Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Föstudagur 19. marz 1°76 ösadfö' FULLNÆGIANDIFAG- ÞEKKING FYRIR HENDI FIÁRVANA HLUTAFÉLAGI FALIO 800 MILLJÚN KRÓNA VERKEFNI SciiI'íi'Ju'teiJI ■Rcykiavlkurboiq 'omu. »,6 poppitilélag um Irom segir Itak h.f. Eftirfarandi tilkynning barst blaðinu frá ítaki hf. arkitekta- og verkfræðifyrirtæki, vegna umræðu um fyrirtækið vegna forhönnunar Seljaskóla i Reykjavik: Vegna nýtilkominnar álykt- unar frá Arkitektafélagi tslands vill ttak h/f taka eftirfarandi fram: 1 október 1974 var fyrirtækið ttak h/f stofnað i kringum hug- myndir, sem orðið höföu til viö að kynnast uppbyggingu bygg- inga úr steinsteyptum einingum iDanmörku. Hugmyndir þessar voru kynntar á íslandi fyrir ýmsum aðilum og voru undir- tektir það jákvæðar að eðlilegt þótti að stofna fyrirtæki sem gæti komið fram sem ábyrgur ogsjálfstæður aðili ifrekari við- ræðum, sérstaklega þegar tillit var tekið til þess aö þetta fyrir- tæki gæti haft greiðan aðgang að sérþekkingu á ofangreindu sviöi frá Danmörku, sem nægja mundi til þess að skýra þessar hugmyndir. A Þegar ljóstvarð að áhugi var á að hagnýta sumar þessara hugmynda var leitaö eftir fag- mönnum, sem áhuga hefðu á að taka þátt i samstarfi um að ryöja til rúms hagkvæmari byggingarháttum á tslandi. Var þá sérstaklega haft i. huga aö verkefni fyrirtækisins yrðu unn- in með hópsamstarfi mismun- andi sérfræðinga til þess að auð- velda samhæfingu hinna ýmsu hönnunarþátta. Eftir þvi sem fagmenn hafa ráðizt til fyrirtækisins hafa þeir gerst hluthafar með þvi að kaupa hlutabréf af hinum upp- haflegu hluthöfum og eru nú- verandi hluthafar Itaks h/f þessir: 1) Einar Sigurðsson, arkitekt, menntaöur viðNorges Tekniske Hiiyskole. Vann 1 Norégi I rúm þrjú ár að loknu námi við hönnun á byggingum úr stein- .steyptum einingum og stál- grindahúsum. Hefur síðan starfaðá Islandii rúm tvö ár við hönnun bygginga. "pó STKROF U - AbGj/ismi_ FRÍMERKI í STAÐ FERÐAR í BÆINN LEVÍS GALLABUXUR SNIÐ 522 Vinsamlegast sendið mér Levi's gallabuxur T þeirri stærð sem merkt er við.— MITTIS- MÁL 25 26 . 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q \n LL LU CC 34 36 w NAFN: HEIMILISF: Levrs 4 Levrs laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303 2) Sveinn Ingólfsson, bygg- ingaverkfræðingur, menntaður við Norges Tekniske Hþyskole. Starfaði að loknu námi i eitt ár hjá ráðgefandi verkfræðifyrir- tæki i Danmörku. Vann siðan i rúm sex ár við ráðgefandi verk: fræðistörf á tslandi. 3) Hafsteinn Blandon, véla- verkfræðingur, menntaður við Danmarks Tekniske Hfíjskole. Hefur starfað að námi loknu i tæp fjögur ár á tslandi, aðallega við hönnun hita-, loftræsti- og hreinlætislagna. 4) Agúst Þ. Jónsson, fram- kvæmdastjóri, menntaður við Danmarks Ingenijlrakademi. Var framkvæmdastjóri fyrir byggingafyrirtæki i Danmörku i 'þrjú ár og framkvæmdastjóri ttaks h/f frá stofnun þess. 5) Hreinn Svavarsson. Hefur starfaö i tæp niu ár að hönnun raflagna i byggingar. Auk þessara manna er innan- hússarkitekt starfandi hjá fyrir- tækinu. Til þess að tryggja sér sér- fræðiþekkingu á byggingu húsa úr steinsteyptum einingum hefur ttak h/f frá upphafi haft samstarf við tvö þekkt dönsk fyrirtæki, arkitektafyrirtækið Vagn O. Kyd og Per Kyd A/S og verkfræðifyrirtækið Harry og Mogens Larsen I/S. Þessi tvö fyrirtæki hafa sérhæft sig i hönnun skólabygginga úr stein- steyptum einingum og voru aðalhönnunaraðilar hinnar svo- nefndu Fjónsáætlunar um skólabyggingar i Danmörku, en tilgangur þeirrar áætlunar var að stuðla að sem hagkvæmust- um framkvæmdum við gerð skólabygginga. Hafa þessir aðilar nú hannað rúmlega 600.000 fermetra af skólabygg- ingum, þar á meðal skóla á jarðskjálftasvæðum i Kali- forniu. ítak h/f vill að gefnu tilefni taka fram að fyrirtækið er arki- tekta- og verkfræðifyrirtæki, sem starfar eingöngu að hönn- unar- og ráögjafastörfum. SKIPT UM ÁHÖFN Á SKÚTUNNI segir formaður Arkitektafélagsins Vegna „Tilkynningar til fjölmiðla” frá fyrir- tækinu Itak h.f. hafði blaðið samband við Hrafnkel Thorlacius, form. Arkitektafélags Islands og spurðist fyr- ir um viðbrögð félags- ins. Hann sagði: „Um þessa tilkynningu er ekki mikið að segja. Það fyrirtæki sem lýst er i tilkynningunni er i raun allt annað fyr- irtæki en það, sem Reykjavikurborg hóf viðræður við fyrir tæp- um 18 mánuðum. Það hefur semsagt verið skipt um áhöfn á skútunni, eða öliu heldur viröist sem nýir menn hafi veriö geröir að hluthöfum i fyrirtækinu eftir að gagnrýni okkar kom fram. Nýir hluthafar eru komnir inn núna, en samkvæmt opinberum gögnum eru nöfn þessará hlut- hafa hvergi að finna. Þvi vaknar sú spurning hvort þetta nýja fyrirtæki getur geng- iö inn i þau störf sem borgin hef- ur faliö upphaflega fyrirtækinu að annast. Ég vil taka það skýrt fram að við erum ekki að gagnrýna þá einstaklingasem að fyrirtækinu standa, heldur þau vinnubrögö sem borgin hefur viðhaft i þessu máli. Þau hafa I raun og veru veriö að semja um 700-800 milljón króna viö fyrirtæki sem ekki var til nema á pappirnum, og hafði, þegar umræðurnar hófust ekk- ert þaö til brunns aö bera sem þarf til þess að standa fyrir hönnun og umsjón með fram- kvæmd sem er jafn mikil að vöxtum og umrædd skólabygg- ing. Þessu til viöbótar má benda á, að I tilkynningunni segir aö menn gerist hluthafar samtimis að þeir hefja störf hjá fyrirtæk- inu. Þessi fullyrðing er ekki sönn, nema að hluta til, þó þekkt séu dæmi um aðþað hifi gerzt.” Að lokum sagði Hrafnkell: „Hver frekari viðbrögð Arki- tektafélagsins veröa, vil ég ekki segja neitt um á þessu stigi málsins.” —EB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.