Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 6
6 VIDHORF í kjölfar nýafstaðinna vinnudeilna og allsherjarverkfalls - og umræðna um tap þjóðarbúsins vegna allsherjar- stöðvunar atvinnurekstrar í landinu - þá hefur Alþýðublaðið leitað til nokkurra forvígismanna launþega og atvinnurekenda og innt þá álits á þessari spurningu: verkföll eru ekki úrelt Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands is- lands: 1. Það kemur til mála að breyta vinnumálalöggjöfinni að þvi leyti, er tekur til sátta- semjaraembættisins sjálfs. Þar á ég við að sáttasemjara- starfið ætti að vera aðalstarf þess manns, sem gegnir þvi hverju sinni. Þá þyrfti að skapa embættinu betri skil- yrði, sérstaklega að þvi er snertir aðstöðu til fundahalda, þannig að ekki sé visað úr ein- um staönum til annars með sáttastarfið eins og átt hefur sér stað að undanförnu. Ég tel að nauðsynlegt sé að algert samkomulag verði milli aðila vinnumarkaðarins um hverjar þær breytingar, sem gerðar kunna að verða á ein- stökum atriðum er varða samskipti þessara aðila. 2. Min skoöun er sú, að ekki veröi gerðar neinar þær um- bætur á skipulagningu og framkvæmd samningavið- ræðna, sem sköpum skipti, um fljótvirkari vinnubrögö þó að ýmislegt megi sjálfsagt lag- færa i þessum efnum. 1 þessu sambandi er rétt að minna á, að bæði verkalýðssamtökin og samtök atvinnurekenda hafa margt vel verkfært fólk i skipulagningu og samninga- tækni almennt. Þá hefur sáttasemjari rikisins mikla færni og reynslu i sáttastörf- um og við hlið hans starfa oft á tiðum mjög hæfir sátta- nefndarmenn. Það á hér við sem áður er sagt, að vænlegast er til árangurs, að fulltrúar Alþýðu- sambandsins og atvinnurek- enda komi sér saman um hugsanlegar breytingar i þessum efnum. 3. Verkföll eru ekki úrelt og ekki likur til að þau verði það i náinni framtið. Þau eru nauðungarúrræði, sem verka- lýössamtökin beita þegar sýnt er að réttmætar kröfur félags- manna nást ekki fram öðru- visi. 4. Ég er þeirrar skoðunar að gott samstarf milli faglegra og pólitiskra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar sé nauðsynlegt til að sem beztur árangur náist hverju sinni. 1 þeirri deilu, sem nú var uð ljúka var þetta samstarf með miklum ágætum. Fjölmiðlar geta haft mikil áhrif i vinnudeilum — eins og á öðrum sviðum — bæði til góðs og ills. Málefnalegar um- ræður og upplýsingar fjöl- miðla eru alltaf af þvi góða. 5. Rikisstjórnir eiga ekki að hafa bein afskipti af kjara- samningum. 6. Ég tel að miklu skipti að fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar og atvinnurekenda hafi nána samvinnu um hugsanlegar skipulags- breytingar varðandi samningaviðræður. • Vinnu- löggjöfiner algerlega óviðunandi ólafur Jónsson, framkvæmdarstjóri Vinnuveitenda- sambands Islands: 1. Ég tel að vinnulöggjöfin sé algerlega óviðunandi. Vinnuveitendasamband ís- lands hefur margsinnis gert tillögur um breytingar. Siðast var samþykkt tillaga um margþættar breytingar á vinnulöggjöfinni á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins 1975. 