Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 13
alþýöu- blaóiö Föstudagur 19. marz 1976 OR VMSUM ÁTTUM 13 Þorskastríðið og NATO — íþróttir og peningar hestaútflutningur og peningar í norska blaðinu Fiskaren skrifar öysten Rabben um þorskastriðið og NATO. Hann segir meðal annars á þessa leið: „Það hefur ávallt vakið furðu mina, að England skuli ekki beita betri vopnum i þorska- striðinu en herskipum. Þeir hljóta að hafa vitað, að það myndi ekki verða þeim til fram- dráttar. England hefði heldur átt að einbeita sér að samn- ingaviðræðum. Hættan á þvi, að Islendingar gangi úr NATO, það er að segja, ef Englendingar halda áfram þorskastriðinu, er mikil. NATO og Evrópa haf ekki ráð á að glata þessum félaga. Þorskur- inn, sem Englendingar veiða við Island er ekki svo mikilsvirði. Það væri örugglega mun ódýr- ara að kaupa þennan fisk af Isl- endingum, en að halda áfram striðinu norður i höfum. Englendingar og Efna- hagsbandalagið. Otfærsla fiskveiðilögsögu Breta verður þeim og okkur mikið vandamál. Enskir sjó- menn hafa, eins og kunnugt er, heimtað stærri fiskveiðilögsögu en Efnahagsbandalagið sættir sig við. En með þvi að gefa eftir i deilu sinni við íslendinga fengju Bretar gott tækifæri til að fá kröfum sinum fram- gengt gagnvart bandalaginu. Sjálfur hefi ég ehga samúð með aðferðum Islendinga, en ég er sannfærður um, að vilji þeirra verður ekki brotinn á bak aftur með herskipum". Siðan leggur Rabben til, að allar þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta i fiskveiðum, legg- ist á eitt um að leysa þessa deilu. Sú iausn yrði öllum Evrópuþjóðum til hagsbóta. iþróttir og fjármálin. I siðasta Iþróttablaði er við- tal við Gisla Halldórsson, for- seta ISI, um iþróttastarfið og fjármálin. Þar segir hann: ,,Nú er talið, að um 55 þúsund konur og karlar hérlendis iðki skipu- lega iþróttir á vegum ung- menna- og iþróttafélaga i land- inu. Segja má, að á siðustu árum hafi orðið bylting i þátttöku alls almennings i iþróttastarfinu, og sú gleðilega þróun virðist halda jafnt og þétt áfram, að æ fleiri Islendingar taki þátt i iþrótta- starfinu. Það stendur iþróttahreyfing- unni hins vegar i heild fyrir þrifum hversu fjárvana hún er, og stór hluti þess starfs sem for- rriíH hrmrhi imrr ijjmuuutuii ÍÞRÓTTIR a ÚTILÍF 4 !ll iil ystumennirnir inna af hendi er til hvers konar fjáröflunar. Það er allra skoðun, að bæði sé sjálfsagt og eðlilegt, að félög- in sjálf standi straum af kostn- aði við rekstur þeirra að ein- hverju leyti, og hefur sú skoðun verið rikjandi meðal fprystu- manna iþróttahreyfingarinnar, að eðlilegt og æskilegt væri að félögin öfluðu sjálf 40% fjár- magnsins, en siðan kæmi á móti 30% framlag frá rikisvaldinu og 30% frá sveitarfélögum.” Rauði þráðurinn i þessu við- tali kemur fram i fyrirsögn, þar sem segir: „Fjárskortur haml- ar æskilegu iþróttastarfi. Samt er það ósk þjóðarinnar, að iþróttahreyfingin sé öflug og góður árangur náist.” útflutningur á hestum. Hér birtum við auglýsingu, sem búvörudeild SIS hefur sent frá sér. Útflutningur á islenzk- um hestum hefur verið um- deildur. Fyrr á árum voru isl- lenzkir hestar sendir til Bret- lands, þar sem þeir voru brúk- aðir i kolanámum. Sá útflutn- ingur verður Islendingum til ævarandi skammar. Siðar hófst útflutningur til áhugamanna um hestamennsku