Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 10
lO STJðRNMÁL Föstudagur 19. marz 1976 Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hekstur: Rey kjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- ______________________ son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 800 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu. alþýóu- blaðiö Eina Ijósiö, sem lýsti Samvinnuhreyfingin á íslandi er að minnsta kosti tveim áratugum eldri en verkalýðshreyf- ingin, og Samband islenzkra samvinnufélaga er 14 árum eldra en Alþýðusamband íslands og Alþýðuflokkurinn. Kaupfélögin náðu tiltölulega skjótum árangri með stórhækkun útflutnings- verðs og stórlækkun innfluttrar vöru fyrir félagsmenn sina. Þetta varð sökum þess, að kaupfélögin börðust við ört hnignandi vald erlendra kaupmanna, en verkalýðsfélögunum reyndist þyngri róðurinn gegn innlendum atvinnurekendum, sem voru að sækja i sig veðrið i upphafi togaraaldar. Af þessari reynslu var alþýðuhreyfingunni hér á landi frá upphafi ljós þýðing samvinnu- stefnunnar og batt við hana miklar framtiðar- vonir. Jafnaðarmenn tóku sér fyrir hendur að endurbæta þjóðfélagið með starfi i verkalýðs- félögum, samvinnufélögum og umbótum gerðum á vettvangi Alþingis. í fyrstu stefnuskrá Alþýðusambandsins — Alþýðuflokksins mátti lesa þessi orð 1916: „Samvinnufélagsskapurinn var um mörg ár eina ljósið, sem lýsti i nátt- myrkri framfaraleysis hér á landi.” Margt hefur breytzt á rösklega hálfri öld, og bæði samvinnuhreyfingin og verkalýðs- hreyfingin eru nú á dögum stórveldi, hvor á sinu sviði, sem jafnvel sæta gagnrýni fyrir að vera of voldug i litlu þjóðfélagi. Það reynir á bein forustumanna beggja hreyfinga að missa ekki sjónar á grundvallarhugsjónum og þjónustu- hlutverki hreyfinganna. Jafnaðarmenn styðja báðar þessar alþýðu- hreyfingar og byggja enn miklar vonir við sam- vinnurekstur hér á landi. Hann er eitt þýðingar- mesta form félagsreksturs og samhjálpar, sem eiga að einkenna ísland framtiðarinnar. Úlafur Friðriksson Margt hefur verið rif jað upp af sögu Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins á nýliðnu sextugsafmæli þeirra. Þar hefur nafn Ólafs Friðrikssonar komið oft við sögu, enda vann hann stórbrotið brautryðjendastarf á þeim árum, og hefur það i seinni tið engan veginn verið metið sem skyldi. Væri óskandi, að góður sagnfræðingur rannsakaði og ritaði ævisögu hans. Ólafur kom heim eftir langa dvöl i Danmörku 1914 — heittrúaður baráttumaður fyrir alþýðu og jafnaðarstefnu. Hann var vetur á Akureyri, stofnaði þar fyrsta jafnaðarmannafélagið, stóð að framboði til bæjarstjórnar og ritaði fyrstu stefnuskrá islenzkra jafnaðarmanna. Hann hélt til Reykjavikur 1915, hóf útgáfu „Dagsbrúnar” með stuðningi verkalýðsfélaga, tók þátt i stofnun Hásetafélagsins og átti mikinn þátt i stofnun ASl og flokksins. Mörg baráttumál hans frá þeim árum eru enn efst á dagskrá hjá þjóðinni, svo sem jafnrétti kvenna og þjóðareign landsins. Hann sá sókn alþýðunnar á þeim árum i sögulegu ljósi, og benti á það einstæða tæki- færi, sem hér gafst til að koma á þjóðfélagi frelsis og jafnréttis, áður en nútima kapitalismi festi hér rætur. Hann mótaði markmið og benti á leiðir, hann var hetjulegur ræðumaður og einn beittasti penni, sem hreyfingin hefur átt. Ólafur er maður, sem unga fólkið þarf að kynnast. BRÉF AÐ AUSTAN: ALÞYBfl! VAKNAÐU! ENN ER VERIÐ AÐ PYNTA FÚLK OG LIMLESTA! Þ.E.M. skrifar: Nú er sjónvarpið um það bil að ljúka útsend- ingum á fræðslu- myndaflokki um baráttu gegn þræla- haldi. 