Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 19. marz 1976 bH&fa HEILLAÓSKIR_____________ Megi honum lánast baráttan á öllum vígstöðvum Hér koma til viöbótar nokkrar heillaóskir, sem Alþýðuflokknum bárust á 60 ára afmælinu. Meö baráttukveðjum. Norski verkamannaflokkurinn sendi svohljóðandi skeyti: Norski verkamannaflokkurinn flytur ykkur sinar beztu afmælis- kveðjur og óskar allra heilla i framtiðinni. Baráttukveðjur. — Reiulf Steen, Ingvar Leveraas. Danskar kveðjur. Danskir jafnaðarmenn sendu þessar kveðjur: Danskir jafnaðarmenn flytja bræðraflokki smum á Islandi hjartanlegar hamingjuóskir með 60 ára afmæli flokksins. Heill og hamingja fylgi starfi flokksins á ókomnum árum og megi honum lánast baráttan á öllum vigstöðv- um. — Anker Jöregensen, Kjeld Olsen, Ejner Hovgaard Christi- ansen. Kveðja forsætisráðherra. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sendi ég Alþýðuflokknum beztu heillaóskir á 60 ára afmælinu. — Geir Hallgrimsson. Frá þingflokki Sjálfstæðis- manna. Þingflokkur Sjálfstæðismanna sendir Alþýðuflokknum kveðjur og hamingjuóskir eftir sex ára- tuga starf. Margs er að minnast á langri leið, jafnt i baráttu and- stæðinga, sem i samstarfi til heilla landi og lýð. — Gunnar Thoroddsen. Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Svolátandi skeyti barst frá Sigurgeiri Kristjánssyni: A 60 ára afmæli Alþýðuflokks- ins sendum við okkar árnaðar- óskir. Við lyftum höndum okkar i bæn um að unga fólkið i landinu hefji merki Alþýðuflokksins á loft i framsókn sinni undir kjörorðinu — frelsi, jafnrétti og bræðralag. Alþýðuflokkurinn lengi lifi. Fyrir hönd bakvarðasveita Al- þýðuflokksins um land allt. Kveójur frá Akureyri: Sendum Alþýðuflokknum ham- ingjuóskir á sextiu ára afmælinu. Með flokkskveðju. — Kvenfélag Alþýðuflokksins á Akureyri. Gangið fram vasklega enn..... Frá Ingimar Jónssyni, fyrrum skólastjóra barst eftirfarandi skeyti: 60 árin til giftu fram gengin, gangið fram vasklega enn. Vixlsporin skyldu þó ykkar engin, islenzkir jafnaðarmenn. í vorsins þýðu...... Frá Albert Magnússyni á Stokkseyri barst þetta skeyti: 60 ár og sviðið allt er breytt, svelli og frera blindrar vetrarnætur Jafnaðarstefnan hefuróðum eytt, brumar fræ við jökulrætur. t vorsins þýðu grýlukertin gráta, gróandans tár, sem jurtir vaxa láta. Rannsóknir eða aktaskrift? Seinagangur i rannsóknum hefur undanfarið verið mikið umræðuefni manna meðal. Þegar við horfum á þá staðreynd að enn er hið svokallaða Jörgensensmál að þvælast milli Heródesar og Pilatusar i vörzlu réttar- gæzlumanna og er þó liðinn um það bil áratugur siðan það skaut upp kolli- num, hljóta menn að spyrja. Hvað er verið að dunda við allan þennan tima? Er skipulagsbundið unnið að þvi að flækja málaefni i stað þess að greiða úr flækjum? Hver hlýtur að verða niður- staða fjölmargra mála, sem lúta öðrum eins endemis seinagangi? Landslýður hefur heyrt dæmi um mál, sem var beinlinis fyrnt þegar til átti að taka, svo viðkomandi slapp á þann veg fyr- irhornið, án dómsfellingar! Eng- an skyldi furða á, þó almenningur láti sér detta i hug, með réttu eða röngu, að sitthvað fleira sé á reki um fjörur réttargæzlunnar á voru landi, sem svipað kann að vera ástatt um. Þetta hlýtur að vekja áleitnar spurningar, sem beinllnis krefj- ast svara. Hvernig er staðið að rannsókn mála hér, sem taka svo óstjórnlegan tima? Hvernig er háttað vinnubrögðum rann- sóknarmanna? Að sjálfsögðu vill fólk á eng- an hátt, að rannsóknum sé flaustrað þannig af, að ekki komi fram þeir þættir málá, sem ein- hverju skipta, til