viða um heim. Hestarnir vori) þá oft fluttir með skipum og illa að þeim búið. Kom fyrir, að þeir dræpust á leiðinni, ef illt var i sjó. A þessum aðferöum höfðu flestirandstyggð, nema kannski þeir, sem fengu nokkrar krónur i vasann. Nú er farið að flytja hestana út með flugvélum, og er með- ferðin öll betri en áður. Ýmsir bændur og „hestaræktendur” hafa verulegar tekjur af þessum útflutningi og þykir sumum þetta góður „bisniss,,. Hvernig er fylgzt meö? En þá vaknar spurningin þessi: Hverjir kaupa hestana og hvernig er farið með þá? Fylg- ist einhver með þvi? Hvernig liður skepnunum i hitum Suður- Þýzkalands eða i strangri tamn- ingu "sérfræðinganna,,. íslenzkur maður, sem fyrir tveimur árum var á ferð i Vlnarborg, lagði leiö sina i skemmtigarð. Þar sá hann is- lenzka hesta, sem beitt hafði verið fyrir barnahringekju. Hit- inn var mikill og fluga ásótti þessa tryggu vini, sem voru bundnir við arma hringekjunn- ar með skrautböndum. A þessi fyrrum þarfasti þjonn og yndi nútimamannsins ekki betra skilið af Islendingum en að vera sendur til fjarlægra landa i misjafnt fóstur. Er svona útflutningur peninganna virði? .^-AG Reykjavíkurmeistaramót í skíðaboðgöngu eftir 20 ára hlé Eftir um 20 ára hlé siðan skiðaboðganga var meðal keppnisgreina i Reykjavikur- móti, var þráðurinn tekinn upp að nýju laugardaginn 13. marz. Keppt var i 3x10 km skiðaboð- göngu, og féll meistaratitillinn i skaut A-sveitar Skiðafélags Reykjavikur, sem fékk timann 141,38 min. I öðru sæti var skiðadeild Hrannar, en B-sveit Skiðafélags Reykjavikur lenti i þriðja sæti. Gestasveit frá Isa- firði tók einnig þátt i mótinu, en hún lauk ekki keppni. I sigur- sveitinni voru Páll Guðbjörns- son, Matthia-s Sveinsson og Ingólfur Jónsson. Veður var mjög mismunandi meðan á keppni stóð. Um tima gerði mikla hrið þannig að fennti i slóðina, en er leið á gönguna, batnaði veðrið til muna. Rásmark var rétt neðan við lyftuhúsið, og var gengið i 5 km hringi i sömu braut i endamark, sem var það sama og rásmark. Göngustjóri var Skarphéðinn Guðmundsson, en Haraldur Pálsson sá um brautarstjórn- ina. —GG Umsóknarfrestur um dvöl á Laugarvatni rennur út 26. þ.m. Um næstu mánaðamót verður gengið frá úthlutun til einstakra aðila um dvöl i Iþróttamiðstöð ÍSI að Laugarvatni. Um miðjan febrúar sl. sendi ISI héraðasam- böndum og sérsamböndum erindi vegna starfsemi iþróttamið- stöðvarinnar á komandi sumri. Frestur til að senda inn umsóknir um dvöl i iþróttamiðstöðinni rennur út 26. þ.m. Iþróttamiðstöðin rúmar allt að 60manns samtimis. Dvalarkostn- aður á sólarhring verður fyrir hvern þátttakanda. 1.150,00 —GG Spennandi bikarglíma á Húsavík Bikarglíma íslands fór fram á Húsavík 7. marz sl. Var mótiö spennandi og margar snarpar viðureign- ir sáust, enda létu áhorf- endur sig ekki vanta. Keppt var i tveimur aldurs- flokkum. Annars vegar flokki fullorðinna og urðu helztu úrslit þar sem hér segir: vinningar. 1. Ingi Yngvason HSÞ 7 2. Guðm. Ölafss. Armanni 6 3. Þorsteinn Sigurjónss. Vikv. 5 I flokki drengja og unglinga: 1. Eyþór Pétursson HSÞ 4 1/2 2. Hjörleifur Sigurðss. HSÞ 4 1/2 3. Jón Magnússon KR 3 Glímuráð Héraðssambands Suður-Þingeyinga sá um fram- kvæmd mótsins og fórst það vel úr hendi. —GAS Sigurvegarar unglingaflokki. tRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.