að það eigi að viðhaía allsherjaratkvæða- greiðslu i félögunum um verk- föll. Það er min skoðun að ASÍ, VSl og Vinnumálasambandið eigi að semja um heildarupp- hæðir, sem hægt væri siðan að semja um, sem launa- hækkanir. Eftir að búið væri að semja um heildarupphæð mundi ASt siðan skipta þessu milli landssambandanna. Þetta er það sem hlýtur að koma og byrjaði reyndar að- eins i siðustu samningum með eina prósentinu til skipta vegna sérkrafna. Allt annað hlýtur að leiða til handahófs- kenndra vinnubragða og þess, að þeir fái mest sem frekastir eru. Afleiðingin er svo, áfram- haldandi verðbólga i landinu. 2. Mér finnst að valdsvið sáttasemjara ætti að vera meira en nú er og mér finnst að hann ætti að hafa vald til að fresta verkfalli undir vissum kringumstæðum, t.d. eins og núna siðast. Það átti að sjálf- sögðu skilyrðislaust að fresta verkfallinu núna til þess að hægt hefði verið að fara að ræða um sjálft málið. Þá finnst mér miðstjórnar- vald Alþýðusambandsins vera allt of litið. Þeir eru með innan sinna vébanda ótal smáhópa og það er ómögulegt að semja við verkalýðshreyfinguna nema ASI fái vald til að semja. Þetta ætti að vera aug- ljóst. 3. Þetta er mjög erfið spurn- ing, þvi ég held, að i sérstök- um tilvikum ætti að vera hægt að gripa til þeirra. t langflest- um tilvikum eru þau þó úrelt og ef þetta miðstjórnarvald Alþýðusambandsins kæmist á þá eru þau um leið algerlega úrelt. Með hliðsjón af efna- hagsstöðu þjóðarinnar ætti einnig að liggja ljóst fyrir að verkföll eru orðin nokkuð úrelt. 4. Mér finnst að afskipti fjöl- miðla af vinnudeilum séu litið æskileg, að visu sé ég ekki að þau hafi neitt verulega trufl- andi áhrif á gang mála Reynsla min af stjórnmála- mönnum sem hafa tekið þátt i kjarasamningum, hefur verið mjög góð. Samninganefnda- menn eru hvorki betri né verri fyrir þá sök að þeir eru stjórn- málamenn. Það fer eftir öðr- um atriðum. 5. Rikisstjórnin hefur þegar haft mikil afskipti af kjara- samningum.Rikisvaldið hlýt- ur að hafa afskipti af þessum málum vegna fjárlaga, trygg- inga og tollamála. Hins vegar fannst mér að rikisstjórnin hefði ekki tekið nægilega sterka afstöðu til sameigin- legra krafna vinnuveitenda og Alþýðusambandsins. Það voru satt að segja mjög daufar undirtektir. 6. Það þarf að gera breytingar á vinnulöggjöfinni, eins og ég hef bent á hér að framan og þetta þarf að gera sem allra fyrst. til þess að við losnum úr þeirri úlfskreppu, sem við erum komnir i. • íhalds- stjórn ætti ekki að fá að krukka í vinnu- loggjofina Baldur óskarsson, í miöstjórn ASI: 1. Svar mitt erjá. Að minnsta kosti kemur ekki til greina, að verkalýðshreyfingin sam- þykki að ihaldsstjórn fari að krukka i hana. Það yrði án efa til skerðingar rétti verkalýðs- félaganna. 2. Það hefur sannazt áþreifanlega siðustu ár, að ógerningur er að fá atvinnu- rekendur til viðræðna i alvöru um meginatriði kjara- samninga, fyrr en verkalýðs- hreyfingin er komin i striðs- rosabullurnar og verkfall vof- ir yfir. Samningaviðræður hafa þvi iðulega dregizt langt fram yfir þann tima, sem samningar runnu út. Þennan drátt telja atvinnurekendur sér mikinn ávinning, þvi sjaldan er samið um hækkun launa aftur i timann, auk þess sem þeir telja sig fremur geta sundrað samstöðu verkafólks- ins með drætti samninga. Ég er þvi þeirrar skoðunar, að það komi fyllilega til greina fyrir verkalýðsfélögin að hafa verkfallsheimild i höndum stjórnar og trúnaðarráðs sama dag og samningar renna út. 3. 