að sanna sak- leysi eða sekt sakborninga. Rétt sinn skal hver hafa. Mörg þúsund siður! Upplýst er, að veslings sak- sóknari rikisins hafi fengið ný- lega inn á gólf hjá sér stóran kassa, sem hafði inni að halda gögn um hið svonefnda Alþýðu- bankamál. Það er ennfremur upplýst, að málsskjölin séu að umfangi mörg þúsund blaðsiður! Engin furða þó hárið á mönn- um, sem þurfa að pæla gegnum annað eins, þynnist, og þessi fáu, sem eftir eru, bregði lit! Hljótt hefur verið um þennan málarekstur og almenningur hef- ur ekki átt þess verulegan kost, að vita um hvað allt þetta snérist. Það mun þó nokkuð öruggt, eftir þvi sem bezt er vitaö, að upphafið er að rekja til lánveitinga til fá- einna aðila, sem vafi gat leikið á, hvort hefðu lagt fram nægileg veð fyrir skuldum sinum við bank- ann! Það skal fúslega játað, að ekki er ég kunnugur innan dyra i bönk- um, allra sizt i lánveitingamál- um. En ég hygg, að þeir muni vera færri meðal almennings, sem gleypa það agn með öngli og sökku, að hér gæti verið um að ræða afar flókna hluti. Þess ber og að gæta, að yfirstjórn hvaða banka sem er getur naumast nefnzt þvi nafni, ef hún er óvit- andi um stórfelldar lánahreyfing- ar stofnunarinnar. Nú hefur rannsókn i málinu staðið það sem af er þessu ári og nokkuð af liðnu ári. Menn hljóta að lita sitt upp á hvern og furða sig alvarlega, ef það tekur marga mánuði að rannsaka hvert er verðgildi veða, sem bankinn hef- ur tekið fyrir lánum sem veitt voru 8—10 manns! Og hver ósköp- in eru á seyði, ef sú rannsókn þarf að flennast yfir mörg þúsund blaðsíður i málsskjölum? Hafa rannsóknarmenn máske verið að semja visindalegar dokt- orsritgerðir um þessi mál allan þennan tima? Spyr sá, sem ekki veit. Þvi er ekki að neita, að flestum málum mun svo farið, að þau eru samanslungin af aðalatriðum og aukaatriðum. En vissulega er það ótrúlegt, að inn i rannsókn á þvi, hvort eignir, sem teknar eru að veði fyrir lánum geti vafizt svo mörg atriði, að þeim þurfi að gera skil i umræddum pappirshaug. Þetta sérstaka mál, sem hér hefur verið litillega rætt og fyrir sjónum almennings ætti að vera i hópi hinna allra einföldustu, á vist enn eftir að vera ráðgáta, að minnsta kosti þar til saksóknari hefur gefið sér tima til að lesa! En sannarlega er ekki von að greiðlega gangi um dómsmálin ef annað eins og þetta er sönn spegilmynd af vinnubrögðunum. Mál er að öðru eins linni. (Jddur A. Sigurjónsson * c>4stareldur* eftir Valerie North. Þaö voru erfiðustu bréfin. Þeg- ar hún hafði lokið við þau, þá hljómuðu þau alltaf eins og skáld- saga, þó ekkert væri i þeim nema sannleikur. Þau voru bara þannig sett upp, að lif hennar var full- komið og atvinna Vane hluti af þvi. Þetta kvöld átti hún enn erfið- ara með að skrifa en venjulega, og hún sa t bara og strikaöi á blað- ið, en augu hennar voru full af tárum. Hún hafði grátið svo ósegjan- lega litið, og jafnvel nú vildu tárin ekki falla. Hvað hefur komið fyrir mig? spurði hún sjálfa sig. Það var eins og hjarta hennar væri frosið, og þó var það svo ó- þolandi sárt. Skyndilega lyfti hún höfðinu og lagði við hlustir. Henni varö litið á dyrnar á milli svefnherbergja þeirra Vane. Dyr, sem enn höfðu aldrei veriö opnaðar að kvöldlagi. Hún hafði oft setið þarna eða legið i rúminu og heyrt hann hreyfa sig hinum megin við dyrn- ar, og hún vissi, að hann var þar núna. Hann var kominn heim, og var farinn upp i herbergið sitt. Og þá, einmitt þegar hún satog horföi þangað, opnuðust dyrnar skyndilega og Vane stóö og horfði á hana. — Ég var farinn að halda, að þú