1 umræddum myndaflokki kemur að nokkru leyti fram grimmdin og kúgunin sem svertingjarnir urðu að þola af hvita manninum. Þó er rétt að gera ráð fyrir, að atriðin séu tilfærð Bretum i hag. Þar sem myndin er brezk að uppruna. Ekki er fátitt að fólk hafi lokað fyrir sjónvarpið, þeg- ar að þessum dagskrárlið hefur komið, það hefur ekki treyst sér til að horfa á slika grimmd. Þeir, sem hins vegar leggja það á sig, að horfa á þættina, telja sér margir hverjir trú um að þrælasala og ómannúðleg meðferð tilheyri aðeins liðnum tima. Færri skilja að þumal- skrúfur og gapajárn voru aðeins upphafið að nútima pyndinga- tækni. Alþýðan hvergi óhult Við fáum i fjölmiðlum fréttir um þúsundir og aftur þúsundir manna, sem hnepptir eru i fangelsi viða um heim. Þetta fólk hefur ekki unnið annað til saka en að standa vörð um rétt sinn til að lifa og um sitt tak- markaða frelsi. I löndum þar sem fasista- stjórnir ráða, til dæmis á Spáni, i Uruguay, i Chile og miklu viðar, er alþýðan hvergi óhult fyrir fasistalögreglunni, hvorki nætur né daga. Fólk er dregið til yfirheyrzlu og pyntað á hinn hroðalegasta hátt, timum og jafnvel dögum saman. í stað þumalskrúfu eru nú notuð ýmiss konar verkfæri. Til dæmis er rafstraumi hleypt á fólk, viðkvæmustu iikamshlutar eru brenndir, glóandi teinar eru reknir upp i leggöng kvenna og ýmsir kynferðisglæpir framdir. — Neglur eru rifnar af fólki, það barið og limlest, sett klofvega á eggjárn og svo mætti lengi telja. „Fundnir sekir” Fólk, sem lifir pyndingarnar af, er i flestum tilvikum flutt i fangelsi. Þar grotnar það niður við aðstæður, sem engri skepnu væru boðnar. Einstaka manneskja fær þó aftur að fara heim til sin, en hinir eru þó fleiri, sem eru „fundnir sekir” um eitthvað og siðan liflátnir. Málaliðar, sem réðu sig til Angóla fengu þjálfun i „yfir- heyrzlutækni”. Það er hægt að orða hlutina nógu faglega i sjón- varpsviðtali, en hvað skyldi „yfirheyrzlutækni” vera annað en pyndingaraðferðir? Það eru mjög takmarkaðar upplýsingar, sem sleppa. út úr fasistarikjum, svo það er aug- ljóst, að við fréttum aðeins um litið brot af ósómanum, sem á sér stað i heiminum. Samt nennir fólk ekki að hugsa um heiminn i heild, hvað þá að reyna eitthvað til úrbóta. Kemár okkur ekki við? Við hér uppi á tslandi teljum okkur gjarnan trú um að það sem gerist úti i heimi komi okkur ekki við, svo framarlega, sem það skerðir ekki efnahag okkar. Það er sannarlega þægilegt að loka augunum fyrir umheimin- um og skipuleggja i rólegheitum sumarfriið eða eldhúsinnrétt- inguna. Svo þarf lika að bjarga ýmsu fyrir góðgerðarklúbbana. Þvilik yfirborðsmennska! Hvað gera svo ráðamenn okk- ar? Reyna þeir að gera eitthvað til úrbóta i mannréttindamál- um. Nei, þeir loka bæði augum og eyrum og það fast. Er ekki kominn timi til að alþýðufólk i hinum svonefndu lýðfrjálsu löndum, vakni til meðvitundar um samábyrgð og skyldu sina gagnvart undirokaðri alþýðu fasistarikjanna? Þ.E.M.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.