1 stéttaþjóðfélagi er verk- fallsvopnið dýrmætasta eign verkalýðsfélaganna. Verkföll tryggðu rétt verkalýðsfélag- anna til að semja um kaup og kjör og flest mikilvægustu félagsleg umbótamál alþýð- unnar hafa verið knúin fram með verkföllum. Þetta dýr- mæta vopn sitt verður verka- lýðshreyfingin að varðveita vel. 4. Ég geri ráð fyrir að spurt sé um áhrif og afskipti af gerð kjarasamninga. Auðvitað reyna allir stjórnmálamenn að hafa áhrif á gang kjara- samninga. Verkalýðs- hreyfingin ætlast beinlinis til þess, að stjórnmálaflokkar hennar reyni að greiða fyrir sem hagstæðastri lausn samninga fyrir launafólkið. Það hafa þeir einnig gert, þeg- ar þeir hafa verið við völd. Fjölmiðlar hafa hér, eins og á nær öllum þjóðlifssviðum, mikilvægu hlutverki að gegna. Þeir miðla upplýsingum um helztu kröfur og gang mála. Þvi miður er það svo hér á landi, að atvinnurekendur og ihaldsöflin ráða öflugustu blöðunum. Þess vegna er það mjög mikilvægt að verkalýðs- félögin efli málgagn sitt Vinn- una til muna, og komi henni til allra félagsmanna sinna. Þannig gæti verkalýðs- hreyfingin sjálf skýrt kröfur sinar fyrir fólkinu, rakið á réttan hátt gang samninga- mála og verið stefnumótandi og leiðandi varðandi brýnustu lifshagsmunamál alþýðunnar. Þetta verður áreiðanlega tek- ið til itarlegrar skoðunar á þessu ári og næsta þingi ASl. 5. Já. Ég tel að rikisstjórnir eigi aðgreiða fyrir gerð kjara- samninga. Alþýðusambandið lýsti þvi t.d. yfir á sl. hausti. að það mæti pólitiskar aðgerð- ir, sem ykju kaupmátt launa til jafns við beinar kaup- hækkanir. Hinni nýju efna- hagsstefnu ASt var hins vegar hafnað. Verðbólgan framund- an er þvi á ábyrgð rikis- stjórnarinnar. 6. Ég vil taka það skýrt fram nú, að sú samstaða og eining verkalýðsstéttanna. sem rikti i siðasta verkfalli, sem er við- tækasta allsherjarverkfall i sögu tslands, var ánægjuleg- asta afmælisgjöf sem Alþýðu- sambandið gat hugsanlega fengið á 60 ára afmæli sinu. Rikisstjórn og atvinnu- rekendur ætluðu að brjóta verkalýðshreyfinguna niður i þessu verkfelli. t stað þess gerðist hið gleðilega: Hundruð manna tóku þátt i samninga- gerðinni sjálfri. Þúsundir manna létu skrá sig til verk- fallsvörzlu og sáu um fram- kvæmd verkfallsins. Milli 10 og 12 þúsund manns komu á fundi verkalýðsfélaganna. þar sem samningarnir voru lagðir fyrir. Verkalýðshreyfingin sýndi að hún er máttug lifandi hrevfing. En þótt hin faglega hreyfing sé þannig sterkasta aflið i landinu. ef hún beitir sam- takamætti sinum. skortir al- þýðuna pólitiskt vald. Brýn- asta hagsmunamál verkalýðs- félaganna nú er þvi að skapa pólitiska samstöðu. Anhennar verða allir verkfalls- og samningasigrar gerðir að engu af óvinveittri rikisstjórn. Notum þvi afmælisár Al- þýðusambandsins til að vinna að pólitiskri einingu verka- lvðshreyfingarinnar. YFIR- RAÐIN TIL ALÞÝÐUNNAR. — BJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.