svæfir, sagði hann. — Ég barði að dyrum, en þú anzaðir ekki. Má ég koma inn, Phillida? Það er nokk- uð, sem ég verö að ræða viö þig. Phillida sat andartak þögul og horfði á manninn, sem hún var gift. Svo sagði hún rólega: — Já, auðvitað. Komdu inn. En það var aðeins á ytra borð- inu, sem hún var róleg. Hún fann hvernig hjarta hennar sló á ein- kennilegan og kvalafullan hátt, og hún braut heilann um það, hvort hann hugsaði eins og hún um það, að þetta var i fyrsta skipti sem hann hafði stigið fæti sinum yfir þröskuldinn að svefn- herbergi hennar siðan fyrstu ör- lagariku nóttina. Til að þjónustufólkið gerði sér ekki grein fyrir þvi, að dyrnar á milli herbergja þeirra Vane og Phillidu væru tryggilega lokaðar allar nætur, þá kom hann oftast inn á morgnana, þegar hún var komin á fætur eða fékk morgun- mat i rúmið, eins og svo oft brá við. Nú gekk Vane aö snyrtiborðinu og s tóö þar og horfði á það án þess að sjá nokkuð. Hann flutti hlutina til án þess að hafa hugmynd um hvaðhann var aðgera,en myndin af stúlkunni á bak við hann stóð honum svo skýrt fyir hugskots- sjónum, að hann þurfti ekki einu sinni að lyfta höfði og lfta á speg- ilmynd hennar... stúlku i þunnum ljósbláum silkináttkjól með fjólu- bláu og bleiku mynstri, stúlku með mjúkt hár i sama lit og birki- laufið að hausti, fullkominn ramma fyriryndislega ávaltand- lit hennar. Sólin i Suður-Frakk- landi hafði litað húð hennar i sama lit og ofþroskaðar ferskjur, og á þeim grunni glóði munnur hennar eins og rós. Fegurð hennar hefði komið hjarta hvers manns til að slá hraðar, en fyrir mann, sem elsk- aöi hana jafn mikið og hann með nokkru móti gat elskað, sem þráði hana og hefði gefið helming lifs sins til að vita, að hún væri hans, fyrir hann var þetta kvöl. En hann hafði komist að sam- komulagi við hana, og allt að þvi ofstækisfull skyldurækni hans bauð honum að halda þennan samning. Samt gerði hann sér grein fyrir þvi, að það var kominn timi til að rifa niður múrinn, sem hafði sprottið upp á milli þeirra, múr- inn, sem virtist vaxa hærri og traustari dag frá degi. Þegar hann hafði grátbeðið hana um að gefa sér sex mánuði af lifi si'nu, hafði hann vonað að dagleg umgengni myndi smám saman færa þau nær hvort öðru, að hún myndi byrja að hugsa og skilja, þegar fyrsta beizka áfallið eftir hina hræðilegu uppgötvun liði hjá. Nú var hann aftur á móti búinn að sjá, að þó þau væru svo nálægt hvort öðru, aö þau gætu snert hvort annað, ef þau réttu út hendina, þá hefðu þau samt ekki getað verið fjær hvort öðru, þó heill heimur hefði verið á mUli þeirra. — Phillida... Hann sneri sér snöggt að henni, og þægileg rödd hans var hörð vegna þess álags, sem á honum hvildi. — Við getum ekki haldið svona áfram. Hjarta hennar sleppti úr slagi. — Hvaðáttu við? spurði hún, og hörfaði rétt aðeins. Þegar hann sá þessa ósjálfráðu hreyfingu, kreppti hann hnefana fast. — Ég meina, sagði hann, — að meö hverjum deginum sem liður er eins og við rennum lengra hvort frá öðru. Ég vonaði, að við, gætum alla vega vanist hvort ööru.að þú myndir... lita öðrum augum á máliö, þegar þú værir búin að ná þér eftir fyrsta áfaUið, myndir þá skilja, hversu lítil á- hrif uppástunga föður þins hafði á ákvöröun mina.... Hann bandaði höndinni þreytulega. — Það er engin ástæða til að endurtaka þetta einu sinni enn. — Hvað viltu að ég geri? spurði hún. — Kannski væri það bezt, að ég gerði eins og ég stakk strax upp á, að ég færi heim tU Eng- lands. Við gætum áreiðanlega fundið einhverja afsökun um....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.