2. Ég tel að i þessu máli þurfi mikilla endurbóta við. Það má margt um þetta segja. Þó tel ég að mikilvægt sé, að kröfugerð aðildarfélaga Al- þýðusambands íslands þurfi að vera betur unnin og kröfur samræmdar. í öðru lagi tel ég að greinargerð með kröfum og svörum vinnuveitenda þurfi að liggja fyrir áður en sátta- meðferð hefst. I þriðja lagi tel ég að sáttameðferðin þurfi að vera skipulegri og forðast verður að láta stóran hóp manna sitja dögum saman að- gerðarlitinn eða aðgerðar- lausan. Fjölmörg önnur atriði þarf að hafa i huga við endurskipu- lagningu á samningaviðræð- um. Má þar nefna húsnæðis- aðstöðuna, skipulag funda og framlagningu skjala, trufl- andi áhrif fólks, sem ekki er i samninganefndum o.s.frv. 3. Ég tel verkföll úrelt og einnig að þau tryggi enga hagsmuni, heldur þvert á móti. Enda sýnir reynslan það, að verkföll valda tjóni fyrir þjóðarbúið, fyrir alla landsmenn og mestu fyrir þá, sem verst eru settir. Um það hvað ætti þá að koma i staðinn er ekki hægt að ræða i stuttu máli. Ég tel að um þetta mál þurfi samnings- aðilar að hafa itarlegar um- ræður. Þaö þarf að finna leiðir sem ekki valda tjóni, tryggja réttlæti og veita öryggi, bæði launþegum og vinnuveitend- um. 4. Ég tel óheppilegt að mikl- ar deilur fari fram milli stjórnmálamanna og i fjöl- miðlum um kjaramál meðan á kjarasamningum stendur. Það eykur erfiðleikana við að ná skynsamlegu samkomu- lagi. Hins vegar tel ég sjálf- sagt að fréttir af samningum berist með eðlilegum hætti og þá helzt á vegum sáttanefnd- armanna eða með samræmd- um fréttaflutningi aðila. Við- töl við einstaka menn, sem standa i samningaviðræðum, og birt eru i fjölmiðlum geta haft mjög truflandi áhrif á gang samningaviðræðna.. 5. Ég tel að kjarasamningar eigi fyrst og fremst að vera á milli vinnuveitenda og laun- þega, en hinu er ekki að leyna, að oft er nauðsyn að hafa sam- ráð viö stjórnvöld vegna þess að kjarasamningar snerta svo mjög stjórn efnahagsmála, t.d. skattlagningu, tryggingar, gengi krónunnar og svo kannski siðast en ekki sizt hversu stóran hlut rikið á að taka af þjóðartekjunum. 6. Ég tel að það sé fyllilega timabært að þessi mikilvægu mál séu tekin föstum tökum og þeir aðilar, sem hlut eiga að máli taki þau til alvarlegrar umræðu. Það eru likur til að auðveldara sé að ræða þessi mál af fullri einurð og hrein- skilni nú þegar samningum er lokið og gott svigrúm til næstu allsherjarsamninga og þar á ég einnig við f jölmiðla og ekki þó sizt við Alþingi, sem ég tel að ætti að taka málið til með- ferðar. Föstudagur 19. marz 1976 hlaffé ER ORÐH) BREVTA Innri skipulags- breytingar nauðsyn- legar ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASi: 1. Það er min skoðun, að samtök beggja aðila vinnu- markaðarins þurfi fyrst sjálf innbyrðis að lita á ýmis mál er vinnulöggjöfina varða — eink- um þó samningagerðina sjálfa — og móta sér ákveðnar skoðanir i þeim efnum og siðan setjast niður og semja um þær breytingar á vinnu- löggjöfinni, sem þeir geta sætt sig við. Ég tel t.d. að hvorugur aðil- inn sé skipulagslega i stakkinn búinn til þeirra stóru sam- flota, sem nú tiðkast, og vilja fara meira og minna úr bönd- unum. Innri skipulags- breytingar eru þvi nauðsyn- legur undanfari löggjafar- breytinga. Þó munu báðir aðilar sam- mála um að breyta megi em- bætti sáttasemjara til hins betra. Það verði fast embætti en ekki aukaverk og eflt til muna. Þar ætti að fara fram