Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 16
MINNKANDI AÐSÓKN AÐ SÖFNUM í REYKJAVfK Aðsókn að Listasafn- inu, Þjóðminjasafninu og Arbæjarsafni minnkaði mjög á árun- um 1973 og 74, eins og sézt á meðfylgjandi mynd. Listasafn Viö leituöum skýringa á þessu og kom þá i ljós aö á árunum 1973 til 1975 voru skipulagöar heimsóknir skólabarna ekki tal- dar meö í tölum Listasafnsins. Aö sögn Körlu Kristjánsdóttur hjá Listasafninu var hætt viö skipulegar feröir skólabarna i Listasafniö á þessu timabili og þar væri aö finna eina ástæöuna fyrir hinni minnkandi aösókn. A þaö ber einnig aö lita, aö áriö 1972 voru haldnar tvær stórar sýningar á vegum Listasafnsins i tilefni Listahátiöar, þannig aö gestir safnsins þaö ár voru óvenjulega margir. Á þaö ber einnig aö lita aö áriö 1974, þegar aösóknin er i lág- marki, komu færri feröamenn til landsins en árin næst á und- an. Þetta kemur fram I minni aösókn aö safninu vegna þess aö erlendir feröamenn eru tiöir gestir i sölum safnsins. Ariö 1975 fjölgaöi gestum safnsins um tæp fjögur þúsund. Árbæjarsafn Hvaö varöar minnkandi aö- stókn aö Árbæjarsafni, taldi safnvörður skýringuna þá, aö frá og meö árinu 1974 hafa börn ekki veriö talin i skrám yfir gesti safnsins. Safnvöröurinn benti einnig á aö áriö 1975 heföi ekki veriö neitt veöurbliöusum- ar, og vegna þess heföi aösóknin aö safninu enn minnkaö. Þjóðminjasafn. Þjóöminjasafnið ber höfuö og heröar yfir hin tvö fyrrtöldu söfn, hvaö snertir fjölda skráöra gesta. Fækkun gestanna milli áranna ’74—’75 er skýrð meö hinu sama og hjá hinum söfnun- um: Börn eru ekki talin meö i tölum um gesti safnsins áriö 1975. EB þáíujjo &ssr«. KAFFI OG BERNHÖFTS- BOLLUR Á TORFUBAZAR Þriöja árs nemendur i Mynd- lista og Handiöaskóla íslands, hafa komiö á fót bazar og kaffi- sölu i einu húsi Bernhöftstorf- unnar. Er bazarinn liður i fjár- öflun nemenda til utanlands- ferðar. Tilgangur feröarinnar er sá, aö skoöa listasöfn, skóla, oghelztallt sem viðkemur nám- inu. Fyrst verður fariö til Amsterdam i Hollandi, en þar er mjög mikið af frábærum listasöfnum og góöum mynd- listaskólum. A heimleiöinni veröurkomiö viö i Kaupmanna- höfnogMálmey isama tilgangi. Handunnar vörur Allir þeir hlutir sem á bazarn um eru, hafa nemendur sjálfir gert og gefið til þessa málefnis. Eru það allt handunnar vörur, eins og t.d. keramik, grafik- myndir, leikföng ofl. Meöan á bazarnum stendur veröur fram- reitt kaffi ásamt hinum frægu Bernhöftsbollum. Happdrætti 1 dag verður svo hleypt af stokkunum happdrætti. Dregiö verður úr 37 vinningum, sem samanstanda af verkum eftir þjóðkunna listamenn. Hafa þeir allir gefiö þessi verk til styrktar nemendum, og munar um Þaö var allt á kafi í rusli og óhreinindum i húsinu, áöur en nemendur þrifu þaö hátt og lágt. Frá blaðamannafundi myndlistarnema i Torfunni i gær minna. Vilja nemar þakka þeim þessar höfðinglegu gjafir. Þrjár bækur veröa einnig meðal vinn- inga. Miöafjöldi er 3500 og er verö þeirra mjög stillt i hóf, eða 200 krtínur miðinn. Húsið tekið i gegn Hús þaö, sem bazarinn hefur aðsetur, var vægast sagt mjög illa farið. Var það notað fyrir vörulager, og var allt fullt af rusli og óhreinindum. Aö fengnu leyfi hjá fjármála- ráðuneytinu, sem er eigandi hússins, drifu nemendur sig I aö mála húsiö og þrifa, sem var lang mesta verkiö. Einkaaöilar gáfu málningu til verksins, og ráöuneytiö kostaöi rafmagns tengingu. Einnig veittu Torfu- samtökin þeim mikla aðstoö. Nokkrir félagshópar hafa lika lagt hönd á plóginn. Er nemendur unnu að viö- geröum á húsinu, þá tóku þeir m.a. eftir þvi aö þar sem vegg- fóðrið var rifið frá, komu i ljós átta lög af veggfóröi, hvert öðru fin na. Gott fordæmi Með þessu framtaki, er þaö sýnt, aö vel er hægt aö pússa rykiö af gömlum húsum, og klæöa þau i sparifötin. Þó skal geta þess, aö aöeins er um bráöabirgöa viögerðir aö ræða, þvi ef gera á húsin alveg upp, þá veröa framkvæmdirnar miklu stærri i sniöum og dýrari. Bazarinn opnar kl. 2 1 dag, og er opinn til kl. 7. Á morgun opnar hann kl. 10 og lokar 7, en óvist er með sunnudaginn. Fer opnunartiminn þá eftir viö- brögðum manna. —GG FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 alþýðu blaölö HEYRT, SÉÐ0G HLERAÐ HEYRT: Að talsverð át(8c hafi orðið i þing- flokki Sjálfstæðis- flokksins, þegar ákveða þurfti hver tæki sæti Þórs Vil- hjálmssonar, nú Hæstaréttardómara, á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i New York. — Tveir kepptu: Guðmundur H. Garðarsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. — Eyjólfur sigraði! FRÉTT: Að Guðjón Ormsson, uppfinn- ingamaður, sem fann upp „Nýtilinn” (tæki til að spara oliunotkun og tengja saman raf- magns- og oliunotkun til húsahitunar) hafi lagt til, að hluta af oliustyrknum yrði varið til kaupa á ódýr- ari kyndibúnaði. LESIÐ: Að á siðustu árshátið Sambands islenzkra samvinnu- félaga hafi 6 starfs- menn SÍS hlotið silfurverðlaun fyrir 25 ára starf. Þeir eru: Adolf Friðfinnsson, Bernharð Pálsson, Guðný Þórarinsdóttir, Hilmar Bjarmarz, Markús Jónsson og Sveinn Jónsson. HEYRT: Að nefnd, sem skipuð var til að fjalla um orkumál Vestfjarða, muni hafa fengið allar sveitar- stjórnir á Vestfjörð- um til að fallast á til- lögur um sérstakt orkubú f yrir Vestf irði. SÉÐ: Oliufélagshöllin við Suðurlandsbraut 18 hefur nú að fullu verið tekin i notkun. Siðasti hluti húsnæð- isins var opnaður um miðjan febrúar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.