stöðug athugun á öllum samningum, hvort sem þeir eru gerðir fyrir milligöngu embættisins eða ekki, og hann ætti að starfa i nánu samráði við Þjóðhagsstofnun og Hag- stofu, sem sjái um að öll þýðingarmikil þjóðhags- statistik sé jafnan á takteinum fyrirvaralitið. í höfuðatriðum hafa ekki komið fram þeir agnúar á vinnulöggjöfinni er krefjist umbyltingar. Hinu fer ekki hjá, að á svo öru breytinga- skeiði, sem yfir landið hefur dunið siðustu 40 ár, ekki sizt i félagslegum efnum, hljóti ýmislegt að þurfa endur- skoðunar við. Um það út af fyrirsig geta menn verið sam- mála. En hætt er við að menn verðilittsammála um hvernig sú endurskoðun eigi að vera, og hversu viðtæk og róttæk. Vinnuveitendur hafa mótað kröfur um endurskoðun, sem flestar miða að þvi að skerða svigrúm og athafnafrelsi verkalýðshreyfingarinnar, draga úr krafti hennar og um- svifum sem fjöldahreyfingar. Meðan svo standa sakir, kýs verkalýðshreyfingin sem minnstar breytingar, og minnir á, að lagafyrirmæli ein sér eru litt vænleg til að leysa hagsmunadeilur stórra þjóð- félagshópa. Rétt er að hafa hugfast, að hér er ekki um að ræða persónulegar deilur milli Björns Jónssonar og Jóns H. Bergs. í flestum slikum deil- um er verið að reyna að leysa 100 og jafnvel 1000-ir smærri og stærri atriða, sem snerta lif, kjör og velliðan tugþús- unda fólks á vinnustað. 2. Skipulagning og fram- kvæmd hinna stóru samflota er i rauninni einn samfelldur óskapnaður þar sem vinstri höndin á erfitt með að vita hvað sú hægri er að gera. Stefnt hefur verið að auknu lýðræði með gifurlegri fjölgun fólks i samninganefndum, en þvi mikið til gleymt, að þó 2- 300 manns semji fyrir 40 þús. manna hreyfingu i stað 10, er ekki þar með sagt að lýðræðið hafi aukizt 20-30 falt. Lýðræði byggist fyrst og fremst á þvi, að þeir, sem kjósa fulltrúana hafi sem gleggsta fræðslu og upplýsingar um hvað þeir eru að gera og með hvaða rökum þeir samþykkja eitt en snúast gegn öðru, svo að þeir geti að lokum lagt raunhæft mat á niðurstöðurnar. Fámenn sam- stillt samninganefnd, sem hefur fengið að vegarnesti skýrt afmörkuð og skilgreind stefnumiö, er aö minu viti lik- legri til að ná hagstæðum árangri fyrir umbjóðendur sina, en hundruð manna, sem fara af stað með óljósar kröfur i hundraðatali, sem enginn hefur reiknað út hvað þýða i beinhörðum peningum. 3. Nei. An verkfallsréttar yrðu engir samningar, það sýnir reynslan. Þvingaður gerðardómur (op.stm.) hefur alls staðar gefizt illa til lengd- ar. Verkföll eru lika öryggis- ventill i þjóðfélaginu, menn blása út samansöfnuðum kvartanaefnum. Þjóðfélög án verkfalla dragast aftur úr i tækniþróuninni. Betra sátta- kerfi, betra skipulag deilu- aðila sjálfra, geta gert verk- föll fátiðari en aldrei leyst þau af hólmi. 4. Ahrif og afskipti stjórn- málamanna og fjölmiðla geta beinzt að þvi að beina samn- ingum og vinnudeilum inn á aðrar brautir en að er stefnt. Þá eru þau forkastanleg. En þau geta lika verið hagstæð eins og ótal dæmi sýna. Fjöl- miðlarnir geta haft miklu meiri og jákvæðari áhrif en þeir nú gera, ef þeir héldu uppi stöðugri fræðslu um þessi mál og réðu til sin sérfróða menn á þessu sviði. 5. Rikisstjórnir eiga ekki að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.